Alþýðublaðið - 23.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1920, Blaðsíða 1
1920 Þriðjudaginn 23. nóvember. 270 tölubl. Jarðarför dóttur okkar, Vernu Octavíu, fer fram fimtudaginn 25. þ. m., kl. II7s f. h., frá heimili okkar, Norðurstíg 5. Ragnheiður Jónsdóttir. Jón Jónasson. Hrossakjötið og framtíðin. Það er margfengin reynsla íyrir f)ví, að fáum fellur sú fæða, sem «r ólík þeirri er þeir eiga að venj> ast. Það er þess vegna, að íslend- ingum yfirleitt Iíkar hvorki hænsna- kjöt né svínakjöt; þeir eru hvoru- tveggja óvanir. En íslendingar, sem dvelja eitthvað erlendis, læra venjulega átið á báðum þessum kjöttegundum og Ijúka þá sama Jofsorði á þær og alment er á i’þeim erlendis. Stuggur sá, er mönnum yfirleitt stendur af hrossakjöti hér á landi, á rót sína að rekja til hins sama, Æil þess, hvað menn eru því óvanir, en ekkí neinna trúarbragðakredda, eins og sumir halda. Því þó mis- skilinn kristindómur hafi uppruna iega verið orsök til þess, að hrossakjötsát hætti hér hjá okkur |ef það þá er rétt), þá er víst að almenningur hefir fyrir löngu gleymt því og dettur alls ekki í hug að það sé neitt „óguðlegra* að eta hrossakjöt, fremur en ann- að kjöt, sem ekki er vanalega etið, t. d. kjöt af hundum og hröfnum. Það er sagt að hundakjöt sé afbragsgott til átu, en ekki hefir það verið etið hér á landi nema ■4 harðindum; í harðindum hafa hundarnir varla verið þannig á sig komnir, að kjötið af þeim hafi verið sælgæti. Annars eru hundar mjög óvíða étnir, og mun það stafa af því, að menn kunna víð- asthvar í heiminum iila við að eta íélaga sinn, enda er það nær ein- göngu meðal mannæta að hunda- kjötsát tíðkast að staðaldri, þó gripið sé til þess í harðindum, iíkt og hér var gert áður. Hrossakjötsát tíðkast mikið er- iendis, og mun orsökina til þess aðallega vera að finna f þvf, að kjöt þetta er ódýrara en annað kjöt; þætti það jafngott mundi það ekki vera ódýrara. Upp á síðkastið hafa heyrst raddir um það, að við Islendingar ættum að fara að eta meira af hrossakjöti en við höfum gert hingað til, og er sjálfsagt að at- huga hvað þessar raddir hafa til síns máls. En hvað segja þær annars? Segja þær: hrossakjöt er betra en alt annað kjöt, Ieggjum þvf niður gamlan fordóm og förum alment að eta hrossakjöt? Nei, þetta segja hrossakjötspostularnir ekki. Þeirra fyrstu og síðustu orð eru: hrossa- kjöt er ódýrt, og þó sumir þeirra segi að „mörgurn" þyki þetta kjöt jafngott og annað kjöt, þegar þeir séu farnir að venjast því, og geri mikið úr því, hvað létt sé að melta(!) það (sbr. grein í Mgbl), þá er slíkt þó jafnan aukaatriði fyrir þeim. Það er sparnadurinn sem er aðaiatriðið. Bak við kröfuna um aukið hrossakjötsát liggur því ákveðin skoðun á því, hvernig þjóðin eigi að lifa; það má næstum segja ákveðin Iífsskoðun. En er hægt að hugsa sér öfug- snúnari hugsun en þá, að þjóðin eigi að lifa til þess að spara? Fyrir hvern og til hvers? Hugs- unin, eða ætlunin, með heildarbú- skap þjóðarinnar á auðvitað að vera: Hvernig lifa íslendingar á- nægjusömustu Iífi og heilsusamleg- ustu? En er svörin eru fundin, þá er að athuga að hve miklu Ieytl þjóðin getur veitt sér þessi gæði, og finna ný ráð til þess að hús geti fengið sem flest þeirra. Það er sá hugsunarháttur sem leiðir fram á við og upp á vi3 fyrir þjóðina, en hinn hugs- unarhátturinn leiðir til kyrstöðu, sem er sama og afturför, enda er hann getinn af horfellir og sulti fyrri alda. En til þess að sýtaa mismuninn á þessum tvenskonar hugsunarhætti skal tiifært eitt dæmi: Ranga Kfsskoðunin (sem þ6 er ríkjandi) segir: „Við höfuna ekki ráð á að reisa landsspítala." En sú rétta segir: „Það dugir ekki að láta menn deyja f heima- húsum, sem gætu fengið heilsa aftur ef þeir gætu komist á spf- tala. Við reisum þvl landsspítala." Og þegar sú ákvörðun er teksra, finnast ráðin til þess einhvem- veginn. (Frh.) Hinar ísl. efnasmiðjnr. Eins og menn hafa vafaláust séð af auglýsingum hér 5 blaðinu er hreinlætisvörusmiðja með þessu nafni tekin til starfa hér i bae fyrir alllöhgum tíma síðan. For- stöðumaður og aðaleigandi smiðj- unnar, hefir lært iðn sína erlendis og unnið á samskonar vinnustof- um þar. Eins og gefur að skilja, er sjálfsagt að þeir, sem sams- konar efni nota, og þau er smiðj- an býr til, reyni efni frá henni og láti hana, að öðru jöfnu, sitja fyrir viðskiftum. Ifveikja ber á hjólreiða- og biíreiðaijóskerum eigi sfðar en kí„ 3J/i í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.