Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 15 Skandinavísk sagnfræði Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Saga mannkyns. Ritröð AB. 15. bindi. Til móts við óvissa framtíð. 1965-1985 eftir Sven Tagil. Gísli Jónsson íslenskaði. Ritstjórar: Knut Helle, Jarle Simensen, Sven Tagil, Káre Tonnesson. Ritstjórn íslensku útgáfunnar: Eiríkur Hreinn Finnbogason og Jóhannes Halldórsson. Almenna bókafélag- ið 1993. í 15. bindi Sögu mannkyns er vissulega höggvið nærri samtíðinni, enda virðist höfundurinn, Svíinn Sven Tagil, logandi hræddur eða að minnsta kosti smeykur. í formála skrifar hann að umrætt bindi sé frá- brugðið öllum hinum, það hafi ekki skýrt afmarkaðan endi þótt hann sé miðaður við 1985: „Þá var endirinn líðandi stund, sem nú er orðin for- tíð, og síðan hafa miklir atburðir gerst, sem ekki er séð fyrir endann á.“ Fýrsti kaflinn, Einkenni samtíma- sögunnar, fer að stórum hluta í umræðu og bollaleggingar um að- ferðir sagnfræðingsins. Lögð er áhersla á að „raða, skilja og skýra“ til þess að framsetning verði góð. Réttilega er drepið á þann vanda sem felst í því að greina það sem er sögu- lega mikilvægt frá því sem aðeins liggur á yfirborði. Hvað það varðar er auðvelt að hafa rangt fyrir sér. Hlutlægni og afstaða eru líka á dagskrá. Að vera hlutlægur er vandasamt þegar verið er að lýsa aðstæðum sem bæði höfundur og lesandi hrærast í. Viljanum til að vera óhlutdrægur má ekki rugla saman við skort á afstöðu. Undir allt þetta má taka. „Valið eitt á vandamálum til um- fjöllunar lætur í ljósi afstöðu á sinn Sven Tagil hátt“, skrifar höfundurinn. En því má bæta við að afstaðan kemur líka fram í því hverju er sleppt. Sven Tágil er trúr þeirri stefnu að „fást við vandamál“, ekki síst vanþróaðra ríkja og minnihlutahópa. Afríka og Asía eru honum sérstak- lega hugleiknar. Hann eyðir tölu- verðu rúmi í að fjalla um þjóðfélags- ástand í vanþróuðum ríkjum og ýmsir þjóðarleiðtogar, meðal þeirra Julius Nyerere og Gaddafi, eru ofar- lega á blaði. Vitnað er í ljóðskáldið Leopold Sedar Senghor sem lengi var forseti Senegals, en fræg eru orð hans um Afríkustolt: „Afríkustolt þýðir að maður gerir sér grein fýrir afrískri menningu og ætlar sér að vernda og efla sígildi hennar". Þetta stolt sem Senghor sagði að fæli i sér lýð- ræði, einingu og bróðurþel, mann- lega hlýju, taldi hann að kæmi ský- rast fram í í listinni, „sönnustu tján- ingu sjálsvitundar fólksins — en líka í tilfinningu fyrir mynd og hrynj- andi, fyrir táknum og fegurð“. Þetta mikla skáld er af einhveijum undarlegum ástæðum sagður „einn helsti skáldsagnahöfundur afríksk- ur“ í Sögu mannkyns, en mér er ekki kunnugt urn að hann hafi skrif- að skáldsögu. Ljóðabækur hans eru fjölmargar og hann er snjall rit- gerðahöfundur. Sú skandinavíska sagnfræði sem Sven Tagel aðhyllist er fremur vin- veitt sósíalisma og meira er gert af því í sögu hans að gagnrýna vest- ræna stjórnarhætti en þá sem eiga sér marxískar rætur. Meðal margra slíkra dæma er texti um samizdat og tamizdat í Sovétríkjunum: „Ekki var það Kommúnistaflokkur Ráðstjórnar- ríkjanna sem fann upp opinbert eftir- lit með öllu því sem fólki á að vera leyfílegt að lesa. Ritskoðun og af- skiptasemi gagnvart óþægilegum höfundum var daglegt brauð fyrr meir í Rússlandi keisarans. Á Stal- ínstímabilinu var eftirlitið hert og margir rithöfundar Iögðu bókstaf- lega líf sitt í hættu með skrifum sín- um.“ Ekki skii ég hvaða erindi keisarinn á í þessa umfjöllun um neðanjarðar- rit í Sovétríkjunum nema honum sé ætlað að réttlæta að einhveiju leyti skipulagðar ofsóknir Sovétleiðtoga og handbenda þeirra gegn rituðu og töluðu orði. Fleiri slík dæmi mætti vitanlega tína til, en í heild er hófsamlega fjall- að um eldfimt tímabil og þess að minnsta kosti freistað að skilja og skýra með hlutlægum hætti. Þýðing Gísla Jónssonar er vel unnin og læsileg. HLUTABRÉFASJÓÐUR VlB HF. kt. 451290-1189 Ármúla 13a, Reykjavík. Hlutabréfaútboð Útboðsfjárhæð kr. 100.000.000,- 1. söludagur 17. desember 1993 Gengi 1. söludag 1,15 Gengi 29. desember 1,16 Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aöili aö Veröbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. ■■■■■■■ TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP Nýtt símanúmer/fíágkauþfskeifunni 635000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.