Morgunblaðið - 15.02.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
B 5
í hólasvigi fA
þurfakepp-
enduraó
fara tvær umferöir
niöur brekkuna
i (brautina) með snöggum ^
\ beygjum og stökkum á sem
\ skemmstum tima. Sá sem
\ nær bestum árangri A
W samanlagt úr báöum £
umferðum er sigur- ™
vegari.
„Back
Scratcher’
.Helicopter'
Dómarar
ogtíma-
veróir
HOLASVIG (MOGULS
VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER
Reuter
Manuela Dl Centa frá Ítalíu, í miðjunni, með gullpeninginn um hálsinn.
Til vinstri er Lyubov Egerova með silfrið og hægra megin bronsverðlaunahaf-
inn Nina Gavriluk. Þær eru báðar rússneskar.
Manuela Di Centa
fékk fyrsta gullið
ÚRSLIT
ÍTALSKA stúlkan Manuela Di
Centa sigraði í fyrstu greininni,
15 km göngu með frjálsri að-
ferð, á Vetrarólympíuleikunum
í Lillehammer í Noregi. Di
Centa, sem er 31 s árs, byrjaði
af miklum krafti og hélt foryst-
unni allan tímann, en Lyubov
Egerova frá Rússlandi, sem átti
titil að verja, varð að sætta sig
við silfrið.
Sigurvegarinn fékk bronsverð-
láun í boðgöngu fyrir tveimur
árum, en bætti nú gulli í safnið,
þegar hún fór vegalengdina á
39.44,5 mínútum. Það var kærkomið
enda keppir Di Centa á ijórðu og
síðustu Olympíuleikum sínum. „Að-
stæðurnar hentuðu mér mjög vel og
ég fann strax að þetta var minn
dagur. Ég náði strax réttum hraða
og eftir tvo kílómetra fannst mér
ég vera að fljúga í burtu. Og ég
hélt fluginu til loka.“
Di Centa hefur verið talin sigur-
strangleg í 30 km göngu með hefð-
bundinni aðferð og hún ætlar að
standa undir nafni. „Að þessu sinni
sýndi ég hvað ég get og ég ætla að
sýna að ég er enn betri í 30 kíló-
metra göngu.“
Egerova, sem sigraði í þremur
greinum og fékk tvenn silfurverð-
laun í Albertville, sagðist aldrei hafa
átt möguleika, en hún fékk tímann
41.03,0. „Mér fannst ég hafa misst
af lestinni þegar í byijun. Þetta var
hennar dagur.“
Nina Gavriluk frá Rússlandi var
þriðja á 41.10,4. Þetta voru fyrstu
verðlaun hennar á Ólympíuleikum,
en hún vildi ekki keppa í þessari
grein — hljóp í skarðið fyrir Nataliu
Martinovu á síðustu stundu.
Di Centa er önnur ítalska konan
til að sigra í göngu á Vetrarólymp-
íuleikum,' en Stefania Belmondo fékk
gull fyrir tveimur árum. „Það er
ólýsanlegt að vinna til gullverð-
launa,“ sagði Di Centa. „Ég trúði
því ekki fyrr en ég stóð á verðlauna-
pallinum.” Sigurinn var ekki síst
sætur vegna þess að fyrir 10 árum
hætti hún vegna ósamkomulags við
ítalska skíðasambandið. Hún hélt sig
við fijálsíþróttir í þijú ár, en aðstæð-
ur breyttust og því tók hún upp fyrri
íþrótt, en enn andar köldu á milli
hennar og Belmondo. „Sjálfstraustið
hefur ávallt verið í lagi og ég hef
lagt áherslu á það að vera ánægð.
Það er mikilvægt að brosa, þegar
hlutirnir ganga ekki upp rétt eins
og þegar allt gengur í haginn. Það
er dásamlegt að hafa sigrað, en
gullið er sem yfirborð kökunnar.
Erfiðast er að gera hana sem best
úr garði, en um það snýst líf íþrótta-
rnannsins," sagði Di Centa og bætti
við: „Mér finnst ég vera yngri en
fyrir 10 árum.“
30 km ganga karla (frjáls aðferð):
Thomas Alsgaard (Noregi)........1:12.26,4'
Bjöm Dæhlie (Noregi)............1:13.13)6
Mika Myllylae (Finnlandi).......1:14.14,0
Mikhail Botvinov (Rússlandi) ....1:14.43,8
V Maurilio De Zolt (Italíu)......1:14.55,5
§1J ari Isometsae(Finnlandi).....1:15.12,5
'flSilvio Fauner (Italíu).......1:15.27,7
IfEgil Kristiansen (Noregi).....1:15.37,7
/f.Johann Muehlegg(Þýskal)......1:15.42,8
II Vladimir Smirnov (Kasakst.)....1:16.01,8
II Jari Raesaenen (Finnlandi)....1:16.10,7
I Henrik Forsberg (Svíþjóð)......1:16.10,8
9 Jukka Hartoneri (Btnnlandi)....1:16.18,7
I Giorgio Vanzetta (Ítalíu)......1:16.35,2
I Gianfranco Polvara (Ítalíu)....1:17.04,9
| Elmo Kassin (Eistlandi)........1:17.37,7
Jiri Teply (Tékklandi)..........1:17.37,8
Kristen Skjeldal (Noregi).......1:17.48,3
Mitsuo Horigome (Japan).........1:17.49,4
Hiroyuki Imai (Japan)...........1:18.03,7
Markus Hasler (Liechtenstein) ....1:18.18,7
Anders Bergstroem (Svíþjóð).....1:18.22,2
Mathias Fredriksson (Svíþjóð)...1:18.34,5
Torgny Mogren (Svíþjóð)..........1:18.41,3
Pavel Benc (Tékklandi)..........1:18.49,5
Igor Badamchin (Rússlandi).......1:18.49,9
V. Plaksunov (H-Rússlandi).......1:18.57,7
Gennady Lazutin (Rússlandi).....1:19.15,0
Alexei Prokurorov (Rússlandi)...1:19.15,3
Jordi Ribo (Spáni)...............1:19.33,8
Juan Jesus Gutierrez (Spáni).....1:19.47,3
Victor Kamotski (H-Rússlandi)....l: 19.47,7
Cedric V allet (Frakklandi)......1:19.49,7
J anko Neuber (Þýskalandi).......1:19.57,5
Ondrej Valenta (Tékklandi)......1:20.04,1
Peter Schlickenrieder (Þýskal.).... 1:20.08,8
Luke Bodensteiner (Bandar.)......1:20.13,0
S. Dolidowitsch (H-Rússlandi)...1:20.36,5
39. Daníel Jakobsson.............1:20.43,5
40. Kazunari Sasaki (Japan)..... 1:20.52,1
■Rögnvaldur Ingþórsson frá Akureyri varð
I 68. sæti á tímanum 1:27.45,8 en 74 kepp-
endur hófu keppni.
