Morgunblaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 25 PligirgiimMalii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasöiu 125 kr. með vsk. eintakið. Fjárframlög til stj órnmálaflokka Alþingi hefur samþykkt breyt- ingartillögu við afgreiðslu fjárlaga, sem heimilar að fjár- framlög fyrirtækja til stjórn- málaflokka verði frádráttarbær frá skatti með sama hætti og til líknarfélaga, trúfélaga, menn- ingarstarfsemi, rannsókna og vísinda. Fyrirtækjum verður nú heimilt að draga allt að 0,5% frá tekjum í þessu skyni. í tengslum við þessa afgreiðslu lýsti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, því yfir, að skipuð verði nefnd til að fara yfír starfsemi stjórnmála- flokka og gera tillögur um hana. Slík löggjöf er nú ekki til. Yfirlýs- ing forsætisráðherra er fagnað- arefni, því starfsemi stjórnmála- flokkanna er hverju lýðræðis- þjóðfélagi mikilvæg og eðlilegt má telja, að hún lúti almennum reglum. Rekstur stjómmálaflokka kostar stórfé í þjóðfélagi nútím- ans og nær hann yfir mörg svið, m.a. útgáfu- og kynningarstarf- semi, erindrekstur og fundahöld og síðast en ekki sízt kosninga- baráttu, bæði vegna þings og sveitarstjóma. Flokkamir hafa aflað fjár frá einstaklingum og fyrirtækjum til starfsemi sinnar og verður að telja eðlilegt, að pólitísk starfsemi sé kostuð með fijálsum framlögum. Ekkert er við það að athuga, að ríkisvaldið auðveldi fyrirtækjum að veita framlög til stjórnmálaflokka eins og annarrar félagastarfsemi. í reynd hefur það verið svo, að fyrirtækjum hefur verið heimilt að draga ýmiss konar framlög til flokkanna frá skatti, t.d. aug- lýsingar í flokksblöðum. Heimild- in er hins vegar lögfest nú til að taka af öll tvímæli í fram- haldi af því, að skattayfírvöld hafa vefengt slíkan frádrátt. Eins og nú er fá einstaklingar ekki að draga framlög til stjórn- málaflokka frá skatti eins og fyrirtækin. í framhaldi af sam- þykkt Alþingis nú er ástæða til að kanna, hvort ekki beri að láta heimildina einnig ná til einstak- linga. Það er heimilt í ýmsum löndum, t.d. Bandaríkjunum, en þar gilda strangar reglur t.d. um hámark og upplýsingaskyldu. Slík löggjöf á að tryggja fjár- hagslegan grundvöll stjómmála- starfsemi, og ákvæðið um há- mark framlaga og upplýsinga- skylduna er ætlað til þess að koma í veg fyrir tortryggni um, að fjársterkir einstaklingar og stórfyrirtæki geti gert stjóm- málamenn og flokkana háða sér. íslenzkir stjómmálaflokkar hafa verið bókhaldsskyldir um langt árabil og þeir em framtals- skyldir eins og önnur félög. Skattayfirvöld hafa því aðgang að bókhaldinu. Flokkunum er hins vegar ekki skylt að birta upplýsingar um fjárframlög ein- staklinga og fyrirtækja. Skipulag stjómmálaflokka er allflókið, því annars vegar er starfsemi flokks á landsvísu en hins vegar starf- semi flokksfélaga á hverjum stað, þ.m.t. félög kvenna og ungs fólks. Reikningar era yfirleitt birtir á aðalfundum, þar sem þeir era til umræðu og endur- skoðaðir af til þess kjörnum fé- lagsmönnum. Að þessu leyti eru ijármál flokka og flokksfélaga opinber. Ýmsir stjómmálamenn eru þeirrar skoðunar, einkum á vinstra vængnum, að starfsemi stjómmálaflokka beri að kosta af almennu skattfé og er lýðræð- islegu mikilvægi þeirra við borið. Þetta fer fyrir bijóstið á mörgum, sem ekki geta hugsað sér að leggja fram fé til pólitísks