Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
félk í
fréttum
STUÐNINGUR
Söfnuðu fyrir
MND-félagið
Nemendur 7 TR í Seljaskóla í
Reykjavík safna árlega and-
virði einnar vídeospólu á hvern
nemenda og gefa til styrktar
ákveðnu málefni. Á dögunum
kvöddu þau Rafn Jónsson, for-
mann MND-félags íslands á sinn
fund og afhentu honum rösklega
8 þúsund krónur og voru myndirn-
ar teknar við það tækifæri.
SAMSTÍGA BRÆÐUR
Hafa spilað bríds
í tæp fimmtíu ár
Allir bridsáhugamenn þekkja
bræðurna Vilhjálm og Þráin
Sigurðssyni. Þeir hafa verið í eld-
línunni í bridsheiminum í um 50
ár. Vilhjálmur byrjaði að spila
keppnisbrids 1946 en þá hafði
Þráinn bróðir hans spilað í nokk-
ur ár.
Meira hefir borið á Vilhjálmi í
gegnum tíðina. Hann spilaði m.a.
á Norðuriandamóti 1951, 1953
og 1955 og á Evrópumótinu
1957. Vilhjálmur hefir þrívegis
orðið íslandsmeistari í sveita-
keppni og einu sinni í tvímenn-
ingi en þá spilaði hann við föður
þeirra bræðranna, Sigurð Krist-
jánsson sparisjóðsstjóra á Siglu-
firði.
Meðfylgjandi mynd var tekin
á jólamóti Bridsfélags Hafnar-
fjarðar, sem halöið var sl. þriðju-
dag. Þar voru þeir bræður meðal
108 para sem þátt tóku í mótinu
en þeir taka þátt í nær öllum
stærri mótum sem haldin eru
hérlendis og eru þá undantekn-
ingarlaust elzta par mótsins. Þrá-
inn er 81 árs gamall en Vilhjálm-
ur „aðeins" 67 ára.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Bræðurnir Vilhjálmur og Þráinn Sigurðssynir. Þeir sækja flest
stærstu bridsmót hérlendis. Helztu vandamál þeirra í samskipt-
unum eru þau að Vilhjálmur býr í Reykjavík en Þráinn á Akra-
nesi.
Við óskum öllum
landsmönnum gleði og
farsældar á komandi ári og
þökkum fyrirþað liðna.
J.Lhiísinu, Hringbraut 121, sími: 91 - 16670.
og kynntum okkur kað nýjasta sem er að gerast í æfingasölum þar
Þessar nýjungar œtluni við að kyniia viðskiptavinum okkar strax á iiýju ári
omdu á mánudaginn eða hringdu í síma: 91 -16670 og íáðu nánari upplýsíngar
HNEYKSLI
Forsetabróð-
ir í stöðugu
klandri
Roger Clinton, lítt þekktur popp-
ari, sem á sér frægari bróður
sem er enginn annar en Bill Clinton
forseti Bandaríkjanna, er stöðugt að
koma sér í klandur. Fyrir skömmu
lennti han'n í ryskingum við unga
konu í keiluhöll í New Jersey. Þau
skiptust fyrst á fúkyrðum, síðan
heilsaði hann henni að sjómannasið
með þeim eftirmála að hún kærði
hann og fékk nokkrar bætur. Þetta
er í þriðja skiptið sem Roger fær illt
umtal í blöðunum eftir að Bill komst
til æðstu metorða í Bandaríkjunum.
Roger fer fyrir poppsveit sem
nefnd er „The Politics" og hafði sveit-
in fengið samning við útgáfufélagið
Atlantic. En þetta stöðuga vesen á
Roger fer nú í taugarnar á þeim hjá
Atlantic og hefur fyrirtækið rift
samningnum og skilað sveitinni aftur
til „Great Pyramid Records" sem er
sæsmátt fyrirtæki í Chattanooga.
Umboðsmaður Rogers, Butch Stone
að nafni, er ekki hissa á þessu og
sagði nýverið að hann væri búinn
að vara Roger við. Segir Stone að
Roger gæti náð nokkrum árangri
sem poppari, bara ef hann gæti
gleymt því að hann héti Clinton.