Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 30
JO B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
/'HaC/Gvendur' \/(xJcna.&u.SQörihn i/i'il
uitcc hvort þú \/iL t vinna, yfiin/innu.- *'
UJAIS6(-ASS/Ct>OCTUfi>fLT
11-11
01992 Farcus Cartoons/Distntxjled by UnNsrsal Press Syndicate
Með
morgunkaffiriu
Ja, fyrst þú spyrð mig, þá
finnst mér að hann hafi aug-
un mín, nef mannsins míns
og eyru fisksalans.
sem er gift þessu fífli!
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Helgispjöll
Frá Jóhannesi Eiríkssyni:
HÁTÍÐ ljóssins fór að þessu sinni
fram með líkum hætti og venjulega
hér í höfuðborginni í prýddum kirkj-
um með fögrum söng. Götur og
torg voru óvenju myndarlega
skreytt og ný jólalög sáu dagsins
ljós á hljómdiskum, flest þó vond
með enn verri textum. Hitaveitan
stóð sig með prýði í kuldakastinu
fyrir hátíðar og sem betur fer veit
enginn hve margir íhuguðu sjálfs-
morð um þessi jól.
Á aðfangadagskvöld klukkan sex
fór ég með fjölskyldu minni í kirkju
eins og ég hef gert í 30 ár og þar
áður með föður mínum og móður.
Þrátt fyrir kirkjuræknina er vafa-
samt ég teljist kristinn, því enda
þótt ég trúi á Jesúm og kenningar
hans og jafnvel svolítið á heilagan
anda, hefur sjálfur Jave alltaf vafist
svolítið fyrir mér. Við lestur Gamla
testamentisins verður manni ljós
einstæð byggingarsaga þjóðfélags á
stormasamri tíð og Jave kemur mér
fyrir sjónir sem sameiningartákn og
refsivöndur og ég get bara alls ekki
hugsað mér að guð minn reki póli-
tíkina kjóstu mig, ég styrki þig.
Jesús er hins vegar barnið í spilltum
heimi, byltingarmaðurinn sem
þagga verður niður í, hinn vopn-
lausi hermaður sem vinnur aðeins
fullnaðarsigur í einni orustu, hinni
síðustu — trúum við.
Messan þessi á aðfangadagskvöld
var ágætlega heppnuð að flestu
leyti, kórinn söng frábærlega, vel
studdur af tékkneskum orgelleik,
en þó reis lofgjörðartónlistin hæst
í dramatískum einsöng laglegrar
konu í „Helga nótt“, sem er fastur
liður í þessari messu. Hinn myndar-
legi prestur talaði óvenju fast og
sköruglega en þó með klökkva á
stöku stað, enda nýbúinn að fá
launahækkun að makleikum, sem
virkaði meira að segja aftur fyrir
sig. Hins vegar, svo ég víki að sjálf-
um mér, man ég bara ekki eitt orð
af því sem hann sagði nema trúar-
játninguna_ sem þó er alltaf verið
að breyta. Ég held minnisleysið stafí
af því að ég var með hugann við
annað verkefni, að telja stóla. í þetta
sinn var kirkjan mín nefnilega hálf-
tóm, sem sjaldan áður á aðfanga-
dagskvöld og þó var veðrið með allra
besta móti. I kirkjunni voru sem oft
áður ýmsir máttarstóipar þjóðarinn-
ar, forstjórar ríkisstofnana, eldri
góðborgarar með vel tryggðan líf-
eyrisrétt, fiskútflytjendur og kvóta-
eigendur, allskonar braskarar af
hinni betri sortinni og náttúrlega
formaður sóknarnefndar, ungur
lagðprúður maður, sem ég þekki
hvorki haus né sporð á, enda safnað-
arstarf ekkert í minni gömlu kirkju.
í upphafi bílaaldar datt einhveijum
í hug nafnið sjálfrennireið um þetta
furðutæki, sem þó þurfti stöku sinn-
um að stansa til að taka eldsneyti.
