Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994 C 11
: ■ ■ íkm 2
- *
HÚS klætt með Garöaponel fró Héðni fyrir og eftir klæðningu.
á 85 þús. fermetra hér á landi, ýmist
á viðgerð hús eða nýbyggingar, heil
hús eða einstaka útveggi, flest úr
steinsteypu en nokkur timburhús.
STO er, að sögn Harðar Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Veggprýði hf., umboðsaðila STO,
samskeytalaus, býðst í um 400 litum
og breytir ekki ytra útliti húsa.
Kostnaður er að meðaltali 7.000-
7.500 kr. á fermetra á heilt hús. Þá
er miðað við að klætt sé utan á plast-
einangrun en einnig er hægt að
klæða yfir steinull eða á óeinangraða
veggi og tekur verðið þá mið af því.
Hörður segir nærri lagi að heil-
klæðning . á meðaleinbýlishúsi sé
mánaðarvinna fyrir tvo múrara.
Endanlega fer verðið nokkuð eftir
húsgerð, því beinni veggir og færri
gluggar, því minni kostnaður. Það á
við um allar þær tegundir klæðninga
sem hér eru til umfjöllunar.
Vinna við klæðninguna fer þannig
fram að fyrst er hús háþrýstiþvegið
til að losna við lausa málningu, salt
og skít. Þá er grunnað til að tryggja
límfestu og að því loknu er limd á
vegginn tregbrennanleg plastein-
angrun og húsið mótað í plastið. Sé
notuð t.d. steinullareinangrun er
festa hennar tryggð með nöglum.
Yfir einangrun er sett styrktarlag
sem samanstendur af fylliefni og
glertrefjaneti.
Yfir styrktarlagið er síðan sett
klæðningarkápan sem er samskeyta-
laus og að sögn Harðar Guðmunds-
sonar veðurþolin og litekta. Kápan
er blanda af akrýlefnum og náttúru-
legum steinmulningi og með henni
ALÞÝÐUHÚSID ó Isafiröi meöan unniö var viö aö klæöa þaö með STEHI.
er hægt að ná fram margvíslegri
áferð á veggi en Hörður segir að
veggur með hraunaðri áferð veiji sig
betur gegn veðurálagi en sléttur.
Við glugga og hallandi fleti eru
sett vatnsbretti úr blágrýti, marm-
ara, áli eða stáli til að losna við
óhreinindatauma.
Hörður segir akrýl-efnin einstak-
lega hentug til þessara nota vegna
þess hve eftirgefanleg og höggþolin
þau séu þannig að við högg skilji
klæðningin sig ekki frá undirlaginu
og greiði fyrir sprungumyndun.
Meðal húsa sem klædd eru með
STO má nefna blokkir í Arahólum í
Reykjavík, sem var viðgerðarverk-
efni, verkamannabústaðir í Grafar-
vogi voru einangraðir að utan og
klæddir þessu efni við byggingu og
einnig hefur verið sett STO-klæðning
á 8 blokkir á Keflavíkurflugvelli, auk
tuga eða hundruða húsa víðs vegar
um landið.
íslenskar stólklæöningar
Héðinn hf. hefur framleitt og selt
utanhúsklæðningar síðan 1977, bæði
hefðbundið litað í átta litum eða ólit-
að bárustál og frá því í fýrra einnig
nýja gerð stálklæðninga, svokallaðan
Garðapanel, sem hefur hlotið góðar
viðtökur, að sögn Magnúsar S. Rík-
harðssonar, sölustjóra, og þegar ver-
ið settur á um 60 hús víðs vegar um
landið. Liturinn í stálið er innbrermd-
ur með svokölluðu plastisol-efni sem
er 0,2 mm á þykkt. Plöturnar sjálfar
eru 0,6 mm.
Fermetri af Garðastáli kostar um
Morgunblaðið/KGA
Kynbætta birkið
vex hraðar
PÉTUR N. Ólason í Gróðrar-
stöðinni Mörk hefur frá árinu
1988 unnið í samvinnu við sér-
fræðinga Rannsóknarstofnun-
ar landbúnaðarins og skóg-
ræktarinnar að kynbótum á ís-
lensku birki. Ræktuð eru af-
kvæmi 18 sérvalinna birkitrjáa,
hinna bestu á Suðvesturlandi,
að sögn Péturs. Kynbættar eins
árs birkiplöntur eru nú að með-
altali 7,2 cm hærri en venjulegt
birki sem fær sömu umönnun
í sömu gróðrarstöð.
Foreldrarnir eru geymdir í gróð-
urhúsum í Groðrarstöðinni
Mörk. Tilraunin hefur gefið af sér
fræ í þijú ár og fyrstu árin voru
þau notuð til að búa til uppskeru
til ýmissa tilrauna sem tengdust
verkefninu. Fyrstu kynbættu
plönturnar voru seldar í fyrra.
Nú eru í gróðurhúsunum í
Mörk plöntur sem setlar voru nið-
ur 26. júní síðastliðið ár. í einu
gróðurhúsi er kynbætt birki, í
öðrum venjulegt. Til marks um
árangur tilraunanna sker það
kynbætta sig algjörlega úr og er
að meðaltali 7,2 cm hærra en
venjiilegar birkiplöntur eftir eitt
ár. í gróðurhúsinu þar sem kyn-
bætta birkið er varðbeitt er hæð
plantnanna 10-20 cm en í húsum
við hliðina við nákvæmlega sams-
konar aðstæður er hæð plantn-
anna 5-12 cm.
