Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
ERU GRASALÆKNINGAR KANNSKI HEFÐ-
BUNDNAR LÆKNINGAR ♦ HOLLUSTU HÁ-
KARLALÝSIS ♦ HJÓNAKL ÚBBAR ÍKIRKJUN-
UM ♦ BÖRN SEM HORFA Á SJÓNVARP LESA
MEIRA ♦ DAGMÆÐRUM HEFUR FÆKKAÐ ♦
AF SKÁTAHREYFINGUNNI OG STARFI
HENNAR
Ljósmynd/Gísli Þorsteinsson
Ungir hugvitsmenn úr Foldaskóla ásamt Páli Kr. Pálssyni, forstjóra Vífilfells hf., Braga Gunnarssyni
úr Félagi íslenskra hugvitsnianna og Einari Gunnarssyni verksmiðjustjóra inni í húsi því sem fékk
fyrstu verðlaun.
Vífilfell hf. verðlaunaði
unga hugvitsmenn um áramótin
Verðlaunahafarnir þrír, frá vinstri: Gunnar H. Hrafnsson, Björgvin
Steinarsson og Einar Sigurður Einarsson á kók-kassabíl, sem þótti
frumlegasta hugmyndin.
UM ÁRAMÓT verða einungis
rauðlitaðir Coca-cola kassar í
umferð á vegum Vífilfells hf.,
og hefur fyrirtækið haft
tveggja ára aðlögunartíma til
að skipta gömlu kössunum út
fyrir nýja. Þar með eru gömlu
gulu kassarnir, sem áður voru
í umferð, ekki lengur brúklegir
undir kókið, en fyrirtækið situr
uppi með ein tólf þúsund eintök
af þeim í birgðageymslum.
Því var það svo að forstjóri fyrir-
tækisins, Páll Kr. Pálsson, ákvað
að fá unga hugvitsmenn til þess
að koma í verksmiðjuna og glíma
við það verkefni hvernig best væri
að nýta gömlu kassana, sem ekki
mætti nota lengur. Aðeins var um
að ræða nemendur í Foldaskóla,
en hann hefur einmitt verið nefnd-
ur móðurskóli nýsköpunar. For-
stjórinn ákvað að setja 50 þúsund
kr. í verkefnið, m.a. til þess að
efla samstarf atvinnulífs og skóla,
og létu viðbrögðin ekki á sér
standa.
Margar skemmtilegar úrlausnir
bárust og það var svo hinn 28.
desember sl. að nemendurnir tólf,
sem sendu inn mismunandi marg-
ar tillögur, voru boðaðir í fundar-
sal Vífilfells þar sem m.a. var
boðið upp á pítsu og kók. Þátttak-
endur fengu allir viðurkenningar
fyrir góðar lausnir og þrír upp-
rennandi hugvitsmenn voru verð-
launaðir sérstaklega. Fyrstu verð-
laun, fyrir bestu og raunhæfustu
tillöguna, hlaut Einar Sigurður
Einarsson. Hans tillaga var hús
úr kók-kössum fyrir börn á dag-
heimilum. Onnur verðlaun komu í
hlut Björgvins Steinarssonar, sem
vildi nýta kassana til að búa til
úr þeim húsgögn fyrir yngstu kyn-
slóðina og myndu slík húsgögn að
vonum passa mjög vel inn í fyrr-
nefnd hús. Þriðju verðlaun, sem
veitt voru fyrir frumlegustu hug-
myndina, fékk Gunnar H. Hrafns-
son. Hann stakk upp á því að sér-
hanna kassabíla úr gulu kössun-
um. Að aflokinni verðlaunaafhend-
ingunni var gestunum boðið í verk-
smiðju Vífílfells þar sem
verðlaunatillögurnar stóðu full-
mótaðar.
„Næsta mál á dagskrá er að
ræða við forsvarsmenn dagvistar-
stofnana um það hvort vilji sé til
þess að nýta þessar hugmyndir.
