Alþýðublaðið - 24.11.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1920, Síða 1
Alþýðublaðið Gefið lit ai A.lþýðu£[okknuxE. 1920 Hrossakjötið (Nl) Ef hrossakjötspostularnir gætu hugsað, mundu þeir ekki stað- næmast við hrossakjötið, heidur segja: „í hski eru sömu næringar- efnin og f kjöti, nema hvað feit- ina vantar oftast nær. En ef við etum feiti með fiskinum, fáum við sömu næringarefnin og eru f kjöti. Hættum þvf að eta kjöt!" Og þeir mundu ekki láta staðar numið við það, heldur reikna og reikna, til þjss að komast að hvaða fæða væri nú ódýrust eftir næringargildi, og að lokum pré dika fyrir almenningi að lifa á fiski (helst úrgangi eða skemdum, af því hann er ódýrastur), bræð ingi og rúgmélsvatnsgraut, með dósamjólkur vatnsblöndu út á. Nú má segja að hrossakjöts- postularnir hefðu nokkuð til síns máls, ef þeir segðu þetta við efna- menn landsins, og bættu því við, að þeir ættu að láta það, sem þeir spöruðu á þessu, ganga til fátækra barna, og halda því á- fram, meðan nokkurt íslenzkt barn væri illa klætt eða fætt og meðan nokkurt íslenskt barn hefðist við i heilsuspillandi íbúð. En þetta segja þeir ekki. Þeir taia ekki til hiana rfku, heldur til alþýðunnar. Það er hún sem þeir vilja að spari, en áhrifin af þvf, ef hún gegndi þeim, yrðu að Hkindum þau, að kaupið lækkaði, en krón- urnar, sem hver alþýðumaður sparaði og setti í banka, yrðu, þegar alt kæmi saman, nokkur fúiga, og þeir ríku hefðu þá þeim muu meira að braska með, t. d. fiskhringurinn. En það er meira en það, að það sé röng Iífsskoðun i stefnu hrossakjötspostulanna, þvf það er ekkert annað en hugsunarvilla, að það sé sparnaður fyrir þjóðina að éta hrossakjöt. Eins og nú er, meðan tiltölulega fáir eta það, er ]?að sparnaður iyút þá, sem hafa Miðvikudaginn 24. nóvember. og' framtíðin. vanið sig á að gera það. En gæti almenningur vanið sig á að þykja það jafngott og annsð kjöt, sem reyndar er afar ósenniiegt, mundi það fljótt komast f sama verð og það, og sparnaðurinn verða eng- inn íyrir þá er þess neyttu. Og mjög er ósennilegt að ýramleiðsla hrossakjöts geti nokkru sinni orðið jafn ódýr hér á landi og fram- leiðsla kindakjöts, enda þótt mark aðsverð jhins fyrnefnda — sökum lítillar eftirspurnar — sé nú minna en hins síðarnefnda. Allar prédik- anir um aukið hrossakjötsát hafa þvf eigi önnur áhrif (ef þær á annað borð hafa nokkur) en þau, að þær sprengja verðið upp fyrir þeim sem nú neyta þess, og að þeir, sem hafa afsláttarhesta að selja, fá nokkuð hærra verð en nú, en hvorttveggja er gersamlega á- hrifalaust fyrir þjóðfélagið f heild sinni. Framtíð íslenzku þjóðarinnar liggur sennilega ekki nema að afar litlu Ieyti á sviði sparnaðar- ins, heldur í því að auka fram- leiðsluna, láta auðsuppsprettur landsins renna sem rfkulegast, og renna þannig, að það verði al- menningur, það er hinn vinnandi lýður Islands, sem nýtur góðs af, en ekki örfáir auðmenn. En fyrst og fremst er framtfð íslands þar sem barist er fyrir því, að þjóðin taki þá ákvörðun, að það skuli hætta, sem nú á sér stað, að íslenzk börn séu fáklædd og að íslensk börn, svo þúsundum skifti, alist upp f híbýlum sem eru heilsuspillandi, af þvf foreldrar þeirra eiga ekki völ á betra. Framtíð íslands er því þar sem barist er fyrir jafnaðarstefnunni —- hjá Alþýðuflokknum, og undir hans merkjum mun þjóðin sigra: hagsmunir þjóðarinnar settir yfir hagsmuni þeirra fáu manna, sem nú fleyta rjómann af striti alþýð- unnar og annara starfandi manua. 271. tölubi. €rlenð sítnskeyli. Khöfn 22. nóv. Frelsisbarátta íra. Símað er frá London að hópur Sinn . Feina hafl f gærmorgun drepið fjölda sefandi brezkra her- foringja i Dublin og geisi þar ógurlegar götuorustur. Búist er við að lögreglan hefni sfn grimmilega. Oríkklandsmálin. Reuters fréttastofa tilkýnnnir að þjóðaratkvæðagreiðsian, sem fara átti fram 28 þ. m., um heimkomu Konstantins konungs, sé frestað. Ástæðan talin sú, að Bretar blanda sér í málið og æsingar séu með setuliðinu í Smirna, Elsta dóttir Konstantins, Helena að nafni, er trúlofuð Karli rfkis- erfingja Rúmena. Khöfn, 23. nóv. Frá Dönuin. Stjórnin stingur áliti gengis- nefndarianar undir stól og segir, að engar nýjar ráðstaíanir séu nauðsynlegar viðvíkjandi gengis- bótum; innflutningsbann og skömt- un og hið almenna verðfall á heimsmarkaðinum muni af sjálfu sér kippa öllu f lag. T erkaiuannaf uudur. Frá London er sfmað að þar sé byrjaður alþjóða verkamanna- fundur. Krelkja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 3J/s í kvö’d. Bíóin. Gamla Bíó sýnir „Tígul- ás*, Nyja Bíó sýnir „ínnbrots- þjófur eina nótt.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.