Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
Eg leita að mörkum listarinnar og spyr til hvers, hvert
er hlutverk mitt? í framlagi samtíðar til myndlistar
er fengist við það sem gert hefur verið í sögunni.
Listamaður skilgreinir sjálfan sig í verki og krafan um að
komast áfram í hugsun beinist inn á við. Listin er ekki raun-
veruleg, hún er alltaf sviósetning, önnur vitund. Hún er
miðill milli listamanns og áhorfanda, verðleiki sem við gefum
okkur. Ég fæ kassa nýtt hlutverk. Gildi hans er list.“
Ólafur Gíslason sýnir nú á Kjarvalsstöðum óvenjulegt
verk. Glös undir glerhvolfi á hvítum kössum. Háreista stöpla,
hreina. Og glös með þornuðum víndreggjum, sum brotin
eða með varalit, nákvæmlega upp röðuð.
Er þetta nú list, kann einhver að spyrja, og það er ein-
mitt mergurinn málsins. Hvað er list, hvað gerir hversdags-
legan hlut að list? Eða, ef út í það er farið, hvað gerir endur-
tekningu hefðarinnar að list? Fyrri spurningin vekur áhuga
Ólafs og er hér til umræðu. Hann segir mér frá verkinu á
Kjarvalsstöðum og færir afstöðu sína í fáein orð.
Stöplaverkið á Kjarvalsstöðum heitir Vernissage eða
Opnun. Það er hingað komið í breyttri mynd frá Helsinki
og Kaupmannahöfn. „Formið er ekki ýkja gamalt," segir
Ólafur, „eitthvað um 120 ára. Á seinni hluta nítjándu aldar
tóku listamenn í París þann sið að bjóða til sín fólki að
skoða verk áður en þeir luku því endanlega og hófu sjálfa
sýninguna. Þannig veittist vinum og kunningjum sá heiður
að hafa áhrif á verk áður en það var innsiglað með lakki,
vernis, eins og athöfnin dregur nafn sitt af.
Ég hef sett hvíta kassa í ýmiskonar samhengi síðustu
fjögur árin, hafið þá upp og gefið þeim nýja merkingu.
Áhrif umhverfisins hafa vakið áhuga minn og kassarnir
tengst veruleikanum gegnum fúnksjón eða hlutverk."
í haust urðu kassarnir nýir aftur og enn, Ólafur sýndi
þrjátíu tóma kassa, stöpla, abstrakt form, í Norrænu lista-
miðstöðinni í Helsinki. Hann nefndi sýninguna Vernissage
og sendi út boðskort fyrir opnunina. „Svo komu gestirnir,"
segir hann, „stilltir fyrst, hikandi, með vínglösin sín milli
BLAÐ
i
kassanna. Smám saman brotnaði ísinn og fólkið lagði glös
frá sér á þá. Sumir gengu lengra og gerðu eitthvað skap-
andi með tyggjói eða sígarettu, meðvitaðir um áhrif sín.
Eftir þetta skráði ég ástandið, merkti nákvæmlega hvaða
glas var hvar.“
Næsta Vernissage var í Kaupmannahöfn, á Globe, og
þar hafði sýningin annan brag. Tólf stöplum frá Helsinki
var komið fyrir með merktum og númeruðum glösum -
dálítið vísindalegum. Á opnuninni bættust 50 vínglös við,
sum brotnuðu, og enn skráði Ólafur atburðinn.
Svo kom hann til Reykjavíkur og setti upp það Vernis-
sage sem nú er á Kjarvalsstöðum. „Þetta er listasafnið í
dæminu," segir hann, „ákveðin jarðarför. Útilokun eða ein-
angrun frá áhorfendum með glerinu ofan á stöplunum.
Þvegnu og pússuðu. Listin hafin upp, atburður frá öðrum
stað undir gleri. Á opnun sýningarinnar hér átti sér stað
sams konar atburður, fólk gekk um með glas í hendi og
nú gilti horfið snertið ekki.“
Þórunn Þórsdóttir