Ef svo er myndum við sjá um að
búa til þessi hús, húsgögn og bíla
og koma þeim fyrir á barnaheimil-
unum,“ segir Páll, sem dregur
ekki úr því að Vífilfell hafí verið
og sé mjög jákvætt gagnvart
auknu samstarfi við skólana í
landinu — „kannski ekki síst vegna
þess að ég hef sjálfur verið að
kenna kúrs í Háskólanum um
frumkvöðla og nýsköpun." „Það
eitt kann að hafa áhrif á það að
þetta fyrirtæki hefur gert meira
af því að tengjast skólunum en
ýmis önnur fyrirtæki. Á síðasta
ári vorum við t.d. með fjögur nem-
endaverkefni úr Tækniskólanum
og fimm úr Háskólanum, en þá
fengum við prófessora úr verk-
fræðideild HÍ til þess að vera með
svokallaða fræðsludaga. Mér
finnst þetta samstarf mjög já-
kvætt og við fáum ekki síst oft
góðar hugmyndir út úr slíku starfi.
Og þetta nú með grunnskólanem-
endum var tilraun af okkar hálfu.
Það getur vel verið að við gerum
meira af því, en þetta verkefni
tókst mjög vel og var mjög
skemmtilegt,“ segir forstjóri Vífil-
fells að lokum. ■
ji
Drykkja barnsins
og ráðaleysi foreldranna
FLESTIR foreldrar taka vímufíkn barnsins sín mun nær sér en vímu-
fíkn makans. Oftar en ekki er tilfínningin um að hafa brugðist sem
foreldri allsráðandi," segir í upphafi bókarinnar Barnið mitt, drekkur-
hvað get ég gert?“ sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu.
Bókinni er að ætlað að styðja við
bak foreldra barna sem eiga við
vímuefnavanda að stríða og „óttast
eigin tilfinningar í garð barna
sinna,“ eins og höfundurinn, Toby
Rice Drews kemst að orði. Bókinni
er skipt í þtjá hluta og skiptist hver
þeirra í smærri kafla. Fjallað er um
alkóhólisma frá ýmsum hliðum og
foreldrum bent á að þeir séu ekki
ábyrgir fyrir drykkju eða vímufíkn
barna sinna.
Einkennum fíknar er lýst, enda
er lykilatriði að foreldrar átti sig á
fíkn barna sinna og horfíst í augu
við hana. „Jafnvel þegar foreldrar
gera sér grein fyrir því að alkóhól-
ismi er sjúkdómur þá trúa þeir þeirri
vitleysu að með því að krefjast upp-
lýsinga um athafnir barna sinna séu
þeir að „skipta sér af.“ Þeir draga
sig í hlé, að hluta til, til að forðast
sannleikann," segir í þessum kafla.
Vekji listinn ótta hjá foreldrum,
hvetur bókarhöfundur til að hann
sé lagður á hilluna í bili og skoðaður
síðar. Hér að aftan er hluti listans.
Nokkur einkenni fíknar
—Hefur barnið þitt verið úti alla
nóttina án leyfis?
—Hefur þú fundið hluti í herbergi
hans/hennar, sem ekki eiga þar
heima?
—Er barnið undarlegt til augnanna
þegar það kemur heim?
—Hefur yfírkennari eða skólastjóri
hringt til þín vegna sonar þíns eða
dóttur?
—Eru einkunnir barnsins verri en í
fyrra?
—Skrópar hann/hún?
—Er barnið hætt að taka þátt í
íþróttum eða skólastarfi sem það
hafði ánægju af áður fyrr? Fer hann
ekki á körfuboltaæfingar eins og
áður? Er hún hætt í spilatímum
—Hefur klæðnaður barnsins breyst,
jafnvel þegar miðað er við klæða-
burð felaganna.
—Hittir barnið vini sína oft á skóla-
lóðinni eftir skóla? Skólalóðir grunn-
og framhaldsskóla eru kjörinn sölu-
og neyslustaður á kvöldin og um
helgar. Foreldrar eru að vonum
ánægðir með að börnin séu á skóla-
lóðinni með félögunum, en ekki á
Hlemmi í óreglu.
