Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 BLAÐ' ÍVtorgunbÍaðið/kristmn í LÍFINU erum við alltaf á þvælingi milli elda og blóma. Hvort viljum við frekar ? Kannski er ekkert val. Ég heyrði íbreska útvarpinu frétt um litla stelpu í Afganistan, það þurfti að skera af henni fótinn án deyfilyfja því þau voru ekki til. Svo dúllar maður einhversstaðar í myndlist og finnst jafnvel ástæða til að barma sér. Ég fyllist stundum angist yfir hvað fólk á bágt, en geri ekkert í málunum. Fórna mér ekki. Tala bara um hörmungarnar í næsta boði, sest inná kaffihús og hef það náðugt, býtil þessar myndir. Hulda Hákon opnar í dag sýningu á málverkum og skúlptúrum í austur- sal Kjarvalsstaða. Þar getur fólk reikað milli elda og blóma og lesið texta á veggjunum. Þeir eru ofnotaðir og logarnir aug- Ijósir og blómin gömul. Kannski verður þetta nýtt í samhenginu. „Síðan splundrast myndirnar," segir Hulda, „sjálfstæðir einstakl- ingar sem bera með sér eitthvað úr heildinni. Einhverja hugmynd sem áhorfandinn hefurfengið, það er pláss fyrir hana. Þó að þetta sé minn heimur hef ég ekki kannað hann betur en svo.“ Hún heldur uppteknum hætti og hefur texta með verkunum, í þetta sinn á veggjunum milli mynda. Þær eru ýmist af rauðgul- um eldi eða bláum blómum, finleg- ar, smágerðar, þéttar. „Ég var líka að krebera á þessu pilleríi," segir Hulda og ég spyr hana hvort mynd- listin sé þá ekki alltaf skemmtileg. „Oft er hundleiðinlegt," svarar hún, „en maður lætur sig hafa það fyrir árangurinn og verður annað hvort ánægður eða ekki. Nú er ég ánægð. Þetta er eins og ég vildi og kemur mér kannski pínulítið á óvart líka. Það er atriði í myndlist, að ýta sér á ystu nöf og verða svolítið hissa. Ég vildi enga aðra vinnu.“ Hulda tekur nýjan kúrs á þess- ari sýningu því áður hefur hún allt- af sýnt lágmyndir. Henni finnst slæmt þegar hún er orðin flink. „Ég held að fólk geti gengið á lágmynd- unum mínum," segir hún, „þær voru orðnar svo sterkar. Mér þykir efnishyggja í myndlist leiðinleg og vil að efnið þjóni hugmyndinni en ekki öfugt. Kannski segir einhver um blómin og eldana að þetta séu klaufalega málaðar myndir og þá er það allt í lagi, ég er ekkert hrædd við krítík lengur. Hún er samskiptaform, einn maður segir öðrum skoðun sína og ef hann er málefnalegur getur það ekki gert til.“ Orðin dálítið sjóuð, viðbúin tóm- leika eftir opnunina ög ákveðin að drífa svo í öðru verkefni. Hún ætl- ar til London í vor vegna samsýn- ingar og til Litháen í sumar og þó eru ekki nema þrír mánuðir síðan hún kom heim frá vetursetu í Berl- ín. Þar máluðu þau og máluðu, Hulda og eiginmaðurinn Jón Ósk- ar. „Það er fínt að geta unnið svona og sýnt annars staðar, mað- ur einangrast svo mikið hér. Sýn- ingar erlendis eru forréttindi sem hlaða utan á sig.“ Þetta hljómar vel en stundum er eins og ekkert gangi. „Ég blokk- erast algjörlega," segir Hulda. „Þótt ég gæti næstum gert mynd- ir með tánum, myndir sem líktust verkunum mínum, myndi ég aldrei gera það. Þá væri ég að svíkja sjálfa mig. Ég gat til dæmis ekki sinnt beiðni um lágmynd sem átti að vera með frekar ákveðnum hætti. Það hefði ekki verið rétt.“ Þótt Hulda reiði fram nýmeti á sýningunni á Kjarvalsstöðum vill hún ekki gera of mikið úr því. „Að- ferðin er að hluta til önnur og við- fangsefnið að hluta til nýtt, en aðeins í minni vinnu," segir hún. „Bláu blómin vaxa í mörgum kvæð- um, þekkt symból úr rómantísku stefnunni, kannski túlkun á ein- hverjum draumi. Bara ný fyrir mér. Eldurinn heillaði mig hins vegar fyrir löngu og mér hefur þótt gam- an að efnisgera hann. Þessi hérna er úr steinsteypu." Steypueldurinn logar víða á gólfi salarins og þar eru lika blá blóm, kannski liljur á tjörn. Þessir skúlpt- úrar eru grófir, ólíkt málverkunum, og skemmtilegir eins og myndir í ævintýralandi. Maður reikar milli þeirra eins og Hulda vill helst og horfir djúpt í málverkin og les eina og eina setningu: Hverra manna ertu. I like your hairstyle, your tro- users and your manners. Svo dæmi séu nefnd. Hulda notar stundum miklu fleiri texta en hefur nú ellefu setningar úr ólíkum átt- um. „Þetta eru bara orð sem tengj- ast lífinu," segir hún. „Ofnotuð ele- ment eða klisjur. Nauðsynlegar upplýsingar, um það til dæmis hvernig maður verður ósýnilegur. Dramatísk orð, hversdagsleg orð og orð sem varpa ábyrgðinni ann- að. There must be somebody somewhere doing something er dæmi um þannig setningu. Ég fylg- ist með hörmungum í sjónvarpinu og hefst ekki að. Samt á ekki að vera neitt mál að éta fíl - maður byrjar bara á einni löpp. Það er til fólk sem gengur í hlutina, en ég sem sagt fórna mér ekki.“ Hulda segir að yfirleitt sé húmor 'f verkunum hennar en einhvern- veginn hafi hún ekki verið í þannig skapi fyrir þessa sýningu. Búin að fylgjast með heimsmálunum, varn- arlaus gagnvart fréttum fjölmiðla, mitt í blómabreiðu að horfa í eld- ana. „Kannski væri betra að vita ekki neitt," segir hún. „Fyrir þrem árum var upplagt að fá sér popp í sófanum og fylgjast með Persa- flóastríðinu í beinni útsendingu. Öll þessi vitneskja er yfirþyrm- andi. En hennar vegna eru mynd- irnar mínar einmitt svona. Ég veit ekki hvernig þær snerta fólk, sjálf verð ég eiginlega aldrei æst yfir myndum annarra. Mér þykir gaman að sjá eitthvað sem mér hefur aldrei dottið í hug og rosalega gaman ef mynd hreyfir við mér. Það bara gerist svo sjald- an. Sennilega er ég svona upptek- in af sjálfri mér. Myndlistarmenn verða að vera þannig, þeir fletja sig út fyrir almenning. Efna til día- lógs listamanns og áhorfanda og vonast náttúrlega til að þar gerist eitthvað áhugavert. Mér finnst ekki verra að verkin mín hafi áhrif á fólk, ekki listamenn endilega, það væri tilætlunarsemi. Myndlist höfðar að minnsta kosti ekki til mín.“ Þórunn Þórsdóttir HULDA HÁKON SÝNIR MÁLVERK OG SKÚLPTÚRA Á KJARVALSSTÖÐUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.