Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Sjónvarpsglápinu fylgir líka meiri bókalestur Samband bokalesturs og sjónvarpsáfhorfs er jákvætt hjá nemendum 8.-10 bekkjar 18,6% unglinga *®s® d-.rl á*ikuennhortaiaWramt | 27,5% 28fl% 27,4% 27,0% ásiónvarpíWOs'^L1 ----- ------------ 18,6% Horfa aldrei 11-15 16-20 21-25 Horfa lengur klst. klst. klst. á sjónvarp Hingað til hefur verið talið að þeir hópar, sem horfðu meira á sjón- varp, hefðu minni tíma og minni áhuga á bóklestri en aðrir. Þessu er nú öfugt farið, samkvæmt nýrri rannsókn. Hlutfall þeirra, sem lesa aðrar bækur en skólabækur í meira en fimm stundir á viku eftir því hve mikið er horft á sjónvarp. EFTIR því sem unglingar horfa meira á sjónvarp, því meiri tíma vetja þeir til bóklesturs. Sá hóp- ur sem horfir minnst á sjónvarp, virðist samt lesa bækur í meira en fimm stundir á viku. Fimmti hver unglingur, sem horfir á sjónvarp í 6-10 klukkustundir á viku, ver jafnlöngum tíma í lestur og fjórði hver þeirra sem horfir meira á sjónvarp. Ljóst er að sjónvarp kemur ekki í stað bók- lesturs með þeim hætti að þeir, sem horfa mikið á sjónvarp, séu ólíklegri til að lesa bækur. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum nýrrar og viðamikillar rann- sóknar, „Ungt fólk ’92“, sem Rann- sóknastofnun uppeldis- og mennta- mála vann í samvinnu við mennta- mála- og dómsmálaráðuneyti, Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur, Byggðastofnun og Æsku- lýðsráð ríkisins. Rannsóknin náði til 13.435 einstaklinga á landinu öllu, helmings 8. bekkinga, allra 9. og 10. bekkinga og 30% fram- haldsskólanema, en markmið verk- efnisins var að draga upp mynd af högum og líðan íslenskra ung- menna. Unglingarnir voru m.a. spurðir um þann tíma, sem þeir veija til að lesa aðrar bækur en skólabækur, horfa á sjónvarp og myndbönd, hlusta á tónlist og spila tölvuleiki. Niðurstöður sýndu að bóklestur unglinga eykst með auk- inni notkun sjónvarps. Þóroddur Bjarnason, félagsfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála, bendir á að ýmsir hafi talið að þessu væri öfugt farið, þ.e.a.s. að þeir hópar, sem horfðu meira á sjónvarp, hefðu minni tíma og minni áhuga á bók- lestri en aðrir. „Hinsvegar mætti vel hugsa sér að jákvæð fylgni milli bóklesturs og sjónvarpsnotkunar þýddi að einmitt vegna þess að bóklestur og sjónvarpsnotkun fer saman séu þessir miðlar í einhveij- um mæli að keppa um athygli sama hópsins. Jákvætt samband milli notkunar á sjónvarpi og bóklestrar gæti einnig þýtt að notkun sjón- varps ýti undir lestur eða lestur bóka hvetji til notkunar sjónvarps. Þannig hefur nýleg lestrarkönnun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála sýnt að frammistaða barna og unglinga á lestrarprófi batnar með aukinni notkun sjón- varps upp að vissu marki. Niður- stöður okkar benda til að bóklestur geti hvort heldur sem er tengst lífs- stíl, sem felur í sér aðsókn að sin- fóníutónleikum og ástundun mynd- listar eða lífsstíl, sem tengist notk- un sjónvarps og tölvuleikja.“ Tónlist Skv. niðurstöðunum dregur jafnt og þétt úr notkun allra miðlanna utan tónlistar með aldri. Tónlistar- hlustun eykst frá 8. til 10. bekkjar, en úr henni dregur aftur í fram- haldsskólum. Sjónvarpið er mest notaði miðillinn í 8. bekk, en þar horfa um það bil þrír af hveijum fjórum á sjónvarp í meira en fimm stundir á viku. Næst kemur tónlist sem um tveir af hveijum þremur 8. bekkingum hlusta svo mikið á. í 10. bekk eru þeir orðnir fleiri sem hlusta á tónlist en horfa á sjón- varp. Bæði hlustun á tónlist og sjón- varpsnotkun minnkar í framhalds- skólum, en hlustun á tónlist er áfram útbreiddari en sjónvarps- notkun. Svipað hlutfall les bækur og spilar tölvuleiki í meira en fimm stundir á viku í 8. bekk, en það dregur hraðar úr tölvuleikjum með aldri. Myndbandanotkun er heldur meiri en lestur bóka og tölvuleikir í grunnskólum. Það dregur