höfuð- andstæðings. Slíkar tilfinningar era skiljanlegar. Stjórnmálaflokkamir hafa um nokkurra ára skeið fengið greiðslur úr ríkissjóði til starf- semi sinnar. Þær voru hækkaðar nokkuð í fyrrinótt við afgreiðslu fjárlaga. Greiðslur til sérfræðiað- stoðar þingflokka vora hækkaðar úr ríflega 25 milljónum í 36 millj- ónir, framlög til útgáfustarfsemi flokkanna vora hækkaðar úr 80 milljónum í 96 milljónir og heim- ild til að kaupa 100 eintök af aðalmálgagni þingflokka var út- víkkuð þannig, að hún nær nú yfir kaup á Vikublaði Alþýðu- bandalagsins og Vera Kvenna- listans. Tortryggni hefur lengi gætt vegna fjárstuðnings við flokkana og þá vísað til þess, að leynd geti leitt til óeðlilegra áhrifa gef- enda og jafnvel spillingar. Þessi tortryggni kom fram í áskoran átta háskólakennara til for- manna stjórnmálaflokkanna í september sl., þar sem óskað er eftir, að þeir geri grein fyrir fjár- reiðum þeirra. í henni segir m.a.: „Í flestum nálægum löndum gilda skýrar reglur eða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Slík- um lögum eða reglum er ætlað að vemda almenning gegn afleið- ingum óeðlilegra fjárhags- og hagsmunatengsla á milli fjár- sterkra fyrirtækja, hagsmuna- samtaka og stjórnmálaflokka.“ Þessi ábending háskólakenn- aranna er rétt og full ástæða ti! að marka skýrar reglur um þessi efni hér á landi. Það er flokkun- um sjálfum fyrir beztu, að allt pukur um fjármál þeirra heyri sögunni til og tortryggni eytt. Forsætisráðherra hefur nú boðað athugun á starfsemi flokkanna og er ekki úr vegi, að væntanleg nefnd fái og það hlutverk að gera tillögur um framtíðarreglur um fjárstuðning við þá og upplýs- ingaskyldu í því sambandi. Skaðabótalögin veruleg réttarbót eftir Sólveigu Pétursdóttur Vegna fréttar Morgunblaðsins sl. sunnudag og viðtals við Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. er rétt að taka það skýrt fram að það atriði er snýr að allsheijamefnd Alþingis er ein- göngu löggjafarhliðin, þ.e. skaða- bótalögin, en ekki verklagsreglur er tryggingafélögin hafa sett né heldur skipun dómsmálaráðherra á læknum í örorkumatsnefnd. Ágreiningur um þau atriði er ekki á verksviði þing- nefndarinnar, þótt nefndarmönnum sé kunnugt um þau mál. Varðandi þátt Arnljóts Björnssonar, prófessors í skaðabótarétti, gagnvart allsheijar- nefnd þá er það viðtekin venja að kalla til höfunda lagafrumvarpa þeg- ar farið er yfir efni þeirra. Frumvarp til skaðabótalaga var til meðferðar í allsheijarnefnd á 115. löggjafarþingi en varð þá ekki útr- ætt. Var það lagt fram aftur á 116. löggjafarþingi og höfðu þá nokkrar breytingar verið gerðar á fyrri gerð frumvarpsins í samræmi við ábend- ingar sem borist höfðu. Frumvarpið var síðan samþykkt sem lög frá AI- þingi 6. maí 1993. Vegna fréttar í Morgunblaðinu er ennfremur rétt að geta þess að tryggingafélögin mótmæltu við dómsmálaráðherra þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á frumvarp- inu milli þinga og vildu ekki fá það lagt fram, en dómsmálaráðherra varð ekki við þeim óskum. Þetta kom fram við framsögu málsins á Alþingi og kemur einnig skýrt fram í um- sögn Tryggingaeftirlitsins til alls- heijarnefndar. Umsögn Tryggingaeftirlitsins Tryggingaeftirlitinu er ætlað að hafa eftirlit með tryggingafélögum og gætir hagsmuna þeirra sem eiga rétt á bótum og eiga að greiða ið- gjöld. Í umsögn