Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
310fermhús
við HáagerOi
TALSVERÐUR áhugi er á myndarlegum eignum, enda þótt þær séu
þyngri í sölu en minni eignir. Kom þetta fram í viðtali við Friðrik
Stefánsson, fasteignasala í Þingholti, en þar hafa verið auglýstar marg-
ar myndarlegar eignir að undanförnu. — Það verður að hafa það í
huga, að þeir eru hlutfallslega margir nú, sem hagnýta sér tækifærið
til þess að festa kaup á góðum eignum vegna verðsins, sem er mjög
hagstætt á slíkum eignum um þessar mundir, sagði Friðrik.
Ljósmynd/Jón Karl Snorrason
Horft yfir jarðirnar Ytri- og Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit, sem nú er orðin hluti af Snæfellsbæ.
Húsin, sem eru nær á myndinni, tilheyra Ytri-Kóngsbakka, sem nú er til sölu hjá Fasteignamiðstöð-
inni. Framleiðsluréttur á jörðinni er 220 ærgildi, en ræktað land er um 42 ha. Ásett verð með bú-
stofni, vélum og framleiðslurétti er 18,8 millj. kr., en mögulegt er að kaupa jörðina án bústofns, véla
og framleiðsluréttar og er þá óskað eftir tilboðum.
Jaröir meö góðum fram-
leióslurétti efHrsóttar
Hjá Þingholti er nú til sölu við
Háagerði 310 fermetra hús
með um 20 fermetra bílskúr. — Þetta
er mjög fallegt steinsteypt einbýlis-
hús, sagði Friðrik. — Það er kjallari,
hæð og ris. I því eru góðar stofur
með ami og útgangi út á verönd og
í kjallara er gufubað og líkamsrækt-
araðstaða. Húsinu fylgir góður lok-
aður garður með heitum nuddpotti,
en hiti er í stéttum og plönum. Á
þetta hús em settar 18 millj. kr., sem
ég tel mjög hæfílegt verð fyrir jafn
góða eign, en möguleiki er á skiptum
á minni eign.
Á meðal annarra myndarlegra hús-
eigna, sem nú eru til sölu hjá Þing-
holti, má nefna gott 233 ferm parhús
á þremur pöllum ásamt innbyggðum
bílskúr við Huldubraut í Kópavogi,
en á það eru settar 14,4 millj. kr.
Við Holtasel er til sölu mjög vandað
311 ferm einbýlishús, sem er kjallari,
hæð og ris ásamt innbyggðum bílskúr
ÁSTÆÐURNAR fyrir því að fólk
lendir í greiðsluerfiðleikum eru
margar. A tímabilinu frá árinu
1985 til 1991 veitti Húsnæðis-
stofnun ríkisins um 7 þúsund lán
vegna greiðsluerfiðleika íbúðar-
eigenda, samtals um 6 milljarða
króna á núverandi verðlagi. Þessi
fjöldi lána gefur tilefni til að ætla
að rekja megi vandræði flestra
til húsnæðisöflunar. Oft má þó
deila um orsök og afleiðingu. Sú
viðtekna venja að krefjast annað-
hvort veðs eða ábyrgðarmanna
og sér 60 ferm íbúð í kjallara. Skipti
á minna sérbýli koma til greina. Við
Unnarbraut á Seltjarnamesi er Þing-
holt ennfremur með 250 ferm einbýl-
ishús á tveimur hæðum í sölu, en það
er með sólskála með heitum potti.
Húsinu fylgir falleg og gróin lóð. Á
þessa eign eru settar 15,4 millj. kr.
— Það er ekki rífandi sala í fast-
eignum nú, en fyrirspumir era nokk-
uð þéttar og sala þokkaleg, enda þótt
framboð sé enn meira en eftirspum.
sagði Friðrik Stefánsson að lokum. —
En mér sýnist sem lélegar íbúðir hafí
lækkað í verði og vera þungar í sölu
nú, einkum ef þær þarfnast veralegr-
ar viðgerðar. Þá vilja kaupendur fá
að njóta þess í lægra verði. Það er
af, sem áður var í þenslunni, þegar
fólk lét sig hafa það að kaupa lakar
íbúðir á nálægt sama verði og góðar
íbúðir. Ég fínn fyrir verulegum mun
að þessu leyti miðað við það, sem
áður var.
við almennar lánveitingar leiðir
af sér erfiðleika sem tengjast í
flestum tilvikum íbúðarhúsnæði
einhvers, ef verulegir greiðsluerf-
iðleikar koma upp.
