Morgunblaðið - 04.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1994, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ og má segja að umsagnir hans hafi verið kveikjan að íslenskri myndlistarumræðu. Jón var fulltrúi svokallaðs varfærins „líberalisma“. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal var ekki skoðanabróðir Jóns. Guðmundur birti sínar greinar í Vísi þar sem hann mótmælti þeirri gagnrýni sem prentuð var í Morg- unblaðinu. Honum fannst ekki við hæfí að leggja dóm á íslenska myndlist sem var að rétt að slíta barnsskónum. Guðmundur vildi leggja rækt við myndlist sem sýndi „ímynd hins sanna íslands" og var tortrygginn í garð áhrifa frá straumum í erlendri myndlist. Hinn listræni ágreiningur milli Jóns og Guðmundar og þeirra fylgi- físka var ekki alltaf það sem var mest áberandi í umræðunni. Rit- deilurnar snerust meira um „per- sónulegar ávirðingar“ eins og það er orðað í bókinni I deiglunni 1930- 1944. Þegar hvað mest gekk á gagnrýndi Guðmundur ekki ein- göngu skrif Jóns heldur Morgun- blaðið og þá sem að því stóðu. Hann taldi Morgunblaðsmenn hafa ákveðna menningarstefnu og vinna samkvæmt listpólitískum markmið- um. Margir blönduðu sér í deiluna á milli Jóns og Guðmundar. Þegar hún stóð sem hæst árið 1935 sendu þrír íslenskir listamenn búsettir í Kaupmannhöfn Jóni baráttukveðj- ur. Þetta voru þeir Siguijón Ólafs- son, Þorvaldur Skúlason og Jón Engilberts. Háðungarsýning Jónasar frá Hriflu Listamannadeilurnar snertu einnig Listasafn íslands og þá sér- staklega innkaup fyrir safnið. Listasafninu var tryggður sérstak- ur tekjustofn með lögum árið 1928 sem átti að nota til listaverka- og Ásgrímur Jónsson, Kjarval og Einar Jónsson voru greinilega hafnir yfir þessa skiptingu og voru verk þeirra keypt reglulega í vald- atíð Jónasar. Listamenn fengu loks nóg af vali Jónasar árið 1941 og fóru þess á leit við Alþingi að menn með sérþekkingu á sviði myndlistar stjórnuðu innkaupum safnsins. Jónas brást við þessari-beiðni með því að sjá alfarið um kaup á lista- verkum. Auk þess skrifaði hann harðorða grein í Tímann um „hnignun og úrkynjun" í myndlist. Listamenn tóku þessu ekki þegj- andi. Listmálarar í Bandalagi ís- lenskra listamanna tóku sig saman og neituðu að eiga viðskipti við Menntamálaráð á meðan Jónas réði þar. Jónas hefndi sín með því að halda „háðungarsýningu" á verkum þeirra sem voru honum á móti skapi. Sýningin var fyrst í Alþingis- húsinu og síðan í útstillingarglugga Gefjunar við Aðalstræti. Á þessari sýningu voru myndir eftir Jón Stef- ánsson, Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Jó- hann Briem. Rúmlega 60 listamenn sendu þingmönnum ákæruskjal þar sem þeir mótmæltu sýningu Jónas- ar. Jónas frá Hriflu lét ekki staðar numið og sýndi næst verk sem voru að hans mati til fyrirmyndar. Sigurður Guðmundsson, Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Ríkarður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, og Jóhannes Kjarval áttu verk á þessari sýningu. Á sýning- unni var einnig verk eftir Jón Stef- ánsson sem stóðst kröfur Jónasar. Viðbrögð listamanna voru mjög hörð gegn sýningunni og efndu þeir til listamannaþings til að efla samstöðuna gegn Jónasi frá Hriflu. Jónas var loks stöðvaður af kaupa. Menntamálaráð hafði um- sjón með innkaupunum og áhrifa- mestur þar var formaðurinn sjálf- ur, Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann réð mestu um listaverkakaup ríkis- ins og Listasafnsins á milli 1934- 1942. Ef innkaup safnsins frá þessum tíma eru skoðuð má greinilega sjá að Jónas var hallur undir íhaldssamar skoðanir í myndlist. Keypt var 71 verk eftir listamenn sem má flokka sem þjóðlega á sama tíma og 33 verk voru keypt eftir listamenn sem líta má á sem full- trúa nýrra viðhorfa. Listamenn eins flokksbræðrum sínum. Háttsettir menn innan Framsóknarflokksins stöðvuðu birtingu á grein eftir Jónas þar sem hann réðst