Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4
¦ BRYNJAR Davíðsson lék í marki Þórsara gegn Víkingum í fjarveru Ólafs Péturssonar. Vara- markvörðurinn á bekknum var Ei- ríkur Eiriksson, gamalreyndur markmaður sem síðast lék með Þór snemma á síðasta áratug. Þess má geta að Eirikur er 41 árs, og var valinn besti markmaður lávarða- deildarinnar á síðasta Pollamóti Þórs. ¦ ARSENAL hætti í gær í kapp- hlaupi um framherjann Chris Sutton hjá Norwich. Félagið vill 5 milljónir punda fyrir hann. Arsenal hafði boðið í Sutton, eins og Blackburn, en dró sig í hlé í gær. Því er talið líklegt að Sutton gangi til liðs við Blackburn í dag. ¦ TONY Cascarino, sem leystur hefur verið undan samningi hjá Chelsea, var í gær í Frakklandi þar sem hann ræddi við forráðamenn Marseille. Liðið var dæmt niður í 2. deild vegna fjármálamisferlis og má ekki fá til sín leikmenn, sem það þarf að borga fyrir. Þar sem Cascar- ino er laus undan samningi gæti Marseille samið við hann. ¦ TONY Adams, fyrirliði Arsenal, sem hefur verið hjá félaginu síðan hann var 13 ára, fær ágóðaleik áður en tímabilið hefst í haust, 13. ágúst. Arsenal mætir þá Crystal Palace á Highbury, og reiknað er með að Adams fái jafnvel um andvirði 16 milljónir króna í vasann. ¦ PETER Atherton, varnarmaður hjá Coventry er farinn til Sheffield Wednesday. Sérstakur gerðardómur úrskurðaði að Wednesday þurfi að greiða 800.000 pund fyrir hann, and- virði um 86 milljóna króna. ¦ TOMMY Burns hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri skoska úrvals- deildarliðsins Celtic. Burns sagði á mánudaginn starfi sínum sem fram- kvæmdastjóri hjá úrvalsdeildarliðinu Kilmarnock lausu, og var ráðinn til Celtic í gær. Burns lék í mörg ár með Celtic og var mjög vinsæll hjá félaginu. ¦ KENNY Sansom sem lék 88 landsleiki með enska landsliðinu í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálf- ari hjá Watford og mun einnig leika með liðinu. Watford hefur keypt sóknarmanninnn Jamie Moralee frá Millwall á tæpar fimmtíu milljónir. ¦ BRYANRobson, fyrrum fyrirliði Manchester United og Englands, sem nýlega tók við starfi fram- kvæmdastjóra Middlesbrough, hef- ur fengið Bryan „Pop" Robson til liðs við sig sem þjálfara. Þessi nafni ^ stjörnunnar var mikill markaskorari á sínum tíma með West Ham og Sunderland, en hefur starfað sem unglingaþjálfari hjá Manchester United síðustu ár. ¦ ANDY Gray hefur verið leystur undan samningi við Tottenham, og er frjálst að fara til annars félags. Gray, sem er þeldökkur miðvallar- leikmaður, kom fyrir 600.000 pund frá Crystal Palace fyrir þremur árum. ¦ DAVE Bassett, þjálfari Sheffi- eld United, er að kaupa miðjumann- inn Gary Parker frá Aston Villa i fyrir 750.000 pund. Það er mesta upphæð sem United hefur greitt fyr- ir leikmenn. ¦ NEIL Emblem, 22 ára stórefni- legur varnarmaður hjá Millwall, hefur verið seldur til Wolves á eina milljón punda. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI Guðmundur markvörður var hetja Breiðabliks GUÐMUNDUR Hreiðarsson markvörður Breiðabliks var hetja Kópavogsbúa í gærkvöldi þegar lið hans sió lið IBK út úr bikarkeppninni. Markalaust var eftir f ramlengingu og úrslitin réðust ivítaspyrnukeppni þar sem Guðmundur varði eina spyrnu. Guðmundur gerði fleira því á síð- ustu mínútu síðari hálfleiks varði hann mjög vel skalla frá Kefl- i^BBBm víkingum og bjargaði SkúliUnnar Því að lBK kæmist Sveinsson 1:0 yfir á síðustsu skrifar sekúndunum. Leikurinn var ann- ars með þeim leiðinlegustu sem und- irritaður hefur séð lengi og það voru fleiri á sama máli því harðir fylgis- menn beggja liða höfðu á orði að það Vítaspyrnu- keppnin 0:1 1:1 ...Kristófer Sigurgeirsson 1:1 ..Kristinn Guðbrandsson (Guðmundur varði) 2:1 2:2 3:2 3:3 4:3 ..............Gunnar Oddsson ...Gunnlaugur Einarsson 4:3 (skot í stöng) væri sem betur fer ekki oft sem menn væru við það að sofna á knatt- spyrnuleik. Liðin léku þó þokkalega á milli vítateiganna í fyrri hálfleik en gallinn var sá að alltaf þegar menn komust í sókn vantaði fleiri samherja. Varnarleikurinn var í fyr- irrúmi. Allt of oft sá maður rólega sókn heimamanna fjara út og þá voru sex eða sjö leikmenn þeirra enn á eigin vallarhelmingi. Síðari hálfleikur var mjög dapur og það var ekki fyrr en rétt á síð- ustu mínútunum að áhorfendur rumskuðu. Fyrst átti Grétar Stein- dórsson skot í stöng ÍBK-marksins og Guðmundur varði_ meistaralega frá Georgi Birgissyni. í framlenging- unni fengu liðin þokkaleg færi sem ekkert varð úr. í vítaspyrnukeppninni varði Guð- mundur aðra spyrnu ÍBK, frá Kristni Guðmundssyni og fimmta spyrnan, frá Óla Þór, fór í stöngina og þar með sigraði Breiðablik 4:3. Breiðabiik-ÍBK 0:0 Morgunblaðið/Bjami Oll Þór Magnússon, Keflvíkingur, og Gústaf Ómarsson, llðsmaður Breiðabliks, berjast um boltann. Fylkismenn höfðu betur í baráttunni á Ólafsfirði FYLKIR sigraði Leiftur 2:0 á Ólafsfirði og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar ásamt sjö fyr- studeildarliðum. Sigurinn var heldur ósanngjarn því Leifturs- menn voru mun meira með boltann og lengi vel fór leikur- inn f ram á vallarhelmingi Fylk- ismanna. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Leift- urs, var að vonum ánægður í leikslok. „Við áttum undir högg að sækja en náðum að nýta þau fáu færi sem okkur gáfust, og ég er afskaplega ánægður með að vinna Leiftur á heimavelli. Það var Frá Sigurði Björnssyni á Ólafsfirði mikilvægt fyrir okkur, móralskt," sagði Bjarni við Morgunblaðið. Varð- andi framhaldið sagði hann að bikar- keppnin væri stemmning augna- bliksins og hann léti hverjum degi nægja sína þjáningu. Leiftursmenn náðu fljótlega góð- um tökum á leiknum og í fyrri hálf- leik fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi gestanna. Þeir skutu tvívegis góðum skotum að marki en markvörður Fylkismanna sá við þeim í annað skiptið og varnarmenn í hitt. Mikil hætta skapaðist á 21. mínútu eftir skot að marki, mark- vörður Fylkis varði en hélt ekki bolt- anum og varnarmenn náðu síðan að hreinsa. Upp úr því fengu Fylkis- menn tvö færi en Þorvaldur mark- vörður varði vel. Leiftursmenn fengu síðan færi á færibandi eftir þetta, en náðu ekki að skora. Fylkismenn náðu því hins vegar á 42. mínútu, er Þórhallur Dan Jóhannsson skor- aði eftir slæm varnarmistök. Síðari hálfleikur var þófkenndur til að byrja með, en Leiftursmenn náðu síðan tökum á leiknum aftur. Á 57. mínútu átti Slobodan Milisic gott skot framhjá og skömmur síðar small knötturinn í stöng Fylkis- marksins. Fylkismenn náðu hins vegar að bæta við marki á 73. mín- útu, en það gerði Kristinn Tómasson eftir laglega fléttu. Leiftursmenn höfðu tök á leiknum lengst af en lokahnykkinn vantaði og virtist sem áhugaleysi væri yfir liðinu. Fylkismenn nýttu færi sín vel og það skipti sköpum. Kópavogsvöllur, 16 liða úrslit bikarkeppni KSI, fimmtudaginn 14. júlí 1994. Breiðablik sigraði í vítaspyrnukeppni, 4:3. Aðstæður: Góðar. Gult spjald: Valur Valsson, Breiðabliki (55. fyrir að sparka knetti eftir að dómarinn dæmdi), Hákon Sverrisson, Breiðabliki (117. brot). Gestur Gylfason, ÍBK (88. sparkaði í mótherja), Óli Þór Magnússon, ÍBK (105. mótmæli) Dðmari: Bragi Bergmann. Góður. Áhorfendun 260 greiddu aðgang. Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Gú- staf Ómarsson, Einar Páll Tómasson, Hákon Sverrisson - Jón Stefánsson (Sigurjón Krist- jánsson 46.), Gunnlaugur Einarsson, Valur Valsson (Vilhjálmur Haraldsson 81.), Arnar Grétarsson, Kristófer Sigurgeirsson - Rast- islav Lazorik, Grétar Steindórsson. f BK: Ólafur Gottskálksson - Karl Finnboga- son, Sigurður Björgvinsson, Kristinn Guð- brandsson - Ragnar Margeirsson (Georg Birgisson 68.), Gunnar Oddsson, Ragnar Steinarsson, Marko Tanasic, Gestur Gylfa- son - Kjartan Einarsson (Sverrir Þór Sverr- isson 91.), Óli Þór Magnússon. Víkingur - Þór 4:6 Víkingsvöllur: Móik Víkings: Óskar Óskarsson (48. og 73.), Marteinn Guðgeirsson (77.), Björn Bjartmarz (78.). Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson (6., 17. og 36.), Lárus Orri Sigurðsson (25.), Júlíus Tryggvason (57.), Guðmundur Benedikts- son (62.). Gult spjald: Hreinn Hringsson, Þór. Dómari: Jón Sigurjónsson. Áhorfendur: 100. Víkingur: Axel Gomes - Guðmundur Árna- son, Björn Bjartmarz, Stefán Ómarsson - Sigurgeir Kristjánsson, Lárus Huldarsson, Marteinn Guðgeirsson, Hörður Theódórs- son, Halldór Jónsson (Trausti Ómarsson 55.) - Guðmundur Gauti Marteinsson (Jón Grétar Ólafsson 62.), Óskar Óskarsson. Þór: Brynjar Davíðsson - Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson - Orm- arr Örlygsson, Lárus Orri Sigurðsson, Drag- an Vitörovic, Páll Gíslason (Sveinn Pálsson 55.), Árni Þðr Árnason (Hreinn Hringsson 74.) - Bjarni Sveinbjörnsson, Guðmundur Benediktsson. Þróttur R.- ÍBV 2:4 Þróttaravöllur: Mörk Þróttar: Hreiðar Bjarnason (50.), Haukur Magnússon (54.). Mörk ÍBV: Þórir Ólafsson (36.), Friðrik Sæbjörnsson (72.), Zoran Ljubicic (95., 118.) Gult spjald: Hjá Þrótti Ragnar Egilsson fyrir brot, Arnar Bjarnason fyrir brot, og Kristinn Atlason aðstoðarþjálfari fyrir óprúðmannlega framkomu. Hjá ÍBV fékk Dragan Manjocivic fyrir brot, Bjarnólfur Lárusson fyrir brot. Dómari: Gísli Guðmundsson. Áhorfendur: Um 110. Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Páll Einarsson, Ágúst Hauksson, Arnar Bjarnason, Haukur Magnússon (Brynjólfur Schram 85.), Sævar Guðjónsson, Hreiðar Bjarnason, Theodór Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson (Skúli Egilsson 22.), Valdimar Pálsson, Ragnar Egiisson. IBV: Friðrik Friðriksson, Sumarliði Árna- son (Bjarnóifur Lárusson 65.), Magnús Sig- urðsson (Friðrik Sæbjörnsson 73.), Dragan Manjocivic, Jón Bragi Arnarsson, Hermann Hreiðarsson, Heimir Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Steingrímur Jóhannesson, Nökkvi Sveinsson, Þórir Ólafsson. Leiftur - Fylkir 0:2 Ólafsfjarðarvöllur: Mörk Fylkis: Þórhallur Dan Jóhannsson (42.), Kristinn Tómasson (73.) Gult spjald: Slobodan Milisic, Leiftri, og Ásgeir M. Ásgeirsson, Fylki, báðir fyrir brot. Leiftur: Þorvaldur Jónsson, Friðrik Einars- son, Einar Einarsson (Bergur Björnsson), Gunnar Már Másson, Gunnlaugur Sigur- sveinsson, Mark Duffield (Sindri Bjarna- son), Matthías Sigvaldason, Páll Guðmunds- son, Sigurbjörn Jakobsson, Slobodan Mil- isic, Sverrir Sverrisson. Fylkir: Kristján Sturluson, Halldór Steins- son, Ingvar Olafsson, Brandur Sigurjóns- son, Ólafur Stígsson, Ásgeir Már Asgeirs- son, Aðalsteinn Víglundsson, Finnur Kol- beinsson, Gunnar Þ6r Pétursson (Ómar Bendtsen), Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan Jóhannsson. IkvöW Knattspyrna kl. 20 Bikarkeppnin - 16. liða i'u-slit: Akranes...............................ÍA - KR Hlíðarendi...................Valur - Fram Grindavík......................UMFG - FH Akureyri....................KA - Stjarnan 2. deild karla: Neskaupst..............Þróttur - Selfoss 2. deild kvenna B: Ólafsfjörður.................Leiftur - ÍBA 3. deild karla: Skallagrv................Skallagr. - Völs. 4. deild: Grðtturv..................Grótta - UMFA Þorlákshöfn.................Ægir - Ókkli Gervigr..............Léttir - Framherjar Melar...........................SM - Þrymur i/.ii maa uöBTgifi fjj 6isn9l tölEíi nnhu>l>(ofiiiJBÍÍ£! ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.