15 km ganga kvenna (frjáls aðferð):
Manuela Di Centa (Italíu)............39.44,5
Lyubov Egorova (Rússlandi)...........41.03,0
Nina Gavriluk (Rússlandi)............41.10,4
Stefania Belmondo (Ítalíu)...........41.33,6
Larissa Lazutina (Rússlandi).........41.57,6
Yelena Vialbe (Rússlandi)............42.26,6
Antonina Ordina (Svíþjóð)............42.29,1
Alzbeta Havrancikova (Slóvakíu).42.34,4
Brun karla:
Lengd brautar: 3.035 m. Fallhæð: 800 m.
Tommy Moe (Bandarikjunum)..........1.45,75
Kjetil Andre Aamodt (Noregi)......1:45.79
Edward Podivinsky (Kanada)........1:45.87
Patrick Ortlieb (Austurríki)......1:46.01
Marc Girardelii (Lúxemborg).......1:46.09
Nicolas Burtin (Frakklandi).......1:46.22
Hannes Trinkl (Austurríki)........1:46.22
Luc Alphand (Frakklandi)..........1:46.25
5.000 m skautahlaup karla:
Johann Olav Koss (Noregi)..........6.34,96
■Heimsmet.
Kjell Storelid (Noregi)............6.42,68
Rintje Ritsma (Hollandi)...........6.43,94
Falko Zandstra (Hollandi)..........6.44,58
Bart Veldkamp (Hollandi)...........6.49,00
Toshihiko Itokawa (Japan)..........6.49,36
Jaromir Radke (Póllandi)...........6.50,40
Frank Dittrich (Þýskalandi)........6.52,27
Twlster"
HÓLASVIGSBRAUTIN
Kanthaugen, Lillehammer
Rásmark: 466mj
Hndamark: 368m
Fallhæð: 98mj
Halli: 26°
Lengd: 223mj
Breidd: 32m
HÓLASVIG
„Spread Eagle"
-4,1°C/-10,8°C|
55cm
Vindhraði: 1,4m/s (meöalvlndhr.) i
15. febrúar
Karlar/konur
16. febrúar
Karlar/konur (úrslit)
STIGAGJÖF
Tækni 50%
Stökk 25%
Hraöi 25%
Johann Olav Koss
bætti eigið heimsmet
JOHANN Olav Koss frá Noregi
bætti eigið heimsmet í 5.000 m
skautahlaupi, þegar hann fékk
tímann 6.34,96 mínútur og
tryggði Noregi fyrstu gullverð-
launin á Vetrarólympíuleikun-
um. Fyrra met hans var 6.35,53
á sama velli í Hamar f rá þvt í
desember.
Metið virtist ekki I hættu, en
Koss jók hraðann síðustu
þrjá hringina, ákaft studdur af
10.600 áhorfendum, þ.á.m. Haraldi
konungi og Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra.
„Ég gerði mitt besta,“ sagði sig-
urvegarinn. „Þetta er ótrúlegt. —
þetta var besta keppni mín til þessa.
Ég byrjaði hægar en þegar ég setti
metið í desember, en átti miklu
meira eftir í lokin.“ Koss hefur
ekki staðið undir væntingum að
undanförnu og héldu rnargir að
liann liefði „toppað“ of snemma,
en hann þakkaði áhorfendum stuðn-
inginn. „Ég var ekki undir miklu
álagi vegna þess hvað mér hefur
gengið illa síðustu vikurnar, en ég
vildi ná góðum hraða og hef ekki
verið svona fljótur síðan ég setti
Rcuter
Koss sá besti
JOHAN Olav Koss skautaði glæsilega er hann tryggði sér gullverðlaun og
bætti heimsmet. Á myndinni til hægi’a fagnar hann metinu, og hér að ofan
er hann með verðlaun sín, fyrir miðju. Til vinstri er landi hans Kjell Storelid
með silfrið og hægra megin Hollendingurinn Rintje Ritsma með bronsið.
heimsmetið. Þetta var frábætt —
það besta sem hefur lient mig.“
Kjell Storelid, 24 ára landi hans,
nældi sér í silfrið. „Ég átti ekki von
á að ná öðru sætinu, en Boss er
bestur, hann er bossinn.
Hollendingurinn. Rintje Ritsnia
varð þriðji á 6.43,94 mínútum.