hinsveg- ar hraðar úr notkun myndbanda en bóklestri og í framhaldsskólum er hlutfall þeirra, sem nota þessa miðla, orðið nánast jafnt, tæplega einn af hveijum fimm. Stúlkur eru í nokkrum meirihluta þeirra grunnskólanema sem lesa bækur í meira en fimm stundir á viku, og eykst sá meirihluti með aldri. í framhaldsskólum bregður hinsvegar svo við að enginn munur er á bóklestri kynjanna. Stúlkur eru í örlitlum meirihluta þeirra, sem hlusta á tónlist í yngri árgöngunum, en sá munur hverfur með aldri. Nokkru færri stúlkur en piltar horfa á sjónvarp í meira en fimm stundir á viku og fækkar stúlkunum enn með aldri. Stúlkur eru ríflega þriðj- ungur þeirra sem horfa á myndbönd og lækkar það hlutfall heldur með aldri. Stúlkur eru einnig um þriðj- ungur þeirra sem spila tölvuleiki í 8. bekk, en hlutfall þeirra lækkar niður í um Qórðung í 10. bekk. Umdæmin Fram kemur að rúmlega einn af hveijum fimm grunnskólanemum les bekur í meira en fimm stundir á viku í flestum umdæmum. Al- mennastur er lesturinn, um þrír af hvetjum tíu á Vestfjörðum. Enginn munur er á bóklestri milli svæða í framhaldsskólum. Grunnskólanem- ar á Vestíjörðum skera sig einnig nokkuð úr hópnum hvað sjónvarps- notkun varðar. í flestum umdæm- um horfa um þrír af hverjum fjórum á sjónvarp í meira en fimm stundir á viku að jafnaði, en á Vestfjörðum horfa hinsvegar aðeins tveir af hveijum þremur svo mikið á sjón- varp. Óverulegur munur er á sjón- varpsnotkun framhaldsskólanema. Ekki er heldur mikill munur á myndbandanotkun grunnskóla- nema eftir landsvæðum. Sú notkun er einna minnst, um fjórðungur, á Norðurlandi vestra, Austurlandi og á Suðurlandi, en einna mest, um þrír af hveijum tíu, á höfuðborgar- svæðinu. í framhaldsskólum horfa um einn af hveijum fimm nemend- um á höfuðborgarsvæðinu á mynd- bönd í meira en fimm stundir á viku, en um einn af hveijum sex annars staðar á landinu. Víðast hlusta um þrír af hveijum fjórum grunnskóla- nemum á tónlist_ í meira en fimm stundir á dag. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra hlusta hinsvegar aðeins tveir af hvetjum þremur svo mikið á tónlist. Enginn munur er á tónlistarhlustun framhaldsskóla- nema eftir svæðum. Fimmti hver grunnskólanemi spilar tölvuleiki í meira en fimm stundir á dag, skv. rannsókninni. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem næstum fjórði hver grunn- skólanemi spilar tölvuleiki, en minnst á Reykjanesi þar sem tæp- lega sjötti hver nemandi spilar tölvuleiki svo oft. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Saga skátahreyfingarinnar er í senn bæði löng og heillandi ALLIR sem gerast skátar starfa undir kjörorðinu „Ávallt viðbúinn", sem er alþjóðlegt kjörorð skáta. Sá sem gerist skáti skal vinna skáta- heitið, sem er svohljóðandi: Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Að „læra af því að framkvæma“ varð að reglu, sem stóðst próf reynslunnar á fyrstu árum skátastarfsins. Þeirri reglu er nú beitt um heim allan. Þetta er eitt af fjölmörgum atrið- um, sem fram koma í nýrri skáta- handbók Bandalags íslenskra skáta. Bókin er uppsláttarbók og hver kafli er sjálfstætt safn smágreina sem fjalla um skyld efni. Þetta er fjórða bókin sinnar tegundar sem kemur út í 80_ára sögu skátahreyf- ingarinnar á íslandi. Sagan af skátahreyfingunni er eins og ævintýri, bæði löng og heill- andi. Ævintýrið hófst árið 1907 í Englandi. Maður að nafni Baden- Powell safnaði saman hóp drengja í fyrstu skátaútileguna á eynni Brownsea. Baden-Powell skipti drengjunum í smærri hópa, sem hann kallaði flokka. Hver flokkur fékk sitt tjaldbúðasvæði og sitt merki. Hverjum flokki stjórnaði drengur, sem var svolítið eldri en hinir. Enn í dag, nærri öld síðar, er flokkakerfið mikilvægt tæki í skátahreyfingunni, segir m.a. í upp- hafi Skátahandbókarinnar, sem er rúmlega 300 síðna rit, prýtt ljölda mynda og teikninga. Baden-Powell, upphafsmaður