Morgunblaðið - 04.06.1994, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.1994, Side 6
6 C LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Norræna húsið Verk Jóns Engilberts til 3. júlí. FÍM-salurinn Verk Jóns Engilberts til 3. júlí. Kjarvalsstaðir Skúlptúr - ísl. samtímalist til 24. júii. Ásmundarsafn Samsýn. Ásmundar Sveinssonar og Kristins E. Hrafnssonar Galleri Sævars Karls Kristján Guðmundsson sýnir til 23. júlí. Ráðhús Reykjavíkur Finnsk glerlist til 3. júlí. Snegla listhús Sýning á slæðum til 20. júní. Gallerí Fold Ingibjörg Styrgerður sýnir til 5. júní. Nýlistasafnið Sonný Þorbjömsd. og Haraldur Jóns- son til 5. júní. Perlan Vilhjálmur G. Vilhjálmss. sýnir til 5. júni. Stöðlakot Leifur Kaldal sýnir til 3. júlí. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Sýn. á verkum Gerðar Helgad. og úrval verka í eigu safnsins. Fram í júní. Listhúsið Laugardal Hans Christiansen sýnir til 5. júní. Listmunahús Ófeigs Gunnar Kristinsson sýnir til 19. júní. Gallerí Greip Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 15. júní. Gallerí Úmbra Rudy Autio sýnir til 22. júní. Gallerí Regnbogans Tolli sýnir fram yfir miðjan júlí. Portið Hafnarfirði Samsýn. nemenda til 12. júní. Götugrillið Gúmmi van Rotterdam sýnir tfl 10. júrú. Sólon íslandus Sigurður Guðmundsson sýnir. Gallerí List Kristbjörg Guðmundsd. sýnir til 6. júní. Joel-Peter Witkins í Mokka tO 15. júlí. Hlaðvarpinn Sigurborg Jóhannsd. sýnir til 14. júní. Listahomið Akranesi Sigríður Jónsdótir sýnir til 15. júní. TONLIST Laugardagur 4. júní Lúðrasveit Stykkishólms í Stykkis- hólmskirkju kl. 17. Fríður Sigurðard. og Halla S. Jónsd.í Víðistaðakirkju kl. 17. Kór Akur- eyrarkirkju í Skálholtskirkju kl. 16. Sunnudagur 5. júní Kór Hafnarfjarðar með tónleika í Víkurkirkju kl. 16. og kl. 21. í sal Hótels Eddu á Kirkjubæjarkl. Kirkju- kór Lágafellssóknar í Lágafellskirkju kl. 17. Þriðjudagur 7. júní Kór Hafnarfj. í EgiLsstaðakirkju kl. 21. Miðvikudagur 8. júní Kór Hafnarfjarðar í Norðfjarðar- kirkju kl. 20.30. Homaflokkur frá Fjóni í Listasafni Kópavogs kl. 16. Fimmtudagur 9. júní Homaflokkur frá Fjóni með tónleika á Ingólfstorgi kl. 15, einnig á tónl. í Bústaðakirkju kl. 20.30. Kór Hafnar- fjarðar í Húsavíkurkirkju kl. 20.30. Föstudagur 10. júní Kór Hafnarfjarðar í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Homaflokkur frá Ijóni í Perlunni ki. 16.15 og á tónleikum í Hafnarborg kl. 20.30. Laugardagur 11. júní Homaflokkur frá Fjórú með tónleika í göngugötunni á Akureyri kl. 11.30 og i Akureyrarkirkju kl. 17.______ LEIKLIST Borgarleikhúsið Gleðigjafamir kl. 20; lau. 4. júní. Þjóðleikhúsið Sannar sögur af sálarlífi systra kl. 20; lau. 4. júní. Gauragangur kl. 20; sun. 5. júní., fös., lau. Kæra Jelena kl. 20.30; lau. 4. júní, mið. Leikfélag Akureyrar - Lindarbæ BarPar kl. 20.30; mánud. 6. júní, þri., mið., fim. Frú Emilía Macbeth kl. 20; þri. 7. júní, mið, fim. Möguleikhúsið v. Hlemm Mariehonen „Den lille heks“ lau. 4. júni kl. 15, Frú Emilía „Ævintýri Trítils sun. 5. júní kl. 15, Möguleik- húsið „Umferðarálfurinn Mókollur sun. 5. júní kl. 17, Augnablik „Dim- malimm" mán. 6. júní kl. 17. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hasenkamp við uppsetningu sýningarinnar í Hekluhúsinu. ÆÐRIÁHRIF LANDS „ÍSLAND er endanlegur heimur landslagsmálarans, hér er allt sem hægt er að hugsa sér. Litirnir og ljósið, fjöltin og skýin, ég hef hvergi séð annan eins himin. Þótt ég hafi mikið málað stórfenglegt landslag, fjallasýn, hamra og jökla, höfðar hið smáa ekki síður til mín í seinni tíð. Fjölbreytileg litbrigði í hrauni, steinum og jarðvegi. Hér sýni ég hvort tveggja, málverk af því nálæga og víða sýn af landinu. Mér finnst ég alltaf á íslandi þótt vinnustof- an sé suður í Þýskalandi." ýski landslagsmálarinn Adolfo Hasenkamp kom fýrst til Is- lands fyrir ríflega tuttugu árum. Síð- an hefur hann margoft heimsótt landið og farið víða. Hann kveðst geyma áhrifin í huganum og mála þau á striga þegar heim er komið. Oft styðst hann líka við ljósmyndir frá ferðalögunum til að hafa hlutföll rétt af tilteknum stöðum, en mest kveðst hann leggja upp úr huglægri hlið málverksins, upplifun þess óskýranlega í landinu og tilfinningu fyrir æðra jafnvægi. Alltaf land og ekkert fólk, segi ég og hann bendir mér á eina af smærri myndunum. Hún er af vatni og þegar betur er að gáð sést móta fyrir fiski. „Ég tók fyrst ekki eftir þessum laxi,“ segir Hasenkamp, „en svona slæðist með inn á málverkin." Svo bendir hann á aðra mynd og bætir við „hér er líka líf, þetta eru andar jarðar. Ég nefni myndina eftir þeim.“ Hasenkamp opnar fyrstu sýningu sína hérlendis í Hekluhúsinu við Laugaveg í dag. Hún stendur til 3. júlí og rennur allur ágóði af sölu mynda til Samtaka um tónlistarhús. Úr borginni fer sýningin til Akur- eyrar þar sem hún verður í Myndlist- arskólanum frá 9. júlí til 7. ágúst. Ágóði norðan heiða rennur til söfn- unar vegna Nonnastyttunnar sem til stendur að reisa í heimabæ skáldsins. Hasenkamp fæddist 1927 og hóf listferil sinn í Garmisch-Partenkirc- hen eftir stríðið. Hann aflaði sér undirstöðuþekkingar hjá Hans Hom og nam síðan í myndlistarháskólan- um í Frankfurt. Landslagsmyndir Hasenkamps hafa víða verið sýndar í Þýskalandi, sér og með verkum annarra listamanna, en Islands- myndir sýndi hann fyrst ytra í fyrra. Það var í Miinchen í tengslum við Evróputónlistarhátíðina þar. Hann hefur dvalist í Sviss og ferðast um álfuna í leit að efnivið en ísland verð- ur honum að sögn hugleiknara með árunum. Þ.Þ. Joel-Peter Witklns á Mokka MYNDIRSEM FÓLK ELSKAR AÐ HATA Framlag Mokka til Listahátíðar í Reykjavík Framlag Mokka til Listahátíðar í Reykjavík er sýning á verkum eins umdeildasta ljósmyndara dagsins í dag. List Joels-Peters Witkins er full af mótsögnum, stundum þrungin ógeðfelldri tilfinningu og myndefn- um, en um leið oft fögur. Ljósmynd- ir hans hafa verið úthrópaðar en eru þó í eigu margra helstu safna Banda- ríkjanna og Evrópu. Sumir segjast ekki geta horft á verk hans en um leið safnar fólk á borð við Hollywood- hjónin Cindy Crawford og Richard Gere þeim af ástríðu. Joel-Peter Witkin er 54 ára Banda- ríkjamaður sem hefur í rúm tutt- ugu ár verið að þróa sérstakan stíl og myndheim. Og það er veröld sem er engri annarri lík. Það sem blasir við áhorfendum eru svart/hvítar ljós- myndir, í hlýjum brúnleitum tón, þar sem listamaðurinn hefur iðulega ri- spað og teiknað í fílmumar. Þessar myndir eru teknar innandyra, oft á vinnustofu listamannsins í Nýju-Mex- íkó, en einnig á vettvangi í löndum eins og Mexíkó og Frakklandi. í myndunum virðist sem Witkin reyni eftir megni að fara yfir strikið, að ögra mannlegum velsæmismörk- um; kafi ofan í dýpstu sálarkima og reyni að sýna hverskyns óeðli. Fyrir- myndimar eru oft vanskapað fólk eða fatlað, ofurfeitt eða óeðlilega horað, látið fólk, ávextir, matur og líkams- hlutar manna og dýra. í senum sínum endurskapar Witkin gjaman listaverk fyrri alda og blandar áhrifum lista- manna sem hann dáir, á borð við Bacon og Picasso. Hann notast við grímur og hverskyns áhöld, lætur mála fyrir sig rómantíska bakgmnna og hreinlega kvelur þá sem sitja fyr- ir. Markmiðið er að skapa myndir sem em alltaf byggðar á einhverri fast- mótaðri hugmynd, em fullar af til- Uppskera, New Mexico, 1984. vísunum og þmngnar tilfínningu. Witkin segir að þær kenndir sem birt- ist í myndunum búi innra með hveij- um manni, fólk reyni að bæla þær niður en vill samt sjá staðfestingu þeirra í verkum annarra. Hann geti sýnt þeim þær og fyrir honum séu engin siðferðileg mörk; allt sé leyfi- legt. Til að byija með var markmiðið að gera myndir sem væm ögrandi en snertu um leið við fólki. Síðar sagð- ist hann vilja að myndimar væm jafn sterkar og það sem fólk upplifði og sæi á dauðastundinni. Joel-Peter Witkin er sagður ákaf- lega vinnusamur. Hann skissar hverja mynd nákvæmlega áður en ljósmynd- in er tekin og gerir iðulega ráð fyrir líkamshlutum látins fólks. „í raun má gera hvað sem er við fólk,“ segir hann, en bætir við að hann myndi þó oftast látna karlmenn. „Mér geng- ur betur að mynda karlmenn þegar þeir em látnir, þeir halda styrkleika sínum betur. Þegar ég vinn með höfuð sem skil- ið hefur verið frá líkamanum, þá er ég að taka þátt í sterku andlegu sam- tali eða athæfi. Þessi manneskja átti MILSKA TIL ÍSLANDS í NORSKUM BÚNINGI eftir Knut 0degárd MILSKA getur varla talist mikið skáldverk borið saman við það besta, sem ort var á Islandi á miðöldum, til dæmis Sólarljóð, Geisla og Lilju. Áhrifin frá Lilju Eysteins Ásgrímssonar em auk þess svo geinileg, að Milska ásamt skyldu kvæði, Rósu, verður auðveldlega gleymskunni að bráð. Þau hafa líka verið örlög kvæðisins um árhundrað og segja má, að það séu aðeins bókmenntafræðingar, sem þekki eitthvað til þess. Milska er óþekkt flestu bók- og ljóðelsku fólki á íslandi og þá að sjálfsögðu einnig í útlöndum. Með þessa gleymsku í sjálfu heimalandinu í huga er það merkilegt, að Ivar Orgland hefur þýtt eða endurort "Milsku á norsku og gefið út í glæsilegri bók, sem myndlistarmaðurinn Anne Lise Knoff hefur myndskreytt. Ljóðið í búningi Orglands er lifandi og áhrifamikið eins og sést á því, að það varð kveikjan að einu besta verki tónskáldsins Kjell Mörk Karlsens í kirkjulegri tónlist. Og ekki nóg með það: Milska kemur nú aftur til ís- lands í mynd óratóríunnar „Milsku", sem flutt verður í Hallgrímskirkju 18. júní undir stjórn höfundarins sjálfs. Um er að ræða verk, sem tekur tvær klukkustundir í flutningi, fyrir blandaðan kór, einsöngvara, upp- lestur, strokkvartett og orgeí. Kór- inn, tónlistarmenn og upplesarar koma frá Noregi með styrk menn- ingarmálaráðuneytisins og verða