Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 3
G1GAI9VÍU0H0M MORGUNBLAÐIÐ HUSAMALUN Morgunblaðið/KGA Sulla velá þakið EITT af því sem nauðsynlegt er að gera til að halda við húsum er að mála og eins og með svo margt annað er ekki sama hvern- ig það er gert. Það er til dæmis ekki heppilegt að slá tvær flugur í einu höggi og vera í sólbaði á meðan málað er. Morgunblaðið ræddi við nokkra málarameistara og fékk hjá þeim góð ráð fyrir þá sem ætla að mála sjálfir. Gengið er út frá því að mála eigi allt húsið og stiklað á stóru í því hvernig bera á sig að við það. Þegar ákveðið hefur verið að mála allt húsið þarf auðvitað að velja liti. Ráðlegt er að kaupa lítið magn af þeim litum sem fólk er að hugsa um og mála litla fleti á hús- inu þannig að fólk sjái hvernig lit- irnir koma út, litakortin sýna nefni- lega ekki alveg nákvæmlega réttu áferðina. Þegar nýtt bárujárnsþak er mál- að er nauðsynlegt að það hafi veðr- ast í um það bil tvö ár. Til eru efni sem sagt er að nota megi beint á nýtt járn, en reynslan virðist sýna að bestu endingu fái menn með því að láta járnið veðrast. Ef verið er að mála þakið í fyrsta sinn þarf að bera grunn á áður en farið er að mála og síðan tvær umferðir af málningu. Fyrir þá sem ekki hafa málað þak áður er rétt að taka fram, til að menn séu ekki allt sumarið að mála þakið, að það þarf að sulla hressilega á þakið, ekki nudda og draga úr málning- unni þar til kústurinn (eða rúllan) er orðinn þurr. Óvönum hættir dálít- ið til þess. Misjafnt er hvort menn mæla með að notaður sé málningarkústur eða sérstök rúlla fýrir bárujárn. Það er sama hvort er notað, hafið í huga að setja áhaldið á kaf í máln- inguna og dreifa henni gróflega fyrst og síðan að draga úr, ekki of mikið samt. Gott er að þynna máln- inguna aðeins með sérstökum þynni eða terpentínu því þá er auðveldara að vinna með málninguna. Best er að mála þakið þegar skýjað er því ef sólin skín er mun erfiðara og seinvirkara að mála. Þetta á reynd- ar við um alla málningu úti. Við eigum ekki að nota tímann til að vera í sólbaði þegar málað er. Ef það er sól þegar ætlunin er að mála þá er ráðlegast að vera í for- sælunni við það. Mikilvægt er að vanda til verks því ef málun þaks tekst vel getur málningin dugað í áratug eða leng- ur þannig að viðhaldið þarf ekki að vera eins mikið og margur held- ur ef til vill. FUAVARNAREFNI Fúavöm ver gegn sól og regni MARGSKONAR fuavarnarefra eru á markaðnum og hefur hvert sína kosti og ætlað til ákveðinna þarfa. Helstu flokkar fúavarnar- efna eru annars vegar olíuefni, sem eru ýmist glær eða þekjandi, og hins vegar akrýlefni og olíu-akrýlefni, sem eru þekjandi. Olíu- efni hafa takmarkað veðrunarþol miðað við akrýl- og olíu-akrýl en nauðsynlegt er að meðhöndla nýjan við með slíkum efnum áður en hann er settur upp utandyra, því sé viðurinn látinn standa óvarinn utanhúss btjóta útfjólubláir geislar frá sólu yfirborð viðar- ins þannig að á hann sest grámi sem nauðsynlegt er að fjarlægja ef tryggja á góða endingu. Ef viðurinn er meðhöndlaður áður en hann er settur upp utandyra staðfesta rannsóknir að margfalda megi endingu viðarvarnarefna. Jón Bjamason, efnaverkfræðingur hjá Málningu, sem stjómar rannsóknarstofu fyrirtækisins og á t.a.m. heiðurinn af