Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 63 Haustönn í Fj ölbrautoskólanum í Breiðholti Kennslutími var styttur um viku Menntamálaráðuneytið gerði athuga- semd til skólans vegna málsins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gert athugasemd við stjórn- endur Fjölbrautaskólans í Breiðholti vegna þess hversu skammur kennslutími var í skólanum á nýliðinni haustönn eða tæplega 12 vikur í stað 13 eins og jafnari er miðað við á haustönn. Ráðuneytið hefur haft samband við fleiri framhaldsskóla og óskað eftir að kennslutimi yrði lengdur. Kristín Arnalds skólameistari FB sagði í samtali við Morgunblaðið að töluvert langur tími færi í próf í skólan- um, en kennsla á haustönninni næði þó fullum 12 vikum. Hún sagði það hins vegar vera vandamál hve haustönnin væri stutt og það þyrfti að lagfæra. Að sögn Harðar Lárussonar deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu höfðu kvartanir borist til ráðuneytisins vegna kennslutímans í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en stytting haustannar kom sér- staklega illa við nemendur öldunga- deildar, sem fengu færri stundir til að fara yfir námsefni sitt en dags- skólanemar. „Ráðuneytið hefur oft rætt við skólameistara framhaldsskólanna um að kennslutíminn væri frekar skammur og látið í Ijós óskir um að reynt yrði að breyta þessu. Okk- ur fínnst hlutfallið milli kennslutíma og pRÓftíma óeðlilegt en þetta var með lakari dæmunum sem við höf- um heyrt um,“ sagði hann. Snertir kjarasamninga kennara Sagði Hörður að málið væri tals- vert erfitt úrlausnar þar sem breyt- ing á kennslutíma snerti kjara- samninga kennara. „Ég reikna með því að þetta mál verði rætt frekar við skólameistara fí-amhaldsskól- anna og athugað hvort það séu möguleikar á að breyta þessu,“ sagði hann. Kristín Arnalds sagði að ekki væri lögboðið að kennsluvikur ættu að vera 13 á haustönn, og sam- kvæmt kjarasamningum mætti ekki kalla kennara til starfa fyrr en 1. september. „Hjá okkur er málið það að við þurfum töluvert langan tíma í próf en við erum þó á haustönninni núna með 12 fullar kennsluvikur. Málið stóð um einn dag sem við lengdum önnina um, þannig að við náðum þessum 12 kennsluvikum. Eins og reglugerð gerir ráð fyrir er fjallað um starfsáætlunina af kennurum og nemendum og búið var að sam- þykkja hana eins og hún var. Það stóð hins vegar styr um þennan eina dag, sem við svo lengdum önn- ina um. Ég vil leggja áherslu á að þar sem mjög fjölbreytt nám er í skólanum okkar þurfum við mjög langan tíma í prófin, en það er ekki þar með sagt að menn séu hérna í fríi, heldur vinna kennarar hérna fulla vinnu. Þá set ég alltaf skólann 31. ágúst og veit ég ekki um neinn annan skóla sem byijar svo fljótt,“ sagði Kristín. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Digraneskirkja risin FjÖLDI fólks lagði leið sína í Digraneskirkju, sem nú er risin í Suðurhlíðum í Kópavogi, í reisugildi sem haldið var á laugardag. Jónas Frímannsson, ritari sóknamefndar Digranessöfnuðar, stjómaði stuttri athöfn sem hófst með því að sr. Þorberg- ur Kristjánsson sóknarprestur flutti blessun. Þá rakti Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknar- nefndar, stuttlega byggingarsögu hússins og þakkaði þeim sem þar hafa komið að. Bjarni Bragi Jónsson flutti frumsamið ljóð til kirkjunnar og að lokum tók Guðmundur Þorsteinsson dóm- prófastur til máls og óskaði söfnuði allra heilla. Þá hafði hann sérstaklega orð á því að svo stutt- ur byggingartími væri