Morgunblaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Breytingar geta orðið á fyr- irætlunum þínum í dag en þú færð samt tækifæri til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Naut (20. apríl - 20. maí) Itfö Dómgreind þín í fjármálum er góð í dag og þú vinnur vel út af fyrir þig. í kvöld sinnir þú fjölskyldumálun- um. Tvíburar (21. maí - 20. júní) í» Gættu þín á vafasömum sölumönnum í dag. Sumir verða ástfangnir á samkomu í dag. Kvöldið verður mjög ánægjulegt. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS6 Skynsemi þín og góð fram- koma veita þér gott gengi í viðskiptum og þú kemur ár • þinni vel fyrir borð á fundi með ráðamönnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mikið annríki er á vinnustað í dag og einhver ruglingur getur komið upp. I kvöld áttu góðar stundir með vin- um og ástvini. Meyja (23. ágúst - 22. september) Allt gengur að óskum í vinn- unni í dag. í kvöld kýstu að halda þig heima og hefðir gaman af að bjóða heim góðum gestum. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt einhver ruglingur geti komið upp heima í dag ríkir einhugur hjá ástvinum sem fara út saman að skemmta sér í kvöld. Sporódreki (23. okt. — 21. nóvember) ®)jj0 Þér gefst í dag tækifæri til að auka tekjurnar og hug- myndum þínum er vel tekið. Heimili og fjölskylda hafa forgang í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21._.desember) m Varastu óþarfa eyðslu ár- degis. Síðdegis gefst þér tími til að sinna áhugamálum þínum og kvöldið verður rómantískt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu ekki neina óþarfa áhættu í dag og njóttu ánægjulegra stunda heima með fjölskyldu og góðum vinum i kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þótt einhver láti bíða eftir sér í dag nýtur þú þess að blanda geði við aðra. í kvöld gefst tækifæri til vinafund- Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£* Þú kemur vel fyrir og þér verður vel ágengt í vinn- unni. Viðræður við ráða- menn bera árangur og þér bjóðast ný tækifæri. Stj'órnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI LJOSKA HÚN ISEIPPISr HeOM- Leksa vio /uhs ,’gacb .' VIO HVEtOl) Bvsr. HOH y É6 &e BAKA trriLL smkncoeV yv?? rr- FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Eric Rodwell er þekktur fyrir vand- virkni sína í sæti sagnhafa. Hann fékk það verkefni að spila 4 spaða í suður með tígulkóng út. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ K943 ¥ K952 ♦ Á83 ♦ 103 Suður ♦ ÁG1062 ¥ ÁD74 ♦ 72 *D8 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Hvemig myndi lesandinn spila? Spilið er frá HM í Santiago í haust, úr viðureign Bandaríkjamanna og Dana í fjórðungsúrslitum. Þetta virk- ar ekki sérlega snúinn samningur. Veikur, bersýnilega, en ekki snúinn. Til að byija með verður að finna spaðadrottningu og svo þarf hjartað einfaidlega að gefa 4 slagi. Sem það gerir ef liturinn brotnar 3-2 og einn- ig þegar austur á gosa eða tíu einspil. En Rodwell hugsaði dýpra. Til að byija með dúkkaði hann tígulkóng- inn. Vestur fékk gosann undir hjá makker og hélt skiljanlega áfram með iitinn. Rodwell drap á ásinn og topp- aði spaðann, sem féil 2-2. Norður ♦ K943 ¥ K952 ♦ Á83 Vestur * 103 . . Austur ♦ D5 ♦ 87 ¥ G1063 ¥8 ♦ KD64 ♦ G1095 ♦ K76 ♦ ÁG9542 Suður ♦ ÁG1062 ¥ ÁD74 ♦ 72 ♦ D8 Síðan trompaði hann síðasta tígul- inn, lagði niður þjartaás og spilaði laufi! Vömin gat tekið tvo slagi á lauf, en varð svo að gefa sagnhafa tíunda slaginn. Hinu megin kom vestur út með hjartasexuna gegn sama samningi! Sagnhafi vann ekki á að láta níuna, svo átta austurs þvingaði út drottn- ingu suðurs. Eftir að hafa hitt í trompið, prófaði suður að dúkka tíg- ul, en nú var vömin ekki höndum seinni að taka tvo slagi á lauf og spila sig út á tígli. Einn niður. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í annarri umferð PCA-úrtöku- mótsins í Groningen kom þessi staða upp í viðureign stórmeistar- anna Gata Kamsky (2.695), Bandaríkjunum, og Gregorys Serpers (2.575), Úsbekistan, sem hafði svart og átti leik. Hvíta stað- an lítur vel út, en Serper fann óvænta leið til að ná mótspili: 30. - Da3!, 31. Hxh6 - Db2+, 32. Kdl - Dal+, 33. Kd2 - Db2+, 34. Bc2 - c5, 35. d5!? (eða 35. Df4 — b4! með gagnsókn) 35. - Bxd5, 36. De3 - b4, 37. cxb4 - cxb4, 38. Da7+ - Kc6, 39. Da4+ - Kb6!?, 40. Dxd7 - Dc3+, 41. Kcl - Del+, 42. Bdl - Dc3+, 43. Bc2 - Dal+, 44. Kd2 - Dc3+, 45. Kcl og samið jafntefli. Jóhann Hjart- arson gerði jafntefli við Topalov frá Búlgaríu í annarri umferð og hefur einn vinning. Berejev, Beljavskí og Shirov eru efstir með 2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.