hljómleikarnir framlag Norðmanna til Listahátíðar. Það mun síðan koma í ljós hvernig Islendingar taka á móti þessu „gleymda" miðaldakvæði í útlenskum búningi og sem texta við kirkjulegt verk. Allt gefur þetta tilefni til að minn- ast þess, sem Ivar Orgland hefur lagt af mörkum til kynningar á ís- lenskum bókmenntum í Noregi. Frá miðjum sjötta áratugnum hefur hann verið óþreytandi við að „endur- yrkja“ eins og hann kallar það ís- lensk ljóð á nýnorsku og liggja nú eftir hann margar bækur. Eru þær með afar greinargóðum formálum og viðfangsefnin allt frá miðalda- kvæðum til ljóðaskáldskapar nú á dögum. Samtímis því hefur hann látið að sér kveða sem málfræðing- ur, sem fræðimaður og kennari, og doktorsritgerð hans tengir saman Island og Norejg: Orgland er doktor frá Háskóla Islands og ritgerðin ljallaði um Stefán frá Hvítadal og Noreg. Þýðingar Orglands á Ijóðum Stef- áns, sérstaklega Heilagri kirkju, eru með því besta, sem hann hefur látið frá sér fara. Hann er að upplagi og lærdómi nátengdur nýrómantíkinni en hefur þar að auki sterkar taugar til fyrirrennara hennar, þjóðlegrar rómantíkur og raunsæisstefnunnar. Það er einmitt við þýðingar á þessum hluta íslenskrar ljóðlistar sem Org- land hefur látið mest til sín taka. Nú veit ég ekki hvort glíma hans við ljóð Stefáns frá Hvítadal leiddi hann á vit íslensks miðaldakveð- skapar en það var þó í framhaldi af þeirri vinnu að hann fór að gefa út þýðingar sínar á gömlum, íslensk- um kveðskap. Eins og kunnugt er snerist Stefán frá Hvítadal til kaþól- skrar trúar 1942, sama árið og hann gaf út Heilaga- kirkju. Heilög kirkja er ort undir hryn- hendum hætti, Liljulagi, og er ka- þólsk trúaijátning í mikilli sögulegri vídd. Lilja, sem er ort um miðja 14. öld, er eitt af mestu bókmenntaaf- rekum miðalda á Norðurlöndum, dásamleg blanda hlutlægrar frá- sagnar og áhrifamikillar sálarlífslýs- ingar, og skáldleg tjáningin er bylt- ing í norrænni ljóðlist. Þar eru heimsskilningur Biblíunnar og ka- þólsku kirkjunnar og sálarstríð “bróður Eysteins“, sem við kunnum lítil deili á, felld saman við sköpun- ina, syndina, sektina og upprisuna — jafnt einstaklingsins sem sjálfs sköpunarverksins. Líta má á Milsku sem afleiðingu þeirrar bókmenntalegu byltingar, sem höfundur Lilju hratt af stað. Kvæðið ijallar einnig um mesta harmleik þessa heims í kristnum skilningi og eins og í Lilju er María — móðir guðs — höfð í öndvegi. Ógemingur er að tímasetja Milsku nákvæmlega en kvæðið hlýtur að vera ort allmiklu seinna en Lilja, lík- lega nokkuð eftir aldamótin 1400. Höfundurinn er ókunnur. Ivar Orgland á heiður skilinn fyr- ir að hafa með útgáfu sinni dustað rykið af þessum næstum gleymda þaetti í kaþólskum miðaldakveðskap á íslandi. Milsku verður að vísu ekki jafnað til Lilju en samt er víða að finna í erindunum 90 mjög fagran skáldskap. Kvæðið gefur okkur líka gleggri mynd en við höfðum áður af því stóra hlutverki, sem María guðsmóðir hafði í andlegu lífi fólks- ins. íslendingar eiga mikinn auð þar sem Maríukveðskapurinn er og það er kominn tími til að sækja í þann sjóð: í samfélagi þar sem karl- mennskuímyndinni er hossað með allri sinni ásókn eftir ytri ávinningi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.