Morgunblaðið - 21.07.1994, Side 5

Morgunblaðið - 21.07.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 C 5 LAUGARDAGUR 23/7 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson ÓFRJÓ FRAM- TÍÐARSÝN VÍSINDASKÁLDSKAPUR Saga þernumiar (The Handma- id’s Tale) k k Leikstjóri Volker Sehlöndorff. Handrit Harold Pinter, byggt á skáldsögu Margaretar Atwood. Aðalleikendur Natasha Ric- hardson, Faye Dunaway, Eliza- beth MeGovern, Victoria Tenn- ant, Aidan Quinn, Robert Du- vall. Bandarísk. Odyssey 1990. SAM-myndbönd 1994. 104 mín. Aldurstakmark 16 ára. í þessari framtíðarsýn þýska leikstjór- ans góðkunna, Voikers Schlöndorffs, eru konur flest- ar ófrjóar eftir hörmungar kjarnorkustríðs. Sögusviðið er Bandaríki næstu aldar og aðalsöguhetjan konan Kate, ein fárra fijórra og því ríkisrekin getnaðarmaskína, nú í þjónustu hershöfðingjans (Ro- berts Duvall) og konu hans (Faye Dunaway). Nær engan veginn óhugnaði skáldsögu Atwoods, sem minnti talsvert á sjálfa 1984 eftir Orw- ell. Schlöndorff er víðsíjarri sínu besta sem og handritshöfundurinn Harold Pinter. Öllum verður á. Það athyglisverðasta við myndina er kvennablóminn og viðfelldið að sjá Faye Dunaway með nokkru lífs- marki. EKKIÁN DÓTT- UR MINNAR - II. SPENNUMYND Bíræfín björgun (Desperate Rescue) kk Leikstjóri Richard Colla. Aðal- leikendur Mariel Hemingway, Jeff Kober, James Russo, Clancy - Brown. Bandarísk kapalmynd WIN 1992. Skífan 1994. 91 mín. Öllum leyfð. Dulítið forvitnileg mynd fyrir íslendinga þar sem söguhetjan sjálf telst í þeim vafasama félags- skap sem í daglegu tali kallast „góðkunningjar lögreglunnar“. Það er ekki á hveijum degi sem Hollywood gerir þeim skil. Þetta er enginn annar en Feeney (James Russo), sem gerði mislukkaða barnsránsferð hér norður í Dumbs- haf, sem sjálfsagt verður seint fest á filmu af amerískum kvik- myndamógúlum. Og myndin, þó ómerkileg sé, vekur áhorfendúr einnig til umhugsunar um þjáning- ar Sophiu Hansen og dætra henn- ar. Myndin er byggð á betur heppnaðri ráns- ferð Feeneys og félaga er þeir björguðu ungri telpu frá Jórd- aníu og komu henni til ísrael. Móðir hennar (Mariel Hem- ingway) uggði ekki að sér fyrr en faðir stúlkunn- ar, arabi og fyrrum eiginmaður hennar, var stunginn af úr landi með telpuna. Nú reyndust góð ráð dýr og þegar fokið var í flest skjól leitaði hún á náðir Feeneys og félaga, með þessum ágæta árangri. Framvindan og frásögnin er nokkuð spennandi á köflum, enda leikstjórinn, Richard Colla, vanur fagmaður .í gerð sjónvarpsmynda. Þá eykur það gildi myndarinnar að hún er tekin að hluta til á sögu- slóðum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, nánar tiltekið í ísrael. Og hagvanir B-mynda harðjaxlar, þeir James Russo og Clancy Brown, lífga uppá sakirnar. Það er meira en sagt verður um hina vita hæfi- leikalausu Mariel Hemingway. ÓVÆTTIRNAR í GRASINU HROLLVEKJA Maurar (Ticks) k Leikstjóri Tony Randel. Aðal- leikendur Rosalind Allen, Ami Doolenz, Seth Green, Virginya Keehne, Ray Oriel. Bandarísk. First Look Pictures 1993. Mynd- form 1994. 90 mín. Aldurstak- mark 16 ára. I afskekktu skóglendi í Suð- ur-Kaliforníu rækta gamlir hasshausar „gras“ með góð- um árangri sök- um notkunar stera og fleiri eiturefna til að BRANOEO SOL CONTROLLEO nn Ww IMrtons* Ttw ?'Í'CvVÍ N U*. THE HANQMAID5 TALE j!! flýta fyrir uppskerunni. Sá bög- gull fylgir skammrifi að steraflóð- ið hefur hleypt af stað stökkbreyt- ingu á maurategund sem nú er orðin hnefastór og leggst á allt sem kvikt er. Inní þennan maríjú- anagarð miðjan velkist hópur vandræðaunglinga af götum Los Angelesborgar ásamt umsjónar- mönnum. Hefur til að bera öriítinn sjarma B-hryllings/vísindaskáldskapar- myndanna, sem -gerðu garðinn frægan um miðja öldina. En því miður er hún kaffærð í nútíma brellum, svo hún verður heldur subbuleg fyrir bragðið, í stað þess að vekja með mönnum hroll vekur hún klígju. Enda brellumeistarinn, Dough Beswick, kunnur fyrir geðslegri sköpunarverk sín í at- hyglisverðari myndum einsog Draugabanarnir, Addamsfjöi- skyldan og Tortímandinn. Leik- stjórinn, Tony Randel, fékk að spreyta sig á mynd nr. tvö, sem kennd var við Heilraiser Clive Barkers, en er kominn semsagt aftur á byijunarreit. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Old sakleysisins (The Age of Innocence) kkkVi Nýjasta mynd Martins Scorsese gerist meðal háaðalsins í New York á öndverðri nítjándu öld. Hin forríku, velmenntuðu og -ættuðu Newland Archer (Daniel Day- Lewis) og May Welland (Winona Ryder) eru farin að huga að gift- ingunni þegar hin bráðfallega hefðarkona Ellen Olanska (Mich- elle Pfeiffer) kemur til sögunnar með vafasama fortíð og hjónaband í Evrópu í farteskinu. Ádeila á hræsni og mannlega lágkúru, safarík og vel skrifuð af þeim Scorsese og Jay Cocks, fyrrum kvikmyndagagnrýnanda Time Magazine. Aðalleikararnir og flestir aukaleikaranna eru í topp- formi, en meginkostir myndarinn- ar liggja í einkar nosturslegum búningum og óaðfinnanlegum sviðsmyndum. Nokkuð málglöð en minnisstæð mynd sem ber þess merki hversu margslunginn leik- stjórinn er. Hann virðist ráða við hvaða verkefni sem er, þótt New York sé honum vissulega hug- leiknust. Hugh Grant Naumur á svipbrigðin MARGIR leikarar eru þekktir fyrir sVipbrigðaríkt andlit; að geta brugðið fyrir sig alls kyns mállýskum eða skrítið göngulag. En breski leikarinn Hugh Grant, sem helst er þekktur hérlendis fyrir leik sinn i „Bitter Moon“ og „Sirens", hefur yfir annars konar tækni að ráða, hann hreyfir andlitið mest lítið eða ekkert við persónusköpunina. „Ef maður veltir hegðun venju- legs fólks fyrir sér sér maður að það heldur tilfmningum sínum eins vand- lega leyndum og því er unnt. Það rétt má grilla í þær í gegnum hömlurn- ar,“ segir Grant til varnar naumhyggjunni sem hann hefur tileinkað sér. Segja má að bæld kynhvöt sé hans helsta sérgrein. Lærði hann sitthvað af Anthony Hopkins við tökur á Dreggjum dagsins en er enginn aukvisi sjálfur í þessum efnum. Skemmst er að minnast frammistöðu lians í „Bitt- er Moon“ í hlutverki fáláts Breta, sem dreginn er á tálar af fijálslyndum fransk-amerískum hjónum. Einnig tekst honum vel upp í hlutverki tepru- lega prestsins í „Sirens". Og í myndinni „Four Weddings And a Funeral" leikur Grant hlédrægan piparsvein sem verður ástfanginn af (gisp) opin- skárri Ameríkumær (Andie MacDowell). Þótt hlutverkin í fyrrgreindum myndum spanni allan skalann, allt frá því stórkostlega spaugilega til hins dapurlega, eiga þau ýmislegt sammerkt. I öllum tilfellum lætur hinn tilfinningabældi Breti útlendinga ganga alv^g fram af sér. Nokkuð sem hendir hann sjálfan oft á ferðalögum. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu opinskáir sumir geta verið. Ameríkanar til dæmis,“ segir hann kurteislega. „Til dæmis hitti 4g konu í flugvél fyrir skemmstu og við höfðum einungis skipst á nokkrujn orðum þegar hún tók að segja mér allt um sína hagi, meðal annars að nýbúið væri að taka úr henni legið. Mig langað alls ekkert til þess að vita deili á henni.“ Þrátt fyrir þetta og Oxford-hreiminn er Grant sjálfur, 33 ára og afar sjarmerandi, ekki nándar nærri eins stífur og tvífarar hans á tjald- inu. í raun á hann í engum vandræðum með að leyfa tiifinningunum jið flæða. „Ég get grátið úr mér augun,“ segir hann staðfastlega. „En vandihn við að vera leikari er sá að maður þarf að nýta sér allt svona. Fyrir úm mánuði síðan þurfti ég að gráta hressilega og flýtti mér að því búnu að speglinum til þess að skoða svipbrigðin. En mér fannst ég svo hræðilegur að ég ákvað að vera aldrei svona á svipinn framar." UTVARP RAS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir Tónlist. 7.30 Veðurfregnir. Snemma á laugardagsmorgni. heldur áfram. 8.07 Snemma á laugardags- morgni. heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Lönd og leiðir. Þáttur um ferðalög og áfangastaði. Um- sjón: Bjarni Sigtryggsson. 10.03 Veröld úr klakaböndum. saga kalda stríðsins. Milli tveggja leiðtogafunda; Frá Jöltu til Möltu. 10. og síðasti þáttur. Umsjón: Kristinn Hrafnsson. Lesarar; Hilmir Snær Guðnason og Sveinn Þ. Geirsson. (Einnig á dagskrá á miðvkudagskvöld kl. 23.10.) 