Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 9 bréfabindi AIHLIBA TOLVUKERFI BÓKHALDSKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819 Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað meö áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnað heimilisins - Askrift ab spariskírteinum ríkissjóbs. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Europa iir aílasansvar 3££«Mí' Svíar og EB/ES Samkvæmt skoðanakönnunum í Svíþjóð virð- ist sem andstæðingar aðildar að Evrópu- bandalaginu séu orðnir mun fjölmennari en stuðningsmenn aðildar. Margir helstu tals- manna aðildar hafa því að undanförnu reynt að snúa vörn í sókn til að ná að snúa almenn- ingsálitinu við, áður en haldin verður þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið, hugsanlega þegar á næsta ári. í leiðara í Svenska Dagbladet eru rakin helstu rök stuðningsmanna aðildar fyrir því að Svíar gerist þrátt fyrir allt aðilar að „Evrópusambandinu", líkt og Evrópu- bandalagið er nú oft kallað, eftir að Maas- tricht-samkomulagið tók gildi. Afdrifarík ákvörðun I leiðara Svenska Dag- bladet segir: „Svíar eiga heima í Evrópusamband- inu. Og við munura einnig verða aðilar að þvi, að minnsta kosti ef allir þeir, sem í raun er annt um framtíð sænsku þjóð- arinnar og framtíðar vel- megun leggja sitt af mörkiun til að tryggja sig^ur aðildar í hinni yfir- vofandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Auðvitað bera stjóm- málamenn og þeir sem móta almenningsálitið mikla ábyrgð á því að allt fari vel í kosningun- um. En þeir bera ekki aila ábyrgð. Það er á ábyrgð hvers og eins, sem vill opið, samkeppnishæft og fijálst sænskt samfé- lag, að afla sér upplýs- inga og ræða málin við aðra. Ráðherrum og flokksformönnum mun ekki takast upp á eigin spýtur að sannfæra hina hikandi; sú ábyrgð hvílir einnig á herðum sam- starfsfélaga, vina og ná- granna. Ákvörðunin um að ganga inn í Evrópusam- bandið (ES) er engin hversdagsleg ákvörðun. Málið snýst um það hvora leiðina Sviar eiga að velja: Leið samvinnu eða sjálfs- þurftarbúskapar. í aðild felast ný tækifæri en einnig nýjar kröfur og áskoranir. Auðvitað munu m;u-gir reyna að ýta tnálinu frá sér til að komast þjá þvi að taka afstöðu. Auðvitað munu margir segja að við vitum hvað við höfum en ekki hvað við munum fá. Sú afstaða dugir hins vegar ekki til. Alþjóða- væðing tiunda áratugar- ins hefur miklar breyt- ingar í för með sér fyrir Sviþjóð óháð því hver nið- urstaðan verður og bend- ir raunar flest til að tnn- skiptin verði enn harka- legri ef niðurstaða þjóð- aratkvæðagreiðslunnar verður sú að hafna aðild. Það verður að sjá til þess að öllum sé þetta ljóst þegar lgördagurinn renn- ur upp og slíku er liklega einungis hægt að koma til leiðar með samtali eft- ir samtal i kaffistofum, við matarborðið og yfir girðinguna í garðinum." Imian eða utan samstarfs Blaðið segir að mikil- vægt sé að menn hengi sig ekki í allt of tæknileg atriði í umræðunni heldur reyni að gera sér grein fyrir aðalatriðunum: „Teþ'um við það vera mik- ilvægt að geta tekið ákvörðun um og borið ábyrgð á okkar sameig- inlegu framtíð? Viljum við standa vörð um þrótt- inn í lýðræði okkar? Þá eigum við að gerast aðilar að ES. Utan samstarfsins munum við neyðast til að aðlaga okkur einhliða að því sem ákveðið verður innan ES. Sem aðilar að samstarfinu getum við tekið þátt og látið rödd okkar heyrast. Við erum litil þjóð en ef rök okkar eru góð geta þau haft mikil áhrif. Og ef við stöndinn utan við EB munum við ekki hafa eitt einasta atkvæði. Viljum við að Svíþjóð sé velmegunarríki þar sem fyrirtæki þora að fjárfesta og þar sem góð- ar forsendur eru fyrir efnahagslegri þróun og velmegun? Þá eigum við að gerast aðilar að ES.“ EES ekki framtíðar- lausn Síðan segir Svenska dagbladeb „Um áramót tekur EES-samkomuIagið gildi. Það er gott sam- komulag, sem veitir okk- ur aðild að innri mark- aðnum. En eftir sem áður verðum við utangarðs- menn. Við munum ekki eiga aðiid að viðskipta- stefnunni þannig að trufl- anir við landamærin, sem kostar okkur tugi miljj- arða, halda áfram. Okkur gefst ekki kostur á að keppa um aðföng til hins opinbera. Og þar að auki gerir samkomulagið ráð fyrir því að öll þau ríki, sem ekki eru aðilar að ES, aðlagi sig stöðugt að öllu þvi sem ES tekur ákvörðun um. Ef eitt ein- asta ríki, sem stendur utan ES, hafnar því að taka upp breyttar reglur getur það haft í för með sér að allt viðkomandi svið dettur út úr sam- komulaginu. EES er ekki stöðug langtímalausn. Það er biðherbergi sem á eftir að skreppa saman með timanum. Það hefur í för með sér óvissu og fjárfestum er ekki meira í nöp við neitt annað en óvissu. Ef við ákveðum að standa utan við ES munu erlend og sænsk fyrirtæki fremur kjósa hið örugga og fjár- festa í Danmörku, Hol- landi eða Finnlandi í stað- inn. Það kostar atvinnu- tækifæri. Það kostar vel- megun. Það mun leiða til þess að Svíþjóð verður verra land að búa í.“ m Besti árangur ÍSLENSKRA HLUTABRÉFASJÓÐA! * Markmið HVIB er að tryggja góða ávöxtun peninga og áhættudreifingu með því aö fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. HVIB er góður kostur f’yrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt, auk þess að tryggja frádrátt frá tekjuskatti á næsta ári. Frá ársbyrjun 1991 hefur sölugengi HVÍB hækkað um 16%. Það sannar góða áhættu- dreifmgu sjóðsins, sérstaklega með tillití tíl þess að á sama tíma hefur Hlutabréfavísitala VÍB lækkað um 7,4%. Ráðgjafar VIB veita frekari uppljsingar um HVÍB og einnig er hœgt að fá sendar uppljsingar i pósti. Verið velkomin í VÍB! * Heimild: Vikuritíð Vísbending, 9. desember 1993. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I— ~Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26. l Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.