Morgunblaðið - 15.01.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994
B 7
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Oað hafa verið í gangi nokkrar umræður
um Listasafn íslands og tilgang þess,
og hefur harkalega verið deilt á starfsemina
og það jafnvel kallað monthús.
Rétt er að þetta er stássleg bygging, og
sem slík frekar fráhrindandi fyrir allan al-
menning en hitt, en það telst þó naumast
höfuðgalli hennar. Öllu heldur umfang húss-
ins, sem öllum myndlistarmönnum var Ijóst
í upphafi að yrði alltof lítið, og hlaut að skapa
mörg og nær óleysanleg vandamál varðandi
rekstur þess.
Þá hafa þeir sem jafnan telja sig vita öllum
betur hvað framsækin list er, deilt Ijóst og
leynt á starfsemina og einkum fyrir að kynna
ekki samtímalist í ríkara mæli. Fátt er slíkum
heiiagt, og þannig virðast þeir ekki hafa kynnt
sér starfsgrundvöll og skyldur þjóðlistasafna,
en ganga út-frá því að þeirra sérviskulegu
viðhorf séu hafin yfir mótuð stefnumörk og
reglugerðir slíkra stofnana. Kennir maður
strax þá tegund marxískra bendiprika, sem
oft er vitnað til í norrænni listumræðu um
þessar mundir, með höfuðstöðvar í Svíavirki
hvað myndlist áhrærir.
Öll rökræða er góð og gild, og eðlilega
greinir menn stundum á um hugtakið „sam-
tímalist" og margur vill meina, að það sé
róttæk list sem sprottið hefur upp um og
eftir 1970. Á þetta ekki einungis við um sjón-
listir heldur einnig bókmenntir, og ósjaldan
er eins og að fátt marktækt hafi verið gert
fyrir þann tíma.
En fyrir skömmu mátti sjá áberandi auglýs-
ingu hér í blaðinu um að staða forstöðu-
manns safns samtímalistar í Ósló væri laust
til umsóknar, og var þar gerð grein fyrir hug-
takinu „samtímalist", sem væri öll framsækin
list síðustu 50 ára, þ.e. frá stríðsárunum og
fram til dagsins í dag! Ber sérstaklega að
taka eftir því, að Norðmenn, sem margur
telur íhaldssömustu þjóð norðursins, eru að
auglýsa eftir safnstjóra um öll Norðurlönd,
sem verður auðvitað að teljast lofsvert frjáls-
lyndi. í öllu falli er engin „innansveitarkrón-
ika“ á ferðinni, sem er landlæg árátta á okk-
ar „frjálslynda" útskeri.
það læðist óneitanlega oftar en ekki að
manni sá grunur, sem stundum verður að
fullvissu, að hið svokallaða frjálslyndi okkar
sé frekar minnimáttarkennd einangraðra éyj-
arskeggja sem vilja sanna sig og eru að auk
illa haldnir af forsjárhyggju og miðstýringar-
áráttu. Listin verður þá meira „kollektív"
(heildstæð) en einstaklingsframtak.
Við búum einfaldlega á íslandi og list okk-
ar á skilyrðislaust að draga dám af því á ein-
hvern hátt, en ekki að vera bergmál af því
sem sprettur upp við allt aðrar þjóðfélagsað-
stæður. Ytra brosir fólk góðlátlega að lista-
mönnum, sem koma frá eyríkinu í norðri,
hafna þjóðlegum einkennum, en segjast fyrst
og fremst vera alþjóðlegir listamenn.
Minnumst þess enn einu sinni, að við
búum í landi mikilla andstæðna og tiðra
veðrabrigða og það ætti frekar að sjást í
verkum listamannanna en t.d. það sem er
að gerast á allt öðrum slóðum, við allt aðrar
aðstæður og ólík þjóðfélagsform. Hins vegar
ber ekki að hafna neinum áhrifum að utan,
en uppruninn þarf að skína í gegn.
Það sker í augu hér hve t.d. byggingarlist
er tilbreytingarlaus til sveita og oft í ósam-
ræmi við umhverfið og stafar það öðru frem-
ur af því, að hér var um að ræða staðlað og
hagnýtt byggingarform stórborga, og tízku-
fyrirbæri um allar trissur, en reyndist svo
ólífrænn óhugnaður og þá einkum í dreifbýl-
inu, og þá öðru fremur í þéttbýliskjörnum.
