Morgunblaðið - 14.01.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.01.1994, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 llóll flytui íh> Hkipliolli 50B — Meiri hreyfing á nýjum íbúó- um en áóur, segir Franz Jezorski fasteignasali. FASTEIGNASALAN Hóll flutti fyrir skömmu í nýtt og stærra húsnæði að Skipholti 50B í Reykjavík, en hún var áður að Borgar- túni 18. Þar voru starfsmennirnir tveir, en þeir eru nú orðnir sex og húsnæðið þess vegna orðið of lítið. Því hefur þessi fasteigna- sala haslað sér völl í 150 ferm húsnæði á nýjum stað, þar sem öll aðstaða er mun betri. Kom þetta fram í viðtali við Franz Jezorsk, lögfræðing og fasteignasala hjá Hóli. Starfsmenn fasteignasölunnar Hóll, talið frá vinstri: Runólfur Gunnlaugsson, Franz Jezorski, Finnbogi Kristjánsson, Ásmundur Skeggjason, Guðlaugur Þorsteinsson og Lilja Georgsdóttir. Að Skipholti 50B erum við í mjög góðum húsakynnum á afar hentugum stað miðsvæðis í borginni, sagði Franz. — Þess má geta, að Runólfur Gunnlaugsson rekstrarhagfræðingur, sem áður rak fasteignasöluna Austurströnd á Seltjamarnesi, söðlaði um í desember sl. og gekk til liðs við okkur. — Við hér höfum reynt að koma fram með nýjungar í fasteignasölu t. d. opið hús, en með því er átt við, að eignir era auglýstar til sýnis á ákveðnum tíma fyrirfram, sagði Franz ennfremur. — Þá geta þeir, sem áhuga hafa, komið á þeim tíma til þess að skoða við- að liggur ekki fyrir að hús- bréfadeildin verði fyrir veru- legum útlánatöpum í framtíðinni. Um það getur enginn sagt. Hús- bréfakerfið er enn ungt. En það gefur auga leið, að atvinnuleysi, veikindi eða ann- að ófyrirséð get- ur kollvafpað áætlunum íbúð- arkaupenda, eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum og misseram. Verði atvinnuleysi af komandi eign, án þess að gera boð á undan sér. Þetta hefur mælzt mjög vel fyrir. Bæði seljendum og kaupendum þykir þetta mjög hent- ugt og árangurinn af því hefur verið góður. Franz kvað mikla hreyfingu vera nú á markaðnum og sagði: — Það er mikið um fyrirspurnir og greinilega mikill áhugi til staðar hjá mörgum á fasteignakaupum nú. Ég þakka það fyrst og fremst vaxtalækkuninni í haust, enda eru aðstæður núna gjörbreyttar miðað við það sem áður var. Kaupendum bjóðast miklu betri kjör en fyrir aðeins fáeinum mánuðum og selj- endur fá meira fyrir sín húsbréf þeirri stærðargi'áðu sem nú er varanlegt hér á landi á næstunni, er óhjákvæmilegt að það skaði ekki einungis þær fjölskyldur sem þar eiga hlut að máli, heldur komi jafnframt til með að hafa áhrif á lánastofnanir og þar með á hús- bréfakerfið. Þess má geta, að í húsnæðislánakerfum í nágranna- löndunum, sem eru sambærileg við húsbréfakerfið hér á landi, er vaxtaálag svipað því sem nú hefur verið sett á hér. Heppileg skilyrði Segja má, að ef nauðsynlegrt var vegna minni affalla. Báðir hagnast á þessu og því eykzt hreyfingin á markaðnum. Munurinn á húsbréfunum sézt bezt, ef litið er til baka. Fyrst vora þau með 5,75 vöxtum. Síðan voru vextirnir hækkaðir upp í 6% og nú hafa þeir lækkað niður í 5%. Húsbréfakerfið hefur að þessu leyti aldrei verið hagstæðara en nú og það er greinilegt, að fólk vill nota tækifærið, þar sem það er ekki sannfært um, að þessi hagstæðu vaxtakjör eigi eftir að haldast. að leggja á vaxtaálag í húsbréfa- kerfínu, þá hafi aldrei fyrr verið jafn heppilegt að gera það og nú. Vextir hafa ekki verið lægri frá upphafi húsbréfakerfísins í nóvember 1989, og þrátt fyrir vaxtaálag ættu afföll við sölu hús- bréfa að verða mun lægri en þau vora áður en vextir á fjármagns- markaði lækkuðu í nóvember síð- astliðnum. Skilyrðin fyrir vaxtaá- lagi era því með besta móti. Framboð húsbréfa Fasteignaveðbréf hafa safnast upp í töluverðum mæli, þar sem þeim hefur ekki verið unnt að skipta fyrir húsbréf síðan um miðj- an desember. Nú þegar opnast fyrir það aftur, má gera ráð fyrir að margir muni vilja selja hús- bréf. Gerist það, getur ávöxtunar- krafan á fjármagnsmarkaði hækk- að, ef framboð á húsbréfum verður meira en eftirspurnin. íbúðaselj- endur, húsbyggjendur og aðrir sem eiga húsbréf ættu að fylgjast vel með ávöxtunarkröfunni og þar með afföllunum, og taka ákvarð- — Það er líka greinilega mun meiri hreyfíng nú á nýbyggingum en var, sagði Franz ennfremur. — Skýringin er vafalaust sú, hve af- föllin á húsbréfunum skipta miklu máli á þeim markaði, en það hefur tíðkazt að seljendur og kaupendur nýrra íbúða skipti afföllunum á milli sín. Þessi afföll fóru upp í 25%, þegar þau voru hvað mest, en era nú aðeins um 5%. Vegna þess hve lítil afföllin eru nú, skipt- ir þetta miklu minna máli en áður og því eykst eftirspurnin eftir nýj- um íbúðum nú. anir um sölu þeirra að teknu tilliti til þessa, ef það er mögulegt. Líflegur fasteignamarkaður Vaxtalækkunin í nóvember hafði jákvæð áhrif á fasteigna- markaðinn. Eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði hefur aukist veralega og svo er að sjá sem mun meiri bjartsýni ríki á þessum markaði en fyrir örfáum mánuðum. Áhrif vaxtaálags Greiðslubyrði af húsbréfalánum kaupenda mun ekki breytast frá því sem var, með tilkomu vaxta- álags í húsbréfakerfinu, nema ef íbúðarverð hækkar af þessu til- efni. Seljendur íbúða munu hins vegar fá minna fyrir þau húsbréf sem þeir selja, sem nemur um 25 þúsund krónum af hverri milljón af húsbréfum. Sé tekið mið af því hver afföllin voru við sölu hús- bréfa áður en vextir lækkuðu í nóvember, verður að teljast ólík- legt að vaxtaálag í húsbréfakerf- inu muni hafa veruleg áhrif á fast- eignamarkaðinn. Franz var spurður að því að lokum, hvaða áhrif nýr flokkur húsbréfa með 4,75% vöxtum í stað 5% kunni að hafa á markaðinn, en þessi bréf verða gefín út 15. janúar. — Fyrir kaupandann breytir þetta engu, þar sem hann greiðir sömu vexti og áður vegna 0,25% vaxtaálags, sagði Franz. — Fyrir seljendur skiptir þetta ein- hveiju máli, þar sem afföllin hækka lítillega eða upp í liðlega 7%. Eftir sem áður eru þau rninni en oftast áður, þegar litið er til sögu húsbréfakerfisins. Fast- eigna- sölur í blaðinu Agnar Gústafss. 11 Ármannsfell 28 Ás 24 Ásbyrgi 12 Berg 28 Borgareign 22 & 26 Eignaborg 24 Eignahöllin 26 Eignamiðlunin 7 Eignasalan 12 Fasteignamark. 5 Fasteignamiðstöðin 16 Fasteignamiðlun 25 Fjárfesting 18 Framtíðin 12 Garður 24 Gimli 8-9 Hátún 15 Hóll 17 Hraunhamar 19 Huginn 27 Húsakaup 21 Húsvangur 10 íbúð 14 & 28 Káupmiðlun 22 Kjörbýli 20 Kjöreign 13 Laufás 4 Lyngvík 22 Óðai 23 Séreign 26 Skeifan 1 1 Stakfell 6 Vagn Jónsson 4 Valhús 20 Þingholt 3 Vettvangur húsbréfaviðskipta Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu í húsbréfaviðskiptum. ? Vertu velkomin(n). ! L 9, Landsbanki LANDSBREF HF. » .. i ■ Isiands Löggilt veröbréfafyrirtæki. Bankl allra landsmanna Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Markaðurinn Vaxtaálag í hnsbréfakeifínu EFTIR næstu helgi verður byrjað að skipta á húsbréfum fyrir fasteignaveðbréf hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, með 0,25% Iægp*i vöxtum á húsbréfunum en á fasteignaveðbréfun- um. Vextir á fasteignaveðbréfum, sem eru hin eiginlegu langtíma- lán íbúðarkaupenda, verða áfram 5%. Vextir á húsbréfum, sem seljendur íbúðarhúsnæðis fá í hendur í skiptum fyrir fasteignaveð- bréf sem kaupendur gefa út, lækka úr 5% í 4,75%. Með þessu er tekið upp vaxtaálag í húsbréfakerfinu. Tilgangurinn með þess- ari breytingu er að byggja upp sérstakan varasjóð hjá húsbréfa- deildinni til að mæta hugsanlegum útlánatöpum i framtíðinni. eftir Grétar J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.