Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Við eigum ávalit á lager hellur, þrep,
kant- og hleöslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur I gangstéttir,
bílastæði, innkeyrslur, leiksvæði, úti-
vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er.
■ ÞEIR sem hug
hafa á að gera beð
þar sem einhveijir lit-
ir eru allt sumarið,
það er að segja að
alltaf sé einhveijar
jurtir í blóma, ættu að leita til sér-
fræðinga hjá gróðrarstöðvunum og
fá upplýsingar um hvaða jurtir eru
hentugar.
■ EKKI er ráðlegt
að setja áburð alveg
að rótum jurta þegar
gróðursett er, en gott
er að blanda lífræn-
um áburði, til dæmis
hrossataði, saman við moldina.
■ JARÐ-
VEGSDÚKAR hafa
sífellt orðið vinsælli á
síðari árum og eru
hentugir þegar leggja
á hellur og einnig við
gerð beða og tjama. Menn verða
þó að hafa í huga að þrátt fyrir jarð-
vegsdúkinn kemur alltaf einhver
óæskilegur gróður af því fijókom
fjúka í beð og á milli hellna.
■ MIKIÐ úrval er í
ár af blómum sem
hægt er að hafa inni
í gróðurskála á ve-
turna og setja síðan
út á sumrin. Hentugt
fyrir þá sem hafa gróðurskála því
þannig má lengja sumarið hér á
landi.
RAFMAGNSÞILOFNAR
EP-50 500 W 6.890,-
EP-100 1000W 7.250,-
EP-150 1500 W 8.090,-
EP-200 2000 W 9.140,-
2000 W m/blæstri 11.380,-
Bjóðum einnig nýjar gerðir
oliufylltra rafmagnsofna
61221 1200 W 9.310,-
71521 1500 W 10.160,-
92021 2000 W 11.780,-
Einnig gasofnar á
afar hagstæðu verði
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Eigum á lager mikið úrval af leirvörum fyrir
garðinn, svalirnar, sólstofuna og pallinn.
\(/ Fleira væntanlegt.
Helgi Fillppusson hf.
Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík, síml: 671210
MOSINN gerir mönnum oft lífið leitt.
Mosinn leiðigjam
MOSI er langt frá því að vera
aufúsugestur í görðum og marg-
ur hefur staðið í ströngu við að
reyna að losna við hann. Aðferð-
irnar eru margar og hafa reynst
mönnum misvel.
að em nokkur atriði í sambandi
við mosa sem menn verða að
hafa í huga. Mosi kemur alltaf und-
an hlýjum og rökum vetri. Hann
kemur helst í skuggsælar lóðir og
illa hirtar lóðir þar sem ekki hefur
verið borið á reglulega," segir
Steinunn Stefánsdóttir, garðyrkju-
fræðingur hjá Blómavali.
„Til að losna við mosann em til
nokkrar aðferðir sem gefist hafa
misjafnlega vel. Ég segi alltaf við
fólk sem leitar til mín, að í fyrsta
lagi þurfi að losna við mosann og
það er gert með því að eitra fyrir
hann eða með því að tæta hann upp
úr grasfletinum með hrífu. Ef eitrað
er fyrir hann verður hann svartur
og deyr. í annan stað er að setja
kalk í jarðveginn því þannig þrífst
mosinn verr og í þriðja lagi er að
setja grasfræ og góðan túnáburð á
flötina.
Það er einnig hægt að bera kalk-
ammon á grasflötina og þá tekur
grasið vel við sér og vex yfir mos-
ann þannig að hann verður undir.
Ég get ekki mælt með þeirri aðferð
að láta slegið gras liggja til þess
að endurnýja efsta moldarlagið. Þá
held ég sé betra að vera með safn-
þrær og fá þannig góðan jarðveg.
Ef kalk er borið á árlega, annað-
hvort hreint eða í skeljasandi, verð-
ur jarðvegurinn góður með tíman-
um. í nýjum hverfum er hættara
við súrri mold en annars staðar, en
súra mold má þekkja af því að hún
er rauðleit. Mold úr grunnum ættu
menn ekki að nota beint í garða
því best er að moldin hafi brotið
sig, fengið að standa í ein tvö ár,
áður en hún er notuð sem gróður-
mold.
