Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRlL 1994 SÝNING Á VERKUM OLAV CMRISTOPHER JENSSENS Í NORRÆNA HÚSINU Fletir úr margslungium hugarfeeimi í SÝNINGARSAL Norræna hússins stendur nú yfir sýning á teikning- um og öðrum pappírsverkum eftir norska listamanninn Olav Christop- her Jenssen. Fyrir utan að vera einkar forvitnilegur listamaður, þá er hann ekki síst spennandi gestur hér, þar sem hann hefur sýnt á sömu sýningum og í sömu galleríum og nokkrir tslenskir listamenn á svipuðum aldri, til dæmis Georg Guðni og Helgi Þorgils Friðjóns- son. Sýningín kemur hingað á vegum Norrænu listamiðstöðvarinnar f Sveaborg í Finnlandi og listamaðurinn var viðstaddur opnunina um síðustu helgi. ^^lav Christopher Jenssen er fæddur í Sortlandi í Noregi 1954. Eftir að hafa stundað list- nám í Ósló hélt hann til New York og bjó þar og starfaði í nokk- ur ár, en hefur búið í Berlín undan- farin tíu ár. Hann segist firna hrif- inn af borginni og kann vel við sig meðal Þjóðverja, en kýs þó ekki að búa í virðuglegu úthverfi með þýskum nágrönnum, heldur býr hann í Kreuzberg, sem er iðandi kös innflytjenda, listamanna og utangarðsmanna. Undanfarin ár hefur Olav Chri- stopher Jenssen sýnt víða á sam- sýningum og einkasýningum. í Stokkhólmi hefur hann sýnt hjá Galleri Lars Bohman, en í sama galleríi hafa verið þrjár sýningar á verkum Georgs Guðna. A árunum 1991-1992 tók Olav Christopher Jenssen þátt í norrænni farand- sýning um Suður-Ameríku, en þar var Helgi Þorgils einnig með og það er víða sem leiðir þessara listamanna hafa legið saman. Það er ekkert sjálfgefið, segir Olav, að það fari vel á með listamönn- um, en í hópi þessara listamanna kann hann vel við sig. Verk eftir hann eru í eigu ýmissa safna, svo sem í Nationa- Igalleriet í Ósló, Malmö Konsthall og Moderna Museet í Stokk- hólmi, British Museum í London og Kunstforeningen í Kaup- mannahöfn, auk hins mikla og merka nútímalistasafns sænska safnarans Frederiks Roos, sem nú er nýlátinn, en í eigu hans voru einnig verk eftir íslenska listamenn, bæði þá Georg Guðna og Helga Þorgils, auk Sigurðar Guðmundssonar, Hreins Friðf- innssonar og fleiri. Verk Olavs eru því ekki síst forvitnileg fyrir ís- lenska myndlistaráhugamenn, því þar eru á ferðinni verk listamanns sem hreifist í svipuðum hópi og ýmsir þeirra íslensku listamanna af yngri kynslóðinni sem best hefur gengið að koma verkum á framfæri erlendis. Olav Christopher Jenssen er ekki síst þekktur fyrir stór og öflug olíumálverk, en eins og margir listamenn er hann síteiknandi, auk þess sem hann vinnur með krít og tússi og flestu sem festist á pappír. Á sýningunni í Norræna húsinu er afrakstur slíkrar vinnu, ekki olíumálverk, en nokkrir flokk- ar pappírsverka. Myndirnar eru ekki hugsaðar sem skissur að málverkum, held- ur eru þær unnar sem sjálfstæð verk. Olav segist alltaf vera að og myndirnar koma gjarnan í kipp- um, sem eiga þá eitthvað sameig- inlegt, hvort sem er í formi eða efni. Uppsetning myndanna er í samræmi við þetta, þær eru sett- ar upp í nokkrum samhangandi seríum. Nokkrar myndanna líta út eins og lítil málverk, en þarna eru til dæmis einnig mjög forvitni- legar myndir unnar á silkipappír sem vaxi hefur að lokum verið drepið yfir. Silkipappírinn annars vegar og vaxið hins vegar gefur myndunum bæði sérkennilega áferð og útlit. Sýningin gefur því forvitnileg innsýn inn í mynd- og efnisheim listamannsins, sýnir fleti bæði á mynd- og efnishugsun hans. Sigrún Davíðsdóttir. Stuttmyndadagar í Reykjavík haldnir á Sólon íslandos DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR OPNAR SÝNINGU í LISTASAFNI