Þetta sama er að gerast er ákveðnar hrær-
ingar í list flæða yfir lönd og verða að ein-
hverjum allsherjar staðli nútímaviðhorfa í
myndlist. Sums staðar og þá einkum þar sem
umbyltingarnar áttu upphaf sitt eru þær jarð-
tengdar, en verða víða einhvern veginn svo
utanveltu og ósannfærandi. Það hefur líka
farið svo, að er einhver listbylgjan er gengin
yfir þykir hún óalandi og óferjandi og þeir
úr leik sem festast í stílbrögðunum.
Aldrei verður of oft vísað tii þess, að við
lifum allt aðra tíma en fyrir nokkrum áratug-
um, er smáhópar og einstaklingar ruddu
braut nýjum hugmyndum.
Á síðustu tímum er það frelsið og fjöl-
breytnin sem segja má að einkenni listamark-
aðinn, en slíkt var eitur í beinum miðstýring-
arafla fyrri áratuga, sem alstaðar eru að reyna
að styrkja stöðu sína. þetta er fólkið sem ár
eftir ár ræðst á málverkið og sígilda listm-
iðla, og gerir lítið úr vægi þeirra í núlistum,
— telur veg þeirra og þá einkum málverksins
sífellt fara minnkandi.
Hið undarlega gerist. Málverkið heldurein-
SJÖNMENNTAVETTVANGUR
LISTASÖFN - LISTAHÁSKOLI - LISTAMARKAÐUR
ig hefur sjálfstæði þeirra
verið á miklu undanhaldi
á síðari tímum. Menn
hafa fundið upp eitthvað
er þeir nefna frjálsa list-
sköpun, sem er þó
meira í ætt við sandkas-
saleik, sem iðkaður er í
ýmsum útgáfum um all-
an hinn vestræna heim.
Enginn alvarlegur
listamaður léti sér detta
í hug að til sé eitthvað
sem nefnist „frjáls list-
sköpun“ og slíkt á ekk-
ert skylt við frjálsa og
meðvitaða athafnasemi
í listum. Ég vil líkja
þessu við að stigið sé
inn í bifreið og þá getur
viðkomandi að sjálf-
sögðu ekið hvert sem
hann vill, en farartækið
sjálft, sem veitir honum
þennan munað, er sett
saman eftir ákveðnum
og ströngum grundvall-
arreglum, því að annars
gæti það ekki gegnt
hlutverki sínu, færi ein-
faldlega ekki í gang, og
þarf að auki í sífellu end-
urnýjað eldsneyti. Og
haldi maður áfram að
tala í líkingamáli veitir
einkabíllinn að sjálf-
sögðu meira frelsi en
almenningsvagninn,
Henri Matisse var lögmaður en hann sneri
sér að myndlist. Nam við Akademi Julian,
École des Arts Décoratifs og einkaskóla
Gustave Moreaus þegar hann komst ekki inn
í École des Beaux-Arts. Gerði eftirmyndir af
málverkum Charldins, Rafels o.fl. í Louvre
og rannsakaði litameðferð Poussins og nokk-
urra Hollendinga. Námsferill hanstelst því
víðtækur og akademískur í eðli sínu. Hann
umbylti aðferðum impressjónista og telst
frumkvöðull fauvismans.
mitt alstaðar velli nema meðal fámennra
sértrúarhópa, sem víða hafa lagt undir sig
söfn, skóla og menningarstofnanir og beita
þar óspart áhrifum sínum.
Slíkir vita upp á hár hvað list er, en það
sem heillar okkur hina er einmitt hið óræða
og óútskýranlega í listinni og er í ætt við
guðdóminn. Nóbelskáldið Derek Walcott orð-
aði það þannig í viðtali í Aftenposten fyrir
rúmu ári: „Dikt er en krangel med Gud“, sem
mætti útleggja „Ijóðið er rökræða við guð“,
eða einfaldlega rifrildi við almættið. Þetta
má svo auðvitað heimfæra á málaralistina
og fleiri listgreinar.
Það er í öllu falli skelfilega leiðinlegt, er
fólk er að prédika um list eins og hún sé
stöðluð og handföst eining, sem hægt er að
gegnumlýsa og tæma, og hafna um lejð skyn-
rænu mati og upprunalegri og þroskáðri feg-
urðartilfinningu. Setja samsemmerki við slíkt
og væmna tilfinningasemi, en eru um leið
reiðubúnir til að snúa við blaðinu ef önnur
viðhorf komast í tízku meðal listmógúla stór-
borganna. Þetta á lítið skylt við skapandi
kenndir heldur öllu frekar heimspekilegar
vangaveltur um hlutina allt um kring, sem
iðkaðar hafa verið í aldir og árþúsundir án
þess að nokkrum hafi dottið í hug að kenna
þær við listir. Einu má þó slá föstu, sem er
að sjálfstæði safna hefur beðið mikla hnekki
á undanförnum áratugum og það sem var
óhugsandi er maður var ungur blasir nú hvar-
vetna við. Á ég hér við að listhöndlarar og
listpáfar hafa sívaxandi áhrif á innkaup safna
og eins og ég hef áður bent á hafa safnstjór-
ar ytra verið harðlega gagnrýndir fyrir undir-
lægjuhátt og þýlyndi. Svo langt gengur það,
að sum söfn eru eins og útibú listamógúla
austan hafs og vestan og ekkert má sjást
þar nema þeir hafi viðurkennt það áður. Varð-
ar eiginlega við heimsendi. . .
Þannig hafa t.d. verið byggð fleiri og glæsi-
legri söfn um allt Vestur-Þýskaland, en í
nokkru öðru landi Evrópu, og eftir sameiningu
landsins er sú þróun að færast yfir á eystri
hlutann. Svo undarlega vill til, að varla er
opnað nýtt safn, að ekki sé súkkulaðikóng-
urinn Emil Ludwig frá Aachen kominn á vett-
vang með einkasafn sitt! Að vísu harla gott
einkasafn, en maður er ekki mættur á stað-
inn til að sjá i sífellu sömu myndverkin. Þá
eru jafnan einnig á staðnum verk eftir skjól-
stæðinga nafnkenndra listhúsa, sem maður
er margbúinn að virða fyrir sér á öðrum nú-
tímasöfnum. Þar með móta söfnin ekki leng-
ur eitthvað, sem nefna mætti ferska, sjálf-
stæða og metnaðarfulla listræna stefnu,
heldur stjórnast þau af markaðinum, sem
aftur er fjarstýrður af steinríkum og voldugum
listhöndlurum. Þetta er þróun, sem hinn leit-
andi og skapandi listamaður getur illa sætt
sig við, því að ef hann er ekki samdauna,
telst hann um leið vera horfinn af landakorti
listarinnar.
Listaskólarnir eru farnir að gegna mikil-
vægu hlutverki í þessari öfugþróun og þann-
Opna i þýska list-
tímaritinu „art“
sýnir Guðmund
Erró á vinnustofu
sinni. Grunnur list-
menntunar hans er
einnig akademísk-
ur, en hann nam
við tvo listahá-
skóla; í Ósió og
Flórenz.
sem ekur eftir mörkuðum leiðum og er stjórn-
að af öðrum.
Og til þess að geta athafnað sig á vett-
vangi myndlistarinnar þarf einstaklingurinn
auðvitað einhverja grunnmenntun sér til full-
tingis, og því dýpri og fjölþættari sem sú
grunnmenntun er, því auðveldar á hann með
að athafna sig á vettvanginum og tileinka sér
listrænt frelsi.
Hinn mikli misskilningur margra listaskóla
nútímans felst í því að álíta, að almennings-
vagnarnir séu það sem gildir og því stærri
sem þeir eru því betra. En svo þegar aðeins
er til eitt leiðakerfi hljóta allir að sjá að hlut-
irnir ganga ekki upp, því að menn eiga að
sjálfsögðu erindi um víðan völl.
Hér er um ósköp einfalda grundvallarreglu
að ræða, og þannig verða menn að læra lög-
fræði til að geta athafnað sig á vettvanginum,
og því lögfróðari sem þeir verða þeim meiri
möguleika hafa þeir í höndunum til frjálsra
athafna.