Eitt af bestu ráðunum til að losna
við mosa er að fá krakkana í hverf-
inu til að leika sér á blettinum.
Sandur er einnig góður, sérstaklega
ef hann er kalkríkur. Þú sérð aldrei
mosa á umferðareyjum í Reykjavík
vegna þess að þangað berst svo
mikill sandur. Það er því reynandi
að þekja lóðina með sandi á vorin.
Það er einnig ágætis ráð til að slétta
lóðina ef hún er óslétt,“ segir Stein-
unn.
Lúsin ekkert vandamál
ÞAÐ er að ýmsu að hyggja þegar
koma á upp fallegu limgerði.
Hvernig plöntur á að velja? Eiga
þær að vaxa hratt, vera harð-
gerðar og er ekki alltaf hætta á
að brekkuvíðirinn til dæmis verði
lúsugur og því erfitt að hirða um
hann?
Við leituðum ráða hjá Blómavali
og fyrir svörum varð einn af
garðyrkjufræðingum verslunarinn-
ar, Steinunn Stefánsdóttir. „Það er
bara smekksatriði hvers og eins
hvernig limgerði menn vilja hafa
og lúsin er ekkert vandamál. Nú
eru komin svo góð efni á markað
þannig að menn geta haldið lúsinni
niðri og það er í rauninni synd
hvernig útreið brekkuvíðirinn hefur
fengið hjá fólki. Honum hefur hrein-
lega verið hent úr mörgum görðum,
en það er algjör óþarfi. Menn þurfa
ekki að setja lúsina fyrir sig.“
Þegar plantað er í hekk er þumal-
puttareglan sú að hafa um sjö plönt-
ur á hveija tvo lengdarmetra og
best er að kaupa plönturnar tveggja
tií þriggja ára gamlar en þá eru
þær orðnar vel greinóttar og þétt-
ar. „Það er ágætt að gera um 40
sentimetra holu fyrir plöntuna og
hafa góða gróðurmold. Ég bendi
fólki venjulega á að fá sér mold hjá
Gæðamold, sem er hjá Sorpu í
Gufunesi. Þar er hægt að fá mold-
ina alla vega blandaða þannig að
henti í alla garða."
En hvenær á að klippa tré og
runna? Má gera það hvenær sem
er ársins? „Það er best að klippa
tré og runna snemma á vorin og
það má í rauninni einnig gera það
á vetuma, en fyrst þurfa plönturnar
að vísu að komast upp úr snjónum.
Tíminn frá febrúar til apríl hefur
oft verið talinn henntugasti tíminn
en það má í rauninni klippa allt
sumarið þó ekki sé hægt að mæla
með því. Það fer dálítið eftir veður-
fari hvenær best er að klippa, best
er að gera það áður en plantan fer
af stað á vorin, áður en hún byijar
að vaxa. Það gerist þó ekkert þó
klippt sé eftir það og það er til
dæmis allt í lagi að klippa víðihekk
ennþá.
Ef fólk er með birki eða hlyn þá
HÆGT er að klippa runna ó ýmsa
vegu þó svo nashyrningar séu ekki
algengir í göróum.
verður að klippa snemma á vorin,
því báðum tegundunum blæðir mik-
ið og því þarf að klippa áður en
þær taka við sér á vorin, eða þá
að bíða þar til plönturnar eru full-
laufgaðar og klippa þá, það er líka
í lagi. Þegar hekk er klippt á að
reyna að klippa þannig að hekkið
sé breiðast neðst og mjóst efst, eins
og A laginu. Þannig tryggir maður
að sólin nái til allrar plöntunnar en
efri hlutinn skyggi ekki á þann
neðri. Mælt er með því að klippa
um 2/3 af ársvextinum," segir
Steinunn í Blómavali.
Nú sér maður stundum að tré
eða runnar eru klippt þannig að
mynduð er kúla eða eitthvað þaðan
af fallegra og flóknara. Er hægt
að klippa þetta eins og maður vill?
„Nei, ekki er það nú alveg. En
blátoppur er til dæmis þeim eigin-
leika gæddur að hann vex í kúlu
og svo eru aðrar tegundir sem
hægt er að klippa dálítið fijálslega
eins og til dæmis birkikvistur,“ seg-
ir Steinunn.