Morgunblaðið - 04.06.1994, Page 7

Morgunblaðið - 04.06.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 C 7 sér raunverulegt líf. Líkami hennar er einhvers staðar í kistu og hluti heilans var kannski fjarlægður vegna læknisfræðilegrar rannsóknar. Mitt hlutverk, þegar tækifærið gefst, er til dæmis að setja blóm í stað heil- ans, eins og það væri uppspretta minnar eigin tilveru. Ég reyni að gera fullkomlega hógværa mynd. Það er mjög skrýtin og sönn upplifun.“ Stundum eru líkamshlutamir úr vaxi eða plasti og það dýpkar enn heim blekkingarinnar í ljósmyndun- um; áhorfandinn veit ekki alltaf hvað hann er að horfa á. Þannig er það í einni af þekktari myndum Witkins, Uppskeru, frá 1984. Hún er byggð á málverkum ítalans Archimboldos sem gerði andlit úr ávöxtum og græn- meti. „Ég sá þetta höfuð á safni með læknisfræðilegum furðuverkum,“ segir Witkin. „Þetta er þurrkað höf- uð, gert úr vaxi einhvem tímann um síðustu aldamót. Ég dáðist mjög að því og bað um að það yrði sent til mín þannig að ég gæti tekið af því mynd. En sökum þess hversu við- kvæmt og mikið fágæti höfuðið er, þá var beiðni minni hafnað. Ég þurfti því að fara aftur á staðinn. Mér fannst ég vera í pflagrímsferð, til að geta sýnt andlit dauðans sem vitni um hið yfirskilvitlega. Við konan mín eyddum sex klukkustundum í að velja og raða upp ávöxtunum áður en ég tók mynd- ina. Fyrir utan það að vera um dauð- ann, þá minnir myndin á tengsl líkam- ans við fæðu. Höfuðið, þessi undar- legi og þögli hlutur, minnir ekkert á ofbeldi, þrátt fyrir að hlutar andlitsins og hálsinn séu opin til sýna tauga- enda og vöðva.“ Gegnum aldirnar hafa listamann málað og teiknað myndir þar sem hverskonar ofbeldi og sadómasókismi birtist, en það sem gerir verk Witkins áhrifameiri er sú staðreynd að þetta eru ljósmyndir. Fyrir fólki er ljós- myndin vitni um eitthvað sem gerð- ist, einhver sannleikur, og í því felst áhrifamátturinn. Þetta eru raunveru- legar martraðir, hryllingur og að sumra mati einnig geðveiki og klám. Aðrir segjast þó sjá í þeim eitthvað andlegt, kannski erótískt; skemmti- lega fantasíu. Menn geta einfaldlega ekki verið sammála um myndir Witk- ins og sagt hefur verið að fólk elski að hata þær. Sýningin á Mokka er skipulögð af Hannesi Sigurðssyni listfræðingi í samráði við ljósmyndarann og hið kunna Pace/McGill gallerí í New York. Til gamans má geta þess að þijár myndanna á sýningunni eru til sölu; fyrir 180.000 krónur geta menn eignast mynd eftir Joel-Peter Witkin, tyllt henni upp í stofunni hjá sér og athugað hvort það fæli burt gesti. Einar Falur Ingólfsson á skilið fyrir það besta, sem hann hefur gert — og það er ekki lítið: Ósmátt safn úrvalsbóka. Því má heldur ekki gleyma, að Orgland á heiðurinn af endurnýjuð- um áhuga á íslenskri ljóðlist í Nor- egi. Við, sem síðar tókum þátt í því að kynna íslenskar bókmenntir, eig- um honum beint og óbeint mikið að þakka, það var hann sem kveikti eldinn og vísaði veginn. Tónskáldið Kjell Mörk Karlsen á einnig sitt lof skilið. Þegar Milska var færð upp í dómkirkjunni í Túnsbergi fengu höf- undur og flytjendur afburðagóða dóma. Mörk Karlsen, fyrrverandi dómorganisti í Túnsbergi og Stav- anger, er eitt af fremstu tónskáldum Norðmanna. Eitt meginstefið í verk- um hans er gamli kifkjusöngurinn á miðöldum, gregoríanski söngurinn, en túlkunin byggist á tónmáli okkar tíma. Fyrir hann er vinnan með Miisku enn eitt skrefið á þeirri braut, sem er íslensk menning. 