harkalega að helstu listamönnum þjóðarinnar. Þetta gerðist í desember 1942. I byijun næsta árs missti Jónas síðan valda- stöðu sína í Menntamála- ráði og gat ekki lengur stýrt innkaupum á lista- verkum fyrir Listasafn ís- lands. í deiglunni * Þó að mest hafi verið íjallað um myndlist í þess- ari grein er hún eingöngu hluti af sýningunni sem Listasafnið stendur fyrir um tímabilið 1930-1944. Á sýningunni er reynt að skapa andrúmsloft þessara ára með því að sýna auk myndverka heimildarljósmyndir, listiðnað, auglýsingar og bókakáp- ur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er gefin innsýn í byggingarlist og leiklist þessa tíma og listamanna- deilunum gerð skil á sérstökum súlum. Með þessu móti er hefð- bundið sýningarhald brotið upp og sýningargestir fá að njóta mynd- listar tímabilsins í víðara samhengi. Byggt á „í deiglunni 1930-1944. Frá ulþingishátíð til lýðveldisstofnunar. íslenskt menningarlíf á árunum 1930-1944.“ Mál og menning, 1994. Götuleikhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum FRÁ og með morgundeginum 4. júní er hægt að kynnast furðu- legri fjölskyldu. Það er hin svo- kallaða Furðufjölskylda sem ætl- ar að vera með uppákomur í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. essi glaðlynda fjölskylda lendir oft í hinum furðulegustu uppá- komum sem oft eru ansi furðuleg- ar, svo ekki sé meira sagt,“ segja leikararnir Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir og Ólöf Sverrisdóttir, sem eru í fjölskyldunni. Furðufjölskyldan mætir einnig á mannamót og skemmtanir og er þá haft samband við Gunnar Gunnsteinsson. Gunnai Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Eggert Kaaber og Olöf Sverrisdóttir. BRÚÐUBÍLLINN í ÚTILEGU Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýr brúóubíll og fylgifiskar hans. Helga Steffensen er fyrir miðju og Sigrún Edda Björnsdóttir við hlið hennar, Sigríður Hannesdóttir er í gervi músarinnar Magneu og Sigrún Erla Sigurðardóttir í hlutverki trúðsins. í ÚTILEGU heitir nýja leikritið sem Brúðubíllinn er að halda af stað með á gæsluvelli borgarinnar. Sýnt verð- ur á 33 útisvæðum í júní og byijað á gæsluvellinum við Stakkahlíð klukkan 10 á mánudagsmorgun. Seinni sýning fyrsta daginn verður klukkan 14 í Hallargarðinum. „Nú höfum við náttúrusögur í tilefni lýð- veldisafmælis," segir Helga Steffen- sen, forsprakki leikhússins. „Yngstu bömin fara með okkur í ferðalag um stokka og steina og sjá blóm og dýr og hitta dverga, tröll og álfa.“ etta er fjórtánda sumarið sem Brúðubíllinn er á ferðinni. Helga býr til brúður og semur handrit og Sigríður Hannesdóttir hefur frá upp- hafí stjómað með henni brúðunum. Helga kveðst síðan hafa gaman af samstarfi við ungt áhugafólk um leikhús og í sumar verður Sigrún Erla Sigurðardóttir líka á Brúðubíln- um. Talið er tekið upp í hljóðveri fyrir- fram og Helga segir það kost af því erfitt sé um vik á útisýningum. „Á þennan hátt getum við líka haft karl- raddir með,“ segir hún, „það em nokkrir leikarar sem flytja. Við höf- um svo verið að æfa hreyfíngamar úti í ýmsu veðri að undanförnu." Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir og tónlistina sá Magnús Kjartansson um. Helga seg- ir mikið sungið í sýningunni, vísur eftir Óskar Ingimarsson og Sigur- björn Aðalsteinsson og íslensk ætt- jarðarlög sem margir krakkar kunna. „Við sýnum tvisvar á dag,“- segir Helga, „og förum tvær umferðir á alla vellina. Verðum í útilegu í júní og með annað leikrit í júlí.“ Brúðu- bíllinn er á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs og ráðið gefur út smárit um sýningamar. Þær eru líka aug- lýstar fyrirfram á hveijum gæslu- velli. Helga segir alla velkomna. í útilegu er hálftíma leikrit í þrem- ur þáttum fyrir böm frá tveggja ára aldri. Helga segir velflestar brúðurn- ar nýjar og helst að Lilli þyki ómiss- andi. „Ég hef reynt að hætta með hann en fengið að heyra að það mætti ekki. Hann kemur þess vegna í þriðja þætti og hittir mús sem seg- ir honum frá náttúrunni. í brúðuleik- húsi er allt hægt — meira að segja steinarnir tala.