Morgunblaðið - 20.05.1994, Page 12

Morgunblaðið - 20.05.1994, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994 S: 67589f Húseigendaþjónusta Sígurður óskarsson Slakkhömrura 17. lögg.fasteigna- og 112 Rcykjavík sldpasali KAUPENDAÞJÓNUSTA Vantar 5 herb. íbúð í Hafnarfirði. Vantar 2ja og 3ja herb. íbúðir í Vest- urbæ vestan Hringbrautar. Aðstoð við fasteignaleit á almennum fasteignamarkaði. Parsónuleg aðstoð við tilboðsgerð og kaupsamningsgerð. Hafið samband og leitið upplýsinga í síma 91-675891. Simatimi laugardag kl. 10-13 SEUENDUR ATH.: Vantar íbúðir á söluskrá. Áratugareynsla tryggir örugga þjónustu. Hraunbær - 2ja Falleg 2ja hb. íb. á 2. h. Suðursv. V. 4,7 m. Klapparstígur - 2ja 60,6 fm snyrtil. íb. á 2. hæð í stein- húsi. Svalir. Laus strax. V. 4,5 millj. Mávahlíð - 3ja Mjög falleg 3ja herb. rislb. Parket á gólfum. Þvottaherb. á hœó. Laua strax. Flyðrugrandi - 2ja 65 fm falleg íb. á 1. hæð. Sérgarður. Samþykkt fyrir gróðurskála. Leifsgata - 3ja + bflsk. Falleg og rúmg. (b. á 2. hæð. Nýl. innr. Verð 7,8 millj. Ahv. 3,4 mlllj. veðd. Grundarstígur - einb. Járnvarið timburhús, kj., hæð og ris. Nýl. gluggar og gler og nýl. járn. Seltjarnarnes - einbhús Glæsil. 287 fm einbhús v. Vikurströnd. Innb. bílsk. Mikið útsýni. Glæsibær Verslpláss í Glæsibæ, ca 50 fm brúttó. Hveragerði - einbhús 136 fm fallegt einbh. v. Þelamörk ásamt 70 fm bílsk. m. 3ja fasa rafm. og mik- illi lofthæð. Sk. mögul. á íb. í Rvík. Tvíbhús vesturbæ óskast Höfum kaupanda að húsi m. 2 íb. vesturbæ. Skipti mögul. á glæsil. sér- hæð á einum besta stað í Rvík. L Agnar Gústafsson hrl, Eiríksgötu 4 Mátflutnings- og fasteignastofa KAUPA FASTEIGN ER ÖRUGG FJÁR- FESTING f Félag Fasteignasala Morgunbaðið/Emilía Björn H. Jóhannesson arkitekt fyrir framan húsið Tjarnarstígnr 4, Seltjarnarnesi. Þetta hús hlaut viðurkenningu umhverfisráðs Seltjarnar- nesbæjar í fyrra sem hús ársins vegna endurnýjunar og endurgerðar, sem Björn hannaði. Endurnýjun gamafla húsa ktúiii' æ mlkilvægara rerkefni á næstu árum - segir Björn H. Jóhanncsson arkilekt Björn H. Jóhannesson fæst við fleira en endurnýjun gamalla húsa. Hann hannaði m. a. þessi nýlegu raðhús, sem standa við Birkihlíð 7, 9 og II í Reykjavík. VIÐ endurnýjun og endurbætur á gömlum húsum eru mismun- andi sjónarmið höfð að leiðar- ljósi. I fyrsta Iagi er hægt að gera hús upp í fullkomlega upp- runalegri mynd. Gott dæmi um þetta er Nesstofa á Seltjarnar- nesi, sem nú er læknaminjasafn. í öðru lagi er hægt að breyta innra skipulagi hússins með til- liti til nýrrar notkunar. Þar má nefna Bessastaði, sem hefur ver- ið breytt frá því að vera amt- mannssetur og skóli og síðan bóndabær í það að verða aðsetur forseta íslands. Gamla Landfó- getahúsið í Viðey, sem nú hefur verið breytt í veitingahús, er einnig gott dæmi af þessu tagi. Þessum húsum var breytt vegna breyttrar notkunar, en ýmsu bætt við til þess að auka gildi þeirra, sem ekki var þar upphaf- lega. HÞetta kom fram í viðtali við Björn H. Jóhannesson arki- tekt, en hann hefur fengizt talsvert við endurnýjun og endurbætur á gömlum húsum. — Algengasta ástæðan er samt ótalin, en hún felst í því að gera upp gömul íbúðarhús, sem hafa ekki í sjálfu sér varð- veizlugildi og breyta þeim í betri og verðmætari hús til sömu nota og áður, segir Björn. — Ahugi á gömlum húsum í þessu skvni hefur farið ört vaxandi hér á landi á undanförnum árum. Vegna hækk- andi aldurs fer þeim húsum líka æ fjölgandi, sem þarf að endurnýja. Björn er fæddur 1942. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, en síðan lá leið hans til Braunschweig í Þýzka- landi, þar sem hann lagði stund á arkitektúr í rúmt ár. Eftir það starfaði hann hér heima í fjögur ár við kennslu og blaðamennsku til ársins 1969, en hélt síðan til Kaupmannahafnar, þar sem hann nam arkitektúr við Konunglegu listaakademíuna og útskrifaðist hann þaðan 1975. Eftir heimkom- una starfaði hann með öðrum um skeið, en undanfarin ár hefur hann rekið eigin teiknistofu. Við Tjarnarstíg 4 á Seltjarnar- nesi stendur einbýlishús, sem valið var hús ársins í fyrra af umhverfis- ráði Seltjarnarness fyrir endurgerð og endurbætur á gömlu húsi. Björn hannaði þessar endurbætur á hús- inu. Hann var spurður að því, hvaða sjónarmið hann hefði haft að leiðar- ljósi, þegar hann hóf verkið? — Þetta var forskalað timburhús með bárujárnsþaki og upprunalega alls ekki lélegt hús, segir Björn. — En það hafði ekki varðveislugildi í sjálfu sér. Það hafði samt vissa mikilvæga eiginleika, sem gátu nýtzt áfram við endumýjun húss- ins. Þess vegna var upphaflegri gerð hússins ekki breytt, hvorki gluggum né dyrum. Húsinu var hins vegar breytt verulega að öðru leyti á þann veg, að það fékk á sig allt annað yfirbragð. Samspil Ijóss og skugga Þetta hús stendur í nánd við hafið og birtan þar er því sterk og síbreytileg. Þess vegna var samspil ljóss og skugga aukið með því að að klæða það að utan með láréttum hvítmáluðum borðum, skarsúð, frá hálfniðurgröfnum kjallara upp und- ir glugga fyrstu hæðar. Spennu og jafnvægi er náð í bygginguna með því að láta lárétta skarsúðina mæta lóðréttri borðaklæðningu milli glugga. Síðan kemur aftur lárétt skarsúð að þaki, sem er komið þannig fyrir, að það er eins og þakið hvíli þar ofan á, en svífi samt. - Þetta er gert til þess að húsið virki sem sterk og traust bygging, segir Björn. — I þessu húsi er í raun og veru ekki gengið á húsið sem slíkt, heldur var það styrkt og gefíð nýtt gildi á grunni þess sem fyrir var. Það er mikilvægt við endurgerð og endurbætur á göml- um húsum að finna það út, hvaða þættir nýtast í endurgerðinni, hvað ber að varðveita, hvað ber að leggja áherslu á og hvað má víkja. Þetta eru höfuðatriðin. En það er hægara sagt en gert að leysa jafn byggingatæknileg atriði af þessu tagi. Björn var spurður að því, hvernig þau hefðu verið leyst og svaraði hann þá: Húsið var einangrað að utan með steinull, síðan kom vindpappi, loft- ræstibil og loks lárétt eða lóðrétt borðaklæðning. Ýmsar byggingar- tæknilegar lausnir voru valdar m. a. borðaklæðning skorin saman við horn (geirskorin) og þakrenna feild milli slétts borðs að þakskeggi hins eiginlega þaks, sem er ekki venju- leg lausn. Þetta var ekki dýr lausn, en ákaflega mikilvæg fyrir heildar- yfirbragð hússins. - Sumt var leyst á staðnum við framgang verksins, heldur Björn áfram. — Smiðirnir gerðu líkan af þversniði þakskeggsins í fullri stærð fyrir mig, til þess að hægt væri að sjá nákvæmlega, hvemig það kæmi út á húsinu, jafnvel þótt ég væri áður búinn að teikna það. Það var ekki dýrt, en mikilvægt tii þess að vera viss um heildaryfir- bragð hússins. Líkanið staðfesti að teikningin hefði hitt í mark! Lykil- atriði af þessu tagi skipta afar miklu máli um endanlegan frágang og yfirbragð hússins. Það voru mjög hæfir smiðir, sem unnu þetta verk, en fyrir þeim fór Guðni Walderhaug. Þetta voru ákaflega vandvirkir menn og natn- ir á allan hátt. Við verk eins og þetta verður að fórna og hafna hlutum, sem geta verið góðir og gegnir í öðrum tilvikum. Sé það ekki gert, þá er verkefnið í raun ekki leyst. Góður árangur skilar betri endursölu En það er margs að gæta, þegar endurnýja á gamalt hús og gera á því breytingar, sem máli skipta. Það verður að sækja um leyfi til bygginganefndar í viðkomandi bæjarfélagi, ef fyrirhugað er að klæða eða einangra hús að utan, breyta burðarvirki vegna endurnýj- unar eða viðgerð er fyrirhuguð, sem hefur í för með sér niðurbrot og endurgerð á hluta af burðar- virki t. d. vegna veggja eða svala. eftir Mognús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.