Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 1
ro'msvfsmvasfisaHmiHæimmstmuxmscfitOTitmYrEtm
Flestir ferðamanna komu frá
Þýskalandi, samtals 31.443 og
næstflestir voru Bandaríkjamenn,
25.061, frá Bretlandi, Svíþjóð og
Danmörku komu rúmlega 15 þús.
frá hveiju landi.
Auk þessara erlendu ferða-
manna komu 15.699 með
skemmtiferðaskipum í 38 ferðum
og er það einnig meira en nokkru
sinni fyrr.
Árið 1993 var viðdvalargestum
úr ýmsum flugum boðið upp á að
fara í Bláa lónið meðan þeir biðu
tengiflugs. Alls þágu 5.530 manns
þetta boð. Aukning __
„hefðbundinna" ferða-
manna er því 6,5% eða
um 9 þús. manns. Aukn-
ingin á sl. ári var mun
meiri utan venjulegs
ferðamannatíma eins og
fram hefur komið í
tölum síðustu mánaða
ársins.
Mest fjölgun varð frá
Hollandi, 39,5%, 28,2%
frá Þýzkaiandi og 27,8%
frá Japan. Mest fækkun
var frá Finnlandi 44.6%
og næstmest Ítalíu 13%.
Rekstur ýmissa bæjar- og
héraðsfréttablaða í hættu í kreppunni
FJARÐARPÓSTURINN í Hafnarfírði hætti
að koma út I júlí s.I og frá mánudegi kem-
ur Skagablaðið á Akranesi út á hálfsmán-
aðarfresti í stað vikulega. Víkurblaðið á
Húsavík á í erfíðleikum með
reksturinn og er verið að skoða
hvort mögulegt er að halda útgáf-
unni áfram.
„Það er ekkert launungarmál að
útgefendur ýmissa blaða hafa átt í
erfiðleikum," segir Ómar Garðarsson
form. Samtaka bæjar-, og héraðs-
fréttablaða. Það sem veldur er mik-
ill samdráttur í auglýsingatekjum
vegna versnandi stöðu fyrirtækja og
þá hafa töluverðar auglýsingatekjur
færst yfir á svokölluð sjónvarpsblöð
sem hafa mörg hver undirboðið aug- ■
lýsingaverð héraðsblaðanna.
Það sem gerði útslagið segir Ómar
er virðisaukaskatturinn á blöð. „í raun er ekki
verið að býsnast yfír skattinum sem slíkum en
margir ætluðu að hækka blöðin til að mæta
samdrættinum og það datt um sjálft sig með
skattlagningunni." Þar sem prentsmiðja og
blaðaútgáfa er rekin af sama aðila gengur
reksturinn betur og Ómar segir að nokkrir út-
gefendur búi svo vel að eiga prentsmiðjur.
Skagablaðlð kemur sjaldnar út og
Fjarðarpósturinn hættur
Fríða Proppe eigandi og útgefandi Fjarðar-
póstsins hætti útgáfunni í júlí s.l. „Auk sam-
dráttar í þjóðfélaginu sem þýðir minni
auglýsingatekjur gerði virðisaukaskattur á blöð
útslagið."
Sigurður Sverrisson gefur út Skagablaðið
og auglýsingablaðið Pésann. Hann hefur tekið
þá ákvörðun að gefa Skagablaðið út hálfsmán-
aðarlega í stað vikulega. „Ég ákvað að hlusta
á þær raddir sem hafa verið að fetta fingur út
í magn auglýsinga í Skagablaðinu. Ég fór að
gefa út Pésann með auglýsingum en tók þær
úr Skagablaðinu í staðinn. Þá fyrst fór að halla
undan fæti og áskriftum fækkaði." Sigurður
tekur í sama streng og aðrir með samdrátt en
bætir við að vinnuálagið hafi verið það mikið
að hann hafí orðið að setjast niður og hugsa
dæmið upp á nýtt.
Að sögn Jóhannesar Sigurjónssonar ritstj.