Tryggingaeftirlitsins til allsheijarnefndar sl. vor var m.a. athygli nefndarinnar vakin á þeim deilum er upp höfðu komið vegna verklagsreglna tryggingafélaganna. í umsögninni segir orðrétt: „Fullyrða má að ágreiningur sá sem nefndur er og stendur einkum í milli lögmanna og vátryggingafé- laga, auk tjónþola sem þar er í mill- um, má að stórum hluta rekja til þess að skaðabótaréttur hér á landi er ólögfestur. Mikilvægt er að lög- gjafinn taki af skarið í máli þessu og samþykki frumvarp til skaðabót- laga, að teknu tilliti til athugasemda eður ei. Þannig má verulega draga úr réttaróvissu á þessu sviði.“ Ennfremur segir í lok umsagnar: „Með tilliti til framanritaðs hvetur Tryggingaeftirlitið allsheijarnefnd til þess að stuðla að því að af- greiðslu frumvarps til skaðabótalaga verði hraðað á Alþingi eftir því sem kostur er.“ Um setningu skaðabótalaganna var samkomulag á Alþingi enda hér ekki um pólitískt mál að ræða heldur vildu alþingismenn leggja sitt af mörkum til þess að bæta stöðu þess- ara mála með löggjöf. Á það var hins vegar bent að reynslan yrði að leiða í ljós hvort þörf yrði á endur- skoðun einstakra ákvæða, enda hér um vandmeðfarinn málaflokk að ræða. Þess má ennfremur geta að skaðabótalög hafa verið í gildi um áraraðir í öðrum norrænum löndum. Almennt var talið að lagasetning þessi hefði í för með sér verulegar réttarbætur. Nýlegir dómar í skaða- bótamálum sýna glögg dæmi þess að ef dæmt hefði verið eftir nýju lögunum hefðu skaðabætur orðið miklu hærri. Dæmdar bætur, einkum hjá fólki sem lendir í verulegu tjóni, hafa einmitt verið gagnrýndar fyrir að vera of lágar og hafa því ekki samrýmst réttarvitund almennings. Hins vegar var aldrei dregin nein dul á það í meðförum málsins á Al- þingi, að gera má ráð fyrir að bætur fyrir minni háttar læknisfræðilega örorku, sem ekki veldur raunveru- legu fjártjóni, verði minni en nú er. Markmið skaðabótalaganna Með skaðabótalögunum voru í fyrsta skipti lögfestar reglur hér á landi á sviði skaðabótaréttar utan samninga. Markmið skaðabótalag- anna eru einkum þijú. í fyrsta lagi að endurbæta reglur um ákvörðun bóta fyrir tjón á mönnum. Enda þótt dómvenja hefði myndast um mörg atriði ríkti m.a. óvissa um miskabæt- ur, áhrif skattareglna á bótaijárhæð, fjárhæð örorkubóta til þeirra sem vinna heimilisstörf og ákvörðun dán- arbóta til eftirlifandi maka og barna. Með lögunum er tekið á þessum at- riðum, og miðast reglur þeirra að því að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Má í þessu sambandi benda á nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem dæmdar voru bætur vegna heilsutjóns er barn varð fyrir í fæðingu. Þær bætur voru sam- tals upp á 5 milljónir en hefðu lík- lega orðið 20 milljónir eftir nýju skaðabótalögunum. í öðru lagi er markmið laganna að reglur um tengsl skaðabótaréttar og annarra bótaúrræða séu í sam- ræmi við nútímaviðhorf. Vátrygg- ingar og almannatryggingar hafa eflst og hefur það dregið úr mikil- vægi skaðabótaréttar, sérstaklega hvað varðar tjón á mönnum. Þannig skiptir réttur tjónþola til að gera skaðabótakröfu á hendur tjónvaldi hann litlu sem engu máli eigi hann greiðan aðgang að bótum annars staðar. Þá skiptir endurkröfuréttur tryggingafélaga og almannatrygg- inga á hendur tjónvalda óverulegu máli um fjárhagslega afkomu þess- ara tryggingakerfa. Felst því í lögun- um að skaðabótaréttur og endurkr- öfuréttur er takmarkaður í ríkara mæli en nú er. í þriðja lagi felast í lögunum ákvæði sem gera dómstólum kleift að taka tillit til hagsmuna þeirra sem bera skaðabótaábyrgð. í ýmsum til- vikum getur verið ósanngjarnt að tjónvaldur beri skilyrðislaust allt tjón sem hann hefur valdið af gáleysi. í einu ákvæði laganna er að finna al- menna lækkunarreglu þannig að lækka megi bótaíjárhæð eða fella niður skaðabótaábyrgð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. í öðru ákvæði eru nýmæli sem draga úr bótaábyrgð launþega sem valda tjóni í starfi. í því sambandi má geta þess að ýmis sérákvæði laga kveða á um heimild til lækkunar bóta þegar launþegi veldur tjóni í starfi. Þau lagaákvæði eru bundin við tilteknar stéttir og veldur það misræmi sem lögunum er ætlað að lagfæra. Athugasemdir fimm lögmanna Eftir að skaðabótalögin voru lög- 'fest hafa komið fram athugasemdir frá fimm lögmönnum, vegna ákvæð- is 1. mgr. 6. gr. laganna, þar sem segir að bætur (fyrir varanlega ör- orku) skuli meta til fjárhæðar sem nemur 7,5-földum árslaunum tjón- þola, margfölduðum með örorku- stigi. Er því haldið fram að þessi regla laganna sé ijarri því að mæla raunverulegt ijártjón tjónþolanna af metinni örorku, og að margföldunar- tafla 6. gr. (nú 7,5) þurfi að vera 11,5-12 til að ná að jafnaði markm- iðinu um fullar bætur. Þetta atriði þarf að sjálfsögðu að skoða og erindi lögmannanna var tekið fyrir tvisvar á fundum alls- heijarnefndar, 20. október og 3. nóvember sl., og óskað var jafnframt eftir upplýsingum vegna þeirra ábendinga. Nokkur töf var á því að þær upplýsingar bærust þótt beiðni væri ítrekuð en munu væntanlega liggja fyrir strax eftir áramót, þar á meðal frá dr. Pétri Blöndal trygg- ingastærðfræðingi. Rétt er að hafa það í huga að hér er um ákaflega flókinn málaflokk að ræða með vandasömum útreikningum og því töldu nefndarmenn rétt að óska eftir frekari upplýsingum. Málin ættu því að skýrast strax að loknu þinghléi. Verður ekki annað séð en að með- ferð þessa máls hafi verið með full- komlega eðlilegum hætti í allsheijar- nefnd. Persónulegum dylgjum í minn garð sem formanns nefndarinnar vísa ég á bug. Ég tel ennfremur rétt að sú tillaga Forathugun á hagkvæmni raforkuútflutnings til Hollands lofar góðu Sala á raforku gæti hafist 5 árum fyrr en áformað var Sólveig Pétursdóttir „Með lögunum er tekið á þessum atriðum, og miðast reglur þeirra að því að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunveru- legt fjártjón sem hlýst af völdum líkams- meiðsla. Má í þessu sam- bandi benda á nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem dæmdar voru bætur vegna heilsutjóns er barn varð fyrir í fæð- ingu. Þær bætur voru samtals upp á 5 milljónir en hefðu líklega orðið 20 milljónir eftir nýju skaðabótalögunum.