Með tilkomu húsbréfakerfisins
á árinu 1989 var reynt að
draga úr þeirri hættu að upp komi
greiðsluerfiðleikar vegna íbúðar-
kaupa. Það var gert með því að
gera það að skilyrði fyrir fyrir-
greiðslu í húsbréfakerfinu að íbúðar-
kaupendur fengju greiðslugetu sína
TÖLUVERÐ hreyfing er í jarða-
sölu á þessu vori. Þannig hefur
Fasteignamiðstöðin selt nokkrar
jarðir að undanförnu. Á meðal
þeirra má nefna Kanastaði í Aust-
ur-Landeyjum og Lækjarbakka í
Vestur-Landeyjum. — Það er
þokkalegt framboð á jörðum nú
en mætti samt vera meira á jörð-
um með góðum framleiðslurétti,
segir Magnús Leópoldsson, sölu-
stjóri í Fasteignamiðstöðinni, en
þar eru alls um 63 jarðir á sölu-
skrá nú.
Af jörðum, sem eru til sölu hjá
Fasteignamiðstöðinni, má
nefna Ytri-Kóngsbakka í Helgafells-
sveit, sem nú er orðin hluti af Snæ-
fellsbæ. Á þessari jörð er gott íbúð-
arhús byggt í áföngum, að hluta til
1939 en stærri hlutinn 1975. Allt
húsið hefur verið klætt að utan. Fjár-
hús eru frá 1969 fyrir 240 ijár, hlað-
metna áður en þeir gera kauptilboð
í íbúðarhúsnæði, með svonefndu
greiðslumati. Það er framkvæmt hjá
bönkum og sparisjóðum, sem taldir
eru eiga að hafa
bestar upplýsingar
um , greiðslugetu
viðskiptavina
sinna.
Greiðslumatið í
húsbréfakerfinu er
eftir Grétar J. leiðbeinandi og
Guómundsson segir til um há-
marksverð íbúðar
sem kaupandi er talinn geta keypt.
í því felst fyrst og fremst ráðgjöf.
Það er svo algjörlega undir viðkom-
andi umsækjendum komið hvort þeir
þiggja hana eða gefa rangar upplýs-
ingar varðandi atriði sem eru undir-
staða greiðslumatsins.
Við hvert tækifæri sem gefst er
bent á að greiðslumat er forsenda
fyrir afgreiðslu í húsbréfakerfinu.
Þrátt fyrir það koma enn í dag fyrir
tilfelli þar sem kaup eru ákveðin
áður en sótt er um húsbréfalán.
Þeir kaupendur lenda undantekning-
arlaust í greiðsluerfiðleikum, ef þeir
þurfa á húsbréfalánum að halda, því
skuldabréfaskipti í þessum tilvikum
eru ekki heimil.
Árangur hefur náðst
Greiðslumatið hefur engu að síður
skilað ákveðnum árangri hvað varð-
ar að gera íbúðarkaupendum betur
grein fyrir kostnaðinum við kaup og
lántökur. Athugun hefur leitt í ljós,
að jafnaði er kaupverð íbúða þeirra
kaupenda sem notfæra sér húsbréfa-
kerfið um 10-17% undir því
greiðslumati sem þeir fá. Þetta er
vísbending í þá átt að kaupendur
íhugi betur en oft er haldið fram
an er byggð 1962 og votheysgryfjan
sama ár en fjós 1965. Framleiðslu-
réttur á jörðinni er 220 ærgildi og
ræktað land um 42 ha. Ásett verð
með bústofni, vélum og framleiðslu-
rétti er 18,8 millj. kr., en mögulegt
er að kaupa jörðina án bústofns,
véla og framleiðsluréttar og er þá
óskað eftir tilboðum.
Þá má nefna garðyrkjubýlið Ljósa-
land nyrzt í Laugaráshverfí í Bisk-
upstungum, en land þess er 1 ha
leiguland með erfðafestuábú. Garð-
yrkjubýlið var stofnað 1965, en þar
hafa aðallega verið ræktuð bióm.
