Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 t Föðurbróðir minn, SVEINJÓN ÓLAFSSON frá Skálakoti, sem andaðist í Borgarspítalanum 22. desember, verður jarðsung- inn frá Ásólfsskálakirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 14.00. Fyrir hönd systra og annarra vandamanna, Viðar Bjarnason. t ANNA GÍSLADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áðurtil heimilis á Njálsgötu 86, Dætur hinnar látnu. t BÁRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Dalbraut 23, lést í Landspítalanum aðfaranótt 28. desember. Matthías Sveinsson, Guðrún Matthfasdóttir, Sigurður St. Helgason, Matthías Sigurðarson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, STEINGRÍMUR VILHJÁLMSSON frá Sæbakka, Grenivík, lést á Hrafnistu 27. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Bessadóttir, Hannes Steingrfmsson, Elsa Svavarsdóttir, Stella Steingrfmsdóttir, Pétur Guðjónsson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 7, Bolungarvík, andaðist aðfaranótt 20. desember sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Sigrfður Þórarinsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Kristinn Þór Kristinsson, Bára Guðmundsdóttir, Jóhann Kristinsson, Arnar Már Kristinsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HREFNA EYJÓLFSDÓTTIR, Hellisgötu 29, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að kvöldi 27. desember. Sæmundur Björnsson, Eyjóifur Sæmundsson, Gerður Sigurðardóttir, Gunnar Sæmundsson, Sigríður Stefánsdóttir, Sæmundur Sæmundsson, Þórey Ósk Sæmundsdóttir og barnabörn. t Vinur minn og bróðir okkar, EGILL JÚLÍUSSON fyrrverandi útgerðarmaður, Dalvik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. desember kl. 13.30. Þuríður Halldórsdóttir, Kristín Júliusdóttir, Baldur Júlfusson, Hjálmar Júliusson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Gunnar Skjöldur Júli'usson. Móðir okkar, er látin. * Pálína Arnadótt- ir—Minning Fædd 27. maí 1914 Dáin 19. desember 1993 Tengdamóðir mín Pálína Árna- dóttir fæddist á Stuðlum í Viðfirði 27. maí 1914. Hún var fjórða í röð- inni af átta börnum þeirra hjóna Árna Oddssonar frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum og Sigurbjargar Sigurðardóttur frá Bakkagerði í Reyðarfirði. Þegar Pálína var fimm ára fluttist fjölskyldan til Vest- mannaeyja þar sem Pálína átti ánægjuleg uppvaxtarár. Hún leit alla tíð á sig sem Vestmannaeying og kenndi sig gjaman við æsku- heimili sitt, Burstafell. Frá Vest- mannaeyjum átti Pálína bæði ljúfar minningar en einnig sárar, því að fjölskyldan varð fyrir því áfalli að -1938 brann Burstafell og í þeim bruna fórust faðir hennar, bróðir og systursonur. Svona atburði getur enginn gleymt. Á unglingsárum sínum vann Pál- ína eitt sumar hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur í Norðtungu í Borgarfirði. Norðtunga stóð þá í þjóðbraut og stóð Guðrún þar fyrir myndarlegum veitinga- og gistirekstri. Vistin í Norðtungu reyndist Pálínu góður skóli, því að þarna lærði hún eitt og annað í matargerð sem kom sér vel seinna í hennar eigin heimilishaldi. Þegar hún var að segja undirritaðri til í sláturgerð var það gert að hætti Guðrúnar. Pálína hafði gaman af að segja frá vistinni í Norðtungu og var það sérstaklega ánægjulegt að vera með henni þegar hún kom aftur á þessar gömlu slóðir fyrir tveimur árum. Þegar Pálína var innan við tví- tugt trúlofaðist hún Jóni Kristjóns- syni. Hann fórst 1933 með togaran- um Skúla fógeta en þá gekk hún með son þeirra, Jón G.K. Jónsson. Hann er skrifstofustjóri, kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur hjúkrun- arfræðingi og eiga þau þijú börn, Atla, Önnu Maríu og Kristjón. Árið 1940 giftist Pálína Sigurði Ó. Ólafs- syni. Dóttir þeirra er Erla, húsmóð- ir, gift Óskari Steindórssyni leigu- bílstjóra og eiga þau fjögur böm, Kolbrúnu, Sigríði, Jónas Steindór og Sigurð. Pálína og Sigurður skildu. Árið 1946 giftist Pálína Jón- asi Sigurðssyni, sem seinna varð skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði og var hjónaband þeirra farsælt. Börn þeirra eru: Ámi Bjöm, verkfræðingur, kvænt- ur undirritaðri og eigum við þrjú böm, Rögnu, Pál og Jónas; Baldur, verkfræðingur, kvæntur Margréti Sigurðsson skrifstofumanni og eiga þau þtjú börn, Pétur, Guðrúnu Ingu og Jónas; yngst er Ebba Sigur- björg, bankastarfsmaður. Fyrir hjónaband átti Jónas soninn Sigurð Rúnar rafvélavirkja, kvæntan Ebbu Ásgeirsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn, Ásgeir Jónas og Láru Guðrúnu. Langömmubörnin eru tíu talsins. Pálína vann við ýmis störf áður en hún gerðist heimavinnandi. Með- t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÓLÖF EYJÓLFSDÓTTIR (LALLA), Suðurgötu 15-17, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 14.00. Þórarinn ívar Haraldsson, Ólöf Magnúsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Jóhann Pétursson, Guðrún Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR, Skúlagötu 40, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 29. desember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Jón G. K. Jónsson, Erla Sigurðardóttir, Árni Björn Jónasson, Baldur Jónasson, Ebba Jónasdóttir, Sigurður R. Jónasson, Jónas Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Óskar Steindórsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Margrét Sigurðsson, Ebba Ásgeirsdóttir. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR SCHEVING, Aflagranda 40, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 30. desember kl. 10.30. Jóhanna Scheving, Hannes Scheving, Gunnhildur Magnúsdóttir, Jón Karl Scheving, Lára Berndsen, Guðri'ður Einarsdóttir, Sigurður Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað ídag, miðvikudaginn 29. desember, vegna jarðarfarar GUÐLAUGS PÁLSSONAR, kaupmanns, Eyrarbakka. MAGNI, Laugavegi 15, sími23011. al annars vann hún við saumaskap sem átti vel við hana, enda lék allt í höndunum á henni. Hún hafði list- ræna hæfileika sem nutu sín vel í hvers konar handavinnu. Einnig var hún mjög örugg í meðferð lita og hafði gaman af að mála. Hún fékk útrás fyrir þessa sköpunarþörf sína m.a. í starfi sínu fyrir Kvenfélagið Hringinn, sem var henni afar hug- leikið. Pálína hafði mikla ánægju af því að spila og var þá ekkert gefið eftir. Það þýddi lítið að reyna að komast undan spilamennskunni enda var það aðalánægjan um hver jól. Þá var hún í essinu sínu með alla íjölskylduna í kringum sig. Pálína vann við hlið Jónasar síðustu árin hans í Stýrimannaskólanum, vann sem ritari skólans og veitti það báðum mikla ánægju. Pálína átti undanfarin ár við vanheilsu að stríða og síðustu mánuðina dvaldist hún mikið á sjúkrahúsum. Jónas var henni stoð og stytta í þessum veikindum hennar og létti henni líf- ið á ýmsa lund. Hún átti sér þá ósk að deyja heima og aðfaranótt sunnudagsins 19. desember lést hún á heimili sínu með Jónas sér við hlið. Það fór vel á því, svo samrýnd sem þau voru. Friður sé með Pálínu Árnadóttur. Guðrún Ragnarsdóttir. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Pálínu Árnadóttur, sem andaðist á heimili sínu aðfara- nótt sunnudagsins 19. desember síðastliðinn. Hún hafði átt við lang- varandi veikindi að stríða og má því ætla að hvíldin hafi verið henni kærkomin. Ömmu var margt til lista lagt; hún saumaði mikið, málaði og föndraði. Hið síðastnefnda var mest í þágu liknarmála, hún var sérstak- lega ötul innan Kvenfélagsins Hringsins. Enn fremur var hún höfðingi heim að sækja og sinnti húsmóðurstarfi sínu með sóma á meðan heilsa leyfði. Við systkinin eigum henni margt að þakka og áttum með henni og afa Jónasi margar góðar samveru- stundir. Um leið og við vottum afa Jónasi samúð okkar biðjum við Guð að blessa minningu hennar. Ragna Árnadóttir, Páll Árnason, Jónas Árnason. Erfklrjkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð lidlegir salir og mjög góð þjónusta. Ipplvsingar ísíma 22322 FLUCLEIDIR UðTEL LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.