“ verði rædd í allsheijarnefnd að skip- uð verði nefnd er skoði framkvæmd laganna frá upphafi og endurskoði þau í heild sinni innan ákveðins tíma. Það er að sjálfsögðu áhugamál þing- manna að gætt sé réttarstöðu tjón- þola og að friður ríki um löggjöf sem þessa og mun allsheijarnefnd Al- þingis leggja sitt af mörkum til þess að svo geti orðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Rcykjaneskjördæmi og formaður allsherjamefndar Alþingis. ENGAR veigamiklar hindranir hafa komið í ljós við forathugun Reykja- víkurborgar og þriggja hollenskra fyrirtækja á hagkvæmni raforkuút- flutnings um sæstreng til Hollands en bent er á ákveðin áhættuatriði. Jón G. Tómasson, fulltrúi borgarinnar í sljórnarnefnd verkefnisins sem kallað er ICENET, segir að verkefnið sé talið fjárhagslega hagkvæmt miðað við gefnar forsendur. Haldið verður áfram við athugun á hag- kvæmni raforkuútflutningsins og á næstunni verður lögð áhersla á að fá fleiri aðila til þátttöku í verkefninu og kanna strengjaleiðina og gerð sæstrengsins. Þá kemur til greina að flýta framkvæmdum þannig að hægt yrði að hefja sölu á raforku í Hollandi árið 2000, í stað 2005 eins og upphaflega var áætlað. Reykjavíkurborg hafði frumkvæðið að samvinnu við þijú hollensk fyrir- tæki, orkufyrirtækin EPON og PGEM og strengjafyrirtækið NKF Kabel, um könnun á útflutningi raforku til Hol- lands um sæstreng. Gerður var samn- ingur um hagkvæmniathugun í lok síðasta árs og í gær var skýrsla með niðurstöðum forathugunar lögð fyrir borgarráð. Áfram verður unnið að hagkvæmniathugun og er stefnt að því að niðurstöður hennar liggi fyrir eftir ár. Nokkur áhætta Jón G. Tómasson segir í greinar- gerð sinni tii borgarráðs að ICENET- verkefnið lofi góðu. Útreikningar sem byggðir séu á mismunandi spám sýni að það geti verið mjög arðbært þegar fram í sæki. Framan af myndi það hugsanlega fela í sér mikla áhættu, einkum varðandi þróun vaxta, verð- bólgu og eldsneytisverðs. Derk J. de Jong, lögfræðingur hjá PGEM, segir að ICENET-verkefnið virðist vera tæknilega framkvæman- legt. Hann segir að nú verði lögð áhersla á að fá fleiri aðila til þátttöku í verkefninu, eins og reyndar hafí verið reiknað með í upphafi. Verkefn- ið sé svo stórt að ef endanlegir hag- kvæmniútreikningar gæfu sömu nið- urstöður og forathugunin og farið yrði út í hönnun og framkvæmdir, yrði að gera það í samvinnu við aðra. Hann segir að ýmsir aðilar komi til greina en telur að fyrst verði leitað fyrir sér í Hollandi því þar sé markað- urinn. Jón G. Tómasson segir eðlilegt að dreifa áhættunni því verkefnið sé stórt. Leitað yrði til aðila sem hefðu hagsmuni af lagningu strengsins, bæði á markaðnum og í framleiðsl- unni. Til dæmis kæmi til greina að Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum um skattamál á Alþingi Enginn flokkur varaði við lækkun vsk. á matvöru í vor DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum um skattamál á Alþingi í fyrrinótt, að þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun um það síðastlið- ið vor að lækka virðisaukaskatt á matvæli hefði enginn sljórnmálaflokk- ur varað við því að þar væru ríkisvaldið og verkalýðshreyfingin á villigöt- um. Davíð sagðist í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld vera sammála verkalýðshreyfingunni að þessi breyting væri til bóta og ekki væri vafi á að lækkunin kæmi sér best fyrir þá sem minnst bera út býtum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýsti hins vegar yfir miklum efasemdum með ágæti þessarar skattalækkunar í umræðum á Alþingi. Áður en Alþingi samþykkti endan- lega að lækka vsk. á matvæli í fyrri- nótt spunnust talsverðar umræður um þá ákvörðun. Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins, sem gagnrýnt hefur þessa ákvörðun harðlega, spurði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra að því hvers vegna hann stæði að þessari breytingu eftir að hafa í mörg ár barist fyrir því að virðisaukaskattur ætti að vera í einu þrepi og með sem fæstum und- anþágum. Beygt af leið Jón Baldvin viðurkenndi að sér þætti miður að fallið hefði verið frá eins þreps virðisaukaskattkerfí og hann mæti það við Halldór Ásgríms- son varaformann Framsóknarflokks- ins að hafa komið fram stefnubreyt- ingu innan flokksins. Þeir væru báðir vafalaust sammála um að eins þreps virðisaukaskattskerfi væri skilvirkast og fyrir lægju niðurstöður athugana í fjármálaráðuneytum allra helstu grannlanda íslendinga um að tveggja þrepa vsk. væri ekki heppilegasta leið- in til að ná fram tekjujöfnun fyrir hina lægst launuðu í þjóðfélaginu. Þegar auk þess vætí vitnað til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að rétt stefna sé að fækka undan- þágum og breikka skattstofnin, mætti eðlilega spyija hvers vegna þessi væri niðurstaðan. „Svarið við því er mjög einfalt. Það hefur verið beygt af leið. Ástæðan er sú að forustumenn verka- lýðshreyfíngarinanr gerðu það að úr- slitakröfu við gerð kjarasamninga að þessi leið yrði farin. Og jafnvel þegar reynt var að bjarga stöðu mála með því að bjóða annan kost á síðastliðnu hausti þá var því ítrekað hafnað. í ljósi þess að annars vegar var um það að ræða að innsigla þann árangur stöðugleika, lágrar verðbólgu og lækkandi vaxta, eða taka þá áhættu að efnt yrði til ófriðar á vinnumark- aði, kjarasamningum sagt upp í nafni þessarar kröfu, og þar með stefnt í tvísýnu öllum þeim árangri sem mestu máli skiptir fyrir almenning, heimilin og atvinnuöryggið í landinu," sagði Jón Baldvin. Verkfall vegna meiri kaupmáttar? Halldór Ásgrimsson sagði það slæmt að Aiþýðuflokkurinn reyndi að koma ábyrgð á þessu máli yfir á aðra og pólitíska ábyrgðin lægi hjá ríkis- stjórninni og meirihlutanum á Al- þingi. „Hvernig stóð á því að ríkis- stjórnin lét stilla sér upp í þessu máli þegar augljóst var að önnur leið var hagstæðari? Og hvers vegna getur ríkisstjórnin ekki tekið þá áhættu að gera þetta samkvæmt skynsamlegri leið þegar það liggur ljóst fyrir að það tryggir meiri kaupmátt láglaunafólks? Hver ætlar að fara í verkfall út af því?“ spurði Halldór. Alþýðubandalagið studdi tillögu ríkisstómarinnar um 2 þrepa virðis- aukaskatt og Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði að það væri einkum Davíð Oddssyni forsætisráðherra að þakka að náðst hefði fram lækkun á virðisaukaskatti á matvælum. „Ég tel að hann hafi sýnt stjórnvisku í þeim efnum og ég tel það satt að segja vera eitt af hans stærri verkum í hans embætti, að hafa vit og yfirsýn til þess að stýra málunum í þessa höfn, þrátt fyrir andstöðu Alþýðuflokksins. Davíð Oddsson sagði að það mætti vera satt að hann bæri meginábyrgð á því í hvaða farveg kjarasamningarn- ir fóru en stjórnarflokkarnir hefðu auðvitað borið báðir þá ábyrgð. „En þegar þessi ákvörðun var tekin, og þegar þetta var fram boðið af hálfu ríkisvaldsins, þá heyrðist hvergi frá neinum stjórnmálaflokki, að þarna væru ríkisvaldið eða verkalýðshreyf- ingin á villigötum," sagði Davið Odds- son. Landsvirkjun gerðist formlegur aðili og fleiri strengjaframleiðendur. Samkvæmt athuguninni er mesta áhættan í verkefninu tengd sæ- strengnum og strengjaleiðinni. De Jong segir að það sé vegna þess hvað sæstrengurinn muni Iiggja djúpt og sé langur, lagning strengja við slíkar aðstæður hafi ekki áður verið reynd. Því verði á næstunni lögð áhersla á könnun á streng og strengjaleiðum. Jón segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir lagningu tveggja strengja frá Austurlandi til Hollands. Vilji væri einnig til að kanna mögu- leika á að strengur yrði lagður til Skotlands eða Noregs og þaðan áfram til Hollands. Það tengdist því að hugs- anlega yrði hægt að fá skoska eða norska aðila til samstarfs um verkefn- ið og jafnvel Þjóðveija ef til dæmis Hamborg fengi rafmagn úr sæstrengj- unum. Framkvæmdum verði flýtt I hagkvæmniathuguninni á m.a. að kanna möguleika á framleiðslu sæ- strengjanna í verksmiðju í Reykjavík. De Jong segir ljóst að ef farið verði út í lagningu sæstrengs frá íslandi þurfi að auka framleiðslugetu kapalverk- smiðjanna í heiminum og möguleiki Rafsæstrengirfrá Islandi og hugsanlegir landtökustaðir Reykjavík 1310 km til Englands um 1800 km til Hol- lands og Þýskalands sé á að hagkvæmt verði að byggja slíka verksmiðju í Reykjavík. Málið verði kannað nánar. Jón G. Tómasson segir að vegna öryggissjónarmiða og af fjárhagslegum ástæðum sé talið rétt að kaupa hluta strengjanna frá starfandi verksmiðjum og hluta frá nýrri verksmiðju. Bygging kapalverk- smiðju í Reykjavík væri í skoðun. Á fyrri stigum könnunarinnar kom í ljós að hinn langi framkvæmdatími sem miðað var við myndi hafa neikvæð áhrif á væntanlegt ofyuverð vegna mikils fjármagnskostnaðar. Því var bætt við nýjum forsendum, sem meðal annars fela í sér flýtingu fyrsta áfanga til ársins 2000, en áður var gert ráð fyrir honum 2005. Það yrði gert með því að nýta raforku sem þegar er fyr- ir hendi (Blönduvirkjun), fyrirliggj- andi áætlanir um aukna nýtingu nú- verandi virkjana og stækkun þeirra, bæði við Blöndu og á Suðurlandi, og áætlanir um nýjar virkjanir. Upphaf- lega var gert ráð fyrir virkjun á Áust- urlandi í tveimur 500-600 megawatta áföngum vegna orkuútflutnings en þetta gæti hugsanlega þýtt að aðeins yrði ráðist í áðra virkjunina. Mun verk- efnisstjórnin athuga þessa þætti í samvinnu við Landsvirkjun. Þá er gert ráð fyrir að notaðir verði strengir með meiri flutningsgetu, sem þegar eru á framleiðslustigi. Aukin flutningsgeta eykur hagkvæmni ICE- NET-verkefnisins. Gert er ráð fyrir því að síðari áfangi verksins komi tii framkvæmda árið 2005, en ekki 2009 eins og gengið var út frá í bytjun. Itarleg markaðsathugun verður gerð í hagkvæmniathuguninni. De Jong hjá PGEM segir að alltaf hafi verið gengið út frá því að hægt væri að selja alla orkuna í Evrópu og ekk- ert hefði komið fram sem benti til Vilhjálmur Egilsson um frádráttarbær framlög til stjórnmálaflokka Skattstjóri breytti ára- tugalangri framkvæmd Framlögin ávallt verið færð sem rekstrarkostnaður fyrirtækja VILHJÁLMUR Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Versl- unarráðs Islands, segir að ástæðan fyrir tillöguflutningi á Alþingi um að framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka verði frádráttarbær til skatts sé sú að skattstjóri hafi í sumar breytt áratugalangri fram- kvæmd skattálagningar hvað þetta varðar, þar sem þessi framlög hafi ávallt verið færð sem reksturskostnaður hjá fyrirtækjum. Því hafi verið nauðsynlegt að flylja tillöguna. Lýðræðinu hefði stafað veruleg hætta