Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
íslenskir þátttakendur
á Vetrarólypíuleikum
1948-1984
10
1MB 1.1952
0
1972
<bv
ibmh:;l-i .....
✓ J .✓ J*. ✓ .jf .jJ .✓
v#\x < ✓ /// ^
■ ÞJÁLFARAR liðanna úr A- og
B-riðli úrvalsdeildarinnar í stjörnu-
leiknum í körfuknattleik á laugar-
dag, Jón Kr. Gíslason og Valur
Ingimundarson, mættu heldur bet-
ur reffílegir til leiks. Báðir voru í
sínu fínasta pússi, í jakkafötum með
hálstau og var sérstaklega tekið fram
í kynningu á liðunum að fatnaður
þjálfaranna væri frá versluninni Per-
sónu í Keflavík.
■ DÓMARI frá tyrkneska hlutan-
um á Kýpur hefur verið kærður fyr-
ir að stinga þijá menn eftir knatt-
spymuleik. Þannig var má! með vexti
að bálreiðir áhangendur annars liðs-
ins réðust inn í búningsklefa hans
og línuvarðanna eftir leik í 2. deild-
inni á Kýpur á sunnudaginn og
hugðust beija þá. Yusuf Alkin dóm-
yri neitar að hafa stungið mennina
þrjá, því blaðið á hnífnum hans —
sem var 2 sentímetra Iangt — hafi
brotnað er hann lagði til þess fyrsta...
■ KYLFINGAR báru fram tillögu
á ársþingi sínu um helgina að reyk-
ingar skyldu bannaðar í opnum mót-
ÍÞR&mR
FOLK
um. Eftir að einn þingfulltrúa hafði
komið í pontu og lýst með skemmti-
legum hætti skoðun sinni á tillög-
unni, sem hanri var mótfallinn, var
ákveðið að vísa málinu til stjómar.
■ ANDREAS Thiel, hinn kunni
landsliðsmarkvörður Þýskalands í
handknattleik, fótbrotnaði illa í leik
með Dormagen gegn Essen um
helgina. Hann verður ekkert meira
með í vetur og litlar líkur eru á að
hann verði með liði Þýskalands í
úrslitakeppni Evrópumóts landsliða
í Portúgal í sumar.
■ SÆNSKI varnarmaðurinn Jan
Eriksson er á leiðinni frá þýska
knattspyrnuliðinu Kaiserslautern til
Everton í Englandi. Hann er 26 ára.
■ TERRY Venables, nýráðinn
landsliðsþjálfari Englands í knatt-
spymu, er að hugsa um að gera
Pau) Gascoigne að fyrirliða landsliðs-
ins eftir því sem Sky sjónvarpsstöðin
sagði fyrir helgi. Gascoigne lék und-
ir stjóm Venables hjá Tottenham
á sínum tíma.
■ KYLFINGUR á Nýja Sjálandi,
náði draumahögginu í fyrsta skipti
á laugardag, en lést skömmu síðar.
Eric Johnson, sem var 7 ára, fór
holu í höggi á velli í Southland þar
sem hann tók þátt í móti og fékk
sérstakt bindi afhent í tilefni árang-
urs. Sæll og giaður hélt hann heim
á leið, en hné örendur niður fyrir
utan hús sitt.
■ ZICO, brasilíski knattspyrnu-
maðurinn kunni sem leikið hefur með
Kashima Antlers í Japan undanfar-
ið, hættir með félaginu í júní þegar
samningur hans rennur út og ætlar
að flytja aftur heim til Brasilíu. Zico
er orðinn fertugur og segist ekki
hafa kraft til að leika lengur.
■ STEVE Bruce, fyrirliði enska
meistaraiiðsins Manchester United
hefur gert nýjan þriggja ára samning
við félagið, sem rennur út þegar
hann verður 36 ára. Samningurinn
er sagður tryggja Bruce 600.000
pund — andvirði um 75 milljóna
króna — með bónusgreiðslum ef lið-
inu gengur vel, eins og búast má við.
BIKAR
Viss íhaldssemi þykir kostur í
íþróttum. í vinsælum grein-
um er reglum ekki breytt breyt-
inganna vegna heldur að yfirveg-
uðu og vel athuguðu
máli. Skipulagning og
framkvæmd, sem hafa
sannað sig, eru í föst-
um skorðum. Ákveðn-
ir leikdagar eru í heiðri
hafðir. Hefðin hefur
mikið að segja. Þessi
atriði vega þungt í knattspyrn-
unni, vinsælustu íþróttagrein
heims, og aðrar greinar hafa þau
að leiðarljósi. Uppskrift, sem leið-
ir til vinnings, stendur ávallt fyr-
ir sínu.
í boltagreinum eru bikarúr-
slitaleikir hápunktur hvers tíma-
bils. Fyrir leikmenn. Fyrir félög.
Fyrir stuðningsmenn. Fyrir sam-
bönd. Allir eiga sér þann draum
að taka þátt í bikarúrslitum. Bið-
in er löng, en þess virði fyrir þá,
sem ná alla leið. Þegar hindrun
undanúrsiita er úr vegi liggur
fyrir að sjálf úrslitin eru skammt
undan. Á fyrirfram ákveðnum
degi. Samkvæmt settum reglum
á svipuðum tíma og árið áður.
Eins og það hefur alltaf verið
síðan hefðin komst á.
Handboltatímabilið byggir
annars vegar á deildarkeppni með
úrslitakeppni í lokin og hins veg-
ar bikarkeppni, sem lýkur í Þorra
eða þar um bil. í fyrra fóru úr-
siitaleikir bikarkeppni karla og
kvenna fram aðra helgina í febr-
úar, og var framkvæmdin ölium
til sóma. í ár áttu leikirnir að
fara fram 20. febrúar samkvæmt
mótaskrá, en breyting varð á um
helgina. Mótanefnd flýtti kvenna-
leiknum um einn dag, en seinkaði
karlaleiknum um hálfan mánuð.
Óæskilegt er að riðla fyrirfram
ákveðnu skipulagi, einkum þegar
um úrslitaleik er að ræða, þvi
úrslitaleikur er fyrir íþróttafíkla
sem sprengidagur fyrir matháka.
Á sama degi, ár eftir ár. Fastur
viðburður í tilverunni, tilhlökkun-
arefni. Bollur í gær, saltkjöt og
baunir í dag, öskupoki í frakkann
á morgun.
Við fyrstu sýn virðist HSÍ hafa
farið út á hála braut með fyrr-
nefndum breytingum, einkum
hvað varðar karlaleikinn. En þeg-
ar betur er að gáð stóð HSÍ
frammi fyrir tveimur kostum og
hvorugum góðum, þegar á heild-
ina er litið. Annars vegar að láta
mótaskrána standa, sem hefði
þýtt tekjutap fyrir viðkomandi
félög og sambandið, og hins veg-
ar að fresta leiknum, sem gæfí
aðilum meira í aðra hönd.
Reglugerð HSÍ um bikarkeppni
býður uppá óvissu og óná-
kvæmni. Teygjanleika og óstöð-
ugleika. Skiljanlega vill samband-
ið úrslitaleiki í beinni útsendingu
sjónvarps. Það gefur auknar tekj-
ur, beinar sem óbeinar, og er
íþróttinni til framdráttar. Félögin
fólu HSÍ að ná samningum við
sjónvarp. RÚV svaraði boði fyrir
tilskilinn frest, Stöð 2 svaraði
ekki. RÚV gat ekki sýnt beint á
áður ákveðnum tíma og með mik-
ilvægi beinnar útsendingar í huga
var leiknum frestað um hálfan
mánuð.
í sjálfu sér skiptir ekki máli
hvort bikarúrslitaleikurinn fari
fram í Þorra eða Góu, en þegar
til lengri tíma er litið er aðalatrið-
ið að hann fari fram á sama tíma
árlega. Að allir viti að ákveðinni
dagsetningu verði ekki breytt.
Líka sjónvarpsstöðvar. Þá er
hvorki hætta á dylgjum um að
verið sé að hygla einum eða öðr-
um né athugasemdum um of
skamman undirbúningstíma. Þá
verður bikarúrslitaleikur eins og
hann á að vera, einn með öllu á
föstum stað í dagatalinu. Um-
ræddri reglugerð þarf að breyta
í þessa veru.
Steinþór
Guðbjartsson
Fastir leikdagar, ekki
síst í bikarúrslitum,
grunnur hefðar
ErHólmarinn BÁRÐUR EYÞÓRSSOIM ekki þreyttur á að keyra alltafvestur?
Geríþettaekki
næsta vetur
BÁRÐUR Eyþórsson, aðalskytta úrvalsdeildarliðs Snæfells í
körfuknattleik hefur ekki setið auðum höndum í vetur. Um
hverja helgi sest hann upp íbíl sinn og ekur frá Reykjavík
vesturtil Stykkishólms til liðs við Snæfell. Bárður er í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík, æfir körfuknattleik með Leikni f
Reykjavfk en leikur með sínu heimaliði, Snæfelli, f úrvalsdeild-
inni. Bárður lék einnig með Snæfelli ífyrra en þá bjó hann
fyrir vestan.
Bárður, sem er nýorðinn 26
ára, ætlar að ljúka við annað
stigið í Stýrmimannaskólanum
næsta vetur og
Eftir taka þar með
Skúla Unnar „fiskimanninn",
Sveinsson en þá hefur hann
réttindi til að
stjórna öllum fiskiskipum. En
ætlar kappinn ekki að taka „frakt-
arann“ líka?
„Nei, ég held það sé ekkert
fyrir mig og læt fiskimanninn því
duga. Ég hef alltaf verið talsvert
á sjónum og núna síðustu árin
hef ég verið á 100 til 150 tonna
bátum með tengdó,“ segir Bárður
en hann er trúlofaður. „Mér líkar
vel á sjónum og við fiskiríið. Það
er ágætt að taka fiskimanninn og
geta þá farið að ráða yfir tengdó!"
Er ekki þreytandi að hcndast
um hverja helgi til Stykkishólms?
„Jú, það er eiginlega ekki hægt
að neita því, þetta er mjög erfitt,
og ég held mér sé óhætt að full-
yrða að ég geri þetta ekki aftur.
Ég og kærastan förum vestur á
hveijum föstudegi og þá næ ég
að æfa með liðinu á föstudögum
og laugardögum, þegar ekki eru
leikir. Ég held að þetta gangi
hreinlega ekki upp því ég næ ekki
árangri með svona lítilli æfingu
og liðið getur varla náð mjög langt
með svona flakkara.
Annars hef ég æft með Leikni
í Reykjavík tvisvar í viku, en þar
ræður Torfi Magnússon ríkjum.
Ef Leiknir er hins vegar að leika
á mánudögum þá dettur niður
æfing hjá mér. Þegar við eigum
heimaleiki í miðri viku fer ég auð-
vitað vestur og fæ þá stundum
að fljúga með dómurunum; ég er
besti vinur dómaranna!"
Morgunblaðið/Sverrir
Bárður Eyþórsson fyrir utan Stýrimannaskólann í góða veðrinu í gær.
Hvað evtu lengi að keyra til
Stykkishólms?
„Verður maður ekki að segja
tvo og hálfan til þijá tíma,“ segir
Bárður og hlær við eins og hann
hafi einhvern tíma verið fljótari í
förum.
Hvenær byrjaðir þú í körfunni,
og hvers vegna?
„Við vorum alltaf að fikta í
körfubolta heima í Hólmi þegar
ég var yngri en ég fór ekki að
æfa og keppa af neinu viti fyrr
en ég kom hingað suður í skóla,
16 ára gamall. Annars hef ég
verið í öllum íþróttum og nokkuð
mikið í fótbolta og fijálsum og
keppti þar í öllu nema kastgrein-
um. Ég var aldrei nógu sterkur
til þess. Þegar ég fór suður ákvað
ég að hætta í öðrum íþróttum, þar
sem ég hafði bara verið meðal-
maður, og svo fannst mér karfan
skemmtilegust."
Báður er 182 sentimetra hár
en treður engu að síður eins og
honum sé borgað fyrir það. „Já,
maður verður að bæta sér upp
hversu lágvaxinn maður er,“ út-
skýrir hann hæglátur en segist
ekki æfa troðslur sérstaklega.
Þú lékst með Val þegar þú
komst í bæinn. Kom ekkert annað
félag til greina? .
„Ég fékk auðvitað engu ráðið
um í hvaða félag ég færi því Rikki
[Ríkharður Hrafnkelsson] var bú-
inn að ganga frá félagaskiptum
fyrir mig þannig að ég hafði ekk-
ert með það að gera!“