Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Robin Sfqpleton hljémsveitarstjéri í Óperunni Lifi marg- breytileikinn FLÓKNASTI karakter óperunnar Évgenís Ónegíns er hann sjálfur. En jafnframt sá eini þeirra mikilvægu sem ekki hefur sitt einkennislag. Hver einasta aðalpersóna önnur á sérstaka tónlist fyrir sig, nokkrar hendingar sem hljóma þegar hún kemur á sviðið og lýsa henni. Senni- lega hefur Tsjajkovskí ekki getað áttað sig á Ónegín og verið í nöp við hann vegna þess hve margt þeir áttu sameiginlegt. Síðan hefur hann verið örlátari á tónlist til þeirra persóna í kvæði Púshkíns sem höfðu tilfinningar og kenndir eins og hann vildi sjálfur tileinka sér en tókst ekki. að er ekkert hik á Robin Stap- leton, stjórnanda hljómsveitar íslensku óperunnar í Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí. Hann talar um persónur óperunnar eins og al- vöru manneskjur og tekur því ekki fjarri þegar ég spyr út frá talinu hvort verið geti að tónskáldið hafi hugsað sér að Ónegín sé hommi eins og það sjálft. Um eðli hans og ann- arra persóna óperunnar spjölluðum við drykklanga stund í vikunni, áður en tal barst að öðru; samanburði við ítalskar óperur og stór hús úti í heimi; nauðsyn fjölbreytninnar; undirleik á píanó og söngleikjum á West End og stórstjörnupartíum. „Þótt hljómblærinn sé alltaf eins þegar Ónegín kemur til sögu, hefur hann ekki sitt eigið lag eins og Lenskí og Tatjana, þar sem persónueinkenni þéirra koma fram. Og Ónegín fær enga aríu í óperunni meðan aðrir sem standa styttra við glansa. Bréfaaría Tatjönu er að vísu fræg, en mikið til í samræðustíl, og mér finnst Tsjajkovskí hafa samið fallegustu tónlistina fyrir Lenskí í öðrum þætti og Gremín fursta í þeim þriðja.“ Stapleton segir vafalaust að saga Púshkíns um Onegín hafi valdið af- drifaríkum atvikum í lífi tónskáldsins um það leyti sem óperan varð til og aðstæður Tsjajkovskís á móti haft áhrif á tónlistina og framvindu óper- unnar. Hann hafi ákveðið að giftast konu sem hann bar engan hug til af ótta við örlög Ónegíns, sem fúlsaði við hinni heitlyndu Tatjönu. Samúð með henni og reiði í garð Ónegíns hafí líka mótað óperuna. „Sennilega fannst Tsjajkovskí hann þekkja drunga, síðan sjálfsfyrirlitningu og loks örvingian Onegíns. Ég er ekki viss um hann hafi trúað því að Óneg- ín elski raunverulega Tatjönu. Það -er ekki einu sinni víst þrátt fyrir allt að hún elski hann. Ónegín minnist ekki á ást þar til undir lokin, Tatjana er alltaf að tala um upphafnar hug- myndir sínar um ást en Lenskí og Gremín elska Olgu og Tatjönu hvor á sinn hátt. Ónegín er leiður og hefur reynt allt og flækst um í eftirsjá vegna dauða Lenskís vinar síns. Síðan mæt- ir hann þessari ögrun, sér Tatjönu aftur og nú svona glæsilega. Ef til vill er hún hin eina rétta og hann heimtar hana eins og annað í lífinu. Kannski vill hann reyna að endur- heimta Lenskí eða þann hug sem var milli þeirra. Það var ábyggilega ást, af einhverju tagi. Og Önegín sýnir aldrei tilfinningar í óperunni nema í lokaþættinum og aðeins í einvígisatr- iðinu. Þá segist hann hafa drepið þann eina sem skipti hann máli. Og þótt íslenskir óperugestir fái ekki að sjá það er atriðið stundum sett þann- ig upp að Ónegín tekur Lenskí í faðm- inn og grætur hann eftir einvígið." Fimmtíu bita púsluspil Þetta er í fyrsta sinn sem Stapleton stjórnar flutningi Évgenís Ónegín. Hins vegar er óperan ein sú fyrsta sem hann sá, í Glyndebourne 1967. „Ég var kórstjóri í Ónegín í Covent Garden þegar óperan var færð upp þar fyrir mörgum árum og man vel hvað það reyndi á að færa hana upp á rússnesku. Annars er þessi ópera fjári erfið og ólík ítölsku stóróperun- um. Hún er eins og fimmtíu bita púsluspil, flókin tæknilega og svipt- ingasöm frá einni stemmningu eða tilfinningu til annarrar. Fyrsti þátt- urinn gerir mestar kröfur, langur og hægur, en síðan gengur allt