Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 HVAÐ ER EFST í HUGA VIÐ ÁRAMÓT ? Nú er árið 1993 að renna í tímans haf, eins og öllfyrri ár tilþessa dags. Þvíþótti ekki úr vegi að taka tali fáeina samlanda sem á vegi urðu. Spyrja þá hvað vœriþeim efst í huga um þessi áramót. Flestir líta um öxl áþessum tímamótum ogsjá að einhverjir atburðir standa upp úr. Afýmsum sökum. Hulda Finnboga- dóttir formaður starfshóps um at- vinnumál kvenna 60 milljónir til skiptanna „EF ÉG skoða þetta frá 'persónu- legu sjónarhorni er mér efst í huga á liðnu ári erfíður uppskurður á baki sem ég gekkst undir. Endur- hæfing stóð yfir í sjö mánuði. All- ur fyrri hluti ársins var undirlagð- ur, en þegar ég var komin á ról beið mín krefjandi og spennandi verkefni sem er mér einnig ofar- lega í huga á þessum tímamót- um,“ sagði Hulda Finnbogadóttir formaður starfshóps um atvinnu- mál kvenna sem starfræktur var innan félagsmálaráðuneytisins. Verkefnið sem Hulda greinir frá fólst í að veita umræddum starfs- hópi forystu, en hópurinn fékk 60 milljóna króna fjárveitingu frá ríkissjóði til að aðstoða konur til að koma undir sig fótunum í at- vinnulífinu, m.a. með því að stofna lítil framleiðslu- og iðnaðarfyrir- tæki. „Þetta var kreíjandi en jafn- framt spennandi starf og ég tel að hópurinn hafi skilað góðum árangri. Við þurftum að vinna úr 150 umsóknum um styrki og því miður má segja að færri hafi kom- ist að en vildu. Það segir manni að þetta hafí verið nauðsynlegt og æskilegt sé að slík aðstoð sé endurtekin. Þetta hefur verið reynt víða erlendis, sérstaklega í Evr- ópu, t.d. í Frakklandi, og árangur hefur verið góður. Það virðist vera konum eðlislægt að fara hægar af stað og byggja starfsemi sína á traustari grunni en karlar. Það felst sennilega í því að þær vilja halda þakinu og ekki stefna ör- yggi barna sinna í voða,“ bætir Hulda við. Steinar J. Lúðvíks- son aðalritstjóri Fróða hf. Menningar- legt slys ... STEINAR J. Lúðvíksson aðalrit- stjóri hjá útgáfufélaginu Fróða sagði við áramótin að ef hann stað- næmdist fyrst við alþjóðavett- jyanginn væri sér einkum tvennt hugleikið. Annars vegar friðar- samningar gyðinga og araba, sem kynnu að marka tímamót í sög- unni ef þeir héldust og kæmu til fulls til framkvæmda, og hins veg- ar kosningasigur Zhírínovskís í Rússlandi og mikil samsvörun þess, sem þar er að gerast, við Þýskaland millistríðsáranna. Og Steinar sagði meira: „Af því sem gerðist innanlands er öllum þeim er fást við útgáfu sennilega lestrarskatturinn efstur í huga. Ég held að það eigi eftir að koma á daginn að þar var um menningarlegt slys að ræða og að afleiðingarnar séu ófyrirséðar. Smuguveiðarnar koma einnig upp í hugann en þær tel ég bera dugn- aði og útsjónarsemi íslenskra sjó- manna og útvegsmanna, sem allt- af hafa verið furðu seigir að finna leiðir þegar erfiðleikar steðja að, glöggt vitni. Á þessari stundu er mér einnig ofarlega í huga þær góðu móttökur gagnrýnenda og lesenda sem útgáfubækur Fróða hf. fengu nú fyrir jólin því að auð- vitað er ég sama marki brenndur og flestir aðrir að finna til gleði þegar það, sem maður er að puða við, fær samhljóm og hrós.“ Hugrún Marinós- dóttir bleiu- og hattaframleiðandi Styrkur á besta tíma HUGRÚN Marinósdóttir rekur lít- ið fyrirtæki á Dalvík sem heitir því ógleymanlega nafni Drauma- bleian. Það er tveggja ára og eitt af því sem gladdi hana mest á árinu var að fá styrk frá félags- málaráðuneytinu til að treysta fyr- irtækið. „Það kom á besta tíma, því að ég var í þann mund að herða sóknina með bleiurnar," segir Hugrún. Þegar á Hugrúnu er gengið kemur í ljós að hún eignaðist nýja bifreið á árinu, forláta Mösdu. En ekki stóð sú dýrð lengi, því bíllinn hennar var einnig klessukeyrður á árinu og sagði Hugrún að mætti svo sem brosa að því úr því að enginn slasaðist. Hins vegar er bíllinn úr leik. „Annað sem mér dettur í hug þegar ég lít um öxl er mikill áfangi sem 15 manna hópur sem ég er aðili að náði um mánaðamótin október/nóvember. Allt er þetta handverksfólk af Eyjafjarðar- svæðinu og við opnuðum gallerí á Akureyri þar sern við höf'um sölu, Hulda Finnbogadóttir Árni Þórsson Steinar J. Lúðvíksson Hermann Jónsson úrsmiður Hugrún Marinósdóttir Séra Bragi Friðriksson ir aðrir telja að fremur eigi að hraða byggingu barnaspítala, en það verður að skera úr um hvað beri að gera þannig að læknar og hjúkrunarlið geti sinnt sinni vinnu í friði,“ segir Árni. Og hann nefn- ir til fleira: „Það er mér einnig ofariega í huga að hjá okkur á Landakoti tók til starfa þjónusta fyrir sykursjúk börn. Bætt þjónusta fyrir þann hóp er mikilsverð, því börnin þurfa mikla fræðslu og umönnun. Þetta var mjög jákvæð þróun,“ segir Árni. Og það var ekki stóratburða- laust á heimavígstöðvunum. Á aðfangadag jóla varð Árni afi í fyrsta sinn er sonarsonur kom í heimiúnfi i'I igBlá .ta *iþg98 ",n«i auk vinnuaðstöðu bakatil. Sjálf bý ég til hatta og hef þá þar til sölu, en bleiurnar sel égþó ekki í gallerí- inu,“ sagði Hugrún Marinósdóttir að lokum. Árni Þórsson yfir- læknir barnadeildar Landakotsspítala Erfiður óvissutími „MÉR ER efst í huga hin mikla umræða sem var á árinu um fram- líö barnadeilda og barnalækninga á íslandi. Sú umræða hefur tekið mikinn tíma og er óleyst og því má segja að erfiður óvissutími sé nú yfirstandandi fyrir alla hlutað- eigandi," segir Árni Þórsson yfir- læknir á barnadeild Landakots- spítala. Árni heldur áfram og lætur þess getið að slæmt sé að fagfólk í heilbrigðisstéttunum skuli ekki geta komist að farsælli niðurstöðu sem allir geti sætt sig við. „Það er ljóst að öll berum við hag sjúkra barna fyrir brjósti og gildir einu á hvaða stofnun við vinnum. Það hefur verið mat okkar á Landa- kotsspítala að eins og málin standa í dag leysi það stór vandamál fjölda veikra barna ef deildin verð- F ýfjr^ ,^prgarsn{taIa,Ým4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.