Morgunblaðið - 31.12.1993, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
UMÁRAMÓT
eftir Ólaf Ólafsson
Fyrir nokkrum árum hófust
miklar umræður um kostnað við
heilbrigðisþjónustu. Vegna deilna
um þetta atriði óskaði þáverandi
heilbrigðisráðherra eftir hagfræði-
legri úttekt á vegum OECD á
stöðu þessara mála hér á landi.
Skýrslan kom út vorið 1993. Nið-
urstöður hagfræðinganna voru í
aðalatriðum þessar:
1. ísland hefur náð „öfunds-
verðum“ (enviable) árangri í heil-
brigðisþjónustu borið saman við
OECD-lönd.
2. Miðað við heildarkostnað er
ísland í 8. sæti miðað við OECD-
ríkin.
3. Heildarútgjöld íslendinga eru
4% neðan við væntigildi heilbrigð-
isútgjalda OECD-ríkja (meðaltal),
leiðrétt fyrir verðlag í hveiju landi,
og er þá einnig tekið tillit til ald-
ursdreifingar þjóðarinnar, tekna á
íbúa, greiðsluhlutfalls opinberra
aðila til félagsþjónustu o.fl. þátta
er OECD tekur tillit til við saman-
burð á heilbrigðisútgjöldum.
A reikning heilbrigðismála á
íslandi eru færðar atvinnuleysis-
bætur og ýmis kostnaður við fé-
lagslega þjónustu sem ekki eru á
slíkum reikningi meðal OECD-
ríkja (OECD Economic surveys
OECD 1993). Útgjöld munu því
lækka um næstu áramót þegar
atvinnuleysisbætur verða færðar
til félagsmálaráðuneytisins.
Svo virðist sem þessi skýrsla
hafí lítið verið kynnt, því að stöð-
ugt er klifað á að við séum með
dýrustu heilbrigðisþjónustu í
heimi. Náðst hefur góður árangur
í hagræðingu, t.d. væri lyfjakostn-
aður um 2,5 milljarða kr. hærri
ef ekki hefði verið gripið til að-
gerða fyrir nokkrum árum (Lyfja-
máladeild heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins 1993) og
ber áfram að neyta allra ráða í
þessu efni. Einnig má minna á
fækkun bráðasjúkrahúsa. Hliðar-
áhrif sparnaðar og hagkvæmni
mega þó ekki auka álag á heil-
brigðisstarfsfólk meira en orðið
er og verða til þess að draga þarf
úr þjónustu og önnur vandræði
af hljótist. Við athugun á út-
skriftartíðni (afköstum) íslenskra
sérgreinasjúkrahúsa, borið saman
við dönsk sérgreinasjúkrahús,
kemur í ljós að þrátt fyrir minni
mannafla koma fleiri útskrifaðir
sjúklingar í hlut íslenskra heil-
brigðisstarfsmanna en þeirra
dönsku — álagið er því trúlega
meira á íslensku sjúkrahúsunum
(Afköst sérgreinasjúkrahúsa,
Landlæknisembættið des. 1993).
Mér er ekki kunnugt um svo hag-
stæðan samanburð á „framleiðni“
hér á landi borið saman við það
sem gerist erlendis.
Þjónustugjöld eru sjálfsögð en
sníða verður þau að efnahag fólks-
ins. Þjónustugjöld fyrir fyrirbyggj-
andi aðgerðir, s.s. leghálskrabba-
meinsskoðanir og lungnabólgu-
bólusetningar eldra fólks, sem er
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
...og peningarnir fara ekki í vaskinn!
Ert þú tilbúinn íyrir tvö virðisaukaskattþrep?
Vantar þig sjóðsvél sem reiknar og sýnir
á strimli breytilegan virðisaukaskatt?
MA305 SJÓÐSVÉLIN
FRÁ TEC ER LAUSNIN
Tæknival
MA305 er fallkomin lausn fyrir
rekstraraðlla sem gera kröfur um
ódýran og elnfaldan bunað.
Helstu elglnlelkar MA305 eru:
VERÐIÐ ER AÐEINS KR. 41.900,- STAÐGREITT M/VSK.
MA305 ER TIL AFGREIÐSLU NÚ ÞEGAR.
Einnig bjóðum við tölvuvædd afgreiðslukerfi
fyrir aðila sem vilja ná betri árangri.
Veljið tækni sem leysir vandann.
Hafið samband við ráðgjafa okkar...
• Útreiknlngur á tveggja þrepa
virðisaukaskatti auk 0 skatts.
• Möguleiki á 10 til 15 deildum.
• Allt að 200 vörunúmer með
föstum verðum (PLU).
• Þrjár greiðslutegundir, peningar,
ávísanir og reikningsviðskipti.
• Hægt að gefa afslætti, leiðrétta,
endurgreiða og taka á móti
innborgunum.
• Skilgreining á sölu á klst.
• Sundurliðun á sölu fyrir allt að
fjóra starfsmenn.
Verslunareigendur athugið!
talin vera sú bólusetning sem skil-
yrðislaust borgar sig best, eru of
há því dregið hefur úr þátttöku
fólks. Til lengdar verður þetta því
dýrt.
Er hægt að draga meira úr
kostnaði með aukinni hag-
ræðingu án þess að minnka
þjónustu?