greiðar." Stapleton byijaði fimm ára í tón- listamámi og lauk nítjan ára prófi frá breska tónlistarháskólanum. Þá var hann í fjögur ár æfingastjóri hjá Konunglegu óperunni í Covent Gard- en og síðan fastráðinn hljómsveitar- stjóri á sama stað þar til fyrir þremur árum. Þó stjórnar hann þar öðru hvoru og fer annars víða, bæði til að vinna við óperur og tónleika, kammer- músík og jafnvel undirleik á píanó og við söngleiki. „Þó hef ég hafnað því að stjórna á West End — get ekki hugsað mér að vinna í end- urtekningu á sama söngleiknum alla daga vikunnar. En tónlist er tónlist fyrir mér, sama hvort hún er ópera eða létt klassík eða djass. Ég hlusta raunar ekki á þungarokk og popp svona yfirleitt og er lítið spenntur fyrir að stjórna á sinfóníutónleikum. Ástæðan er einfaldlega sú að margir geta farið betur en ég með Brahms og Beethoven og svoleiðis kalla. Óperan er mitt aðalfag og mig langaði að víkka verksviðið og bæta þar ýmsu skemmtilegu. Ég hef stjórn- Robill Stapleton Morgunblaðið/Kristinn að öllum aðalóperunum, nefndu þær bara, sérstaklega þeim ítölsku vitan- lega því þær eru oftast fluttar. Síðan er ég sem sagt að fjölga tónleikaverk- efnum og upptökum, vinn mikið fyrir BBC og ætla eftir sýningarnar hérna að stjórna Halle hljómsveitinni og Konunglegu fílharmóníunni. Næsta ár fer ég með Kiri Te Kanawa um Ástralíu og Evrópu til tónleikahalds, Það verður svaka partí eins og alltaf þar sem stórstjörnur koma fram. Ég hef unnið áður með Kiri og með José Carreras. Það er rosa skemmtilegt og þannig eiga líka góð „geim“ að vera.“ Copley hefur komið hingað oft og stjórnað, í fyrsta skipti á stofntónleik- um Óperunnar í Háskólabíói 1983. „Garðar hafði lesið um mig í tónlistar- blaði og hringdi einn daginn og spurði hvort ég kæmist til íslands. Seinna bað hann mig að koma í hvelli ef ég mögulega gæti til að taka við Sí- gaunabaróninum, sem ég gerði þótt ég hefði bara fjóra daga til að læra óperuna. Aida var annað verkefni sem ég kom inn í hérna en Otello og Luc- iu di Lammermoor stjórnaði ég frá upphafi. Otello var ögrun, allir að takast á við hann í fyrsta sinn. Luciu þekkti ég hins vegar en naut þess að stjórna henni hér með Diddú og fleirum sem sungu eins og englar. Mér finnst skemmtilegt að koma hingað stöku sinnum, en gæti ekki hugsað mér vistina allan ársins hring. Hér er veðrið svo harðneskjulegt og loftið svo dimmt á veturna — veistu ég held að fólkið taki þessi þyngsli í sálina. Annars myndi ég aldrei stjórna Bohéme á íslandi eða einhverri viðlíka óperu. Þótt ég komi ekki hingað til að æfa mig, ekki beinlínis að minnsta kosti, finnst mér spennandi að nota tækifærið og læra. Maður sér oft stór- söngvara fara til afskekktra staða að reyna nýja tónlist. í stóru húsunum gefst ekkert svigrúm til að læra, þar kanntu. Hljóðfæraleikararnir gætu spilað með bundið fyrir augun og fólki er skipt ört út þannig að ekki er hægt að fylgjast með þróuninni eins og hér. Auðvitað þætti mér fínt að vinna með Pavarotti í Bohéme. Þá myndi hann heilsa upp á til þess eins að segja Ciao, sé ykkur á sviðinu! Hér er allt með ólíkum brag og mér finnst langbest að hafa eitt með öðru. Fólk- ið í Islensku óperunni er til í að vinna undir drep, engar stéttarfélagsreglur að draga úr því kappið eða stórar stofnanir að týnast í. Þetta er sér- stakt og skapandi andrúmsloft." Þ.Þ. „Enginn frestur skal lengur gefinn verða“ „ÞEGAR kemur að rödd sjöunda engilsins og hann fer að básúna mun koma fram leyndardómur guðs.