Kjörvara-fúa- vamarefnunum frá Málningu, gefur eftirfarandi ráð um fúavörn og fúa- vamarefni: Eftir grunnmeðhöndlun þarf við- urinn að veðrast í 1-4 mánuði eftir aðstæðum áður en hann er gmnn- aður og mettaður með olíbundnum efnum. Nauðsynlegt er að gmnna og metta viðinn með olíubundnum efn- um, sem hafa mun hærra þurrefni og metta viðinn fyrr. Sérstaklega er mikilvægt að metta endatré þann- ig að vatn eigi ekki greiða leið inn í opið sár viðarins. Litarlaus fúavamarefni veita ekki næga vöm gegn útfjólubiáum geisl- um sólar. Nauðsynlegt er að veita yfirborðsmeðhöndlun með lituðu efni. Viður sem á að fúaveija þarf að vera vel þurr, laus við ryk, seltu, fitu og önnur óhreinindi, sem dregið geta úr viðloðun. Yfirborðsmeðhöndlun með olíu- efnum, sem til em hvort heldur glær eða þekjandi, hefur þá kosti t.d. að viðaræðamar koma vel í gegn og áferð viðarins nýtur sín best en á móti kemur að veðrunarþolið er minna og því þarfnast slíkur viður meira viðhalds og þarf að jafnaði að bera á hann á 2-4 ára fresti og oftar þar sem mest mæðir á. Séu akrýl- og olíu-akrýlefni not- uð til að þekja viðinn eftir gmnn- meðhöndlun næst mun betri ending vegna meira veðrunarþols þessara efna, sem að auki bjóðast í miklu litaúrvali, öfugt við olíuefnin. Var- ast ber að mála með þekjandi viðar- varnarefnum á móti sterkri sól. Viður sem varinn er með þessum efnum og hlotið hefur rétta grunn- meðhöndlun ætti að öðru jöfnu ekki að þarfnast viðhalds í 6-10 ár, háð veðurálagi og öðmm aðstæðum, svo og gæðum viðarins og undirbúningi og vinnu þess sem fúaver. Sólpallar Fyrir sólpalla hefur Jón Bjarna- son og samstarfsmenn hans hjá Málningu þróað sérstaka pallaolíu, sem kallast Kjörvari 12. Þar er um að ræða olíuefni sem er sérstaklega ætluð fyrir hina erfiðu láréttu fleti sólpallanna þar sem vatn liggur yfír. Pallaolían er yngsta fúaVarnar- efnið á markaðnum; mjög feitt efni. Lykilatriði er að sögn Jóns að metta viðinn vel og þarf eina til tvær umferðir. Bera skal vel á en þó ekki svo mikið að lakkhúð myndist. Betra er að bera minna á hverju sinni og fara fleiri umferðir. Þær hliðar skjólveggs eða girð- ingar sem standa áveðurs getur þurft að meðhöndla mun oftar en þær sem njóta betra skjóls gegn veðri. Liður í því að verja við gegn fúa er að sjá til þess að listar standi út fyrir klæðningu þannig að drop- ar eigi leið niður og að klæðning nemi ekki við jarðveginn. ’ei ÍAM .51 HUOAQUV1I4U8 0 S SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 C 3 Ódýrt þakiárn! Ódýrt járn á þak og veggi. 2 nýjar gerðir Hvítt - rautt - galvaniserað Timbur og stál hf Smiðjuveg 11, símar 45544 - 42740, fax 45607. FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS MR búðin*Laugavegi 164 sími11125 * 24355 Eigum á lager mikið úrval af plastvörum fyrir garðinn, svalirnar, sólstofuna og pallinn. Fleira vœntanlegt. § Helgi Filippusson hf. Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík, síml: 671210 mls2 v“l K U N N * * GRÓÐURKM-K M0Sí«Gsí*Vk»Dn JARÐVEGSBA VWhðWumoKkurv. í verðlagnmgu- _ 10K9 eoKarkr 25 Kg. poKar Kr. Kynntu þer vikutilboðin okkar! HVI RóSgjöf sérfræöinga um garð- og gróðurrækl , / GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 4 32 1 1 • Fax: 4 21 00 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.