Sú árátta til samhæfingar listaskóla sem
nú gætir, og þá einkum á Norðurlöndum, er
stórháskalegt fyrirbæri og einkum ef stjórn-
endurnir eru hugmyndafræðingar, listsögu-
fræðingar og listheimspekingar, en ekki starf-
andi listamenn af hárri gráðu.
Listaháskólar voru upprunalega stofnaðir
í kringum skapandi listamenn og töldust eins
konar þak og himinhvolf listarinnar og nefnd-
ust „akademi". Seinna varð „akademismi"
að skammaryrði, en þó ekki með réttu, því
að ekki er hægt að tengja íhaldssemi innan
stofnana við hinn eiginlega tilgang fagurlista-
skóla sem er verkleg þjálfun og hlutlæg miðl-
un þekkingar. Jafnhratt og hlutirnir þróuðust
á þessari öld var eðlilegt að fagurlistaskólarn-
ir sætu eftir, og væru ekki fullkomlega með
á nótunum, og vissulega voru sumir þrælí-
haldssamir og andstaðan gegn þeim fullkom-
lega réttlætanleg.
En þó nutu ýmsir framsæknustu núlista
menn aldarinnar akademískrar grunnmennt-
unar, og þá sem yfirgáfu þá eða sniðgengu
alveg hefur sjálfsagt ekki grunað, að einn
góðan veðurdag yrðu byltingarkennd viðhorf
þeirra að „akademisma" í þessum sömu skól-
um!
Hvað heitir það annars, þegar allir eru að
puða við það sama undir formerkjum frjálsrar
listar og telja sig ekki þurfa að leggja áherslu
á grunnmenntun af neinu tagi, — nema þá
hugmyndafræðilega og þá fjarstýrða? Eplið
verður þá til fyrst, en eplatréð seinna ef þá
nokkurn tímann.
Enn eru til skólar úti í heimi, sem sérhæfa
sig í grunnatriðum myndlistarinnar, og þeir
eru einhverjar kröfuhörðustu menntastofn-
anir sem til eru. Þar er nemendunum haldið
við sjálft handverkið frá morgni til kvölds, en
um leið eru þeir hvattir til að sækja fyrir-
lestra og fræðast um list og heimspeki upp
á eigin spýtur.
Þetta er fyrst og fremst sett á blað til að
vekja athygli á því, að ekki er hægt að beita
sömu kennsluaðferðum í listaháskóla og t.d.
framhaldskólum og enn síður fjölbrautaskó!
um, því að listnám gerir mun meiri og sértæk-
ari kröfur. Minna skal svo á, að flestir bestu
málarar aldarinnar hafa kvartað yfir því hve
erfitt er að mála, og að lífið væri of stutt til
að þeir gætu náð takmarki sínu. Og sjálfur
Michaelangelo örvænti á gamals aldri, þegar
hann sá höggmyndir er hann gerði í upphafi
ferils síns, og taldi sig alls ekki hafa uppfyllt
þau loforð sem þær gáfu, — sársá eftir að
hafa nokkurn tímann snert á pensli!
Hvað gildi listaháskóla snertir má vísa til
þess að öll metnaðarfull þjóðríki láta það
vera sitt fyrsta verk er þau öðlast frelsi, að
stofna lista- og listaháskóla og jafnvel þótt ^
þeir séu upprunalega ekki nema í fáeinum
herbergjum. Hér er um grundvallareiningu í
þjóðfélaginu að ræða og þannig séð hefðum
við átt að stofna listiðnaðar- og listaháskóla
á lýðveldisárinu I944. Byrja strax að treysta
og jarðtengja menningargrundvöll okkar í
handverki og listum, og þá hefði verið mögu-
legt að komast hjá mörgum sjónrænum slys-
um sem blasa við hvarvetna.
Það frelsi í listaháskólum, sem hlýtur að
vera mikilvægast, er það frelsi sem felst í
því, að fá að afla sér þeirrar undirstöðu- og
grunnmenntunar sem hugur stendur til, og
sé það ekki mögulegt er viðkomandi skóli
ekki frjáls listaskóli, heldur stöðluð og íhalds-
söm stofnun, þar sem listpólitísk og fjarstýrð
bendiprik ráða ríkjum.