ASÍ vlö Lerkílund ú Akurevrl. DRÖFN Friðfinnsdóttir, mynd- iistarkona frá Akureyri, opnar í dag, laugardaginn 9. aprfl, ki. 15.00 grafiksýningu í Listasafni ASÍ við Grensásveg 16a. Þetta er sjötta einkasýning Drafnar en hún hélt síðast einkasýningu i Reykjavik fyrir tveimur árum. ^Esýningunni eru tuttugu og ** fjögur verk unnin í tréristu. Stærð myndanna er frá 25X35 sentímetrar til 100X140 sentí- metrar. Eintakafjöldi myndanna er mismunandi eða frá einþrykki til tíu eintaka. Öll eru verkin unnin á árunum 1992 til 1994. „Viðfangsefni mitt í þessum myndum er í raun hvaðeina sem á vegi mínum verður eða fyrir augu ber, litbrigði náttúrunnar hvort heldur er á himni eða jörðu eða tilfinningar fólks," segir Dröfn um verk sín. Síendurtekið sköp- unarverk náttúrunnar er henni umhugsunarefni, hin ótal litbrigði vetrarnæturinnar, ^vartnættið og tómið umhverfis jörðina. „Sýningin er ef til vill ekki ein samfelld saga heldur hefur hún sín mörgu hliðarspor, óútskýran- leg eins og svo margt í tilveru okkar,“ segir Dröfn sem unnið hefur af kappi við myndlistina allt síðasta ár. Hún hætti í föstu starfi síðastliðið vor til að geta helgað sig myndlistinni og segir að það hafi gefist vel. Síðustu tvö árin hefur hún eingöngu unnið að trér- istu og segir meira frjálsræði ríkja við þá aðferð en í málverkinu sem hún vann að áður — það komi iðulega þægilega á óvart hvernig til tekst með þrykkið. Dröfn tók á síðasta ári þátt í alþjóðlegri samsýningu í Slóvakíu og ferðaðist um landið vítt og breitt auk þess sem hún heim- sótti Ungverjaland. „Það hefur lengi verið gamall draumur að fara til Prag og þegar ég fékk þetta tækifæri upp í hendurnar að vera með í þessari sýningu lét ég verða af því að fara. Við þrömmuðum milli sýninga og gall- ería og heimsóttum listamenn í þrjár vikur. Aðferðinni lokinni kom maður endurnærður heim og það má segja að ég sé enn að vinna úr því sem fyrir augu bar — ég er enn að nota þá krafta sem ég spruttu fram í ferðinni," sagði Dröfn. Dröfn stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1963 og síðan við Myndlistaskól- ann á Akureyri á árunum 1982 til 1986. Þá stundaði hún myndlist- arnám við Listaskólann í Lathi í Finnlandi á árinum 1987 til 1988. Dröfn hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og í Finnlandi, Svíþjóð og Tékkóslóvakíu. Hún hefur einnig haldið einkasýningar heima og erlendis. Sýningin í Listasafni ASÍ verður opin daglega frá kl. 14 til 19 fram til sunnudagsins 24. apríl næst- komandi. STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík 1994 verða haldnir á Sólon íslandus 12., 13. og 14. aprfl. Dagskráin verður nánar auglýst síðar en auk stuttmyndasýninga verður fjöldi fyririestra haldinn um kvikmyndagerð og skyld mál- efni. ♦ Jfehugi á stuttmyndagerð er ** mjög mikill og hefur fjöldi mynda borist í keppnina og verða þær frumsýndar á Stutt- myndadögum. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar að mati dómnefndar en hana skipa: Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri sem jafn- framt er formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, myndlistarmaður, fulltrúi Reykjavíkurborgar, og Egill Helgason, kvikmynda- gagnrýnandi. Peningaverðlaun samtals að upphæð 350.000 kr. eru gefin af Reykjavíkurborg og mun Árni Sigfússon, borgar- stjóri, afhenda þau á lokakvöldi Stuttmyndadaga 14. apríl. Þeir sem standa að Stutt- myndadögum 1994 eru: Kvik- myndafélag íslands hf., Reykja- víkurborg, SKL, Samband kvik- myndaleikstjóra, Sjónvarpið, innlend dagskrárdeild, og Kvik- myndasjóður íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.