Kirkjan íslenska er hins vegar ennþá
nær því að vera sjálfrennireið, því
að hún þarf aldrei að stoppa vegna
eldsneytisskorts, sósíalismusinn í
kerfinu fyllir á jafnóðum. Þetta mun
framtíðinni þykja skrýtið „sistem“
í jafn háþróuðu markaðshagkerfi
fijálshyggjandi lýðræðisríkisins.
En hveijir voru það sem vantaði
í kirkjuna á aðfangadagskvöld árið
1993? Komið til mín allir sem erfíði
og þunga eruð hlaðnir, sagði Hann
sem fæddist í jötunni í Betlehem
fyrir meira en tvö þúsund árum,
löngu fyrir daga Kjaradóms og sjálf-
rennireiða hverskonar.
Það eru erfiðir tímar og atvinnu-
þref og gjörspillt þjóð í vanda.
Verkalýðshreyfingin er nær dauða
en lífi og sá sem veitti henni náðar-
höggið er nú bankastjóri. Gömul
sögn frá gyðingum komin hermir
frá fiskimönnum sem lögðu frá sér
netstubbana og fóru á sálnaveiðar
með mikilli veiðikió. Nú á tímum
hefur allri veiðitækni fleygt fram,
enda fara menn létt með að fanga
heila verkalýðshreyfingu og eru
möskvamir gerðir af þúsund kaup-
töxtum og sérkjarasamningum og
ótal stéttarfélögum sem eru í felu-
leik hvert við annað og gagnvart
meðlimunum sjálfum.
Já, það eru erfiðir tímar. Kaup-
gjald í landinu hefur í raun verið
fært niður. Aukavinna tekin af, yfir-
borganir þekkjast varla og berstríp-
aðir taxtamir eru staðreynd. At-
vinnuleysi er líka staðreynd. Á sama
tíma hafa lögfræðingamir verið að
dæma sér og nokkrum vel megandi
hópum betri kjör. Hér er öfugt far-
ið að og sérstaklega ef miðað er við
kristna siðfræði. En verkalýðshreyf-
ingin lætur sér ekki bregða og seg-
ir: Slóstu mig — og svo segir hún
ekki meira þann daginn.
Fyrir 60 ámm hafði bæjarstjórinn
í Reykjavík tvöfalt verkamannskaup
í laun og þótti nokkuð gott. Nú
hefur borgarstjórinn tíföld verka-
mannslaun og þykir heldur klént.
Væri ekki ráð að ASÍ og öll hreyf-
ing launamanna krefðist rannsókn-
ar á launakerfi hins opinbera, raun-
tekjum og vinnutíma. Að því loknu
ættum við sem borgum þessum
mönnum kaupið að gera upp við oss
hvaða launamunur getur talist eðli-
legur og réttlátur. Síðan gætu þess-
ar hreyfingar litið í eigin barm og
rannsakað eigin launataxta og kaup
sinna eigin starfsmanna með ein-
földun í huga, því að ennþá mun
gilda hið fomkveðna: Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Þessi orð hafa í raun og vem ekk-
ert með pólitík að gera heldur heil-
brigða skynsemi og ég beini þeim
ekki að einhveijum sérstökum stétt-
um, heldur allri þjóðinni. Við skulum
á vondri tíð standa saman og vinna
að réttlátara þjóðfélagi. Gleðilegt
nýtt ár.
JÓHANNES EIRÍKSSON,
prentari,
Fjarðarseli 31,
Reykjavík.
Víkveiji skrifar
Aramót hafa verið breytileg eftir
löndum og tímum. Hérlendis
verður 1. janúar að nýársdegi á 16.
öld, og virðist sú venja fylgja siða-
skiptum. Þetta segir í Sögu dag-
anna, sem nýlega kom út og er eft-
ir Árna Björnsson þjóðháttafræðing.
Bók þessi er mjög skemmtilegt uppl-
sláttarrit um sögu daganna og
hvernig mál hafa þróazt um aldir.