1987 hafði ég þá ánægju að vera viðstaddur uppfærslu á óratóríu eftir hann, sem byggð var á þýðingu minni á Lilju, en þar var um að ræða hluta dag- skrár í tilefni af 100 ára afmæli elsla og þekktasta byggðasafns í Noregi, De Sandvigske Samlinger í Lille- hammer. Á síðasta ári lét hann einn- ig að sér kveða á íslandi þegar hann tók við fyrstu verðlaunum í orgel- verkasamkeppni á Kirkjutónlistar- hátíðinni í Hallgrímskirkju og síðan hefur hann skrifað orgelverk tileink- að Herði Áskelssyni, organista kirkj- unnar. Það verður hátíð orðs og tóna, miðalda og nútímans, íslands og Noregs, í Hallgrímskirkju 18. júní kl. 16.00. og efnalegri velferð er þörf fyrir kvenlega þáttinn í okkar andlega lífi og fyrir hann stendur María. Ivar Orgland hefur einnig þýtt nokkur önnur miðaldakvæði íslensk og þar ber þýðinguna á Sólarljóðum einna hæst en hún kom út í hátíðar- útgáfu myndskreytt af Anne Lise Knoff. Framlag Orglands hefur varla verið metið að verðleikum. Örlög hans hafa verið þau að vera annaðhvort ausinn lofi lítilsigldra gagnrýnenda, sem hvorki kunna ís- lensku né þekkja til íslenskra bók- mennta, eða vera gagnrýndur um of af þeim, sem meira mega sín, fyrir mistök og stirðleika, sérstak- lega í þýðingum á íslenskum nútíma- kveðskap (sem hans rómantíska upplag er ekki náttúrað fyrir). Ég hef sjálfur tekið þátt í þessari gagn- rýni og þá látið liggja í þagnargildi, að með þýðingum sínum á gömlum skáldskap hefur hann auðgað norska menningu. Tími er til kominn að unna Orglands þess hróss, sem hann Morgunlaðið/Þorkell Skartgripir úr ýmsum efnum eru ó sýningu Sex ungra gullsmiða. HONNUN ÖÐRUVÍSI FYRIRSÝNINGAR SEX UNGIR gullsmiðir er yfirskrift sýningar á Listahátíð í Reykjavík. Sýningin, sem er í anddyri Norræna húsins, verður opnuð í dag, laugar- daginn 4. júní. Á þessari sýningu gefst fólki kostur á að sjá skartgripi sem ekki er að sjá í búðargluggum dags daglega. Að sögn Erlings Jóhannssonar, gulls'miðs, er þetta líklega í fyrsta skipti sem íslensk sýning af þessu tagi er á Listahátíð en á síðustu Listahátíð sýndi dansk- ur gullsmiður á sama stað. Erling er einn af gullsmiðunum sem taka þátt í sýningunni. Auk hans sýna Kristín Petra Guð- mundsdóttir, Sigríður Anna Sig- urðardóttir, Timo Salsola, Torfi Rafn Hjálmarsson og Þorbergur Halldórsson. Þau hafa öll stundað nám erlendis en starfa nú hér á landi. Að sögn Erlings er mikil breidd innan hópsins. Þau eru öll ólíkir hönnuðir og vinna með mismun- andi efni en ákveðið var að ein- blína á skartgripi sem sjálfstæð listaverk á sýningunni. Á sýning- unni má jafnt sjá skartgripi úr gulli og silfri, og stáli, áli, við og járni. Efnistök og form eru mjög fjölbreytt. Erling sagði að þegar Félag gullsmiða héldi samsýningar sendu gullsmiðir oft skúlptúra en þeim í hópnum fyndist þetta sýna vantraust á skartgripahönnun. Hann sagði að þó þau vinni öll við gerð skartgripa þá nálgist þau hönnunina öðruvísi fyrir sýningu. Það væri þess vegna nauðsynlegt fyrir smiðinn að sýna, þá yrði hann að láta freyða í höfðinu. Þarna væri tækifæri til að leggja meiri metnað í verkin, bijóta upp munstur og skapa eitthvað sem hægt væri síðan að útfæra fyrir hefðbundinn markað. Sýningar af þessu tagi eru fátíð- ar hér á landi. Að sögn Erlings tóku þau öll þátt í svona sýningum þegar þau voru í námi erlendis. Þar er hefð fyrir sýningum af þess- ari tegund en slíka hefð vantar hér á landi. Eins og fyrr sagði hefur Félag gullsmiða staðið fyrir samsýningum en þar fýrir utan hefur hönnun gullsmiða lítið verið sýnd. A.S. ERU FRETTIR TILBÚNINGUR EINN? Eftir Jóhann Hjálmarsson Friðrik Rafnsson, ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar, skrifar PS í fyrsta hefti tímaritsins á þessu ári og víkur að ýmsu at- hyglisverðu. Meðal þess er frétt- ir. Að mati Friðriks háir hugsunarleysi víða bók- menntagagnrýninni og hann kemur með þá tilgátu að van- hugsaðir dómar um nýjar bækur í íslenskum blöðum séu því að kenna að gagnrýnendur líti á sig sem blaðamenn sem þurfi að vinna hratt. Hann telur besta svarið við þessu góðar bækur og líflega bókmenntaumræðu „sem er laus undan áþján hinna svokölluðu frétta“. Það sem Friðrik er í huga við