Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 64
Sandfok vegna Skaftár-
hlaupa ógnar Lakagígum
LAKAGÍGAR, gígaröðin á Síðumannaafrétti í Vestur-Skafta-
fellssýslu, eru taldir í hættu vegna sandfoks. Skaftárhlaup hafa
á undanförnum áratugum borið með sér mikinn sand upp á
bakka árinnar og úr þessum sandnámum er nú farið að fjúka.
Sandurinn hefur eytt þúsundum hektara af gróðri og er kom-
inn að nokkrum Lakagíganna og farinn að skemma suma.
Ólafur Arnalds, jarðvegsfræð-
ingur hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, segir að Skaftárhlaup
séu tiltölulega nýtt fyrirbrigði, í
þeirri mynd sem við þekkjum þau.
Hlaupin eiga upptök í tveimur kötl-
um í Vatnajökli og hleypur áin
yfir stórt svæði. í nýútkomnum
Landgræðslufréttum, fréttabréfi
■^^.andgræðslunnar, kemur fram að
i- landinu stafi hætta af sandburði
árinnar allt frá upptökum til sjáv-
ar. Sandur sem berst ofarlega úr
ánni stefnir í átt til Lakagíga og
Ólafur Arnalds segir að hann sé
kominn að nokkrum gíganna og
farinn að skemma suma. Þá gæti
sandurinn farið yfir hluta Skaftár-
eldahrauns.
Sandurinn eyðileggur mosann
Gígaröðin er 25 kílómetrar á
lengd. Gígarnir eru flestir þaktir
þykkri breiðu af grámosa, þar sem
skiptast á gulhvítar mosaþembur
og rauðar og svartar gjallrákir og
taumar. „Lakagígar eru, hvernig
sem á þá er litið, ein stórfelldasta
furðusmíð í náttúru landsins,“ seg-
ir í bókinni Landið þitt, Island. Að
sögn Ólafs eyðileggur sandurinn
mosann og jafnar út landið svo það
verður ékki svipur hjá sjón.
Lakagígar gusu árið 1783 hinu
mesta hraungosi sem sögur fara
af á jörðinni, að því 'er fram kemur
í bókinni. Kallaðist það Síðueldar
eða Skaftáreldar. Afleiðingar þess
urðu hín ægilegu Móðúharðindi
þegar talið er að um 10 þúsund
manns, eða tæplega 20% þjóð-
arinnar, hafi látist á þremur árum.
Lakagígar vóru friðlýstir árið
1971. Heimamenn í Skaftárhreppi
hafa viljað vernda þetta svæði og
vinna að stofhun landgræðslufé-
lags meðal annars í þeim tilgangi.
Að sögn Andrésar Arnalds, gróð-
ureftirlitsmanns Landgræðslunn-
ar, þarf að sá melgresi á stóru
svæði til að hindra sandfokið og
einnig er nauðsynlegt að setja upp
varnargarða til að beina sandinum
frá.
Morgunblaðið/Kristinn.
Forsætisráðherra tendrar jólaljósin
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tendraði ljósin á jólatré Þjóðminja-
safnsins á Nikulásarmessu sem var í gær. Nú styttist í jóladagskrá
safnsins og hefur gömlum jólatijám í eigu safnsins verið komið fyr-
ir víðs vegar um sýningarsalina og safnið allt fært í hátíðabúning.
Þjóðminjasafnið bryddar upp á þeirri nýbreytni í ár að í safribúð
verða seld spýtujólatré sem gerð eru eftir gömlu jólatré sem varð-
veitt er í safninu. Standa svo vonirtil að fyrsti jólasveinninn, Stekkja-
staur, láti sjá sig í safninu næstkomandi sunnudag kl. 14.
Morgunblaðið/Páll Stefánsson
Utboð húsnæðisbréfa Húsnæðisstofnunar fara fram í dag
Lífeyrissjóðir vilja
5,2 til 5,3% ávöxtun
Engum tilboðum í bréf upp á meir en 5% ávöxtun tekið
Lakagígar
LAKAGÍGAR eru taldir í hættu vegna sands sem Skaftárhlaup hafa
borið fram á undanförnum áratugum.
ÚTBOÐ húsnæðisbréfa Hús-
næðisstofnunar mun fara fram
í dag. Samkvæmt upplýsingum
Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum
Málinu lokið af hálfu
Vinnslustöðvarinnar
Kristján Ragnarsson harmar það umrót sem ummæli
hans hafa valdið í bréfi til Vinnslustöðvarinnar
DEILUR þær sem Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum og fram-
kvæmdastjóri hennar, Sighvatur Bjarnason, hafa átt í við Krist-
"sgán Ragnarsson, formann bankaráðs Islandsbanka, að undan-
förnu, vegna ummæla Kristjáns í útvarpsviðtali um fjárhags-
stöðu Vinnslustöðvarinnar, voru til lykta leiddar í gær, með
bréfi sem Kristján skrifaði Vinnslustöðinni. Sighvatur Bjarnason
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málinu væri lokið
af hálfu Vinnslustöðvarinnar og hann væri sáttur við niðurstöðu
þess.