“ Kafli úr Opinberunarbók Jó- hannesar varð franska tónskáldinu Olivier Messiaen umhugsunarefni þar sem hann sat í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöld og tíminn hætti næstum því að vera til. Hann hugleiddi tíma og eilífð og fékk Ieyfi til að semja tónverk fyrir fanga í búðunum: Kvartett um enda- lok tímans. Við frumflutning innan múranna 1941 lék hann sjálfur á píanó, og þrír fangar aðrir á fiðlu, selló sem vantaði á einn streng, og klarínett. Það er einmitt hljóðfærið sem Osmo Vanska aðalsljórn- andi Sinfóníunnar leikur á með Tríói Reykjavíkur í þessu óvenjulega verki á tónleikum í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun. Þar flytja þremenningarnir einnig Tríó ópus etta eru þriðja tónleikarnir af fjórum í röðinni sem Tríó Reykjavíkur og Hafnarborg standa að. Þeir verða í Víðistaða- kirkju vegna viðgerða á listamiðstöð- inni og hefjast klukkan átta annað kvöld. Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari segir að kvartett Messiaens verði eiginlega líka að spila í kirkju. Auk hennar eru í Tríói Reykjavíkur Gunnar Kvaran sellóleikari og Hall- dór Haraldsson píanóleikari. í formála kvartettsins um endalok tímans hafði Messiaen nokkrar setn- ingar úr 10. kafla Opinberunarbók- arinnar, meðal annars þær sem þessi 72 númer 2 eftir Beethoven. grein hefst á, og sagði þá hljóðfæra- skipan sem hann skrifaði fyrir ekki beina athyglinni að ósköpum heim- sendis, heldur hinni þöglu dýrkun og friðarsýn sem honum myndi fylgja. Osmo Vánská sagði mér fyr- ir æfingu í vikunni að verkið væri líka afar bjartsýnt. Endaiokin væru óþekkt og þyrftu ekki að fela í sér eyðingu, þau gætu markað upphaf einhvers annars. „Þegar Messiaen samdi þetta gat hann ekki vitað hvort hann myndi vakna að morgni næsta dags. Allt venjulegt lífsmynstur á brott og tíminn með nýja merkingu. Dauðinn hefur verið nálægur honum og enda- lokin, en frelsið og kyrrðin hugstæð um leið. Fuglasöngur og alls konar litir einkenna verkið eins og aðrar tónsmíðar Messiaens. Ég held ekki að kvartettinn sé trúarlegur í venju- legum skilningi þótt tengslin við bibl- íuna sé sterk.“ Messiaen var mystíker eins og margir strangtrúaðir katólikkar og óf saman í tónlistinni alls konar áhrifum og táknum. Hún er heim- spekileg og oft flókin, bæði hvað varðar hugmyndir að baki verkanna og sjálfan flutninginn. Kvartettinn sem fluttur verður á morgun er mik- ið verk sem reynir á bæði hvern flytj- anda og samleikinn. Takturinn er breytilegur og Messiaen notar til dæmis yfirleitt ekki taktstrik, sem gefur bæði meira frelsi og eykur á vanda við samhljóminn. Þetta ein- kenni tengist væntanlega heiti verksins og hugmyndum tónhöfund- arins um breytingar á hrynjandi í sígildri tónlist. Eitt af því sem greina má í verkinu að sögn Osmos ef það er vel spilað eru áhrif úr nútíma djassi. En svona var Messiaen, frum- legur og fýsti burt frá viðtekinni tónhefð. Mikil áhætta Osmo Vánská hafði atvinnu af klarínettleik í ellefu ár, fyrst með sinfóníunni í Turku í Finnlandi og síðar Helsinki-fílharmóníunni. Hann lauk jafnframt námi í hljómsveitar- stjórn 1979 og sneri sér alfarið að henni eftir sigur í stjórnendakeppni 1982. Síðan segir hann að æ lengra hafi liðið milli þess að hann dragi upp hljóðfærið. „Það verður alltaf erfiðara og ég þarf góðan tíma til að æfa mig. Nú breytist hlutverka- skipan og félagar mínir úr Sinfóníu- hljómsveitinni fá tækifæri til að gagnrýna mig. Þetta verður skemmtilegt, mikil áhætta og það líkar mér vel. En ég tek loforð um að spila afar alvarlega. Engar afsakanir gilda, maður verður að spila eins og klarí- nettleikari í kammertónlist án tillits til hver titillinn er þá stundina. Ég spilaði síðast í litlu konsertverki í ágúst og hef verið að undirbúa inig fyrir tónleikana í Hafnarfirði öðru Tríó Reykjavíkur og Osmo Vanska hvoru í tvo mánuði. Auðvitað hef ég lært heilmikið og haft marga nemendur í klarínettleik. Ég get notað kunnáttuna, en vertu viss, það tekur langan tíma og hörkuvinnu að ná réttum hljómi eftir hlé eins og þau sem verða á mínum leik. Nú er ég kominn í form sem mig langar að nýta víðar en á þessum einu tón- leikum. Ef til vill leik ég fyrir finnska

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.