2.000 krónur.en af Garðapanel um
2.300 kr. að sögn Magnúsar og eru
þá innifalin efni til gluggafrágangs
og naglar, en ekki trélistar og ein-
angrun.
3-4 vikna vinna
Á heilan klæddan vegg giskar
Magnús á að kostnaður við fermetra
geti numið a.m.k. tvöföldum efnis-
kostnaði, eða nálægt 6.000 krónum
en sagði erfitt að nefna tölur þar um.
Algegnt er að tveir menn klæði með-
alstórt einbýlishús á 3-4 vikum með
öllum frágangi.
Við uppsetningu eru fyrst settir
gagnvarðir furulistar, a.m.k. 1 ‘/2“
þykkir, á vegginn og boltaðir með
múrboltum. Veggpappi er settur ut-
an á grindina, yfír einangrun ef
hennar er þörf, og að því loknu er
klæðningin negld á með ryðfríum
kambsaum. Síðan gengið frá í kring-
um glugga og horn með sérstökum
listum og hallandi undirstykkjum á
glugga og aðra hallandi fleti. Gengið
er frá dropalistum og vatnsbrettum
við glugga um leið og panellinn er
festur. Þar er boðið upp á staðlaðan
frágang en Héðinn smíðar allt efni
sem til þarf og sinnir því séróskum
húseigenda um frágang, ef fram
koma.
Meðal húsa sem stálklæðningar
frá Héðni setja svip á er hús Granda
við Norðurgarð og hús Sláturfélags
Suðurlands, nú ætlað Listaháskóla,
við Kirkjusand. Einnig setur klæðn-
ing frá Héðni svip á blokkir við Hval-
eyrarholt í Hafnarfirði.
nru
GIRÐINGAREFNI
j ÚRVALI
MR búðin*Laugavegi 164
sími11125 • 24355
■ WATERW-
ORKS heitir vatns-
miðlunarefni til að
nota í gróðurrækt
sem er til sölu hér á
landi og er sagt henta
jafnt þeim fyrir inniplöntur, úti-
gróður og til að hleypa lífi í og
örva vöxt grasflata.
WaterWorks er nokkurs konar
kristallar sem plöntur eru t.a.m.
baðaðar í áður en þær eru gróður-
settar. Efnið vinnur þannig að sögn
Þórhalls Signrjónssonar innflytj-
anda að það sogar í sig hundrað-
falt rúmmál sitt af vatni, sem það
síðan gefur frá sér smátt og smátt
eftir þörfum plantnanna og stuðlar
þannig að kjörskilyrðum fyrir vöxt
og viðgang gróðursins og dregur
úr vaxtarsveiflum. Efnið er sagt
skaðlaust lífríki þar sem það brotni
niður í náttúrunni á nokkrum tíma.
Eftir að efnið hefur mettast af
vatni þarf að sögn ekki að vökva
nema um helmingi til þriðjungi eins
oft í potta með Waterworks miðað
við eldri aðferðir og er sagt óhætt
sé að skilja plöntur eftir óumhirtar
í 2-3 vikur meðan eigandinn er í
sumarfríi. Við ræktun eykur efnið
uppskeru um 20-40% og dragi úr
áburðarþörf um allt að helming.
Waterworks er til í umbúðum frá
10 g, sem duga fyrir 3-4 blóma-
potta. 20 g pakki kostar 155 kr hjá
innflytjanda.
I SUMARBUSTAÐINN
Innrauður gasofn með þrer
hitaflötum og -stillingum.
Eldsneyti: Propan-flöskugas
Varmaorka: 1500/3000/4500 W
Gaseyðsla: 120-350 gr./klst.
Ytri mál: H=44 D=39 B=72 cm.
Frábært verð
1 3.990,- staðgr.
EINNIG RAFMAGNSÞILOFNAR
Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI.
/FOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
undirstaðan
er það sem skiptir mestu máli
METPOST
stálstólpi
ftil að reka
niður
METPOST
sftálstólpi
í steypu
METPOST
Með METPOST stálstólpixm
er hœgt að úibúa skjólveggi
og sólpalla á fljótlegan og ein-
faldan hátt. Ýmist má reka
niður METPOST stólpa,
steypa þá eða bolta niður.
Þegar METPOST stólpa hefur
verið komið fyrir er sett
í hann stoð og viðkomandi sól-
pallur / skjólgirðing sett upp.
Einfalt, öruggt, fljótlegt.
Söluaðilar: Mátningarþjónustan Akranesi, Knupfélag Borgfirðinga Borgarncsi, Bensiltinn ísafirði, Kaupfétag
Skupfinlinga Sauðárkróki, Kaupfólag Eyfirðinga Akureyri, Kaupfélag I>ingeyinga Húsavfk, TF-Búðin Egilsstöðum,
KASK Höfn, Kaupfélag Ámessinga, SG-Búðiti Selfossi, Skipaviðgerðir Vestnmnnaeyjum, Jám og Skip Kefiavík.
Á höfuðborgarsvæðinu: BYKO. Húsasmiðjan, Björninn og MB-Búðin.