samningu Péessins eru ekki síst ummæli franska heimspekings- ins Jacques Derrida um að allar fréttir séu meira og minna til- búningur. í viðtali við Jacques Derrida sem birtist í íslenskri þýðingu í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar (2. h. 1994) gerir hann grein fyrir sjónarmiðum sínum, en því miður stundum á loðinn hátt, enda mun honum ekki alltaf umhugað um að koma beint að efninu. Óvænt sjónarhorn virðast honum frem- ur að skapi. Tíðindasmíð Derrida býr til tvö orð: tíð- indasmíð og tíðindakostir. Hann segir: „Með fyrra orðinu er átt við að fréttir, tíðindi, séu tilbún- ingur einn, þær séu smíðaðar, menn verða fyrst að gera sér grein fyrir því að tíðindi eru til- búningur og síðan geta þeir snúið sér að því að athuga hvers konar tilbúningur þau eru. Fréttir, eða tíðindi, eru ekki sjálfgefnar heldur bókstaflega framleiddar, síaðar og ma- treiddar með aðferðum og tækj- um sem eru gerð af manna höndum, þar sem raðað er í forgangsröð og búinn til tign- arstigi til að þjóna öflum og hagsmunum sem hvorki þolend- ur né gerendur (þeir sem segja fréttir og hlusta á þær, sem stundum geta einnig verið „heimspekingar“, en eru ævin- lega túlkendur) gera sér nægi- lega grein fyrir“. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar geta vitanlega ekki sleppt frétt- um. Það er þó ljóst að alltof mikil áhersla er lögð á frétta- flutning. Dagblöð án frétta er erfítt að hugsa sér, en gaman væri að fá slík blöð í hendur! Almennur fréttaflutningur mætti vera minni, en í staðinn gætu komið fréttaskýringar í formi greina. Menningarum- fjöllun, ekki síst gagnrýni, yrði áberandi. Umfjöllun af því tagi er líka fréttir vilji menn líta svo á. Sama er að segja um greinar um það sem efst er á baugi inn- anlands og utan. Það að fréttirnar eru oftast takmarkaðar og að mestu eins í öllum blöðum og fjölmiðlum er mötun sem erfitt er að skilja að fólk skuli alltaf láta bjóða sér. Hættan er meðal annars fólgin í því, sem Derrida bendir Jacques Derrlda á, að upplýsingar berast frá sí- fellt fleiri heimshornum, „en í raun berast þær okkur frá æ færri miðlum og dreifmgarkerf- um sem eru að komast í færri og færri hendur“. Fjölmiðlafár Þetta ýtir undir að tekið sé mark á Derrida þegar hann heldur því fram að „fjölmiðlafár út af einhveiju sem ekkert er breiðir þögn yfir þá sem tala og starfa af einhveiju viti“. Mér virðist hann mæla með „dýpri“ umfjöllun í viðtalinu, því að blaðamenn hrærist ekki og sprikli stöðugt á yfírborðinu. Það er fjarri lagi að tímarit ein eigi að tileinka sér vandaða blaðamennsku og þeir sem starfa við dagblöð og aðra fjöl- miðla séu í því að miðla sífellt hinu sama á sem léttvægastan hátt. Að bókmenntagagnrýnendur líti á sig sem blaðamenn í tíma- þröng á ekki við hér heima, en aftur á móti fer sú tilhneiging vaxandi að gagnrýnendur þurfi að ná sem mestri athygli og er þá stundum gripið til vopna fár- ánleikans. Þetta er í anda hinna nýju vikublaða sem í mörgum tilvikum eru skrifuð (en umfram allt stjórnað) af fólki sem vill gefa tóninn í sem flestum mál- um eða er fyrirskipað að tjá sig með þeim hætti sem líklegastur er til'að auka sölu blaðanna. Vofurnar í viðtalinu við Derrida kemur fram ótti við að ýmislegt válegt geti endurtekið sig og sé reynd- ar fyrir hendi, til dæmis gyð- inga- og útlendingahatur. í Áls- ír liggur við borgarastyijöld. Vofa Marx skelfir þó ekki Derrida, sem hefur ýmislegt að athuga við þá fullyrðingu að Marx sé endanlega dauður. Hann vill ekki sætta sig við að gagnrýni á kapítalismann sé lokið, sigur markaðarins orðin staðreynd. Fastheldni gamalla marxista, gælur þeirra við líkið, vekur ekki beinlínis hrifningu, en sjálfsagt er ekki ástæða til „ofsakæti" vegna þeirrar þróun- ar til hægri sem greina má.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.