Morgunblaðið - 14.01.1994, Side 1

Morgunblaðið - 14.01.1994, Side 1
HEIMILI ira FOSTUDAGUR14. JANUAR1994 BLAÐ Byggingarvísitalan Göngustígar og umferö Að þessu sinni fjallar Bjarni Olafsson um göngustíga í þætti sínum, Smiðjan. Hann segir m. a., að þessir stígar hafi sannað gildi sitt. Áhugi fólks fyrir göngum og skokki utanhúss hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Sum íbúð- arhverfi eru þeim kostum búin, að stígar fyrir hjólandi og gang- andi vegfarendur liggja fjarri bílaumferð. - M ^íytt bygg- íngarsvæði í Iiópavogi Mikil ásókn hefur verið í byggingarlóðir í Kópavogi undanfarin ár. Uppbyggingin þar hefur verið mjög hröð og nú er lóðaúthlutun þar íbæ sjö árum á undan áætlun. Vegna eftirspurnar hefur verið ráðizt f að skipuleggja nýtt byggingar- svæði í Fífuhvammslandi austan Reykjanesbrautar. í viðtali við Halldóru Bragadóttur, arkitekt hjá Bæjarskipulagi Kópavogs, hér í blaðinu f dag er fjallað um þetta nýja byggingarsvæði, en hún hefur skipulagt það. Þar er gert ráð fyrir 280 íbúðum með tæplega 1.000 íbúum auk mynd- arlegs atvinnusvæðis fyrir verzl- un, þjónustu og iðnað. Úthlutun á lóðum á að hefjast í marz og gert er ráð fyrir, að gatnagerð fari fram f sumar en byrjað verði á byggingaframkvæmdum snemma í haust. _ 14 Verö- hjöónun áóuslu 3 mánuói Vfsitala byggingarkostnaðar var 195,5 stig i' desember og var þannig 0,1% lægri en í nóvember. Þessi vísitala gildir fyrir janúar 1994. Sl. tólf mán- uði hefur byggingarvísitalan hækkað um 3,1%, en undan- farna þrjá mánuði hefur hún lækkað um 0,1%, sem jafngildir 0,4% verðhjöðnun á ári. í fyrra var vísitala byggingarkostnaðar að meðaltali um 2,2% hærri en árið þará undan. Breytingar á byggingarvísi- tölu eru mikill mælikvarði á þró- un verðbólgunnar í landinu, en breytingar á þessari vísitölu voru lengi vel mjög stórstígar og hún nær 17 þúsund faldaðist átfmabilinu 1939-1991. Árleg hækkun hennar var þá að með- altali 20,6%. Frá árinu 1989 til 1990 hækkaði byggingarvísital- an um 17,8%, en frá árinu 1990 til 1991 hækkaði hún um 7,6% og árjð 1991 hækkaði hún um 8%. Á árinu 1992 var þessi vísi- tala mjög stöðug og hækkaði þá aðeins um 2,8% miðað við árið þar á undan. í fyrra var hækkunin 2,4%. Á myndinni má sjá unina á síðasta ári, en eftir mitt ár hækkaði vísitalan talsvert í kjölfar gengisfelling- arinnar. ÞRÓUN BYGGINGARVÍSITÖLU 1993 Þriggja og 12 mánaða breytingar, umreiknaðar til árshækkunar miðað við hækkun vfsitölunnar ■ * ILísi •- • | 1 , | I | • . ________________________ § • ...” V. f ... ÞRIGGJA MÁNAÐA BREYTING TÓLF MÁNAÐA BREYTING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.