Byggingar eru íbúðarhús byggt 1967
og 1972, þar af 100 ferm íbúð ásamt
28 ferm geymslu og þvottahúsi, tvö
gróðurhús, annað 400 ferm frá 1974
og hitt 140 ferm frá 1982 alls 540
ferm. Verðhugmynd er um 9,5 millj.
kr.
— Jarðasala á þessu vori er keim-
lík því, sem verið hefur undanfarin
hvað um er að ræða þegar íbúðar-
kaup eiga sér stað.
Nýjungar
Á undanförnum árum hafa ýmsar
nýjungar verið teknar up í banka-
kerfinu og á fjármagnsmarkaði. Sem
dæmi má nefna þjónustufulltrúa og
ýmiss konar námskeið og fjármála-
ráðgjöf sem fjármálastofnanir hafa
boðið upp á. Þetta er allt góðra
gjalda vert, en eftir stendur að auð-
velt er að lenda í greiðsluerfiðleikum.
Að ábyrgjast lán
Fólk sem skrifar upp á sem
ábyrgðarmenn á lánum ættingja eða
vina, eða sem lánar veð, gerir sér
ekki alltaf grein fyrir því að það
getur þurft að greiða viðkomandi lán
sjálft. Þeir sem gerast ábyrgðar-
menn á lánum annarra ættu að hafa
það fyrir reglu, að. ábyrgjast einung-
is lán að þeirri fjárhæð sem þeir
hafa getu til að borga sjálfir. Fjöldi
þeirra sem þurft hafa að gera það
á undanförnum árum er mikill.
Aukið frelsi
Hið aukna frelsi sem orðið er á
fj ármagnsmarkaði hér á landi að
undanförnu hefur ekki reynst öllum
vel. Það virðist eiga jafnt við um
einstaklinga sem ýmsar lánastofn-
anir. Þó upplýsingar um útlánatöp
lánastofnana vegna einstaklinga
liggi ekki fyrir má ráða af fréttum
að þau hafi aukist.
Greiðslumat í líkingu við það sem
framkvæmt er í húsbréfakerfinu
ætti að vera viðtekin venja við allar
Iánveitingar lánastofnana. Ef svo
yrði myndu greiðsluerfiðleikar íbúð-
areigenda í framtíðinni án efa verða
minni en verið hafa á undanförnum
árum.
Höfundur er þjónustuforstjóri
Húsnædisstofnunar ríkisins.
vor og verð á jörðum svipað, sagði
Magnús Leópoldsson að lokum. —
Maður finnur samt fyrir því, að það
eru aðeins minni peningar í umferð
nú. Greiðslukjör fara annars talsvert
eftir því, hvort jarðir eru seldar til
búskapar eða til frístundaiðju eins
og hestamennsku, en þá eru þær án
framleiðsluréttar.
Fast-
eigna -
sölu 1 ■
í blaðinu
Agnar Gústafsson 12
Ás 23
Ásbyrgi 9
Berg 28
Borgareign 24
Borgir 22
Eignaborg 20
Eignahöllin 21
Eignamiðlunin 7 & 12
Eignasalan 10
Fasteignamark. 13 & 14
Fasteignamiðlun 3
Fasteignamiðst. 12, 18 & 21
Framtíðin 10
Gimli 8 & 9
Hátún 6
Hóll 16 & 17
Hraunhamar 5 & 21
Húsakaup 27
Húsið 26
Húsvangur 4
Kjörbýli 15
Kjöreign 19
Lyngvík 17
Öðal 12
Séreign 1 2 & 21
Skeifan 25
Stakfell 20
Valhús 6
Þingholt 11
Vettvangur
húsbréfaviðskipta
Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu
í húsbréfaviðskiptum.
* Vertu velkomin(n).
í
' L •
Landsbanki landsbref hf.
íslands Löggilt veröbrétafyrirtæki.
Banki allra landsmanna Aðili aö Veröbréfaþingi fslands.
Húsið við Háagerði er kjallari, hæð og ris. I því eru góðar stofur
með arni og útgangi út á verönd og í kjallara er gufubað og líkams-
ræktaraðstaða. Húsinu fylgir góður lokaður garður með heitum
nuddpotti, en hiti er í stéttum og plönum. Á þetta hús eru settar
18 millj. kr., en möguleiki er á skiptum á minni eign.
Markaðurinn
Vandadri viiinubrögð