“ Þ.Þ. FEIGÐAR FRAMAGIRND MAKBEÐ verður metorðagirnd sinni að bráð. Þó stendur honum frá upphafi stuggur af henni, sigursælum hermanni, vegna þess hann finnur að friðurinn er úti. Ekkert, hvorki maður né siðferði, má verða í veginum. Óttinn býr síðan í skugga hans og allar hömlur losna af grimmdinni. Einungis í henni felst mikilleiki Makbeðs. Hann kveðst standa djúpt í blóði og enga góða kosti eiga. Einmana Makbeð með drep í sálinni þykir í lokin lífið tóm söguþula, sögð af einu fífli, og full af fímbulglamri - alveg marklaus. ór Tulinius leikur titilhlutverkið í uppfærslu Frú Emilíu á þess- um harmleik Williams Shakespear- es. Þijár sýningar verða á Makbeð á Listahátíð í Reykjavík; á þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag í komandi viku. Þær fara fram í Héð- inshúsinu við Seljaveg og hefjast klukkan 20. Þetta eru forsýningar en þráðurinn verður tekinn upp að nýju í haust. Morðvargurinn, eins og hann er kallaður í lok leikritsins, vekur sam- úð Þórs af því leikara er sú afstaða nauðsynleg. Það er að minnsta kosti hans álit og eins hitt að enginn sé alvondur. „Menn eins og Hitler eða Stalín," segir hann, „vöknuðu tæp- ast á morgnana og sögðu, í dag ætla ég að vera vondur. Þeir hafa líkast til frekar sagt í dag mun ég bjarga heiminum. Makbeð hins vegar vaknar af vondum draumum og hugsar um það eitt að hylma yfír glæpinn til að veija metorð sín. Ryðja úr vegi hveijum þeim sem honum finnst ógna þeim. Hann er ekki lengur maður meðal manna heldur einn með röddum samviskunnar, enda- laust að beija þær niður. Blindaður af valdagræðgi og hættur að greina mörk góðs og ills. Þannig eyðir hann sjálfum sér og öðrum og sársaukinn hlýtur að vera skerandi.“ Hvaða kenndir bijótast harðast um í honum? Þór nefnir fyrst ást Makbeðs á eiginkonu sinni og ánægju í upphafi með eigið ágæti. Síðan taka myrkari öfl yfír: Ótti breytist í ofsóknarbijálæði og reiði hans við sjálfan sig verður að ógeði. Kvalalosti, valdasýki, einmanaleiki og fírring - allt nagar þetta mann sem hef- ur engan að tala við. Makbeð treystir engum og trúir ekki á neitt nema spána um að líf hans sé töfrar. Æðstu metorð segir hún og verður honum að falli. Stríði lýkur í leikbytjun en Makbeð nær ekki að öðlast frið. Hann er aldrei sam- stíga konu sinni, sem hvetur til ill- virkja þegar hann hikar en hefur svo raun af því hann linnir þeim ekki. Forspáin kitlaði hana í upp- hafí en samviskan brestur undan glæpunum, fræg er senan þar sem blóðið vill ekki af höndum lafðinnar. Edda Heiðrún Bachmann leikur hana í uppfærslu Frú Emilíu. Og auk þeirra Þórs leika þar Þröstur Guðbjartsson, Kjartan Bjargmunds- son, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ása Hlín Svav- arsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Hlutverkum er fækkað úr tuttugu í átta í leikgerð þeirra Hafliða Arn- grímssonar, Grétars Reynissonar og Guðjóns Pedersen, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar. Þre- menningarnir spunnu upp úr þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar á Makbeð. Ég spyr Þór hvað breytist helst. „Tíminn er miklu afstæðari en í leikritinu sjálfu," segir hann, „við erum ekki á ell- eftu öld á Skot- landi heldur einhvers staðar meðal nútíma- fólks. Þannig reynum við að skoða það sem gerist í mann- eskjunni úr meiri nálægð, það er miklu erfiðara að finna til samkenndar með fólki sem var uppi fyrir heilu árþúsundi. Við viljum skoða innsta inntak verksins; framagirndina sem eyðandi afl.“ Makbeð er talinn síðastur hinna miklu harmleikja Shakespeares, saminn upp úr annálum Holinsheds og frumfluttur við hirð Jakobs I. Makbeö sýndur hjá Frú Emilíu á Listahátíð í Reykjavík 7., 8. og 9. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.