Þærfréttir berast frá Evrópu, að listamark-
aðurinn sé að rétta sig við aftur, og til eru
uppboðsfyrirtæki, sem tilkynna mesta hagn-
að af einstökum uppboðum síðan 1989, er
listamarkaðurinn var í hámarki. Uppboðsfyrir-
tækin Christie’s og Sotheby’s náðu þeim
árangri á uppboðum fyrstu viku desember-
mánaðar sl. að skila bestum árangri frá 1990,
sem þýðir þó um leið einn þann lakasta frá
1986. En í heild er markaðurinn ennþá í litlu
jafnvægi, þó að æ færri myndir séu dregnar
til baka vegna þess að þær ná ekki mats-
verði. Nefna má að vatnslitamynd frá 1911
eftir Kandinsky var slegin hjá Christie’s á sem
svarar rúmum 100 milljónum (1,46 m. $) eft-
ir sama listamann var verkið „í svörtum
hring” slegið á rúmar 420 milljónir (6,05 m.
$) hjá Guy Loudmer í París. Og metverð
fæst fyrir fleiri listamenn módernismans jafn-
framt því sem impressjónistarnir eru aftur á
uppleið.
Af þessu má marka að hugverk eru enn í
háu verði á meginlandinu þó að ekki sjáist
til sólar hér á landi í þeim efnum, en undar-
legt er til þess að hugsa, að lægðin í Evrópu
skyldi hafa byrjað hér (1987), og að ennþá
stefnir niður á við, er fer að birta annars stað-
ar.
Svo virðist sem fyrr, að Mörlandinn komi
á uppboð á málverkum með sama hugarfari
og á uppboð á óskilamunum hjá fógeta, en
síður til að festa sér verðmæt og fágæt lista-
verk, sem menn girnast og vilja eignast hvað
sem það kostar. Þannig kemurfyrirað ramm-
arnir séu dýrasti hluti sumra myndverka, jafn-
vel þótt um verk nafnkenndra listamanna sé
að ræða.
Þegar íslendingar fara að meta hugverk
til fjár, og hvers konar andlega vinnu, munu
þeir fyrst fara að rétta úr kútnum, en af
mörgu má ætla að þeir hafi ekki ennþá þveg-
ið af sér skítinn úr moldarkofunum né slorið
úr verstöðvunum, þrátt fyrir nokkra velmeg-
un, — á brauðfótum þó. Öðruvísi verða allar
þessar tilgangslausu fjárfestingar ekki skýrð-
ar né hin mikla skyndigróðaárátta. Hér þarf
að koma til aukin fræðsla um verðgildi hug-
verka, og geta fjölmiðlar gegnt miklu hlut-
verki t.d. með því að vekja meiri athygli á
uppboðum og fá sérfróða menn til að segja
álit sitt á einstökum listaverkum.
Boða þarf uppboð með lengri fyrirvara og
gera fyllri grein fyrir verkunum, t.d. sjaldgæf-
um hvalrekum, og matsverð þarf að vera á
hverju einasta verki svo sem alls staðar tíðk-
ast.
Hér kemur ekki til áhugaleysi, öllu frekar
að þeir sem helst hafa hjarta fyrir myndlist
hafa ekki lengur efni á því að kaupa mynd-
verk, en þeir sem hafa efni á því líta á mynd-
list eins og verðbréf, sem eru fallegra vegg-
fóður og ábúðarmeira stöðutákn innrammað
á vegg en einblöðungar í lokaðri hirzlu. Um
leið afhjúpa þeir ákaflega lítið vit á málverki,
bæði sem andlegri afurð og fjárfestingu.
Andvaraleysi fjölmiðla gagnvart myndlist
og sjónlistum á breiðum grundvelli (að Mbl.
undanskildu) er viðbrugðið og einsdæmi í
menningarríki. Engin listgrein fær minna rúm
í fjölmiðlum og ef eitthvað er, þá er það til-
viljunarkennt og marklítið og að baki er oft-
ast pólitík, vinátta eða frændsemi, neðar er
ekki hægt að komast.