Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 6

Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 ðpda vill auka feiðamannastiaum AFRÍKURÍKIÐ Úganda hefur tekið upp samvinnu við ferðamálayfirvöld í Kenya og Tansaníu og vill fá ferðamenn til landsins. Ymsar ferðaskrifstofur hafa þegar tekið Úganda inn í pakkaferðir til Kenýa og Tansaníu og er trúlegt að þetta geti aukist á næstu árum. Úganda hefur fram að þessu ekki státað af miklum ferðamannastraum til landsins og hefur þar ekki síst ráðið að harðstjórar hafa ráðið ríkjum eins og Idi Amin og skemmt ímynd landsins út á við, erjur hafa verið milli ættflokka eins og víðar og aðstaða hefur verið í lágmarki til að taka á móti ferðamönnum. Eitt helsta aðdráttarafl Úganda sem er hreint ekki smátt er fjölskrúðugt dýralíf sem stendur Kenya og Tansaníu síst að baki. Fljótaferðir til Muchisonfoss- anna, ferðir í þjóðgarð sem er skírður í höfuðið á Elísa- betu Englandsdrottingu, Viktoríuvatnið og snæviþakin Tunglfjöllin. Möguleiki er að komast í Mgahinga górillu-þjóðgarð- inn og vænta má þess að ýmsir górilluaðdáendur kjósi að fara til Úganda fremur en Rwanda, að minnsta kosti meðan styijaldarástand ríkir. Allmargir bresfcir ferðamálafrömuðir hafa einnig sýnt áhuga á að setja Úganda eitt og sér inn á prógramm hjá sér eftir ára- langt hlé. Dýralíf er með afbrigðum margbreytilegt í Úganda. Sýrlenskir gyúingar frjálsir að fara SÝRLENSKA stjórnin hefur tilkynnt að engar hömlur séu nú á því iengur að sýr- lenskir gyðingar flytjist úr landi. Linað hefur verið á höftum smátt og smátt sl. tvö ár en á hinn bóginn hafa gyðingamir þurft að ganga að ýmsum skilmálum stjórnvalda til að fá leyfi til brottflutnings. Nú mun það vera liðin tíð og þeir geta því farið hvert á land sem er. Meðal þeirra skil- yrða sem hvað lengst stóð í sýrlenskum stjóm- völdum var hvort auðugir sýrlenskir gyðingar yrðu að skilja eftir hluta eigna sinna í Sýrlandi sem eins konar „greiðslu" fyrir uppihaldið. Af þeim tólf hundruð gyðingum sem búa í Sýr- landi munu átta hundruð hyggja á brottflutning næstu mánuði. Um fjögur hundruð segjast ekki kæra sig um að fara hvorki lönd né strönd. Þeir síðastnefndu eru allir sterkefnaðir og sum- ir gegna embættum innan sýrlenska stjómkerf- isins og líta ekki síður á sig sem Sýrlendinga Frá Damaskus Morgunbiaðið/JK en gyðinga að þeirra eigin sögn. ■ ' BTiTTTl MANAÐARINS Hótel Polana í Maputo Jafnvel þó hótel Polana værí annars staðar en í Mósambik væri það hiklaust í hópi betrí hótela. Þar stingur það óneitanlega í stúf við önnur gistihús sem eru ekki upp á marga fiska. Þegar út úr flugstöðinni kom þyrptust að þessum fáu farþegum strákafans og allir vildu vinna sér inn nokkra metcalfa með því að bera töskur eða útvega bfl. Ég olnbogaði mig gegnum þröngina og töskur vom þrifnar af mér. Ég spurði hvað bíll inn á hótel Polana kostaði. Ég vissi auðvitað að það yrði sett upp okurverð en mér hnykkti við þegar ég heyrði töluna 50 þúsund metc- alfa. Sem betur fer hafði ég rænu á að umreikna þetta í dollara, það voru 10 dollarar, röskar 700 krónur. Það er erfitt að prútta af sannfær- ingu í landi eins og Mósambik þar sem fátæktin er við flestra dyr. En auðvitað gat ég ekki niðurlægt bíl- stjórann með því að segja amen svo við sættumst á 35 þúsund sem em 7 dollarar. Þetta er um 15 mínútna akstur og leiðin liggur framhjá skelfilegum fátækrahverfum og flóttamanna- búðum. Þetta var heitasti árstíminn, tæp 40 stig og loftið er mjög rakt. Hótelið stendur við Juliusar Nyerere- götu niður við flóann, reisuleg bygg- ing sem augsýnilega, er ný uppgerð og allt umhverfi snyrtilegt. Þegar inn kom gerði vart við sig þessi til- fínning sem mætir mér stundum við ámóta aðstæður í útlöndum; það er