Morgunblaðið - 20.05.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 20.05.1994, Síða 1
HEIMIU fHwétuiMnfetfe' FOSTUDAGUR 20. MAI1994 BLAÐ BYKO Að þessu sinni fjailar Bjarni Olafsson um BYKO í þætti sínum, Smiðjan. Hann rekur sögu fyrirtækisins, frá því að það hóf starfsemi og rekur þær breytingar og framfarir, sem orðið hafa í timbursölu hér á landi á undanförnum árum. — Ég hef átt þess kost að heim- sækja og skoða nokkrar sögun- arverksmiðjur erlendis m. a. í Þýzkalandi, segir Bjarni. — Hvergi hef ég séð sjálfvirkni, er jafnast á við sögunarverk- smiðjuna hjá BYKO. 24 Endurnýj- un húsa Við endurnýjun gamalla húsa er margs að gæta. Það þarf að finna það út, hvað ber að varðveita og hvað má víkja og verðmæti eignarinnar eftir endurnýjunina þarf að vera í samræmi við þá fjármuni, sem lagðir hafa verið í eignina vegna endurnýjunarinnar. Þetta kemur m. a. f ram í við- tali við Björn H. Jóhannesson arkitekt hér í blaðinu í dag. Björn segir ennfremur, að íslenzkir arkitektar standi að mörgu leyti betur að vígi í störf- um sínum en starfsbræður þeirra eriendis. íslenzkir arki- tektar eru menntaðir við beztu menntastofnanir bæði í Evrópu og Ameríku og í raun menntað- ir til þess að takast á við miklu viðameiri verkefni en þeirfást hér viðdaglega. Veróþróun / 1 | yndin hér til hliðar sýnir verðþróun í íbúðum í fjölbýli í Reykjavík á síðasta ársfjórðungi 1993 og þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Miðað er við söluverð á fer- metra (nafnverð). Ef verðið í marz sl. er borið saman við síðasta ársfjórðung ífyrra, sést að verðið hefur ekki lækkað heldur hækkað ef nokkuð er. í marz sl. var fermetraverðið sem hér segir, en til saman- burðar er verð á síðasta árs- fjórðungi 1993 innan sviga: Á 1- 2ja herb. íbúðum kr. 91.488 (kr. 85.483), á 3ja herb. íbúðum kr. 85.373 (kr. 80.102), á 4ra herb. íbúðum kr. 78.125 (kr. 75.285) og á stærri íbúðum kr. 64.314. (kr. 68.976) Þetta eru athyglisverðartöl- ur, þegar tekið er tillit til þess, að sl. haust spáðu ýmsir lækk- andi fasteignaverði. Benda má, að tölurnar fyrir marz eru byggðar á 75 kaupsamningum, sem er svipaður fjöldi og að meðaltali íhverjum mánuði á síðasta ársfjórðungi ífyrra. Þess ber þó að gæta, að með- alstærð seldra íbúða í marz var eitthvað minni, en fermetra- verð er yfirleitt hlutfallslega hærra í minni fbúðum. (Heimild: Fasteignamat ríkis- ins). Fermetraverð i fjolbyli i Reykjavik (Nafnverð) október - desember '93 og janúar, íebruar og mars '94 .l00, 1-2 herbergi Þ^r ^ ____ 3 herbergi 4 herbergi Fleiri en 4 herbergi . tó -q4 'QA ’QÍ >qA 'Qi 'Qft '0|i 'QlV 'Qft 'QÍ '$ ’QA ’QlV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.