Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
HANDKNATTLEÍKUR / 1. DEILD KARLA
StadaÍBV
versnarenn
HAUKAR sigruðu ÍBV nokkuð
auðveldlega í 1. deildinni í
handknattleik á sunnudags-
kvöldið, 26:20. Staða Eyja-
manna í deildinni er mjög erf ið
eftir þennan leik, ekki síst í Ijósi
sigurs KR á FH.
að stefndi allt í stórsigur Hauka
strax í bytjun. Þeir skoruðu
fyrstu flögur mörk leiksins og það
var ekki fyrr en á
Stefán sjöundu mínútu að
Eiríksson Eyjamenn komust á
skrifar blað. Munurinn í
fyrri hálfleik varð
þó aldrei meiri en sex mörk, og
staðan 'í hálfleik var 13:8.
Eyjamenn réttu nokkuð úr kútn-
um í síðari hálfleik og náðu að
minnka muninn niður í þijú mörk,
en tvö ódýr Haukamörk í röð komu
Hafnfirðingum aftur á skrið og
slökktu um leið baráttuneistann í
Eyjamönnum. Undir lokinn varð
munurinn mestur sjö mörk.^en,
Haukar sigruðu eins og áður sagði
með 26 mörkum gegn 20.
Haukar léku frábærlega í vörn-
inni í fyrri hálfleik, Eyjamenn skor-
uðu til dæmis ekki mark utan af
velli fyrr en eftir 22 mínútur; fyrstu
fjögur mörkin komu úr vítaköstum.
Magnús Ámason varði tólf skot í
fyrri hálfleik og stóð sig frábær-
lega, en náði sér ekki á strik í síð-
ari hálfleik. Baumruk var traustur
og Siguijón Sigurðsson barðist vel
líkt og Sveinberg Gíslason.
Hlynur Jóhannesson varði ágæt-
lega í marki Eyjamanna. Björgvin
Rúnarsson stóð sig vel líkt og Helgi
Bragason, en þeim gekk illa að
smita félaga sína af baráttugleðinni
sem rak þá áfram.
Revine frábær
í marki KR
- þegar Vesturbæjarliðið sigraði FH
Loksins þegar við fórum í gang
eftir þennan þymirósarsvefn
þá varði markvörður þeirra stórkost-
■■^■■1 lega. Við vanmátum
Frosti KR-inganna og leik-
Eiðsson menn héldu að hlut-
skrifar irnir kæmu af sjájfu
sér,“ sagði Kristján
Arason, þjálfari FH eftir óvænt tap
gegn KR á sunnudagskvöld.
FH-liðið, sem unnið hefur góða
sigra í deild og bikar að undan-
förnu, var ekki líkt sjálfu sér, náði
aldrei forystunni í leiknum sem lykt-
aði 24:22 KR í hag og staða félags-
ins í botnbaráttunni er mikið sterk-
ari fyrir bragðið.
KR var mun betri aðilinn í fyrri
hálfleiknum en flestir áhorfendur
biðu rólegir eftir því að þeir hvít-
klæddu færu í gang. Tveimur mörk-
um munaði í leikhléi en það var
ekki fyrr en KR náði fjögurra marka
forskoti með fyrstu tveimur mörkum
síðari hálfleiksins að FH-ingar vökn-
uðu af svefninum. Liðið stoppaði þá
upp í götin í vörninni og lék með
mann framar á vellinum. Sókn KR
riðlaðist og FH-ingar refsuðu með
hraðaupphlaupum. Jafnt varð 20:20
en lengra komust FH-ingar ekki
gegn snilldarmarkvörslu Alexander
Revine. KR-ingar komust yfír aftur
21:20 og innsigluðu sigurinn á loka-
mínútunum.
„Þessi stig eru óvænt og segja
má að þau bæti upp ósigurinn fyrir
norðan, gegn Þór. Við höfum lagt
áherslu á það að geta haldið haus
við svona aðstæður, þegar við höfum
forystuna," sagði Einar B. Árnason,
leikstjórnandi KR eftir leikinn. Re-
vine var besti maður vallarins, hann
lék frábærlega í síðari hálfleiknum.
Útileikmennirnir eiga hrós skilið fyr-
ir mikla baráttu, í vörn og sókn.
Magnús með tólf mörk
Stjarnan vann öruggan sigur á
Þórsurum, 30:25, er liðin mættust á
Akureyri um helgina. Við sigurinn
og stigin tvö vænkaðist hagur
Garðbæinga í harðri keppni um sæti
í úrslitakeppninni. Þórsarar sitja enn
í neðsta sæti deildarinnar og virðist
nú fátt geta komið í veg fyrir að
þeir falli í aðra deild.
Leikurinn var jafn framan af, allt
þar til staðan var 10:10, en þá gerðu
Garðbæingar fímm mörk og var
staðan 15:10 er gengið var til hálf-
leiks. Með þessum fimm mörkum
má segja að Stjaman hafí lagt
grunnin áð sigrinum því Þórsarar
náðu aldrei að ógna þeim eftir þetta.
Bestur hjá Stjömunni var Magnús
Sigurðsson, sem lék sérstaklega vel
í fyrri hálfleik en þá gerði hann níu
mörk. Skúli átti einnig ágætan leik.
Hermann var ágætur í marki Þórs,
einkum í síðari hálfleik er hann varði
10 skot, þar af 4 víti. Af útileikmönn-
um bar mest á Jóhanni Samúelssyni.
SPANN
Alzira tapaði
Alzira, lið Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jónassonar á Spáni, tapaði
á Kanaríeyjum um helgina fyrir Galdal 29:26. „Þetta var ágæt-
is ferð, gott veður og fínt að vera þarna! í alvöru, þá var tapið svona
frekar óvænt, en þó ekki. Þeir hafa verið erfiðir heim að sækja en
við eigum því hins vegar ekki að venjast að fá svona mörg mörk á
okkur, en vörnin og markvarslan brást gjörsamlega. Eigum við ekki
að segja að flest mörkin hafí komið í gegnum miðjuna þar sem við
Júlíus leikum,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið um helgina.
- Geir gerði þrjú mörk í leiknum en Júlíus komst ekki á blað. „Hann
hefði mátt fá fleiri taékifæri til að leika í sókninni," sagði Geir.
Nú eru Qórar umferðir eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Barcelona
er í efsta sæti með 17 stig, vann Granollers í nágrannaslag um helg-
ina, 22:13. Alzira er í fimmta sæti með 9 stig.
Morgunblaðið/Bjami
Ólafur Stefánsson, leikmaður Vals, tekinn föstum tökum í Mosfellsbænum
á sunnudagskvöld. Ólafúr var besti maður Vals í leiknum.
Létthjá
meistur-
um Vals
ÍSLANDSMEISTARAR Vals
voru fyrstir til að leggja Aftur-
eldingu að velli f íþróttahúsinu
að Varmá, þegar liðin mættust
þar í fyrrakvöld. Valsmenn voru
yfir nær allan leikinn og unnu
verðskuldað með 29 mörkum
gegn 24 mörkum heimamanna.
Staðan í leikhléi var jöfn, 13:13.
ivar
Benediktsson
skrifar
Það setti nokkurt strik í reikn-
inginn hjá Aftureldingú að
Róbert Sighvatsson var meiddur og
gat ekki leikið með
nema rétt undir lok-
in, en þá kom hann
inná draghaltur og
átti erfítt með að
beita sér. Auk þess meiddist Ingi-
mundur Helgason, leikstjórnandi,
illa á ökkla í upphafi leiks og þurfti
að fara á slysavarðsstofuna, en tal-
ið er að hann sé með slitið liðband.
Án þessara tveggja lykilmanna var.
leikurinn erfíðari heimamönnum
gegn hinu sterka liði Vals en ella
hefði orðið.
Valsmenn náðu fljótlega undir-
tökunum í fyrri hálfleik og leiddu
lengstum með þremur til fjórum
mörkum. Sóknarleikur Afturelding-
ar var lélegur í fyrri hálfleik, lítil
ógnun og mikið um ónákvæmar
sendingar, sem rötuðu oftar en ekki
í hendur Valsmanna, sem nýttu sér
það í hraðaaupphlaupum. Á síðustu
fímm mínútum hálfleiksins tókst
Aftureldingu samt að rétta stöðuna
og jafnaði fyrir hlé.
