Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994 C 7
+
Kærkomin bók fyr-
ir gróðurunnendur
STEINN Kárason, garðyrkju-
fræðingnr, hefur skrifað
gagnmerka bók sem hann
nefnir Trjáklippingar og er
mikill fengur fyrir garðeig-
endur hér á landi því tilfinn-
anlega hefur vantað heillega
samantekt eins og í þessari
bók.
Steinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann og
kona hans gæfu út bókina og
dreifðu henni. „Þetta er mikil
vinna og kostnaður, en ég er
samt kominn með hugmynd að
annarri bók, en hvort og þá
hvenær ég læt verða af því að
skrifa hana veit ég ekki.“
í bókinni, sem er 111 blaðsíð-
ur, eru mörg hagnýt ráð um
trjárækt og lífrænar varnir
gegn meindýrum og í henni er
mikill fjöldi teikninga sem skýra
málin ótrúlega vel. Steinn skrif-
ar einnig góðan og læsilegan
texta þannig að fólk þarf ekki
að vera sérfrótt til að geta nýtt
sér bókina.
Borðar í íslensku fánalitunum á lager
í 6 breiddum frá 15 - 175 mm, 25 m. á rúllu.
Helgl Fillppusson hf.
W Tunguhálsl 7, 110 Reykjavík, síml: 671210
Yfir 100 ára reynsla
Traust garðáhöld eru hest
í garðinn þinn
Útsölustaðir:
Kaupfélög, byggingavöruversl. og helstu gróðrarst.
K. Þorstelnsson & Co
Skútuvogi 10E, 104 Reykjavík,
sími 685722, fax 687581
HELLULAGNING
Utkoman
veltur á
undirbún-
ingnum
UNDANFARIN ár hefur framboð á hellum orðið
sífellt fjölbreytilegra hér á landi og í auknum
mæli eru hellur ekki aðeins lagðar til að afmarka
gönguleiðir í görðum heldur til að útbúa dvalar-
svæði sem oft eru til mikillar prýði sakir fjölbreyti-
legs munsturs og hleðslu. Allt veltur þó á hvernig
að verki er staðið og hér á eftir fara lauslegar
leiðbeiningar Björns Jóhannssonar, hellusérfræð-
ings hjá BM Vallá, um hvernig best sé að standa
að verki við einfalda hellulögn. Ef um flókna vinnu
er að ræða, þar sem t.d. er stefnt að því að mynda
munstur eða þörf er á mikilli sögun er líklega
ráðlegt að leita til fagmanna.
NAUÐSYNLEGT er aft f jar-
lægo undan þeim staó,
þor sem leggja ó hell-
urnar, allt f rostvirkt
efni svo sem leir og
mold niður ó 40-60 cm
dýpi (lægri talan gæti
ótt vift gangstíg í garði
efta dvalarsvæfti, sú
hærri vift innkeyrslur
efta bílastæfti) til aft
draga úr frostþenslu og
koma í veg fyrir aft
hellulögnin aflagist efta
bólgni meft tímanum.
Fyllt er meft grús efta
öftru ófrostvirku efni
sem þjappast vel og þaft
þjappað með jarftvegs-
þjöppu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvernig til tekst veltur á því hvemig gengið er frá undir-
lagi hellnanna og þá þarf fyrst að huga að því að ná
réttum vatnshalla.
Nauðsynlegt er að fjarlæga undan þeim stað, þar sem
leggja á hellurnar, allt frostvirkt efni svo sem leir og mold
niður á 40-60 cm dýpi (lægri talan gæti átt við gangstíg
í garði eða dvalarsvæði, sú hærri við innkeyrslur eða bíla-
stæði) til að draga úr frostþenslu og koma í veg fyrir að
hellulögnin aflagist eða bólgni með tímanum. Fyllt er með
grús eða öðru ófrostvirku efni sem þjappast vel og það
þjappað með jarðvegsþjöppu. Bestur árangur næst með því
að fylla upp og þjappa í tveimur lögum og bleyta fylling-
una vel með vatni áður en byijað er að þjappa.
Ofan á þjappaða grús er lagt 5-10 cm þykkt lag af fín-
um steypusandi. Sandurinn er jafnaður en síðan þarf að
„strauja" hann til að ganga endanlega frá undirlaginu.
Til þess er eftirfarandi aðferð hentug: Takið tvö jámrör,
1“ í þvermál (þykktin ræðst af hæðinni sem menn vilja ná)
og grafið lárétt í stefnu stígsins í sandinn þannig að efri
brún þeirra verði í sömu hæð og neðri brún hellnanna.