Margt bendir til að svo sé og
má benda á aðgerðir í nágranna-
löndunum því til sönnunar. Á und-
anförnum árum hefur orðið bylting
í byggingu og rekstri bráðasjúkra-
húsa. Áður fyrr voru legudeildir
aðalhluti bráðasjúkrahúsa, en nú
eru móttöku-, göngu-, dagdeildir
og rannsóknastofur orðnar mun
stærri hluti bráðasjúkrahúsa en
áður. Þessi breyting hefur fylgt í
kjölfar mikilla framfara í skurð-
og svæfíngartækni (smágata-
skurðaðgerðir = kögunaraðgerð-
ir), auk þess sem verulegur hluti
skurðaðgerða er nú framkvæmdur
utan spítala. Legutími hefur því
styst verulega, m.a. vegna þess
að tekin hafa verið í noktun dag-
deildir og sjúklingahótel.
Þar sem þessi þróun hefur verið
hröðust, t.d. í Bandaríkjunum,
hefur rúmum fækkað mikið á sér-
greinasjúkrahúsum; rúmum á
skurðdeildum hefur fækkað um
30%, á lyflæknisdeildum um
30-40%, á bæklunardeildum um
30-40%, á kvensjúkdómadeildum
um 30-40% og svo mætti lengi
telja. Við framtíðaráætlanir um
byggingu nýrra sjúkrahúsa verður
að taka tillit til þessarar þróunar.
Á skurð- og kvensjúkdómadeildum
Landspítalans, Landakotsspítala,
St. Jósefspítala í Hafnarfirði og
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
hefur þessi þróun hafist fyrir
nokkru.
í vaxandi mæli eru nú sjúkrahót-
el af góðum „hótelstandard" rekin
á lóðum sjúkrahúsa eða í eldri
deildum, sem lagðar hafa verið nið-
ur á sjúkrahúsum, og taka við fólki
nokkrum dögum eftir aðgerð eða
jafnvel samdægurs, t.d. frá fæðing-
ardeildum. Sjúkrahótel „úti í bæ“
gagnast ekki vel því fólk vill vera
innan seilingar frá meðferðardeild
ef eitthvað ber út af, sem er þó
sjaldan. Þetta fyrirkomulag kemur
sér vel því að legutími hefur styst,
jafnvel um of í sumum tilfellum.
Heimilin eru verr í stakk búin til
að taka við veiku fólki en áður.
Fólk er yfírleitt mjög ánægt með
þessa breytingu og rekstrarkostn-
aður dregst saman verulega. (Upp-
lýsingar frá Winnipeg Clinic,
Canada, Háskólasjúkrahúsinu í
Lundi, Svíþjóð og fleiri sjúkrahús-
um í Bandaríkjunum.) Bretar, sem
ekki eru taldir nýjungagjamir, hafa
farið inn á þessa braut og telja að
15-20% sjúklinga bráðasjúkrahús-
anna nýti sér þessa þjónustu (J.
Epidemiology nóv. 1993). Ef haft
er í huga að 60-70% af kostnaði
við heilbrigðisþjónustu er vegna
Ólafur Ólafsson
„Svo virðist sem hjól
efnahagslífsins séu far-
in að snúast á ný. Verð-
ur framtíðin svipuð því
sem nú er að gerast
víða í Vestur-Evrópu,
þ.e. að við náum okkur
upp úr efnahagslægð-
inni, en verulegur hóp-
ur manna verði afskipt-
ur, þ.e. atvinnulaus,
áfram? Og vonandi
verður svo ekki.“
reksturs sjúkrahúsa er þetta fýsi-
legur kostur.
Nokkrir yfirlæknar hér á landi
hafa skilið þessa þróun, en hvað
dvelur stjórnendur sumra sjúkra-
húsa? Langir biðlistar og fjárskort-
ur kalla á þessar breytingar.
Ihaldssemi getur verið dyggð en
má ekki verða að áráttu.
Erfðafræðileg læknisfræði
opnar dyr framtíðarinnar
Á Islandi eru miklir möguleikar
á að stunda erfðafræðilega rann-
sóknarstofu. Þar kemur til þekk-
ing og áhugi okkar á ættfræði og
miklir möguleikar á að veita góða
erfðafræðilega ráðgjöf. Sú st-arf-
semi er þegar hafin hér á landi á
Ríkisspítölunum og af Krabba-
meinsfélagi íslands. Möguleikar á
lækningu á erfðagöllum eru innan
seilingar. Vinna er hafin við undir-
búning þessa en gæta þarf að rétt-
indum borgaranna og skyldum
heilbrigðisstétta.
Röng forgangsröðun
Umræða um forgangsröðun hér
á landi hefur tekið á sig mynd
HAPPDRÆTTI
STYRKTARFÉLAGS
YANGEFINNA
VINNIN GSNÚMER
1. vinningur: Corolla hatcback XLi
kr. 1.200.000 nr. 29730.
2.-5. vinningur: Bifreiðar að eigin vali á
kr. 450.000 nr. 7135 - 9297
- 17295 - 25691.
Félagið þakkar veittan stuðning.
Gleðilegt nýár.
______________Styrktarfélag vangefinna.