af því ef stjórnmálaflokkarnir hefðu ekki haft starfs- grundvöll. Vilhjálmur sagði að áratugum saman hafi skattalögin verið fram- kvæmd þannig að fyrirtæki hafi getað dregið framlög til stjórnmála- flokka frá tekjuskatti. Þessir styrk- ir hafi verið með ýmsum hætti svo sem styrkir til útgáfumála, styrkt- arlínur, kaup á auglýsingum og happdrættismiðum. Þetta hafi allt verið frádráttarbært og ekki gerðar athugasemdir áratugum saman. Nú í sumar hafi skattstjóri síðan tekið sig til og breytt þessari framkvæmd og strikað út kostnað af þessu tagi í þeirri athugun sem þá fór fram á bókhaldi fyrirtækja. I framhaldi af því hafi málið komið til kasta stjórn- málaflokkanna. Nú hafi löggjafinn tekið af skarið með það að þessi framlög séu frádráttarbær og stað- fest í löggjöf þá framkvæmd sem hafi tíðkast í áratugi. Nefnd skoðar starfsemi stjórnmálaflokkanna Stjórnmálaflokkarnir væru í rauninni jafnsettir miðað við það sem gilti áður en skattstjóri breytti framkvæmdinni. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði það sett stjórnmála- flokkana í fjárhagslega spenni- treyju. Hann sagði að jafnframt þessu yrði sett sérstök nefnd á laggirnar skipuð fulltrúum allra stjórnmála- flokkanna til að fjalla um starfsemi þeirra og hvort ástæða væri til að setja lagaramma utan um þessa starfsemi. Hingað til hafi stjórn- málaflokkarnir starfað á sama grunni og önnur áhugafélög og um þá giltu sömu reglur hvað varðaði bókhald og annað og slíkan félags- skap. Vilhjálmur sagði að þetta væri eitt af mörgum atriðum sem komið hefði upp í athugun skattstjóra á framtölum fyrirtækja í sumar sem Verslunaráðið væri óánægt með. Þar væri alls konar smásmygli á ferðinni sem skilaði engu í ríkissjóð miðað við tilkostnað og alls ekki ef reiknað væri inn f allur sá kostn- aður sem stjórnendur fyrirtækja, lögfræðingar og endurskoðendur þyrftu að leggja í til að leiða hið rétta í ljós. Auðvitað kæmu upp dæmi um að menn færðu einka- neyslu sem rekstrargjöld. Sér fynd- ist að þegar slíkt kæmi upp ætti að viðurkenna það sem rekstrar- gjöld hjá fyrirtækinu en færa það sem tekjur hjá viðkomandi aðila og borga af því skatt. Það væri ekki gert heldur væru útgjöldin strikuð út sem rekstrarkostnaður. Þetta hefði Verslunarráðið gagnrýnt. Ógnun við lýðræðið Vilhjálmur sagði að fjármála- ráðuneytið hefði viðurkennt að ekki hefði verið gætt jafnræðis við þá úttekt sem fram fór á fyrirtækjum í sumar, þar sem einungis hefðu verið tekin fyrirtæki sem hefðu skilað hagnaði en ekki þau sem væru í taprekstri. Þá gilti ekki jafn- ræði hvað varðaði það hvort um væri að ræða opinbert fyrirtæki eða einkafyrirtæki, til dæmis hvað varðaði orlofshús, útgjöld vegna heilsuræktar, kaffikostnað eða líf- eyrisskuldbindingar. Slíkur kostn- aður væri strikaður út úr rekstrar- gjöldum einkafyrirtækja. „Það er auðvitað stórhættulegt lýðræðinu í landinu ef stjómmála- flokkarnir eru svo hart keyrðir fjár- hagslega að þeir hafa ekki starfs- grundvöll. Þá stóreykst hættan á spillingu og eins ef flokkarnir eru mjög veikir er hætt við að völdin flytjist til í þjóðfélaginu yfir til hagsmunasamtaka og fjölmiðla og er þó nóg samt. Þá dregur úr völd- um flokkanna, þingsins og al- mannavaldsins, en völd hagsmuna- samtaka og fjölmiðla aukast," sagði Vilhjálmur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.