Takið síðan réttskeið og skafið sandinn eftir rörunum í
rétta og jafna hæð. Þegar búið er að „strauja" fyrsta hlut-
ann eru rörin fjarlægð varlega og förin eftir þau fyllt með
sandi og sléttað úr. Síðan er tekið til við næsta hluta með
sama hætti. Best er að hafa rörin eins löng og mögulegt
er því það tekur hlutfallslega lengri tíma að „strauja“ lítil
svæði.
Þegar hellurnar eru lagðar þarf eðilega að taka jafnóðum
rétta línu Iangsum og þversum. Þurfi að rétta af hellur til
að ná réttu horni getur verið hentugt að smeygja skóflu-
blaði á milli og nýta vogarafl til að hnika þeim til. Þegar
stéttin er tilbúin er sópað yfir hana með sandi til að fylla upp
í fúgurnar.
Bjöm Jóhannsson segir að við hellulögn sé algengast að
fólk flaski á að vanda ekki nægilega vel til undirbúnings
við undirlag og gæti ekki að því að hafa vatnshallann réttan.
í því efni er fyrsta reglan sú að láta halla frá húsi og
í niðurföll. Mælt er með því að bæta við niðurföllum ef
nauðsyn krefur en Björn segir að skaðlaust geti verið að
láta halla í gras þar sem um lítinn flöt er að ræða.
Lausleg athugun bendir til að algengt verð á fermetra
af hellum sé 1.700-2.000 krónur.
Morgunblaðið/Sverrir
l
HÁKOT
HLABIÐ 1893
■ VERSLUNIN
Pipar og salt hefur
skemmtileg og per-
sónuleg skilti til sölu.
Skilti þessi er hægt
að fá í fimm mismun-
andi gerðum og ræð-
ur viðkomandi hvað
skrifað er á þau.
Skiltin era framleidd
í Bretlandi úr ál-
blöndu og síðan emel-
eruð þannig að þau
ryðga ekki. Hægt er að fá íslenska stafi á skiltin og kosta þau frá
6.900 krónum og allt upp í 13.400 en þá eru þau orðin ansi stór.
Skilti þessi em sérlega falleg og öðmvísi en hefðbundin skilti. Marg-
ir láta setja nafn hússins á það og einnig ártalið sem húsið var byggt.
Þá hafa margir sumarbústaðaeigendur sett slík skilti við bústað sinn.
Sff:
■ LIMGERÐISP-
LÖNTUR og tijá-
plöntur með berum
rótum er best að gróð-
ursetja snemma vors.
Sumarblóm á að gróð-
ursetja strax og veður leyfir en taka
mið af því að tegundir eru misjafn-
lega veðurþolnar. Ekki skiptir höfuð-
máli hvenær sumarsins tijáplöntur
með hnaus, runnar og tré í pottum
eru gróðursett en ef plantað er seint
á sumrin er nauðsynlegt að skýla
plöntunum. Fjölær blóm má einnig
gróðursetja allt sumarið, hvort sem
þau em ræktuð í pottum eða ekki.
■ ■ ÞEGAR vök-
vað er þarf að gera
það svo rækilega að
efstu 20 cm jarðvegs-
ins vökni. Það er jarð-
vegurinn sem þarfn-
ast vökvunar, ekki blöð plantnanna.
Ef vökvað er oft og lítið í einu getur
það dregið úr vexti þar sem jarðveg-
ur og plöntur kólna. Jarðvegurinn
dregur hraðar í sig volgt vatn en
kalt og er mælt með að volgt vatn
sé notað við vökvun.
■ PÉTUR N. Óla-
son í Gróðrarstöðinni
Mörk segir algengt að
garðeigendur flaski á
sé að grisja ekki nógu
vel til að tryggja að
lífvænlegustu og fallegustu plönturn-
ar fái það pláss sem þær þurfa til
þess að njóta sín og gleðja augað.
Algengt hefur verið að fólk umkringi
garða sína með tijám og setji nokkur
niður upp við hús, gjaman of ná-
lægt. Menn gróðursetji of þétt án
þess að ætla tijánum það pláss sem
þau munu þurfa þegar þau fara að
stækka og breiða úr sér. Með tíman-
um vilja þessi tré verða til ama, vöxt-
ur þeirra takmarkast og tekur mið
af þrengslunum sem þau búa við og
loks þegar þau hafa náð fullri stærð
varpa þau skugga á þá staði í garðin-
um þar sem eigandinn hefur ætlað
sér að njóta sólar eða þá að þau
byrgja sýn út um glugga hússins.
