Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER Krónprinsinn Alsgaard ýtti kónginum Birni Dæhlie úr sessi með ótrúlega auðveldum sigri í 30 k URSLIT Íshokkí A-riðill: Finnland - Tékkland.................3:1 Timo Jutila (05.05), Janne Ojanen (07.34), Sami Kapanen (34.32) - Kamil Kastak (17.26). Rússland - Noregur..................5:1 Ravil Gusmanov (00.23), Sergei Berezin (03.27), Andrei Tarassenko (23.47), Valery Karpov (52.36), Sergei Sorokin (54.39) - Marius Rath (18.19). Þýskaland - Austurríki..............4:3 Stefan Ustorf (04.24), Wolfgang Kummer (49.57), Benoit Doucet (50.19), Thomas Brandl (56.19) - Gerhard Puschnik (13.50), Marty Dallman (42.02), Kenneth Strong (57.31). Þýskaland - Noregur.................2:1 Dieter Hegen (12:48), Leo Stefan (24:49) - Ole Eskild Dahlström (37:22). Tékkland — Austurríki...............7:3 Finnland — Rússland....... B-riðiIl: Svíþjóð - Slóvakía......... Haakan Loob (07.42), Patrik Juhlin (12.14), Roger Hansson (46.39), Kenny Jönsson (48.57) - Branislav Janos (11.51), Miroslav Satan (20.11), Peter Stastny (23.29), Ro- man Kontsek (54.12). Kanada - Ítalía.....................7:2 Bandarikin - Frakkland..............4:4 Parakeppni á skautum Tækniæfingar (fyrri dagur); E. Gordeeva/S. Grinkov (Rússl.)..0.5 N. Mishkutienok/A. Dmitriev (Rússl.) ...1.0 I. Brasseur/Lloyd Eisler (Kanada).1.5 E. Shishkova/V. Naumov (Rússlandi) ....2.0 R. Kovarikova/R. Novotny (Tékklandi) ..2.5 ■Tækniæfingar gilda 1/3, en keppninni lýkur með frjálsum æfingum í dag. Sleðakeppni einstaklinga GeorgHackl (Þýskalandi).....3:21.571 Markus Prock (Austurríki)..3:21.584 Armin Zoeggeler (Italiu)....3:21.833 Arnold Huber (Ítalíu).......3:22.418 Wendel Suckow (Bandaríkjunum) ..3:22.424 500 metra skautahlaup Úrslit: Alexander Goubev (Rússlandi)...36,33 Sergej Klevtsjenya (Rússlandi).36,39 Manabu Horii (Japan)...........36,53 Liu Hongbo (Kína)..............36,54 Hiroyasu Shimizu (Japan).......36,60 Junichi Inoue (Japan)..........36,63 Grunde Njoes (Noregi)..........36,66 Dan Jansen (Bandar.)..........36,68, IVIáði markmiðinu - sagði Daníel sem hafnaði í 38. sæti í 30 km göngu. Rögnvaldurí 67. sæti „ÉG er þokkalega ánægður með sætið. Markmiðið var að vera innan við fjörutíu og það náðist," sagði Daniel Jakobs- son frá ísaf irði sem hafnaði í 38. sæti í 30 km göngu á Ólymp- íuleikunum í Liilehammer í gær. Rögnvaldur Ingþórsson frá Akureyri náði sér ekki eins vel á strik og varð í 67. sæti af 72 keppendum sem komust í mark. Daníel gekk 30 kílómetrana á 1:20.43,5 klukkstundum. Hann var 8,17 mínútum á eftir sigurvegaranum. Rögnvaldur Ing- þórsson fékk tímann 1:27.48,8 klst. og var rúmlega sjö mínútum á eftir Daníel. Daníel sagði að þó svo að hann væri ánægður með sætið, hefði gangan ekki verið eins og hann hefði óskað sér. „Ég var ekki með nægilega góð skíði; rennslið var ekki nógu gott, og eins hafði kuld- inn sitt að segja eins og reyndar hjá hinum keppendunum. Það hefði átt að fresta göngunni um einn til tvo klukkutíma vegna frostsins, en sjónvarpið fékk víst að ráða. Ég var svolítið stífur í fyrri hring — var lengi í gang. Svona eftir á að hyggja held ég að ég hefði getað gert betur,“ sagði Daníel. Hann sagði að það hafí verið rosalega mikil stemmning á meðal áhorfenda. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Það var fólk við braut- ina nánast allan hringinn og hvatti okkur áfram,“ sagði Daníel sem keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleik- um. Hann sagðist bjartsýnn á framhaldið og stefndi að því að bæta sig enn frekar. Rögnvaldur var nokkuð frá sínu besta og sagði Daníel að hann gæti miklu meira en hann sýndi í gær. Ekki náðist i Rögnvald í gærkvöldi. Björn Dæhlfe, sem oft hefur verið nefndur konungur skíðagöngunnar í Noregi, heldur George Hackl á spjöld Ólympíusö George Hackl frá Þýskalandi braut blað í sögu Ólympíuleikanna í gær er hann varð fyrstur til að veija ólympíutitilinn í sleðakeppni einstakl- inga. Munurinn á Hackl og Austurrík- ismanninum Prock, sem varð annar, var aðeins 13 hundruðustu hlutar úr sekúndu eftir íjórar umferðjr. Hackl, sem varð annar á ÓL í Calg- ary, er sigursælasti sleðamaður í ein- staklingskeppni í sögu leikanna. Það er aðeins Thomas Köhler, fyrrum A- Þjóðverji, sem getur státað af svip- uðum árangri, en hann vann gullverð- laun á leikunum 1964 og ’68 en á síðari leikunum vann hann í keppni á tveggja manna sleðum. Kjus með vænlega stöðu Lasse Kjus, norski heimsmeistarinn í tvíkeppni, náði besta tímanum í tví- keppnisbruninu í gær. Bandaríkja- menn komu í næstu tveimur sætum; Kyle Rasmussen og nýkrýndur ólymp- íumeistari Tommy Moe í þriðja sæti. Kjetil Andre Aamodt á einnig góða möguleika í tvíkeppninni því hann varð í sjötta sæti í gær, 0,54 sek. á eftir Kjus. Marc Girardell frá Lúxem- borg varð sjöundi í gær, en hann hef- ur ekki náð sér á strik í svigi í vetur og því ekki hægt að búast við miklu af honum í tvíkeppninni. Óheppnin eltir Jansen Það er óhætt að fullyrða að lánið leiki ekki við bandaríska heimsmet- hafann Dan Jansen á Ólympíuleikum. Hann tók nú þátt í fjórðu leikunum í röð og enn er hann án verðlauna i skautahlaupi. Jansen sem er 27 ára og setti heimsmet í 500 metra skauta- hlaupi í höllinni í Hamri á HM fyrir hálfum mánuði var næstum dottinn á endasprettinum í gær — rann til í síð- ustu beygjunni og það var til þess að náði aðeins 8. sæti eftir að hafa vérið með næst besta millitímann. Þennan sama dag, 14. febrúar, fyr- ir sex árum datt hann í 500 m hlaupi á ÓL í Calgary, en rétt fyrir hlaupið frétti hann að systir hans hefði látist úr hvítblæði. Hann datt einnig í 1.000 m hlaupinu á sömu leikum. A leikun- um í Albertville fyrir tveimur árum náði hann sér ekki á strik og varð - sagði Björn Dæhlie, sem varð að sætta sig við annað sæti THOMAS Alsgaard, sem hefur gengið undir nafninu krónprins skíðagöngunnar í Noregi eftir að hann varð þrefaldur heimsmeist- ari unglinga fyrir þremur árum, stal senunni í 30 km göngu karla á Ólympíuleikunum í Lillehammer í gær. Hann ýtti m.a. landa sín- um, Birni Dæhlie, konungi göngunnar, aftur fyrir sig. Alsgaard hafði ótrúlega yfirburði og þeir 30 þúsund áhorfendur sem mættu til að fagna norskum sigri, áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni á þessum unga Norðamanni sem blés varla úr nös þegar hann kom í markið. Mika Myllylae frá Finnlandi varð þriðji, mínútu á eftirDæhlie Alsgaard er aðeins 22ja ára og er á fyrsta ári í A-landsliði Norðmanna. Hann varð þrefaldur heimsmeistari unglinga 1991 og eft- ir það nefndur krónprinsinn. Það bjuggust þó fæstir við að hann væri tilbúinn á þessum leikum og hvað þá að vinna helstu skíðastjörnu Norðmanna, Björn Dæhlie, sem varð þrefaldur ólympíumeistari á síðustu leikum. Alsgaard tók snemma forystuna og þó að Dæhlie reyndi allt sem hann gat dugði það ekki gegn þess- um unga kappa, sem sýndi ótrúlega yfirburði — taktfastur alia leiðina og blés varla úr nös þegar hann skautaði léttilega í markið eftir 30 kílómetra. „Ég fann mig mjög vel alla leiðina — virkaði ótrúiega frísk- ur,“ sagði Alsgaard, sem hafði best náð 4. sæti í heimsbikarmóti í vetur. Aisgaard sagðist hafa verið hræddur um að hafa farið of hratt af stað þegar hann kom inná Birke- beiner-leikvanginn eftir fyrri hring- inn (15 km). „Ég var svolítið smeyk- ur, hélt ég hefði farið of hratt fyrri hringinn. Ég var taugaóstyrkur að vita það eitt að ég væri með betri millitíma en Dæhlie. En það var frá- bær tilfinning að sigra,“ sagði Ólympíumeistarinn. Dæhlie, heimsmeistari í greininni, var talinn sigurstranglegastur fyrir keppnina. En þó svo að hann næði mjög góðum tíma átti hann aldrei möguleika á gullverðlaununum. Þau voru frátekin fyrir hinn stóra og stæðilega Norðmann sem var 47 sekúndum á undan. „Þetta var hreint frábær ganga hjá Thomasi,” sagði Dæhlie. „Þetta var ein besta gangan mín á ferlinum, en það var ekki möguleiki að sigra hann í dag, svo ég get ekki annað en verið ánægður með silfurverðlaunin." Finninn Mika Myllylae varð þriðji og varð þar með fyrstur Finna til að vinna til verðlauna í göngu karla á Ólympíuleikum síðan 1984. Vladimir Smirnov frá Kasakstan, sem hefur unnið fimm af sex heims- bikarmótum vetrarins, náði sér ekki á strik og varð að sætta sig við 10. sætið, þremur og hálfri mínútu á eftir Norðmanninum unga. Norðmenn geta vel við unað, gull og silfur í fyrstu göngugrein karia á leikunum. Þegar Alsgaard og Dæhlie tóku við verðlaunum sínum sungu norskir áhofendur “Siern er Vár“ — sigurinn er okkar, og það átti svo sannarlega við. Mjög kalt var er gangan hófst. Lengi leit út fyrir að fresta þyrfti keppni vegna kulda því 28 stiga frost var aðei.ns þremur klukkstundum fyrir keppni. En klukkutíma fyrir start hafði hlýnað og ákveðið var að keppnin færi fram. Ein besta gangan mín á ferlinum, en ég átti samt ekki möguleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.