Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 41
I Stefrvumót ............................................................................................................................... ..............................................................................................................................................................................................................1----------------------------------------------------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 Geimverur boða ekki komu sína Hjalti Þór Sverrisson, 15 ára. 1993: Mér fannst nú ekkert svakalega mikið gerast á þessu ári. En það sem kom mér mest á óvart, og mér fannst hreint út sagt fáránlegt var að fólk á Islandi trúði þessu með geimver- urnar. Ég meina, ef hingað kæmu geimverur myndu þær ekki senda boð á undan sér, þær myndu bara koma, skoða píeisið og fara svo. 1994: Ég væri til í að vera í útlöndum allt næsta sumar til dæmis í London, Bandaríkjunum eða Frakklandi. Það er hinsvegar ekki líklegt að ég geti verið í útlöndum nema svona viku. Langar til Kali forníu Björn Snorri Rósdahl, 15 ára. 1993: Það fáránlegasta sem kom fyrir mig á árinu gerðist þegar ég fór til tannlæknis og hann ætlaði að deyfa mig. Hann hitti beint á taug og andlitið á mér bólgnaði allt út og ég var dofinn í meira en hálfan sólar- hring. 1994: Á næsta ári óska ég mér helst að fara til Kaliforníu með bróður mínum að heim- sækja Gumma frænda. Ég hef breyst til batnaðar Kristján Tómas Ámason, 15 ára. 1993: Mér finnst árið hafa þotið áfram. Það sem kom mér samt hvað mest á óvart var hvað ég hef breyst mikið sjálfur, til batnaðar. Ég er allt annar kar- akter núna en ég var í byijun sumars og það er auðvitað stór- furðulegt. Svo eignaðist ég líka systur eftir að hafa verið yngstur í 15 ár. 1994: Ég spila á píanó og svo er ég eitthvað að gutla á gítar og ég vil gjarnan verða færari á hljóðfærin. Kannski fara að semja lög eða setja saman hljóm- sveit. Mig eins og aðra unglinga langar svolítið til að verða fræg- ur, en ég veit ekki hvort það er sniðugt að þú prentir það í blaðið. Langarað vinna 100 milljónir Kristín Dauíðsdóttir, 15 ára. 1993: Það er náttúrlega alltaf eitthvað fáránlegt að gerast. Það er kannski asnalegt að segja þetta, en vinkona mín var að byija aftur með gömlum kærasta sínum og mér finnst það standa uppúr sem það fáránlegasta sem gerðist á árinu. 1994: Ég myndi vilja vinna 100 milljónir í happdrætti, flytja til útlanda og búa ein. Getað gert það sem ég vil, flutt að heiman og svoleiðis. Labbaði upp 2.000 tröppur Benjamín Sigurgeirsson, 15 ára. 1993: Lífið hjá mér er svo venjulegt að mér gengur illa að fmna eitthvað furðulegt, nema kannski það að ég labbaði upp 2.000 tröppur í London í sumar. Það er náttúrlega temmilega fár- ánlegt að trimma upp 2.000 tröppur á einum degi til að skoða eitthvert útsýni. 1994: Ég myndi vilja að það kæmi eitthvað fáránlegt. fyrir mig á næsta ári svo lífið væri ekki svona venjulegt. Það sem hægt eradgeraá gamlárskvöld Listi yfir það sem unglingar geta gert í stað þess að fara út að skemmta sér Passa yngri systkinin svo foreldramir geti skemmt sér áhyggjulaus. Heimsækja afa og ömmu og spila við þau fram undir morgun. Standa fyrir allsheijar fjölskylduskemmtun með húslestri og fjöldasöng. Liggja undir sæng og láta sem þetta sé eins og hvert annað föstudagskvöld þar sem þið megið hvort eð er ekki fara út. Koma öllum á óvart og draga fram námsbækumar á mið- nætti og vinna upp þau verkefni sem era á eftir áætlun. Skoða gömiu myndaalbúmin í faðmi fjölskyldunnar og fara svo í háttinn vel fyrir miðnætti, áður en öll lætin byija. Fá sér 1.000 kubba púsluspil og g dunda við að fá einhvern botn í það „ á meðan nýja árið gengur í garð. Q Hanga úti í glugga með fýlusvip allt kvöldið og vera önugur við alla sem yrða á mann - þannig er líka hægt að eyðileggja kvöldið fyrir öðrum. mmmmmmmmmmmmmmam o Eg MÓTmæli svo hallærislegu stikkorði a Mót kooar nfrvers Er ð raora Usts cv ^.ú\ptuT Kolbrun Benedikt co Ungmenna- félagsmót eða ættarmót. Signður Sólveig Hvað fannst þér einna fáránlegast á árinu sem er ad líða og hvað fyndist þér gaman að gerðist á því næsta?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.