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og augiýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Helgi í héraði á samtengdum rásum. Helgi á Egilsstöðum. Umsjón hafa dagskrárgerðar- menn Ilíkisútvarpsins. 15.00 IsMús 1994. Tónmennta- þættir Ríkisútvarpsins Föndur, smíðar, skáldskapur. Umsjón; Þorkell Sigurbjörnsson 3. þátt- 16.05 Tónleikar. Murray Perahia leikur píanósónötu í Es-dúr op. 6 eftir Felix Mendelssohn. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Hádegisleikrit liðinnar viku: Höldum því innan fjölskyldunn- ar eftir A. N. Ostrovskij. Þýð- andi: Óskar Ingimarsson. Leik- stjóri: Klemens Jónsson. Leik- endur: Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson, Þóra Friðriksdótt- ir, Guðrún Þ. Stephensen, Lilja Þórisdóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Sigurður Sigurjónsson og Jónína H. Jónsdóttir. 18.00 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Arnason. (Einnig útvarpað á þriðjudagskvöld kl. 23.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperuspjall. Rætt við Þór- hildi Þorleifsdóttur leikstjóra um óperuna Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 21.15 Laufskálinn. (Endurfluttur þáttur frá sl. viku) 22.27 Orð kvöldsins. 22.35 Konan I klæðaskápnum. Spennusaga eftir Robert Barn- ard. Guðmundur Magnússon les þýðingu Magnúsar Rafnssonar. 23.10 Tónlist. 0.10 Dustað af dansskónum létt lög í dagskrárlok. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Ró> 1 kl. 10.03. Vtröld úr klaka- böndum í umsjón Kristins Hrofns- sonar. Frétfir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Vinsa'ldalisti götunnar. Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 8.30 Endur- tekið: Dótaskúffan frá mánudegi og Ef væri ég söngvari frá miðviku- degi. 9.03 Laugardagslff. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Rós 1 kl. 8.55, fréttir ó ensku. Lesari er Oliver Kentish. Helgarútgáfan. 14.00 Helgi í hér- aði. 16.05 Heimsendir. Umsjón: Margrét Kristin Blöndal og Sigur- jón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum (RÚVAK). Umsjón: Gest- ur Einar Jónasson. 19.32 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 20.30 í popp- heimi. Umsjón: Halldór Ingi Andr- ésson. 22.10 Blágresið blíða. Um- sjón: Magnús R, Einarsson. 23.00 Næturvakt. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 24.10 Næturútvarp til morguns. NSTURÚTVARPIÐ 1.30 Veðurfregnir. 2.00Fréttir. 2.05 Te fyrir tvo. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Jon og Vangelis. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsam- göngur. 6.03 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson. (Veður- fregnir kl. 6.45 og 7.30). Morgun- tónar. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Albert Agústsson. 13.00 Sig- inar Guðmundsson. 15.00 Björn Markús. 19.00 Tónlistardeildin. 21.00 Næturvaktin. Óskalög og kveðjur. Umsjón; Jóhannes Ágúst. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni. 12.10 Ljómandi laugardagur. Pálmi Guð- mundsson og Sigurður Hlöðvers- son. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Halldór Baekman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Fréttir é heila tímanum kl. 10-17 og kl. 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir. Arnarsqn og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnár Atli með nætui-vakt. Sfminn í hljóð- stofu 93-6211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SID FM 96,7 9.00 Jón Gröndal. 13.00 Böðvár Jónsson. ló.OOKvikmyndir. 18.00- Sigurþór Þórarinsson. 20.00 Ágúkt Magnússon. 24.00 Næturvaktiþ. 4.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Haraldur Gíslason. 11.00 Sportpakkinn. Valgeir Vilhjálms- son. 13.00 Agnar Örn, Ragnar Már og Björn Þór. 17.00 American top 40. Shadow Steevens. 21.00 Glim- skrattinn. Þú getur valið þina tón- list í sfma 870967. 24.00 Nætur- vaktin. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bvlgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 8.00 Þpssi 10.00 Baldur Bragason. 14.00 Árni Þór. 17.00 PéturSturla. 19.00 Kristján og Helgi Már 23.00 Henný Árnadóttir. 3.00 Baldttr Braga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.