óvenjulegur þegar kirkjur væm annars vegar en fyrstu skóflustunguna að Digraneskirkju tók dr. Sigurbjöm Einarsson bisk- up 27. mars sl. Áætlað er að messa í kirkjunni í fyrsta sinn 25. september á næsta ári. Að at- höfn lokinni var viðstöddum boðið að þiggja veit- ingar. Iðnaðarráðuneytið beinir tilmælum til útgerðarmanna Innlend skipasmíði fái tækifæri eins og eriend IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneytið hefur beint þeim eindregnu tilmælum til samtaka útgerðarmanna, viðskiptabanka og Fisk- veiðasjóðs að þeir gefi innlendum skipaiðnaði tækifæri til jafns við erlenda aðila til að bjóða í eða semja á annan hátt um ný- smíðar eða endurbætur skipa. Er það von ráðuneytisins að með sameiginlegu átaki viðkomandi aðila á þessu sviði megi stuðla að auknum verkefnum fyrir innlendan skipaiðnað, en ekki síður að aukinni hagkvæmni fyrir verkkaupendur að nýsmíðum og endurbótaverkefnum. Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, segist ekki kannast við annað en að íslenskum skipasmíðastöðvum hafi í flestum tilfellum ver- ið gefinn kostur á að bjóða í viðgerðarverkefni. í bréfi iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins til ofangreindra aðila segir m.a. að borið hafí á því að undanförnu að nýsmíðar og endur- bætur á fiskiskipum hafi verið framkvæmdar erlendis án undan- gengins útboðs innanlands. ís- lenskum skipasmíðastöðvum hafi þannig ekki verið gefinn kostur á að bjóða í viðkomandi verkefni og því hefði ekki verið ljóst hvort þær hefðu verið samkeppnisfærar. Það hljóti að vera kappsmál fyrir inn- lenda aðila, verkkaupendur eða Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1993 Fimm í flokki skáld- verka og fímm fræðirit TILKYNNT var í gær við athöfn í Listasafni íslands hvaða tíu bækur keppa um íslensku bókmenntaverðlaunin 1993 en að undanförnu hafa verið starfandi tvær þriggja manna dómnefndir við að velja bækurn- ar. íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt af forseta íslauds eftir áramót. Fimm bókanna eru úr flokki frumsaminna íslenskra skáld- verka og fimm úr flokki fræðirita, frásagna, handbóka og annarra rita sem teljast ekki til skáldskapar. í ávarpi Jóhanns Páls Valdimars- sonar, formann Félags íslenskra bókaútgefenda, kom fram að nefndirn- ar hefðu valið úr 30 bókum í flokki fagurbókmennta og 17 bókum í flokki annarra verka. Kór Kársnesskóla söng við upphaf athafnarinnar en síðan flutti Jóhann Páll ávarp þar sem hann sagði með- al annars að íslensk bókaútgáfa ætti í vök að veijast vegna þeirrar ákvörð- unar stjórnvalda að leggja virðis- aukaskatt á íslenskar bækur, og því sýndu aðgerðir útgefenda til að halda sama bókaverði og á siðast liðnu ári, eindreginn vilja þeirra til að les- endur þurfi ekki að bíða skaða af. Formenn nefndanna tveggja sem völdu bækumar, Guðrún Nordal og Ólafur Oddsson, tilkynntu síðan hverjir tilnefndir eru í ár og Vilborg Harðardóttir, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, af- henti tilnefndum höfundum eða full- trúum þeirra minjagripi, sem að þessu sinni voru silfurbókahnífar. Tíu tilnefningar í flokki fagurbókmennta em til- nefndar Borg, skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur, Eldhylur, Ijóðabók eftir Hannes Pétursson, Falsarinn, skáldsaga eftir Bjöm Th. Bjömsson, Hvatt að rúnum, skáldsaga eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, skáldsaga eftir Guðberg Bergsson. í flokki fræðirita og verka almenns efnis em tilnefndar íslensku söguatlas í ritstjórn