En ef við kíkjum svolítið nánar á
hvað Árni segir um áramótin, þá
segir hann, að fyrir siðaskipti hafi
áramót verið talin á jólum, og 1.
janúar var þá áttundarhelgi jóla-
dagsins. Jólanótt var því áður hið
sama og nýársnótt og hafa þær svip-
aða drætti í þjóðtrú. Á síðari árum
hefur slíkur átrúnaður færzt æ meir
yfir á núverandi nýársnótt og þrett-
ándanótt. Meða! annars tala kýr á
þeim nóttum, selir fara úr hömum,
kirkjugarður rís og álfar flytjast
búferlum. Þeir sækja þá heim
mennska menn, og geta eignast
auðævi þeirra með því að sitja þolin-
móðir á krossgötum. Álfadans á
nýársnótt eða þrettánda frá því á
síðari hluta 19. aldar tengist þessum
álfasögum.
Áramótabrennur hófust í lok 18.
aldar, fyrst sem skemmtun skóla-
pilta í Reykjavík. Fylgdu þessu blysf-
arir og ýmis ljósagangur. Á síðari
hluta 19. aldar breiddist brennusið-
urinn út um landið. Úr brennum dró
á hernámsárunum á höfuðborgar-
svæðinu, en þær hófust aftur af
miklum krafti eftir miðja öldina.
xxx
að er ærið breytilegt eftir tíma-
bilum, löndum og jafnvel hér-
uðum hvenær nýtt ár var talið hefj-
ast. Rómveijar létu árið í fyrstu
hefjast með marzmánuði eins og sjá
má af því að síðustu fjórir mánuðirn-
ir í okkar ári draga nöfn sín af lat-
neskum töluorðum, 7-10, septem,
octo, novem, decem. Á 2. öld fyrir
Krist færðu Rómveijar síðan nýárs-
daginn til 1. janúar. Konstantínus
mikli gerði 1. september að nýárs-
degi á 4. öld og hélzt hann lengi í
austrómverska ríkinu enda gegnir
sá dagur lykilhlutverki í því 19 ára
tímabili sem kallast tunglöld. Flestir
páfar héldu sig þó við 1. janúar, en
sumir hölluðust að 1. september. Það
gerði til að mynda hinn áhrifamikli
páfi Gregoríus 7. á ofanverðri 11.
öld.
í byijun 9. aldar færði Karl mikli
nýársdaginn í ríki sínu til 25. marz
eða boðunardags Maríu. í Englandi
byijuðu menn árið á jóladag fram
til 12. aldar, sem mátti ekki síður
kalla rökrétt, þar eð tímatalið var
miðað við fæðingu Krists. Þá tóku
þeir einnig upp 25. marz sem nýárs-
dag. Jóladagur var mjög algengur
sem upphaf árs í Norður-Evrópu,
en sumir miðuðu við páska. Árið
1582 fyrirskipaði Gregoríus páfi 13.
að árið skyldi hefjast 1. janúar. Var
það boð ítrekað árið 1691. Þessu var
ekki sinnt í löndum mótmælenda í
Norður-Þýzkalandi og Danmörku
fyrr en árið 1700 og Bretar héldu
sig við 25. marz til ársins 1752,
þegar Georg konungur 2. færði ný-
árið loks til 1. janúar.
xxx
á má geta þess að orðið gaml-
árskvöld sést ekki í rituðu
máli fyrr en árið 1791 og gamlárs-
dagur ekki fyrr en með þjóðsögum
Jóns Árnasonar 1862. Fyrst^ eru
þessi heiti færð inn á almanak Ólafs
S. Thorgeirssonar, sem gefið var út
1897. I almanak Þjóðvinafélagsins
kemst orðið gamlársdagur ekki inn
fyrr en 1923.
xxx
En hvað sem allri sögu áramót-
anna líður eru áramót á mið-
nætti næstkomandi. Árið 1993 kveð-
ur „og aldrei það kemur til baka“
eins og segir í sálminum, en upp rís
árið 1994. Um leið og Víkveiji óskar
þess og vonar að hið nýja ár beri í
skauti sér velsæld og hamingju fyrir
Islendinga, segir hann við lesendur
sína og alla landsmenn: