Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 3
B 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
KNATTSPYRNA
kóngur í fyrra með 26 mörk.
Þriðji tapleikur Barcelona I röð
Barcelona fékk heldur betur út-
reið gegn Zaragoza í spænsku deild-
inni um helgina, tapaði 6:3, en félag-
ið hefur ekki fengið svo mörg mörk
á sig í liðlega 30 ár eða síðan gegn
Valencia haustið 1961. Deportivo
vann Sevilla 2:0 og er með fimm
stiga forystu. Þetta var þriðji tap-
leikur Barcelona í röð í deild og bik-
ar, en Johan Cruyff, þjálfari, lét það
ekki á sig fá. „Sex stiga forskot
Deportivo gerir hlutina flóknari, en
við höfum ekki gefið titilinn frá
ökkur."
Real Madrid vann Real Oviedo
1:0 og er í öðru sæti. „Þetta var
mikilvægur sigur með framhaldið í
huga,“ sagði Benito Floro, þjálfari.
Hann tjáði sig einnig um Barcelona.
„Liðið sækir stöðugt og ef mótheij-
inn veit hvemig á að beita gagn-
sóknum gerist það sem gerðist.“
■ Úrslít / B10
■ Stöður / B10
Dean Saunders skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Aston Villa.
Þrenna hjá Saunders
Dean Saunders gerði þrjú mörk
í 5:0 sigri Aston Villa gegn
Swindon í ensku úrvalsdeildinni um
helgina. Newcastle mátti þola 4:2
tap í Wimbledon og Tottenham tap-
aði sjötta leik sínum í röð, sem er
met í sögu félagsins, en Blackburn
vann 2:0 á White Hart Lane og er
í 2. sæti, 10 stigum á eftir Manc-
hester United.
Saunders hefur ekki fyrr verið
með þrennu fyrir Villa, sem er tap-
laust í síðustu sjö leikjum. Jon
Sheffield, markvörður Swindon, átti
góðan leik og kom í veg fyrir enn
stærra tap.
Tottenham átti aldrei möguleika
gegn Blackburn og tapaði 2:0.
Spurs hefur ekki sigrað heima síðan
3. október og hefur aðeins gert sex
mörk í síðustu 10 leikjum. Liðið
hélt til Spánar í gær í æfingaleik
við Atletico Madrid, en Blackburn
virðist vera eina liðið, sem getur
ógnað United.
Oldham krækti sér í dýrmæt stig
í fallbaráttunni með 2:1 sigri gegn
Chelsea. Graeme Sharp tryggði sig-
urinn níu mínútum fyrir leikslok.
Arsenal gerði 1:1 jafntefli 1
Norwich og er í þriðja sæti, 20 stig-
um á eftir Manchester United. Ke-
vin Kambell skoraði fyrir gestina,
en Nígeríumaðurinn Efan Ekoku,
maður leiksins, jafnaði um miðjan
seinni hálfleik.
og Marco Bode mörkin.
AC Milan með fimm
stiga forystu
Meistarar AC Milan eru með
fímm stiga forystu í ítölsku deild-
inni eftir leiki helgarinnar. Liðið
vann Cremonese 1:0, en Sampdoria
án Gullits tapaði 2:1 í Parma og
féll úr öðru sæti.
Marco Simone gerði mark Milan
um miðjan seinni hálfleik og bjarg-
aði þar með andliti Dejans
Savicevics og Alessandros Costac-
urtas, sem reyndu að skora úr end-
urtekinni vítaspyrnu í fyrri hálfleik
án árangurs.
Gianfranco Zola var hetja Parma,
en hann tryggði sigur liðsins með
marki úr aukaspymu á síðustu mín-
útu. Vladimir Jugovic náði forystu
fyrir gestina í fyrri hálfleik, en fyrir-
liðinn Alessandro Minotti jafnaði 20
mínútum fyrir leikslok.
Juventus vann botnlið Lecce 5:1
og er taplaust í síðustu átta leikjum.
- Giuseppe Signori var með aðra
þrennu sína í vetur, þegar Lazio
vann Cagliari 4:0. Hann hefur gert
13 mörk í 12 leikjum, en var marka-
oucs
Morgunbladið/Svcrrir
Jón Arnar Magnússon jafnar metið í 50 metra grindahlaupi.
íslandsmel
íþrístökki
Tvö met jöfnuð og ágæturárangur
SIGRÍÐUR Guðjónsdóttir úr HSK setti íslandsmet í þrístökki á
Meistaramóti Islands sem fram fór um heigina. Tvö íslandsmet
voru jöfnuð; Geirlaug Geirlaugsdóttir, Ármanni, jafnaði metið í
50 metra hlaupi og Jón Arnar Magnússon, UMSS, jafnaði metið
i' 50 metra grindahlaupi.
Aigríður stökk 12,45 metra,
tæpum metra lengra en
næsta stúlka, og setti Íslandsmet,
það eina í mótinu. Geirlaug hljóp
50 metrana á 6,5 sekúndum og Jón
Arnar 50 metra grind á 6,8 sek.
Mikil keppni var í 50 metra
grindahlaupi kvenna þar sem þijár
stúlkur komu í mark á sama tíma.
Þórdís Gísladóttir varð sjónarmun
á undari og telst því sigui'vegari.
Þórdís sigraði einnig í hástökki þar
sem hún stökk 1,83 metra, þremur
sentimetrum lægra en lágmarkið
fyrir EM innanhúss er. Hún reyrtdi
við 1,86 en felldi tvívegis naumlega.
Pétur Guðmundsson kúluvarpari
átti góða kastseríu í Reiðhöllinni,
kastaðai lengst 19,77 metra með
nýja kaststílnum og virðist vera á
réttri leið.
Tvö telpnamet voru sett og tvö
sveinamet einnig. Sigrún Gísladótt-
ir, UMSB hljóp 800 metrana á
2.30.1 mínútunum og 1.500 metr-
ana á 5.09,05. Sveinn Margeirsson
úr UMSS setti sveina og drengja-
met í 1.500 metra hlaupi, hljóp á
4.11,7 og 800 metrana hljóp liann
á 2.02,1..
Beckenbau
erbyijaði
meðtapi
Man. Utd.
i
stendur
vel að vígi
BAYERN Múnchen byrjaði ekki vel í þýsku úrvalsdeildinni undir
stjórn Franz Beckenbauers. Liðið tók á móti Stuttgart ífyrra-
kvöld, tapaði 3:1 og er ífjórða sæti deildarinnar. „Eg tók við lið-
inu með aðeins eitt í huga, að gera Bayern að meistara," sagði
Beckenbauer fyrir leikinn. „Ég hef ekki áhuga á neinu öðru.“
Eftir leikinn var ekki meistara-
hljóð í „keisaranum". „Hvað á
ég að segja? Úrslitin eru sanngjöm.
Við áttúm skilið að tapa. Það er
allt og sumt.“
Bayern var lengstum með bolt-
ann, en Stuttgart beitti gagnsókn-
um og skoraði úr tveimur slíkum
eftir hlé. Reyndar virtist, sem ekki
hefði verið farið að settum reglum,
þegar Stuttgart gerði annað mark
sitt. Adrian Knup var við hlið varn-
armanns og lagði boltann fyrir sig
með hendi, skaut, Aumann varði en
hélt ekki boltanum og Fritz Walter
skoraði af öryggi. Bayern tók þetta
einstaka atvik ekki út, heldur leit á
leikinn í heild. „Þeir voru betri og
agaðri,“ sagði Lothar Mattháus.
„Okkur tókst aldrei að skapa þá
hættu, sem við ætluðum okkur.“
Frankfurt gerði 1:1 jafntefli við
Numberg í lítt spennandi leik og
er efst í deildinni. Jurgen Krammy
skoraði fyrir gestina á 33. mínútu,
en Radmilo Mihailovic frá Bosníu
jafnaði skömmu fyrir hlé. Heima-
menn réðu gangi leiksins, en tókst
ekki að nýta yfirburðina. Anthony
Yeboah frá Ghana, sem hefur verið
frá síðan í október vegna meiðsla
kom inná um miðjan seinni hálfleik
og Thomas Doll, sem er í láni frá
Lazio á Ítalíu, lék vel á miðjunni.
„Yeboah er ekki alveg tilbúinn, en
Doll byijaði vel eftir að hafa ekki
leikið í fjóra mánuði," sagði Klaus
Toppmöller, þjálfari Frankfurt.
Leverkusen, sem fór í vetrarfríið
á toppnum, mátti sætta sig við 1:0
tap gegn Dortmund, sem hafði und-
irtökin allan tímann. Stephane
Chapuisat frá Sviss gerði eina mark
leiksins. Dragoslav Stepanovic, þjálf-
ari Leverkusen, var óánægður ineð
sóknarleik manna sinna eftir að Ulf
Kirsten varð að fara meiddur af velli
um miðjan fyrri hálfleik. „Við verð-
um að sýna meiri baráttu gegn Ham-
borg um næstu helgi ef við ætlum
að vera í hópi efstu liða,“ sagði hann.
Meistarar Werder Bremen sýndu
að bikarsigurinn gegn Kaiserslaut-
ern um miðja síðustu viku var ekki
tilviljun — þeir endurtóku leikinn
með 2:0 sigri á heimavelli og gerðu
norski miðvörðurinn Rune Bratseth
Ryan Giggs sýndi snilli sína,
þegar hann skoraði fyrir
Manchester United úr þröngu
færi um miðjan fyrri háífleik í
fyrri leiknum gegn Sheffield
Wednesday í undanúrslitum
ensku deildarbikarkeppninnar.
Markið nægði til sigurs og er
United því með í baráttunni á
öllum vigstöðvum heima fyrir.
Heimamenn sóttu til sigurs,
en gestirnir vörðust og sakaði
Alex Ferguson, stjóri United,
þá um að bregðast áhorfendum.
„Það er merki um framfarir hjá
okkur, þegar lið koma hingað
og hugsa eingöngu um að halda
markatölunni niðri. En við erum
hættulegir á útivelli."
■ ALAN Shearer gerði fyrra
mark Blackburn gegn Tottenham
og var það jafnframt 50. mark hans
fyrir félagið í 59 leikjum. Hann
hefur gert 28 mörk í 27 leikjum á
tímabilinu.
Mm
FOLX
■ PETER Beardsley tók við fyr-
irliðastöðunni af Barry Venison
hjá Newcastle vegna agabrots þess
síðarnefnda. Beardsley gerði bæði
mörk Newcastle gegn Wimbledon
úr vítaspyrnum
■ DEAN Saunders, sem var með
þrennu fyrir Aston Villa, hafði
ekki skorað á Villa Park í tvo
mánuði.
■ DEAN Holdsworth gerði eitt
mark í 5:2 sigri Wimbledon gegn
Necastle og var það 15. mark hans
í vetur.
■ RAY Clemence og Peter Shil-
ton, fyrrum markverðir enska
landsliðsins, mættust í fyrsta sinn
sem stjórar, þegar Barnet og
Plymouth gerðu markalaust jafn-
tefli í 2. deild.
FRJALSIÞROTTIR / MEISTARAMOTIÐ