Áfturelding byrjaði seinni hálf-
leik af nokkrum krafti og náði for-
ystu, 15:14, en Valsmenn gáfu ekk-
ert eftir og jöfnuðu og í framhaldi
af því náðu þeir forystu, sem þeir
létu ekki af hendi. Lokatölur 24:29
eins og fyrr greindi.
Eins og að framan er sagt gat
Afturelding ekki stillt upp sínu
sterkasta liði. Kom það greinilega
niður á sóknarleik liðsins, sem var
lengstum slakur og handahófskend-
ur. Gunnar Andrésson stóð uppúr
og er óðum að nálgast sitt fyrra
form. Þá er Jason Olafsson að ná
sér á strik að nýju.
í Valsliðinu var Ólafur Stefáns-
son bestur. Hann skoraði nánast
þegar honum sýndist og var sterkur
í vöminni. Aðrir Valsmnenn voru
nokkuð jafnir.
Víkingar ekki í vand-
ræðum með KA-menn
Frestun bikarúrslitaleiksins ekki slæm tyrir KA
JAFNRÆÐI var með Magnúsi Inga Stefánssyni og Sigmari Þresti
Óskarssyni, markvörðum Víkings og KA, og Valdimar Grímsson
var jafnoki tveggja, en að öðru leyti höfðu Víkingar yfirburði á
öllum sviðum íviðureign liðanna á laugardag. Engu að síður
gáfust gestirnir ekki upp og Víkingar þurftu að hafa þó nokkuð
fyrir fjögurra marka sigri, 26:22, en þeir voru þremur mörkum
yfir íhálfleik, 15:12.
Jafnt var á nánast öllum tölum
í fyrri hálfleik. Framan af höfðu
KA-menn frumkvæðið, en um
miðjan hálfleikinn tóku Víkingar
■■■ við stjórninni og
Steinþór héldu henni það
Guöbjartsson sem eff;r var. þejr
luku hálfleiknum á
sannfærandi hátt og eftir ámóta
byijun í upphafi seinni hálfleiks
var ljóst hvert stefndi.
Árni Friðleifsson, sem hefur
sjaldan leikið betur en í vetur,
meiddist fyrir leikinn gegn Val og
verður ekki með næstu tvær vik-
urnar að eigin sögn, en breiddin
er til staðar í Víkingshópnum og
samstillt lið hélt merkinu á lofti.
Magnús Ingi var maður leiksins,
varði mjög vel og gerði eitt mark
— skaut marka á milli yfír Sigmar
Þröst og í netið. Slavisa Cvijovie
lék einn besta leik sinn, mataði
samherjana óspart og gerði fjögur
góð mörk. Gunnar Gunnarsson
sýndi stjórnunarhæfileikana og
mörk hans voru svo sannarlega
fyrir augað. Bjarki Sigurðsson og
Friðleifur Friðleifsson gerðu góða
hluti og Birgir Sigurðsson var
sterkur að_ vanda á línunni, en
Kristján Ágústsson var veiki
hlekkurinn í vinstra hominu.
KA getur þakkað fyrir að þurfa
ekki að leika bikarúrslitaleikinn
um næstu helgi eins og gert var
ráð fyrir og félagið lagði áherslu
á. Með leik eins og þessum er liðið
engan veginn tilbúið í stórátök.
Sigmar Þröstur hélt því á floti með
góðri markvörslu og þrátt fyrir
slaka nýtingu skoraði Valdimar
grimmt, en aðrir voru eins og til
uppfyllingar nema Helgi Arason,
sem lék vel í fyrri hálfleik. Alfreð
Gíslason, þjálfari og einn af burða-
rásum liðsins, var sprautaður fyrir
leik vegna meiðsla í hné, sem háði
honum eflaust, en að auki virkaði
hann þungur og óþolinmóður.