Morgunblaðið - 15.01.1994, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994
H
KÚGAÐA ást, illa forspá,
ættarvíg. Frjósömu ekrur,
skorpna heita jörð. Dimma
þrá, þreytti hestur, beiska
líf. Lævísi dauði. Efnið sem
fyrsta leikrit Lorca í eins
konar þrfleik er gert af.
Blóðbrullaup heitir verkið
sem frumsýnt verður í Þjóð-
leikhúsinu 21. janúar. Það
var fyrst sýnt í Madrid 1933
og aflaði höfundinum al-
þjóðlegrar frægðar og viður-
kenningar þótt fjallað væri
um hefðbundna sýn á Spán-
verjum - blóðheitum örlaga-
mönnum. Þannig lifir fólk og
deyr í verkum Lorca og
þannig dó hann sjálfur þrem
árum eftir frumsýningu
Blóðbrullaups. Myrtur af fa-
langistum árið 1936, 34 ára
gamall. Áfram lifðu orð
hans: Máninn hefur læst
mig Ijósi lendar mínar við
þitt skaut . . . Það syrtir í
lofti. Fárviðri geysar í hjart-
anu, hver kannast ekki við
það?
Hjartans
fðli
© armleikurinn felst ekki í hvað
gerist," segir leikstjórinn Þórunn
Sigurðardóttir, „heldur hvernig það
gerist. í því býr hann og við þurfum
aðeins að taka við honum. Eins og
hann er, án þess að búa hann til.
Við nálgumst verkið út frá okkur
sjálfum án þess að lita hárið endi-
lega svart eða búa til nýjar forsend-
ur með einhverjum öðrum hætti.
Við erum í íslensku leikhúsi með
verk sem tengir raunverulega at-
burði síns tíma við táknmyndir úr
sögu Spánverja og forngríska hefð,
BLOÐBRULLAUP EFTIR FEDERICO
GARCIA LORCA I ÞJOÐLEIKHUSINU
súrrealisma og nútímaleikhús. Með
ákveðinni sögu fjallar það um al-
menna eðlisþætti fólks og mikil-
vægast er að skilja þær tilfinningar
sem búa að baki.“
Ljóðræn þrá eftir frelsi
Af leikritum Lorca ber hæst
Blóðbrullaup, Yermu og Hús Bern-
hörðu Alba. Þessi verk tengjast og
fela með misjöfnum hætti í sér þrá
eftir frelsi og eftir ást. Lorca samdi
leikritin í þeirri röð sem þau voru
talin hér og mun hafa sagt eftir hið
síðasta að nú vissi hann hvaða
stefnu skrif hans ættu að taka. Hús
Bernhörðu Alba er raunsærra en
hin og brotthvarf frá Ijóðrænum
leikritum með skírskotun til spán-
skrar hefðar. Blóðbrullaupið er hins
vegar að hluta til í bundnu máli,
þeim mun meira eftir því sem and-
rúmsloft leiksins verður megnara.
„Að þessu leyti minnir verkið á
spánskan dans," segir Þórunn,
„mestu ástarsenur þess eru til
dæmis allar í bundnu máli. Sömu-
leiðis vögguþula mæðgna sem
koma nokkuð við sögu. Þar notum
við þýðingu Magnúsar Ásgeirsson-
ar að ósk Hannesar Sigfússonar
sem þýddi leikritið, þótt hún sé
ekki eins trú frumtextanum og hans
útgáfa. Oft höfum við þá spánsku
aðferð að tala með tónlist, stund-
um eftir Lorca sjálfan úr uppruna-
legu sýningunni. Pétur Jónasson
gítarleikari spilar hér í uppfærsl-
unni.
Þannig leitum við stundum til
Spánar en eltumst samt ekki við
einkenni þaðan. Enda minnir leikrit-
ið á margt sem annars staðar er
upp runnið. Þráður þess um hatur
milli ætta elskendanna minnir til
dæmis á Rómeó og Júlíu og íslend-
ingasögur ýmsar.“
Lorca á fslenskri senu
Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn
sem leikrit eftir Lorca er sett á
svið hérlendis. Fyrst var Blóðbrull-
aup sýnt hér 1959 í Þjóðleikhúsinu,
þá Hús Bern-
hörðu Alba hjá
Leikfélagi
Reykjavíkur
______________ 1964 og næst
Klárinn blakk-
ur tunglið rautt í Stúdentaleikhús-
inu tuttugu árum seinna. Síðan
kom Yerma í Þjóðleikhúsinu 1987
og Bernharða birtist leikhúsgest-
um bæði þar og hjá Leikfélagi Akur-
eyrar 1989. Hana þekkja einnig
útvarpshlustendur og í Útvarpinu
hefur Blóðbrullaup Ifka verið flutt.
Með nokkur helstu hlutverk í
uppfærslunni á Smíðaverkstæði
Rafeifldabaitluga
RAFEINDAKONA tekur þátt í spjalli á barnum. Hún birt-
ist á skjám við borð og blandar geði. Þetta sjónvarp í
báðar áttir heitir á fagmáli gagnvirkt vídeó, það er nýtt
fyrirbæri hérlendis og verður í kvöld reynt á gestum Bíó-
barsins, svona framan af að minnsta kosti. Kristrún Gunn-
arsdóttir tistakona verður þar með rafeindagestinn, en
hún er í hópi vídeólistafólks sem lætur til sín taka þessa
dagana undir samheitinu Gnægtabrunnur.
kjárinn gefur svo marga
möguleika," segir Kristrún. „Hér
hafa aðeins fáir þeirra verið nýttir
og fólk gerir sér þess vegna frekar
þröngar hugmyndir um vídeólist,
finnst hún kannski torkennilegt fikt
sérvitringa og best falið inni á söfn-
um. Nú langar okkur að sýna hverj-
um sem horfa vill að þetta þarf alls
MOGULEIKAR
SKJÁSINS
KANNAÐIR
ekki að vera. Við erum 6 sem vildum
endilega nýta okkur aðstöðuna á
Bíóbarnum í janúar og fyrstu vikuna
í febrúar og síðan verður mun
stærri hópur á Sóloni íslandus
seinni partinn í næstu viku með
fókus á vídeolist í útsendu sjón-
varpi.
Á Bíóbarnum byrjuðum við fyrir
viku og erum með prógramm þar á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum. Það er eiginlega tví-
skipt. Arnfinnur Róbert Einarsson,
sem lærði í Skotlandi, og Anna
Þorláksdóttir, sem er við nám í
Arizona, sendu inn verk. Sömuleið-
is Erla Franklíns og Mónika Larsen-
Rafeindagestur hitar upp fyrir kvöldið.
Dennis sem eru á lokaári í fjöltækni-
deild MHÍ.
Arnfinnur og Anna sýna hröð
myndskeið unnin með þetta um-
hverfi, barinn, í huga. Þetta er mik-
ið grafík og leikur að tæknimögu-
leikum og hefur vakið töluverða
athygli kvöldin tvö sem sýnt hefur