Árna Daníels Júlíussonar, Jóns Ólafs ísberg og Helga Skúla Kjartanssonar, Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson, Saga daganna eftir Árna Bjömsson, Saga Jónasar frá Hriflu I-III eftir Guðjón Friðriksson og Siðfræði Lífs og dauða eftir Vilhjálm Ámason. Aðrir í valnefndum vom Ásdís Egilsdóttir og Ingibjörgu Haralds- dóttir í flokki fagurbókmennta, og Haraldur Ólafsson og Gunnar Karls- soní flokki annarra rita. Guðrún og Ólafur eru tilnefnd af Félagi ís- lenskra bókaútgefanda, en aðrir em tilnefnidir af Heimspekideild Háskóla Islands, Rithöfundasambandi ís- lands, Vísindaráði og Hagþenki. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja eina bók af fímm tilnefndum úr hvorum flokki til verðlauna. For- menn nefndanna tveggja eiga sæti í lokadómnefnd ásamt Helga Þor- lákssyni, sem tilnefndur er af forseta íslands. verkseljendur, að það sé ljóst hvort innlendir aðilar hefðu getað boðið hagstæðari skilmála. Er það von ráðuneytisins að með sameiginlegu átaki viðkomandi aðila á þessu sviði megi stuðla að auknum verk- efnum fyrir innlendan skipaiðnað, en ekki síður aukinni hagkvæmni fyrir verkkaupendur að nýsmíðum og endurbótaverkefnum. Kristján Ragnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir útgerðarmenn skipti íslenskur skipasmíðaiðnaður miklu máli og þeir gerðu sér vel grein fyrir því að iðnaðurinn ætti í erfíðleikum sem fyrst og fremst stöfuðu af erfiðleikum sem útgerðarmenn ættu í. „Það er viðtekin venja hér þegar á að gera meiriháttar viðgerðir á skipum að bjóða þau verk út bæði erlendis og hér heima. Hins vegar þegar um nýsmíðar hefur verið að ræða undanfarin ár hefur íslenskur skipasmíðaiðnaður ekki verið sam- keppnisfær við það sem okkur hef- ur verið boðið erlendis, og það hefur verið viðurkennt af íslensk- um skipasmíðastöðvum," sagði hann. Kristján sagði að LÍÚ myndi að sjálfsögðu hvetja félagsmenn sína til að eiga viðskipti við ísienskar skipasmíðastöðvar um viðgerðar- verkefni ef um væri að ræða sam- bærilegt verð og tíma sem til boða stæði erlendis. „011 minniháttar verkefni eru unnin hér á landi og það eru aðeins örfá tilfelli sem fara til útlanda, og þá fyrst og fremst stærstu verkefnin," sagði hann. 48. leikvika, 4. des. 1993 Nr. Leikur: RöSin: 1. Coventry - Arsenal 1 - - 2. Evcrton - Southamptn 1 - - 3. Ipswich - Oldham - X - 4. Leeds - Man. Cíty 1 - - 5. Man. Utd. - Norwich - X - 6. QPR - Aston V. - X - 7. ShefT. Wed - Liverpool 1 - - 8. Swindon - Sheff. Utd - X - 9. Tottenham - NcwcasUc - - 2 10. Wimbledon - West Ham - - 2 11. Bristol C. - Middlesbro - X - 12. Nott'm For - Birmingh. 1 - - 13. Oxford - Millwall - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 113 milljón krónur 13 réttin | 2527.850 | kr. 12 réttir: | 40.460 | kr.1 2 3 j kr- -I 11 réttin 10 réttin 3.050 780 SCANIA mm hf. SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍWl 20720 VLTINN 48. Icikvika , 5. des. 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Atalanta - Lazio - X - 2. Cremone.se - Piacenza 1 - - ^1. 3. Foggia r Udincse - X - 4. Juvcntus - Napoli 1 - - 5. Lecce - Inter - - 2 6. AC MUan - Torino 1 - - 7. Reggiana • Cagliari 1 - 8. Roma - Parma 1 - 9. Ascoli - Padova 1 - 10. FiorenUna - Ancona 1 - • 11. Pisa-Bresda 1 - ■ 12. Venezia - Bari - X • 13. Verona - Ccscna - X ■ Hcildarvinningsupphæðin: 12 milljónir króna 13 réttin 12 réttir: 11 réttin 10 réttin 69.430 j kr. 2.590 |kr. 280 1 kr' 0 J kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.