í bréfi Kristjáns Ragnarssonar
segir m.a.:„í útvarpsþætti 29. nóv-
ember sl. þar sem leitað var álits
míns á hugmyndum sem uppi eru
um að útgerðinni í landinu verði
, gert að greiða fyrir veiðileyfi, við-
'^pbafði ég ummæli um fyrirtæki
ykkar sem valdið hafa nokkru upp-
námi. Ég taldi mig vera að fjalla
almennt um erfiða stöðu sjávarút-
vegsfyrirtækja um allt land og
ummæli mín um Vinnslustöðina
hf. voru fyrst og fremst til að und-
irstrika að hún væri ekki fremur
en önnur sjávarútvegsfyrirtæki
- timkomin að taka á sig viðbótará-
lögur. í þeim efnum væru öll fyrir-
tækin jafnilla sett. Ég taldi enn-
fremur að ummæli mín byggðust
á upplýsingum sem fram hefðu
komið opinberlega hálfu fyrirtæk-
isins.
Mér er hins vegar ljóst að sem
formaður bankaráðs ber ég þunga
ábyrgð og tel mér skylt að sjá til
þess að ég valdi ekki óróa hjá við-
skiptamönnum bankans.
Ef mig hefði órað fyrir því, að
einhver teldi, að ég hafi verið í
hlutverki formanns bankaráðs Is-
landsbanka hf. í umræddu viðtali,
þá hefði ég kosið að haga orðum
mínum með öðrum hætti og harma
það umrót, sem þau hafa valdið.
Ég er sammála stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar hf. um að bankinn
og fyrirtækið hafa átt mjög gott
samstarf undanfarna mánuði, er
miða að endurreisn fyrirtækisins
og í þeim efnum hefur margt gerst.
Ég tel jafnframt miklu skipta að
Vinnslustöðin og íslandsbanki geti
átt gott samstarf eftirleiðis og ég
vona að þau ummæli sem gengið
hafa okkar á milli síðustu daga,
verði ekki til þess að trufla sam-
starfið.“
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar, sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að með þessu bréfi frá
formanni bankaráðs íslandsbanka
væri málinu lokið af hálfu Vinnslu-
stöðvarinnar. Svör formannsins
hafi verið viðhlítandi og þeir hjá
Vinnslustöðinni sáttir við þessi
málalok.
Kristján Ragnarsson, formaður
bankaráðs íslandsbanka, vildi ekk-
ert segja þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í gærkveldi.
Morgunblaðsins verður engum
tilboðum tekið í bréfin, sem
gera kröfu um meira en 5%
ávöxtun. Lífeyrissjóðirnir
munu hafa látið í veðri vaka
að þeir muni gera kröfu um
5,2 til 5,3% ávöxtun. Til stóð
að útboð spariskírteina ríkis-
sjóðs færi fram á morgun, en
í gær hafði engin ákvörðun
verið tekin um það hvort út-
boðið færi fram á morgun eða
ekki, þar sem menn vildu bíða
og sjá hvað gerðist varðandi
húsnæðisbréfin í dag.
Húsnæðisbréfin öðruvísi
Lífeyrissjóðirnir munu hafa lát-
ið í veðri vaka, að þar sem hús-
næðisbréfin væru öðru vísi bréf
en spariskírteini ríkissjóðs, með
rýrari ábyrgð ríkissjóðs að baki
en spariskírteinin, væri eðlilegt
að ávöxtun þeirra bréfa sé ívið
hærri en af spariskírteinunum,
eða 0,2 til 0,3% hærri. Talsmenn
ríkissjóðs segja á hinn bóginn að
ábyrgð ríkissjóðs af húsnæðis-
bréfum sé jafnmikil og af spari-
skírteinum, og því séu húsnæðis-
bréfin jafntrygg fjárfesting og
spariskírteinin og þar með eigi
ávöxtun þeirra að vera hin sama,
eða að hámarki 5%. Hefur í þeim
efnum verið bent á að húsnæðis-
bréf bera það nafn, en ekki nafn
ríkisskuldabréfa, vegna þess að
lífeyrissjóðirnir hafi viljað að það
kæmi fram í nafngiftinni að þeir
væru að styðja fjármögnun hús-
bygginga á íslandi, auk þess sem
Húsnæðisstofnun hafi kosið að
um jafnar afborganir yrði að ræða
af bréfunum, en þau ekki greidd
upp í einu lagi.
Ekki gefið eftir
í fjármálaráðuneytinu mun
vera litið þannig á, að miklu máli
skipti, að gefa hvergi eftir, að því
er varðar hámarksávöxtunarkröfu
og því verði engum tilboðum upp
á meira en 5% tekið, hvorki í út-
boðinu í dag, né í útboðinu sem
hugsanlega fer fram á morgun.
Verði niðurstaðan sú að útboð
á ríkisbréfum fari fram á morgun,
án þess að tilboð berist í bréfin
sem eru upp á 5% ávöxtun, er
viðbúið að ríkissjóður afli lánsfjár
í beinu framhaldi af því á erlend-
um markaði. Þó er ekki víst að
talin verði þörf fyrir slíka lántöku
þegar í stað, þar sem fjáröflun á
heimamarkaði hefur að sögn
gengið betur, en búist hafði verið
við, sérstaklega á skammtíma-
markaðinum.