skátahreyfingarinnar, hafði verið foringi í breska hernum í mörg ár. Erfið verkefni á ókunnum stigum höfðu dregið fram og þroskað með honum óvenjulega uppfinningasemi sem byggðist á góðri athyglisgáfu og hugmyndaflugi. Skilningarvit hans höfðu þjálfast þegar hann gekk í Charterhause-heimavistar- skólann og uppáhaldsiðja hans var að fylgjast með dýrum og fólki ofan úr _tré. í bókinni segir m.a.: „Eftir tíma- bil á Indlandi var Baden-Powell sendur til Suður-Afríku þar sem hann ferðaðist m.a. hundrað km á hestbaki. Hluta leiðarinnar var hann dulbúinn og þóttist vera blaða- maður. Næst þegar B-P, eins og hann var oft nefndur, kom til S-Afr- íku var eitt verkefna hans að taka þátt í umsátri um virki Zulu-höfð- ingjans Dinu-zulu. B-P var einn þegar hann komst að virkinu, en liðsstyrkur var á leiðinni. Innfæddir urðu hræddir þegar þeir sáu hann. En hræðslan snerist upp í furðu þegar þeir sáu að B-P fór að leika sér við barn, sem var að gráta. Árið 1895 var B-P aftur sendur til Afríku, að þessu sinni til As- hanti (Ghana) á vesturströnd Afr- íku. Þar átti hann að skipuleggja starf hjá stórum hópi innfæddra. Þeir áttu að finna hvar Prempeh Ashanti konungur var niðurkominn og hvernig hægt væri að komast til hans. Það reyndist vera 240 km leið í gegnum ófæran frumskóg. B-P leysti þetta verkefni einnig með uppfinningasemi og seiglu. Þegar B-P var í S-Afríku varð hann sérstaklega kunnur fyrir störf sín í bænum Mafeking, bæ sem var Skátalögin 1. Skáti segir ávallt satt og stendur við orð sín. 2. Skáti er traustur félagi og vinur. 3. Skáti er hæverskur í hugsun- um, orðum og verkum. 4. Skáti er hlýðinn. 5. Skáti er glaðvær. 6. Skáti er öllum hjálpsamur. 7. Skáti er tillitssamur. 8. Skáti er nýtinn. 9. Skáti er snyrtilegur í allri umgengni og ber virðingu fyrir eigum annarra. 10. Allir skátar eru náttúruvinir. umsetinn af Búum árið 1900. Þessi litli bær stóðst mjög langt umsátur og var það ekki síst að þakka hug- myndaflugi, áræðni og mannþekk- ingu B-P. Hann virkjaði stóran hóp barna og fullorðinna og kenndi þeim að leysa ýmis verk af hendi þar til liðsstyrkur barst. Við þessar erfiðu aðstæður áttaði hann sig á að börn geta lært og gert hina ótrúlegustu hluti ef þeim er treyst og það eru gerðar kröfur til þeirra. Þessi reynsla vakti með honum löngun til að reyna eitthvað alveg nýtt þegar hann hætti í hernum fimmtugur að aldri. Heima í Englandi fannst honum allt of mörg börn óvirk og áhuga- laus. Hann fór því að þróa uppeldis- aðferðir, sem byggðúst á reynslu hans í Afríku. Á Brownsea-eyju áttaði hann sig á því að börnum þykir mest gaman að glíma sjálf við vandamálin í stað þess að fá löng og leiðinleg fyrirmæli. Að „læra af því að framkvæma" varð að reglu, sem stóðst próf reynslunnar á fyrstu árum skáta- starfsins. Reglunni er nú beitt um allan heim.“ Skátastarf á Íslandi Sumarið 1911 stofnaði Ingvar Ólafsson fyrsta skátaflokk sem starfað' hefur á íslandi eftir að hafa dvalið í Danmörku og kynnst þar starfsemi skáta. Um haustið hvarf hann á ný til Danmerkur, en nokkr- ir af skátunum héldu áfram að hitt- ast og stofnuðu ásamt fleiri drengj- um Skátafélag Reykjavíkur 2. nóv- ember 1912. Störfuðu þeir í einni sveit undir forystu Siguijóns Pét- urssonar. Á sumardaginn fyrsta árið 1913 var sfðan Skátafélagið Væringjar stofnað innan vébanda KFUM og var sr. Friðrik Friðriks- son aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins. Starfið breiddist út um landið, en var fyrst um sinn aðeins fyrir drengi. Fyrsta félagið fyrir stúlkur, Kvenskátafélag Reykjavík- ur, var stofnað 7. júlí árið 1922 og var það innan vébanda KFUK. Jak- obína Magnúsdóttir var fyrsti fé- lagsforingi þess. Fyrsti skátahöfðingi íslands var Axel V. Tuliníus, sem gegndi því embætti þar til hann lést árið 1938 og hefur Gunnar H. Eyjólfsson gegnt starfinu frá 1988. ■ JI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.