Víkurblaðsins á Húsavík mun á næstunni koma
í ljós hvort um frekari útgáfu verður að ræða.
Hann vonar að grundvöllur finnist fyrir áfram-
haldandi rekstri og nefnir stofnun hlutafélags
eða auglýsingasamninga við fyrirtæki.
Guðmundur J. Jónatansson fór að gefa
Bæjarpóstinn á Dalvík út hálfsmánaðarlega í
stað vikulega sl. haust. Hann stefnir að viku-
legri útgáfu á ný þar sem hann á sjálfur prent-
smiðjuna. ■
Morgunblaðið/Þorkell
IsMia opnuO
í Stokkholmi
Á mánudaginn verður opnuð ferðaskrifstof-
an Islandia að Nybrogatan 66 í hjarta Stokk-
hólms sem selja mun Svíum ferðir til ís-
lands. „Við höfum unnið að ferðamálum um
árabil og finnst tími til kominn að kanna
hvort við getum ekki verið okkar eigin herr-
ar. Meðal Svía er vaxandi áhugi á íslandi,
svo við ðttumst ekki verkefnaskort," segja
þær Ásta Arnþórsdóttir og Bryndís Sverris-
dóttir eigendur Islandia.
Ásta hefur starfað hjá Flugleiðum í Stokk-
hólmi í 7 ár og Bryndís sem leiðsögumaður og
við undirbúning ráðstefna og funda hér. „Við
teljum að enn sé mikið starf óunnið við að kynna
Svíum ísland. Árið 1992 komu 16 þúsund Svíar
hingað og varð töluverð aukning, sérstaklega á
haustmánuðum. Sænskir ferðamenn einblína
ekki á sumartímann og eru því mikilvæg viðbót
fynr íslenska ferðaþjónustu."
Ásta og Bryndís segja að reynslan sýni að
Svíar á miðjum aldri og eldri hafi mestan áhuga
á ferðalögum til íslands. „Þessi hópur ferðast
gjaman um landið í rútum eða bílaleigubílum
og gistir á hótelum eða í bændagistingu. Yngra
fólk leggur áherslu á ódýrari ferðir. Við munum
eiga samstarf við Flugleiðir og fjölmarga aðra
aðila í ferðaþjónustu hér á landi, svo okkur
ætti að takast að uppfýlla óskir viðskiptavin-
anna. Það er líka mjög gaman að sjá hve margt
er að gerast í ferðamálum hér, menn eru iðnir
við að leita nýrra leiða,“ segja Ásta og Bryndís
eigendur Islandia. ■
40% fleiri en á árinu 1992
ERLENDIR ferðamenn hér í desember urðu
alls 6.453, sem er um 40% fleiri en í sama
mánuði 1992 þegar þeir voru 4.562. Heildar-
fjöldi erlendra ferðamanna hér á nýliðnu ári
var 157.326, sem er um 15 þús. manna aukn-
ing frá 1992, eða um 10,4%. Þetta er mesti
fjöldi erlendra ferðamanna sem hingað hefur
komið. Ætla má að gjaldeyristekjur hafi verið
um 15 milþ'arðar eða að meðaltali 40 miiyónir
á dag árið um kring.
ÁSTA Amþórsdóttir og
Bryndis Sverrisdóttir, eig-
endur ferðaskrifstofunnar
Islandia í Stokkhólmi.
Þaó hafa eflaust
margir verió
farnir aó hlakka
til aó stiga ó
skautana sína
þegar Skauta-
svellið í Laugar-
dal var opnaó í
byrjun desem-
ber.
Aó undnnförnu
hefur Tjömin líka
verió ísi lögó og
margir sem
skauta þar.
Skautasvellió í
Laugardal er
opió alla virka
dagafró 12-17
nema föstudoga,
þó er opió til
klukkan 23. Á
laugardögum er
opiófró 13-20
og ó sunnudög-
umfró 13-18.
Aógangseyrir
fyrir fulloróna er
200 krónur en
böm borga 100
krónur. ■
Morgunblaðið/Kristinn
Eriendir desemberferðamenn