—Vill barnið gista oft hjá vinum sín-
um? Er mömmu Siggu sama þó þær
fái sér bjór? Var þér sagt að mamma
Siggu yrði heima, en hún var það
ekki? Aðgættu allar staðreyndir.
—Hangir barnið þitt í verslunarmið-
Hjónaklúbbar í
allar kirkjur landsins?
ÞAÐ þarf ekki að vera eitthvað að til að vilja hlú að hjónabandinu sínu
og rækta sambandið við makann. Sumir halda að hjón sem leiti eftir
fræðslu og ráðgjöf séu í skilnaðarhugleiðingum. Hinsvegar er nauðsyn-
legt að viðhalda neista í hjónabandinu og leggja rækt við samband
sitt við makann ef leggja á grunn að varanlegu og traustu hjónabandi.
Eftir mislangan tíma í hjónabandi
koma oft upp allskyns vandamál.
Sum hjón búa yfir hæfileikum til að
takast á við þann vanda sem þau
kunna að mæta. Það eru þó líka
mörg hjón sem vita ekki hvemig
bregðast á við og lenda í ógöngum.
Fræðsla áður en vandamálin koma
kæmi því að góðum notum.
Prestar vilja styðja við bakið áfjöl-
skyldunni og undanfarið hafa nokkr-
ir sóknarprestar boðið hjónum að
koma í kirkjuna, fræðast um fjöl-
skylduna, hittast, spjalla og drekka
saman kaffi eða borða létt snarl.
Þar sem hjónakvöld hafa verið
haldin er vel af látið og kannski er
þetta leið fyrir kirkjuna til að nálg-
ast unga fólkið á annan hátt en í
gegnum messugjörð, mömmu-, og
pabbamorgna eða barnastarfið.
Frá í haust hefur starfað hjóna-
klúbbur í Laugarneskirkju. Uppá-
stungan kom frá konum sem sótt
hafa mömmu- og pabbamorgna. Þær
stungu upp á fræðslukvöldi fyrir sig
og maka. S.l. vor komu svo saman
30 manns í Laugarneskirkju þar sem
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson ræddi
um hjónabandið og síðan var spjallað.
Eftir það var stungið upp á að
stofna bjónaklúbb kirkjunnar og síð-
an hafa hjón komið saman í kirkj-
unni 1 sinni í mánuði. Á fyrsta fundi
voru þrenn hjón valin til að veita
starfseminni forstöðu. Klúbburinn er
opinn og mánaðarlega er boðið til
samverustundar. Yfirleitt kemur
gestur og flytur erindi um efni sem
snýr að hjónum og fjölskyldunni en
síðan er spjallað saman og drukkið
kaffí. Endað er með helgistund. Auk
samverustunda hafa fjölskyldurnar
farið saman í gönguferðir og e.tv.
verður farið út á land í sumar.
í Neskirkju hefur svipað verið í
gangi. í byijun síðasta árs kallaði
Sr. Guðmundur Óskar ólafsson til
sín hjón sem hann hafði verið að
gifta og fékk í kirkjuna félagsráð-
gjafa, sálfræðing, uppeldisfræðing
og fleiri til að fræða um ýmis atriði
sem snúa að fjölskyldunni. Eftir að
hafa borðað saman létt snarl var
spjallað og hjón sýndu því áhuga að
fá að koma oftar saman í kirkjunni
til samverustunda. Þessvegna er nú
verið að skipuleggja hjónaklúbb á
vegum Neskirkju sem mun taka til
starfa innan skamms.
Hjónaklúbbar geta verið starfandi
í fleiri kirkjum landsins þó það komi
ekki fram hér. Sóknarprestar og
aðstoðarprestar í kirkjum geta gefið
nánari upplýsingar um hvort slíkur
klúbbur sé starfandi eða von á slíkri
starfsemi í kirkjuna. ■