Morgunblaðið - 04.06.1994, Page 8
8 C LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ
ANDRÚMSLOFTIÐ: -
í SAMBÝLISBLOKKINNI
í TILEFNI Listahátíðar mun sýn-
ingarsalurinn 2. hæð halda sýn-
I ingu á óútfærðum vinnuteikning-
um rússneska listamannsins Ilyas
Kabakovs, en hann hefur farið
slíkum sýningarhamförum um
hinn vestræna heim sl. 5-6 ár,
eftir að hann flutti til Vestur-
landa, að fá dæmi eru slíks og
afköstin með eindæmum.
Ilya Kabakov er fæddur í Rúss-
landi árið 1933 og kominn af
venjulegu alþýðufólki. Eftir
erfíða barnæsku slæddist hann að
eigin sögn inn í listaskóla þar sem
hann hengslaðist áhuga- og hæfí-
leikalaus í gegn næstu sjö árin og
síðan gegnum listháskóla í Moskvu
j þar sem hann sérhæfði sig í mynd-
skreytingu bóka. í listaháskólan-
um dró sig saman hópur nemenda
sem höfðu það sameiginlegt að
vilja fara aðrar listrænar leiðir en
það opinbera lagði fyrir. Það var
kannski fátt annað sem samein-
aði, en það var samt heilmikið við
slíkar aðstæður. Að námi loknu
hélt hópurinn saman og styrkti
hver annan og þjónaði hlutverki
áhorfenda og velviljaðra gagnrýn-
enda. Hinir ungu listamenn urðu
f að láta mjög lítið fyrir sér fara svo
ekkert bærist út fyrir hópinn, ann-
að hefði verið of hættulegt á þeim
tímum. Svo sterkar voru helgreip-
ar stjómvalda á listalífínu að þeir
höfðu enga vitneskju um þær
miklu hræringar sem átt höfðu sér
stað um og dálítið eftir rússnesku
byltinguna, 1917, konstrúktív-
ismann - listamenn eins og Male-
vitsj og Kandinskíj voru þeim al-
gerlega ókunnir. Svo gersamlega
voru þessir hlutir jarðaðir að er
Guggenheimsafnið í New York
borg hélt mikla sýningu á afurðum
þessara hræringa fyrir rúmu ári
eða svo, þá var þar mikið af mynd-
I um er dregnar höfðu verið upp
úr einhveijum kjöllurum eða
geymslum í Rússlandi sem ekki
höfðu sést í meira en hálfa öld og
jafnvel ekkert vitað um tilveru
þeirra.
Eins og gefur að skilja var vest-
ræn list alger bannvara, en eftir
því sem árin liðu fóru þó smáfrétt-
ir að leka inn frá Evrópu í formi
lítilla smábæklinga og ljósmynda
af listaverkum og vænt.anlega ein-
hveijar sögusagnir líka. Það er svo
gaman að velta því fyrir sér hve
mikið af því sem þeir sáu olli ein-
hveijum misskilningi þar sem hug-
myndimar, grunnur verkanna,
^ hefur væntanlega orðið dálítið við-
skila við það sem augað sá, mynd-
imar, því vegna hinnar þjóðfélags-
legu einangmnar var auðvitað al-
veg vonlaust fyrir listamennina að
átta sig á úr hvaða jarðvegi verk-
in voru sprottin. Hin vestræna list
hefur því væntanlega endurfæðst
dálítið í hugum hinna sovésku
listamanna og kannski orðið að
einhveiju allt öðru, getur jafnvel
hafa leitt af sér nokkurs konar
listræna stökkbreytingu.
Að námi loknu vann Kabakov
i fyrir sér með skreytingu bama-
bóka og hafði teiknað myndir í
yfír 150 bækur er yfír lauk. En
það sem hefði getað orðið ánægju-
legt og gefandi starf varð að hálf-
gerðri martröð vegna ritskoðunar
og annarra andlega þvingana
(auðvitað urðu bömin í myndunum
að vera lukkuleg á svip með bylt-
' inguna og annað í þeim dúr). Þrátt
fyrir það er samt athyglisvert að
velta því fyrir sér - þó Kabakov
sjálfur vilji kannski lítið út á það
gefa - hvort bókaskreytingamar
hafí ekki þrátt fyrir alllt haft mik-
il áhrif á list hans, til dæmis er
stíllinn í teikningum og málverk-
um hans oft með þeim blæ, upp-
setning ýmiskonar, tengsl sögu og
myndar og það að frásögnin er
svona stór þáttur verkanna.
Heildarinnsetning
Það myndlistarform sem Kab-
akov hefur mestmegnis fengist við
síðan hann fluttist til Vesturlanda
er innsetningin, en áður hafði hann
ásamt öðm mikið fengist við svo-
kölluð „albúm“, sem em hálfgerð-
ar bækur með myndum og texta,
að öðrum þræði ætlaðar til flutn-
ings í formi upplesturs - kannski
ekki ólíkt því þegar verið er að
lesa upp fyrir börn.
• Sú tegund innsetningar sem
hann fæst við kallar hann heildar-
innsetningu (total installation).
Þar em eiginleikar viðkomandi
rýmis - herbergis, gallerís, bygg-
ingar - lítið sem ekkert notaðir
heldur er því algerlega umbreytt
svo úr verður eitthvað allt annað,
dálítill, nýr heimur, og minnir um
sumt á það sem popp- og flúxus-
listamenn (Oldenburg, Kaprow,
Vostell) voru að gera fyrir þijátíu
ámm eða svo og kallað er upp á
ensku „environment“. En samlík-
ingin er einungis af formlega tag-
inu, andinn er af allt öðmm toga.
Seinna fóm menn að beina athygl-
inni að rýmunum sjálfum,
stemmningunni innan þeirra og
vinna út frá eða taka þá eiginleika
með í dæmið; birtu inn um ákveð-
inn glugga, stærðarhutföll og
slíkt. Á síðustu ámm hefur svo
orðið afturhvarf til hinnar eldri
notkunar þar sem það hentar m.a.
betur hinum pólitíska eða samfé-
lagslega boðskap sem svo mikið
hefur borið á undanfarið og er ég
ekki í neinum vafa að Kabakov
er þar heilmikil áhrifavaldur, bæði
hvað form og innihald varðar.
Til að ná sem sterkustum heild-
aráhrifum í innsetningum notar
hann alla þá tækni, form og að-
ferðir sem við eiga í hvert sinn;
texta, hljóð, teikningar, málverk í
ýmsum stílum og hluti, en Ka-
bakov talar um það að sumir gagn-
rýnendur eigi dálítið erfítt með að
beina athyglinni að heildarmynd-
inni en fari í staðinn að finna að
því að þetta eða hitt málverkið sé
ekki nógu vel gert, sem er í því
tilfelli væntanlega alveg út í hött,
þar sem ákveðin „sögupersóna" í
verkinu, áhugamaður, hefur málað
það eða eitthvað í slíkum dúr. Til-
finningin í innsetningunum er
þannig að það er h'kt og einhver
nálægð sé í loftinu og á næsta
andartaki geti eitthvað gerst að
einhver persóna úr verkinu hafí
skroppið frá svo maður veltir því
fyrir sér hvort næsta stig sé ekki
bara að hleypa raunverulegu lífi,
persónum, inn í verkin - sem sagt
þróun í átt að einhvers konar leik-
húsverkum eða gemingum. Inn-
setningum hans fylgir gjama
saga, eða þetta tvennt vafíð sam-
an, kannski textabútar hér og þar
í verkinu og vill Kabakov meina
að þetta ásamt öðru geti átt rætur
að rekja til áhuga Wagners á sam-
stillingu eða sammna listform-
anna í eitt heildarlistform.
Hin sovéska veröld
Þeir sem ganga inn í innsetning-
ar Kabakovs ganga inn í aðra
veröld, úr hinum vestræna heimi
inn í hina sovésku veröld æsku
hans sem umlykur þá á alla vegu
og þrengir að skynfærunum. Oftar
en ekki er þetta á einhvern hátt
tengt sambýlisblokkinni þar sem
lífið er strengt á milli helgreipa
ofurskipulags og algerrar ringul-
reiðar og hárfín lína á milli brjál-
semi og sérvisku. Þó langur tími
aðskilji minnir stemmningin
stundum á lýsingar Dostojevskíjs
á nöturlegum leiguíbúðum sauð-
svarts almúgans á keisaratímabil-
inu í Moskvu eða Pétursborg. En
þótt veröldin sem hann lýsir sé
ansi svört og hörð er samt mann-
leg hlýja til staðar og einhvers
staðar undir svífur kímnin, stund-
um kaldhæðin en einnig hlý.
Þrátt fyrir tengslin við ákveðinn
tíma og stað hafa verkin sterkan,
sammannlegan tón sem allir skilja
sama hvar í tilverunni þeir eru
staddir, því grunnur þeirra byggir
á reynslu okkar allra. Ég hef t.d.
sjaldan séð jafnsterk viðbrögð
áhorfenda á sýningum og sýning-
argestanna, ekki síst barnanna, á
sýningu hans í Ronald Feldman
gaheríinu í New York fyrir tveim-
ur árum. Miðaldra menningarvitar
og harðsoðnir New York búar sem
venjulega rölta svipbrigðalausír
um sýningasali stórborgarinnar,
mýktust allir upp og ásjónan ljóm-
aði.
Þetta m.a. gerir verk hans svo
sterk, sterkari en verk fjölda þeirra
listamanna sem um þessar mundir
fjalla um pólitísk eða samfélagsleg
viðfangsefni, verk sem falla ger-
samlega flöt þegar málefnum ytra
borðsins sleppir.
Umskipti
Eins og sagði í upphafi flutti
Kabakov til Vesturlanda 1988 og
býr til skiptis í New York og
Þýskalandi á milli þess sem hann
þeytist um heiminn, aðallega þó
Evrópu og Bandaríkin, við að setja
upp innsetningar. Ég á bágt með
að ímynda mér að margir lista-
menn á þessari öld hafí lifað önn-
ur eins umskipti í lífí sínu og Ka-
bakov: Frá því að vinna í nær al-
gerri myndlistarlegri einangrun,
til slíkrar frægðar og sviðsljóma
að í dag eru fáir eða engir lista-
menn eftirsóttari af sýningarsöl-
um og söfnum stórborganna; frá
umhverfi sem þvingaði hann út í
hom, girti þar af og einangraði
svo hann náði einungis að hvísla
til þeirra fáu vinveittu sem vissu
af og heyrðu til hans, til þess að
vera borinn á höndum aðdáend-
askarans og settur út á hið miðja
vestræna menningartorg, fyrir
framan hljóðnema tengdan við
magnarakerfí sem dregur yfír all-
an hinn vestræna heim og víðar.
Auðvitað á þíðan á milli stór-
veldanna stóran hlut að máli, at-
hyglin sem við það beindist að
sovéskum listamönnum, en verk
hans virðast hvað best hafa þolað
athyglishnjask.
Éinnig hljóta þau umskipti að
vera gífurleg frá því að vinna
undir litlum eða engum þrýstingi
hvað afköst varðar, til þess að
vinna ný stórverk upp í vel skipu-
lagðan sýningarlista tvö ár fram
í tímann, kannski að meðaltali ein
sýning á mánuði og yfírleitt nýtt
verk á hveijum stað. En það er
einmitt þessi framleiðsluþrýsting-
ur sem sprengt hefur eða þynnt
út margan vestrænan myndlistar-
manninn síðustu árin, ekki síst þá
sem skyndilega hafa öðlast frægð
og neyðst til vegna mikilla sýn-
ingaskuldbindinga að vinna hraðar
en hugur, tilfinning og yfirvegun
ráða við. Én Kabakov er það sjóað-
ur og virðist hafa safnað það miklu
í sarpinn að af nógu er að taka.
Sýningunni á 2. hæð fylgir sýn-
ingarskrá, þar sem m.a. er ítarleg
grein eftir Kabakov þar sem hann
útskýrir fyrirbrigðið heildarinn-
setning. Einnig mun liggja frammi
viðtal sem Hannes Sigurðsson og
greinarhöfundur tóku við lista-
manninn í New York fyrir nokkru.
Kristinn G. Harðarson.