■ FÓLK ætti að
vera duglegt við að
grisja, hentugt er að
gera það í febrúar til
apríl. Pétur segir sök
sér þótt þétt sé sett
niður, aðalatriðið sé að velja lífvæn-
legustu plönturnar og hafna hinum
áður en allur gróðurinn skaðast af
nábýlinu. Hins vegar beri t.d. elsti
hluti Reykjavíkur þess merki að
víða hafi verið haldið í ónýt tré með
þeim afleiðingum að hin fallegri fá
ekki notið sín. Hann vonar að í
nýrri hverfum endurtaki íbúar ekki
þau mistök heldur dreifi gróðrinum
þannig að hann fái það pláss sem
hann þarf til að dafna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garður er granna
sættir en getur
valdið deilum
NOKKUÐ er um að nágrannar deili um
Ióðamörk, girðingar milli húsa og
hvemig ganga skal frá þeim og skipta
kostnaði. Einnig koma á stundum upp
deilur um hæð tijágróðurs þar sem íbú-
ar eins húss te(ja að gróður í garði
grannans valdi óþægindum. Sjálfsagt
leysast flest slík mál með samkomulagi
en þess em dæmi að deilur af því tagi
komi til kasta lögfræðinga og endi jafn-
vel fyrir dómstólum.
Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar,
hrl., formanns- Húseigendafélagsins,
spretta deilur um lóðamörk á stundum upp
þegar ganga þarf frá mörkum milli lóða
sem liggja í mismunandi hæð þannig að
meira þarf af hleðslu eða annars konar
tilfæringa er þörf öðru megin markanna.
Meginreglan í slíkum tilvikum, jafnt og
öðrum, er hins vegar sú að skipta skuli
kostnaði við að ganga frá lóðamörkum
milli aðlægra eigna að jöfnu milli húseig-
enda.
Þótt flestir geti leyst slík mál með sam-
komulagi eru þess dæmi að granna greini
á um þörfina á að ganga frá lóðamörkum
og hve mikið skuli í lagt eða hvort þörf sé
á viðgerð á vegg eða girðingu sem skilur
lóðir þeirra að.
Sigurður H. Guðjónsson sagði að í slíku
tilviku gæti sá sem vildi hefjast handa
fengið mat dómkvaddra matsmanna á því
hvað þurfi að gera og að því mati fengnu
geti hann ef nauðsynlegt reynist ráðist í
þær framkvæmdir á kostnað beggja.
Annað sem að þessu lýtur eru deilur
nágranna vegna tijágróðurs en slík mál
hafa farið fyrir dómstóla. Um það hvað
má eða má ekki í þeim efnum gilda þær
almennu grenndarreglur að eigandi fast-
eignar verður að gæta þess að valda ekki
nágranna ónauðsynlegu ónæði og óþæg-
indum. Beiting þeirra reglna er ávallt
nokkuð matskennd og getur byggst á at-
vikum og hagsmunum í hveiju tilviki.
Þannig kemur fram í dómi sem gekk í
deilumáli nágranna í Reykjavík um tijá-
gróður í fyrra að engar reglur séu til um
leyfilega hámarkshæð tijáa á lóðamörkum.
Þar var deilt m.a. um furutré og 8 ára
gömul aspartré sem náð höfðu allt að 6
metra hæð og skyggðu á dvalarstétt í
garði nágranna. í því tilviki var eigendum
tijánna gert að fella sex af tijánum en
kröfur nágrannanna um að tijám skyldi
haldið umdir 180 cm hæð voru ekki tekn-
ar til greina.
Nánari upplýsingar um reglur sem að
þessum hlutum snúa má t.d. fá í bygging-
arreglugerð og einnig veitir Húseigendafé-
lagið félagsmönnum sínum upplýsinga-
þjónustu og lögfræðiráðgjöf ef svo ber
undir.
Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni
sælureit í garðinum
í Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla,
skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi
Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna
hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og
efnisstærðir sem henta best.
Ef þú þarft á að halda útvegum við einnig
góða fagmenn sem koma á staðinn,
meta verkið, hefjast handa - og Ijúka því
fljótt og vel.
HUSASMIÐJAN
Súðaivogi 3 - 5,104 Reykjavik, Sími 91 -687700
Helluhrauni 16, 220 Hafnarfiiði, Sími 91-650100
Komdu eöa hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins.