Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR VIKUNIMAR
SJÓNVARPIÐ I Stqð tvö
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ
MOI 1 n ►Skotliðarnir
• bl.lU (Sharpe’s Rifles)
Bresk ævintýramynd byggð á met-
sölubók eftir Bemard Cornwell um
Sharpe, foringja í her Wellingtons í
stríðinu við Napóleon á ámnum 1808-
1815.
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ
Ifl 91 11I ►Fjallgangan
l\l. 4I.IU Climb) Bres
(The
Climb) Bresk bíp-
mynd sem gerist árið 1953 og segir
frá fjallgöngugörpum sem ætla að
klífa tindinn Nanga Parbat í
Himalayafjöllum en lenda miklum
hremmingum.
Unn JC^Nóttin er válynd
. LLAú (Child in the Night)
Bandarísk spennumynd frá 1990.
Ungur drengur verður vitni að morð-
inu á föður sínum en man ekkert þeg-
ar lögreglan spyr hann um atburðinn.
VI fl Jfl ►Göngin (Tunnels)
lll. U.4U Spennutryllir um tvo
blaðamenn sem komast á snoðir um
dularfull göng sem liggja djúpt undir
strætum borgarinnar. Göngin hýsa
undirheima sem eru skelfilegri en orð
fá lýst.
Stranglega bönnuð börnum.
Kl 9 1f1 ^^restsul9 (T° Kiil a
III. L. IU Priest) Spennumynd
sem gerist í Póllandi á níunda áratugn-
um þegar verkalýðshreyfíngunni Sam-
stöðu óx fiskur um hrygg.
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ
V| QC ► Hefnd busanna II
IVI. I U>LU (Revenge of the
Nerds II) Gamanmynd um busana
úrræðagóðu sem ætla nú að láta ljós
sitt skína á sérstakri bræðralagsráð-
stefnu.
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ
fff QQ 1 C ►Sonur árinnar (Hijo
nl. LL.lv del Rio) Argentísk
verðlaunamynd um 18 ára pilt sem
kemur til Buenos Aires og lendir í
slæmum félagsskap.
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ
mQI 1 fl ►Barnaleikir (Kind-
. L I. IU erspiele) Þýsk bíó-
mynd frá 1992 um hinn ellefu ára
Micha og vini hans sem iðka hættu-
lega leiki til að sanna karlmennsku
sína.
Stöð tvö
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ
V| Q1 f)C ► Láttu það flakka
lll. L I.UU (Say Anything) Hér
er á ferðinni gamansöm ástarsaga um
ungan mann (John Cusack) sem verð-
ur yfir sig ástfanginn af stúlku sem
er af mjög efnuðum ættum. Vinir
hans telja þetta vonlaust en hún sér
í honum einhvern neista.
fff QQ JC ►Nætursýnir (Night
III. LL.nv Visions) Fjöldamorð-
ingi hefur myrt fjórar konur á jafn
mörgum dögum. Lögreglan veit lítið
meira en þrátt fyrir það er rannsóknar-
lögregluþjónninn Tom Mackey ekkert
sérstaklega ánægður þegar yfirmaður
hans tilkynnir að lögreglunni til að-
stoðar sé kominn afbrotafræðingur
sem líka sé skyggn.
Stranglega bönnuð börnum.
fff II CC ►Dans á rósum (Milk
III. I4.UU and Honey) Joanna
Bell flytur til Kanada frá fátækra-
hverfi á Jamaica og reynir fyrir sér
þar í landi allsnægtanna.
fff 4ff QC ►! fullu fjöri (Sat-
M. I O.LU isfaction) Hér segir
frá hressum krökkum sem stofna sam-
an rokkhljómsveit.
VI QQ QC ► Meðleigjandi ósk-
III. tU.LV ast (Single White
Female) Spennumynd með Bridget
Fonda og Jennifer Jason Leigh í aðal-
hlutverkum. Myndin er gerð eftir
metsölubók John Lutz, SWF Seeks
Same. Ung kona auglýsir eftir ungri
konu sem meðleigjanda. Eftir skamma
viðveru þeirrar síðarnefndu gerast
undarlegir atburðir.
VI <1 IQ ►! konuleit (You Can’t
III. I.4U Hurry Imvc) Það blæs
ekki byrlega fyrir Eddie þegar hans
heittelskaða lætur ekki sjá sig á sjálf-
an brúðkaupsdaginn. En lífið heldur
áfram og hann kemst fljótt að raun
um að stúlkumar í Los Angeles em
ekkert hrifnar af sveitastrákum frá
Ohio-fylki. Hann lagar sig að þessum
breyttu aðstæðum og þá fyrst fara
hjólin að snúast.
VI Q 11I ►Hörkuskyttan
III. U. IU (Quigley Down Und-
er) Vestri þar sem Tom Selleck leikur
bandaríska skyttu sem ræður sig til
hrokafulls óðalseiganda í Ástralíu.
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ
|f| Qfl CC ► Leyndarmál fortíð-'
III. lU.UU arinnar (Under
Capricorn) Fyrri hluti ástralskrar
framhaldsmyndar. Sagan gerist á síð-
ustu öld og segir frá ungum herra-
manni sem gerir hvað hann getur til
að hjálpa óhamingjusamri konu að
fóta sig í lífinu á ný. Seinni hluti er
á dagskrá annað kvöld.
|f| QQ QC ►Uns sekt er sönnuð
III. lUiLU (Presumed Innocent)
Spennumynd um saksóknarann Rusty
sem rannsakar morðmál á konu sem
hann hafði átt í ástarsambandi við.
Grunur leikur á að hann sé morðing-
inn. En hann er saklaus uns sekt er
sönnuð.
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ
VI QQ Q|| ►Til varnar Bed of
III. £u.£U Lies) Sannsöguleg
spennumynd um ein umdeildustu rétt-
arhöld sem haldin hafa verið í Texas-
fylki í Bandaríkjunum. Hér er sögð
saga konu sem snerist til vamar þeg-
ar ofbeldisverk eiginmanns hennar
keyrðu um þverbak.
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ
MQQ 1 fl ►Undarlegur
. LÖ. IU UFO Café)
gestur
George
Walters rekur litla verslun í smábæ.
Kvöld nokkurt hringir maður og seg-
ist vera með bilaðan bíl og sig vanti
varahluti. George opnar verslunina
fyrir hann og röltir svo með honum
að bílnum en þá trúir hann George
fyrir því að hann sé utan úr geinmum.
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ
VI QQ in ►JFK Óskarsverð-
III. LU. IU launamynd sem fjall-
ar um morðið á John F. Kennedy,
forseta Bandaríkjanna.
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ
Kl. 21.35
| ►! faðmi morðingja
In the Arms of a Kill-
er) Jaclyn Smith, John Spencer og
Michael Nouri fara með aðalhlutverk
þessarar spennumyndar sem gerist í
New York. Ung og óreynd lögreglu-
kona fær vígsluna í starfi þegar hún
rannsakar morð á þekktum mafíósa
ásamt félaga sínum. 1991.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Maverick ★ ★ ★
Fyrsta ásjálega mynd sumarsins, gam-
anvestrinn Maverick, kemur manni í
gott skap. Er hægt að fara fram á
meira af fisléttri afþreyingu?
Blákaldur veruleiki ★ ★
Tilvistarkreppu flatbökukynslóðarinn-
ar gerð skil í mynd sem er alltaf full
meðvituð um meint ágæti sitt.
Fjandsamlegir gíslar ★ ★ Vi
Hressilegir leikarar í aðalhlutverkum
og ófá, smellin tilsvör gleðja áhorfend-
ur í brokkgengri mynd um fjölskyldu-
eijur og innbrotsþjófa á aðfangadags-
kvöld.
Angie ★ ★ Vi
Geena Davis bjargar miklu tilfinninga-
flóði frá því að skella á áhorfendum
með ógnarþunga.
BÍÓHÖLLIN
Löggan í Beverly Hills 3 ★ Vi
Þriðja löggumynd Eddie Murphys er
hvorki fugl né fiskur og stjarnan má
muna sinn fífil fegri.
Tómur tékki ★ '/i
Strákkettlingur fær að sólunda einni
milljón dollara í nauðaómerkilegri
barnamynd.
Lögregluskólinn: Leyniferð til
Moskvu Vi
Þetta langþreytta lögreglugengi nær
botninum á Rauða torginu.
Bændur í Beverly Hills ★
Gamanmynd byggð á þekktum sjón-
varpsþáttum. Hér fara miklir peningar
í litla sögu og jafnvel enn minna grín.
Hvað pirrar Gilbert Grape? ★ ★ ★
Ljúfsárt gamandrama um sérkenni-
lega fiölskyldu í amerísku sveitinni.
Lasse Hallström leikstýrir á mjúku
nótunum og nær góðum leik úr leikur-
um sínum. Leonardo DiCapriQ hinn
ungi vinnur leiksigur.
Ace Ventura ★ ★
Óttaleg hringavitleysa en óvæntur
smellur bæði í Bandaríkjunum og hér
heima. Furðulegast er að Jerry Lewis-
eftirherma skuli hitta svona í mark hjá
ungviðinu.
HÁSKÓLABÍÓ
Löggan í Beverly Hills 3 ★ Vi
Eddie Murphy má fara að athuga sinn
gang ef hann ætlar að halda þessu
áfram.
Græðgi ★ '/j
Byrjar sem háðsádeila á öfund og
græðgi en kafnar að lokum í sykursæt-
um endi og vondum leik Michael J.
Fox.
Veröld Waynes II ★ ★
Myndin er í rauninni ekkert annað og
meira en bergmál fyrstu myndarinnar
um þessa kostulegu æringja. Á þó sín
augnablik.
Brúðkaupsveislan ★ ★ ★
Frumleg og skemmtileg tævönsk gam-
anmynd sem gerist á meðal tævanbúa
í New York og snýr hefðbundnu brúð-
kaupsbasli algerlega ár hvolf.
Beint á ská 33'/j ★ ★
Hálfvitagangurinn í heimskasta lög-
reglumanni kvikmyndanna síðan Clo-
useau var og hét gerist úþynntur og
þreytulegur.
Listi Schindlers ★ ★ ★ ★
Spielberg leiðir áhorfandann í allan
sannleikann um útrýmingu gyðinga í
mikilvægustu mynd sem gerð hefur
verið um helförina.
LAUGARÁSBÍÓ
Krákan ★ ★ Vi
Fræg sem seinasta mynd Brandons
Lees, sem lést af völdum voðaskots
við gerð hennar. Myrkur, drungalegur
og á margan hátt ágætur hefndartryll-
ir.
Serial Mom ★ ★ ★ Vi
Hryllilega fyndin mynd í bókstaflegri
merkingu um hvernig John Waters sér
fyrir sér morðingja- og ofbeldisdýrk-
unina í Bandaríkjunum. Kathleen
Turner fer á kostum og hefur ekki
verið betri í mörg ár.
Lögmál leiksins ★ 'h
Mæðuleg og þunglyndisleg svertingja-
mynd um lífið og körfuboltann í hörð-
um heimi. Hefur sáralítið nýtt fram
að færa.
Ogrun ★ ★ ★
Meinfyndin, óvenjuleg og vel leikin
áströlsk mynd um holdsins freistingar.
REGNBOGINN
Gestirnir ★ ★ ‘/j
Lítil, frönsk kómedía um miðaldaridd-
ara sem ferðast til nútímans ásamt
skósveini sínum. Gott grín en varla
minnisstætt.
Sugar Hill ★
Metnaðarfull en mislukkuð, klisju-
kennd mynd um válegt líf blökku-
manna í stórborg.
Nytsamir sakleysingjar ★ ★
Max von Sydow er óborganlegur sem
kölski í fisléttri og meinlausri sumar-
mynd sem byggð er á grínaktugri
hrollvekju Stephens King.
Kryddlegin hjörtu ★★★'/!
Ástríðufull, vel leikin og gerð mynd.
Mexíkóskt krydd í tilveruna.
Píanóið ★ ★ ★
Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk
verðlaunamynd um mállausa konu
sem kynnist ástinni í óbyggðum og
píanóið sem verður örlagavaldurinn í
lífi hennar. Gott mál.
SAGABÍÓ
Maverick ★★★
Eldhress gamanvestri með þremur
góðum stjörnum. Tekst það sem hon-
um er ætlað, að koma áhorfendum í
gott skap.
Bíódagar ★ ★ ’/j
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfna tíma sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.
STJÖRNUBÍÓ
Bíódagar ★ ★ '/i
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfinn tíma sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.
Stúlkan mín 2 ★’/j
Sykursætt, vel meint hollívúddfrauð
sem tæpast á erindi til annarra en
bláeygra unglinga á gelgjuskeiði.
Tess í pössun ★ ★ ★
Óvænt skemmtun um fyrrum forseta-
frú og lífverði hennar sem býður uppá
skondið sambland af Ekið með Daisy
og í skotlínu. Góður leikur.
Fíladelfía ★ ★ ★
Tom Hanks fer á kostum í vandaðri
og tímabærri eyðnimynd Jonathans
Demmes sem segir frá eyðnisjúkum
lögfræðingi er höfðar mál gegn fyrrum
vinnuveitendum sínum. Áhrifarík
mynd.
Dreggjar dagsins ★ ★ ★ ★
Anthony Hopkins vinnur leiksigur í
hlutverki yfirþjónsins tilfinningalausa
í frábærri bíóútgáfu á skáldsögunni
Dreggjar dagsins. Hreinasta konfekt.