engu líkara en maður sé staddur á annarri plánetu, en þarf ekki að ganga nema nokkur skref út fyrir hótelið til að kynnast hinni aftur. Hótel Polana var byggt um 1920. Meðan Portúgalar vom hér herra- þjóð voru erlendir viðskiptajöfrar og kaupsýslumenn helstu gestir því Mósambik var ekki þá fremur en nú ferðamannaland. Eftir að það fékk sjálfstæði 1975 og flestir menntaðir menn flýðu land og síðan braust út borgarastyijöld þar til fyr- ir tveimur ámm drabbaðist ekki bara hótel Polana niður heldur bórg- in öll og varð þó ekki verst úti því alvarlegustu bardagar náðu aldrei til Maputo. Nú hefur hótelið verið gert upp mjög glæsilega. Það er rekið í sam- vinnu s-afrísks og bresks fyrirtækis en langflestir starfsmenn utan yfir- manna em svartir Mósambikkar. Það er marmari á gólfí í rúmgóðu anddyri, eldgömul og tignarleg lyfta eins og þær gerðust í árdögum þeirra hefur verið lagfærð og þjónar sínu hlutverki þó heldur sé hún sein í svifum. Herbergin em smekklega búin og þar er allt til alls eins og tilheyrir á hóteli í þessum stjörnu- flokki. Baðherbergi var birgt af sáp- um og sjampóum. Skápar rúmgóðir, bréfsefni og upplýsingar um hótelið, minibar og hvaðeina. Sundlaugin er falleg og snyrtileg eins og og umgjörð öll, niðri eru nokkrir veitingastaðir, kaffítería með alþjóðlegum hnallþórum, veit- ingabúð þar sem morgunverður er framreiddur og verður síðan að góð- um kvöldmatarveitingastað þegar skyggja tekur. Allan daginn er hægt að fá snarl og snakk og drykki á veröndinni. Þar var notalegt að sitja og sötra bjór, horfa yfír garðinn og út á flóann þegar ég kom sveitt og þreytt úr rannsóknarferðum um borgina, viðtölum eða heimsókn í galdramannaskóla. í hótelinu er lítil búð með blöðum, erlend að vísu sjaldnast ný, póstkort- um, sólkremi og ýmsu smálegu, þar er bankaútibú, minjagripaverslun og hárgreiðslu- og rakarastofa og skrif- FERÐAFÉLAGSINS Fyrsti áfanpi lýdveldispöngu Á UNDANFÖRNUM árum hefur FÍ lagt aukna áherslu á stuttar göngu- ferðir sem henta öllum sæmilega göngufærum mönnum og ekki síst fjölskyldum. Er leiðin höfð stutt og gönguhraða stillt í hóf. Gefst tími til að huga að náttúrufyrirbærum og sögulegum atburðum. Á komandi sumri er ætlunin að ganga hina fornu leið frá Bessastöð- um til Þingvalla í 8 áföngum, leiðina sem valdsmenn konungs riðu ár hvert að birta landsmönnum tilskipanir konungs, dóma Hæstaréttar og önn- ur fyrirmæli valdsmanna í Kaup- mannahöfn. Fyrsti áfangi er sunnud. 17. apríl og lagt af stað kl. 13. Forsetasetrið stendur á fornri jök- ulruðningsöldu sem liggur eftir Bessastaðanesi allt til Skeijafjarðar. Kallast hún Grandi og liggur heim- reiðin að bænum eftir henni endi- langri. Bessastaðatjöm er norðan við bæinn, Lambhúsatjörn að sunnan. Gangan hefst á hlaðinu á Bessa- stöðum. Fyrst eru Bessastaðir nefnd- ir í Sturlungu því þar átti Snorri Sturluson eitt búa sinna. Eftir víg Snorra 1241 mun konungur hafa kastað eign sinni á jörðina með öllum gögnum og gæðum. Um miðja 14. öld er talið að umboðsmaður konungs hafí búið á Bessastöðum og þar bjuggu þessir valdsmenn til 1804 er þáverandi amtmaður settist að í Reykjavík. Frá 1805-1846 var þar eini lærði skóli landsins og aðsetur þjóðhöfðingja okkar frá 1941. Eftir að hafa litast um á Bessa- „stöðum og meðtekið fróðleik frá stjórnendum göngunnar. verður gengið austur fyrir Lambhúsatjöm. Stór, stakur steinn stendur skammt frá heimreiðinni. Heitir hann Grá- steinn og er álagasteinn. Fyrir all- löngu (áti að fjarlægja hann vegna vegagerðar og stóð til að kljúfa hann í sundur. Þegar búið var að höggva í hann allmargar holur varð einn verkamaðurinn fyrir slysi. Þá lögðu menn saman tvo og tvo og hættu frekari framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.