Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA !| í **9miHiiMfr Í994 FÓSTUDAGUR 15.JULI BLAÐ B KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Tíu mörk íköflótt- um leik... ÞAÐ var hálf einkennilegur leikur sem boðið var upp á í gærkvöldi á Víkingsvellinum í Fossvogi. Þartóku heimamenn á móti Þór f rá Akureyri og sigr- uðu þeir síðarnefndu með sex mörkum gegn fjórum. Þórsarar virtust vera eina liðið á vellinum í fýrri hálfleik og skoruðu þá fjögur mörk auk þess ¦¦¦¦¦¦I að fá jafnmörg S{efán dauðafæri sem ekki Eiríksson nýttust. Fyrsta skrífar markið kom á sjöttu mínútu; Bjarni Sveinbjörnsson skoraði eftir lagleg- an undirbúning Ormarrs Örlygsson- ar. Annað markið kom á 17. mínútu og var þar Bjarni að verki aftur eft- ir laglega samvinnu við Guðmund Benediktsson. Lárus Orri skoraði þriðja markið á 25. mínútu af stuttu færi og fjórða markið kom níu mín- útum síðar; Ormarr lék laglega upp hægri kantinn og gaf á Bjarna sem gerði þriðja mark sitt. Það læðist að manni sá grunur að liðin hafi skipt um búninga í leik- hléi því í síðari hálfleik skoruðu Vík- ingar fjógur mörk á móti tveimur Þórsara. Ahorfendur voru vart búnir að koma sér fyrir þegar Óskar Ósk- arsson skoraði fyrsta mark Víkinga. Þórsarar skoruðu reyndar tvö mörk í röð eftir það, bæði úr aukaspyrnu. Fyrst skoraði Júlíus Tryggvason á 57. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Guðmundur Benediktsson gullfallegt mark. Þar með voru Þórs- arar komnir með fimm marka for- skot og hættu. Víkingar notfærðu sér það til hins ítrasta. Óskar Ósk- arsson bætti öðru marki sínu við á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Marteinn Guðgeirsson með laglegu skoti frá vítateig. Aðeins mínútu síðar skoraði Björn Bjartm- arz fjórða mark Víkinga. Fleiri urðu mörkin ekki. „Menn verða að muna að leikurinn er 90 mínútur, við verðum að halda áfram," sagði Júlíus Tryggvason leikmaður Þórs heldur daufur í dálk- inn eftir útreiðina í seinni hálfleik. Þórsarar voru brokkgengir eins og úrslitin gefa til kynna og Víkingar höfðu ekki trú á því sem þeir voru að gera fyrr en of seint. Jón Grétar Ólafsson kom inn á hjá Víkingum í seinni hálfleik og virtist ná að hleypa heilmiklu lífi í Víkingssóknina. A eftir boltanum Morgunblaðið/Bjarni ÞRÓTTARINN Hreiðar Bjarnason, til vinstri, og Eyjamaðurinn Magnús Sigurðsson spretta úr spori á eftlr knettinum á Þróttarvelll í gærkvöldi. Magnús er á undan að þessu sinni, og þegar upp var staðlð voru Eyjamenn á undan; sigruðu 4:2. HANDKNATTLEIKUR Geir Ifldega hér álandiívetur GEIR Sveinsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, leikur að öllum líkindum með liði hér á landi næsta vetur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til stóð að hann yrði áfram á Spáni, en nú virðist sýnt að ekki rætist úr fjárhagsvandræðum Alzira, liðsins sem hann var hjá, og hann komi því heim. Ekki er ljóst með hvaða félagi Geir verður, komi hann heim. Hann var orðaður við deildármeistara Hauka fyrr f sumar, en gaf Hafnfirðingunum af- svar. Geir mun ekki hafa rætt við ðnnur félög. GOLF Turner bestur á opna breska Faldo fór holu á átta högg- um og á enga von um sigur GREG Turner frá Nýja Sjálandi hefur forystu eftir fyrsta dag 123. opna breska meistaramótsins í goifí, sem hófst á Turnberry vellinum f Skotlandi í gær. Bretinn Jonathan Lomas kemur næstur með 66 og Andrew Magee, Bandaríkjunum er þriðji á 67. Vonir Faldos að engu Vonir Bretans Nicks Faldo um fjórða sigurinn á mótinu urðu nánast að engu er hann lék 17. holu á átta höggum — þremur yfir pari. Á brautinni fékk hann tvö víti fyrir að slá rangan bolta. Hann verður því að leika vel í dag iál að komast í gegn- um niðurskurðinn í dag, þegar keppendum verður fækkað. Faldo hefur leikið á 75 höggum, fimm yfír pari. Þess má geta að Faldo komst ekki gegn- um niðurskurðinn á opna bandaríska mótinu í síð- asta mánuði, i fyrsta skipti á stórmóti síðan 1986. Eftirtaldir léku á 68 höggum í gær: Tom Wat- son, Loren Roberts, David Edwards, Brian Watts og John Daly, allir Bandaríkjunum, Jean Van de Velde, Frakklandi, Peter Senior, Ástralíu, Jesper Parnevik, Svíþjóð; Wayne Grady, Ástralíu og David Feherty og Ross MeFarlane, Bretlandi. ÞRIÞRAUT Einar stóð sig vel í Þýskalandi EINAR Jóhannsson íslandsmeistari í þríþraut úr Ármanni keppti í Ironman þríþrautarkeppninni í Þýskalandi um helgina, og lenti í 275. sæti af tæplega 2.000 þátttakendum. Einar náði tfmanum 9 klst. og 45 mínútur. Hann synti 3800 m á 57.50 minútum, hjólaði 180 km á 5 klst. og hljóp mara- þon á þremur klst. og 45 mínútum, og telst sá árangur og sætið mjög gott. Einar sagði að sér hefði liðið vel allan tímann, þó svo að hann hafi verið orðinn mjög þreyttur þegar leið á hlaupið. Þróttarar stóðu í ÍBV SPÚTNIKLIÐ 2. deildar, Þróttur, lét 1. deildarlið Vestmanna- eyinga hafa mikið fyrir sér í Sæviðarsundinu í gærkvöldi en tap- aði engu að síður íframlengingu, 2:4, en staðan eftir 90 nriínút- ur var 2:2. Það tók 20 mínútur að róa taug- arnar, sérstaklega hjá Þrótt- urum. Á meðan sóttu Eyjamenn en Fjalar Þorgeirsson í marki heimamanna var þeim erfiður. Þróttarar komust meira inn í leikinn en urðu fyrir blóðtöku þegar sókn- armaðurinn skæði, Gunnar Gunn- arsson, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Á 36. mínútu náði Hermann Hreiðarsson að gefa fyrir Stefán Stefánsson skrifar mark Þróttara, beint á koll Þóris Ólafssonar sem skallaði í markið af markteigshorni fjær. Hreiðar Bjarnason jafnaði 1:1 fímm mínútum eftir hlé og aðeins fjórum mínútum síðar kom Haukur Magnússon Þrótti yfir með góðu marki. Vestmannaeyingar voru þó ekki af baki dottnir, sóttu sem fyrr og á 70. mínútu varði Fjalar úr opnu færi Friðriks Sæbjörnssonar. Tveimur mínútum síðar brást Frið- riki ekki bogalistin og jafnaði fyrir ÍBV með góðu skallamarki. Liðin skiptust síðan á færum en tókst ekki að skora og því varð að grípa til framlengingar. Eyjamaðurinn Zoran Ljubicic prjónaði sig laglega upp miðjuna og framhjá leikmönnum Þróttar á 95. mínútu og kom ÍBV yfir í ann- að sinn 2:3. Mikil þreyta og leiðinleg harka einkenndi það sem eftirlifði leiks- ins. Zoran bætti við fjórða marki Vestmanneyinga og Nökkva Sveinssyni mistókst að bæta við fimmta markinu er hann þrumaði í sláúr vítaspyrnu á 119. mínútu. „Ég er mjög skúffaður því ég veit að sá sem skorar á undan í framlengingu vinnur oftast og í þetta sinn urðu það þeir. Það var mjög erfítt að koma til baka þegar þeir skoruðu en við áttum að gera útum leikinn þegar staðan var 2:1 fyrir okkur," sagði Ágúst Hauksson fyrirliði og leikmaður hjá Þrótti í Reykjavík en hann var sterkur í vörninni og Fjalar varði oft vel. Friðrik Friðriksson, markvörður og fyrirliði ÍBV var sæmilega sáttur við sína menn: „Um leið og Vesta- mannaeyingar leika ekki á fullu gengur ekki vel. En þegar við jöfn- uðum vissi ég að þetta yrði í lagi. Nú er mér sama hverja ég fæ svo framarlega sem leikurinn verði í Eyjum," sagði Friðrik. KNATTSPYRNA: DOMARAMALIN ENN EINU SINNI í BRENNIDEPLI / B3 riOEaTBmiblsV UsdinnjjH 6'ufid .:i í ; iaíkoá uriioft *i -(lúitiític/l 30 hÁ/ioít])()V({lk uninmBa j áaa-) isvi) go rnubnöÍJíi i lasríJon 019 rioil inhs<\ -iiívií ,mu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.