Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MYND eftir Jón Axel. Ýmsar sögnpersónur í Stúfi kljást. * með dýrum ÞEGAR Margarida Barao da Cunha var barn var hún innan um villt dýr í dagdraumum sínum. Nú er hún yfirdýralæknir í dýragarðinum í Lissabon sem er einn stærsti og besti dýragarður í Evrópu. Margarida segist vera heppin, því í dýragarðinum hennar séu þrír dýralæknar í fullu starfi, en algengast sé að aðeins sé einn dýralæknir í hlutastarfi. Ný mynd í bígerð hjá íslenskum teiknimyndahöfundi STAFLAR af blöðum og bókum, ýmsar gamalkunnar fígúrur hanga á korktöflu, kakómjólkurkisinn, fjöldinn allur af pennum og litum, teikniborð og kvikmyndaplaköt. Það kennir ýmissa grasa í Grænu Gáttinni, einu teiknimyndagerð á landinu. Teiknimyndahöfundurinn og auglýsingateiknarinn Jón Axel Egilsson hefur teiknað frá unga aldri, og alltaf haft brennandi áhuga á teiknimyndum. Djákninn á Myrká, ný teiknimynd eftir hann var sýnd í sjónvarpinu á þrettánd- anum síðasta. Hann er byijaður á nýrri teiknimynd í fullri lengd sem ber vinnuheitið Stúfur, pg fjallar um jólasveinin Stúf og ævintýri hans. Inn í sögu Stúfs fléttast nokkur góðkunn íslensk ævintýri. Sannfæra framleiðendur að verkið sé góð fjárfesting Morgunblaðið/Golli JON Axel Egilsson í teiknimyndagerðinni Jón Axel fékk 1,2 milljón króna styrk úr Kvikmyndasjóði til þess að vinna úr hugmynd sinni um Stúf. Auk þess hefur hann fengið styrk til persónuþróunar í teikni- mynda'stíl frá Cartoon sem er deild innan evrópska kvikmyndasjóðsins Medía. „Þetta er eins og dropi í hafið, en gerir mér kleyft að ganga frá sýnishorni sem kynnt verður á Cartoon Forum, sem er fjármögn- unarráðstefna fyrir teiknimyndir. Ráðstefnan er haldin hvert ár á mismunandi stöðum. Nú í ár verð- ur hún á Azoreyjum, og raddir hafa heyrst um að hún verði hér á íslandi árið 1995. Þá mun ég kynna Stúf. Til þess þarf ég að sýna fimm mínútna langt sýnis- hom úr væntarlegri mynd, og svo hef ég um 40 mínútur til þess að sannfæra framleiðendur og stjórn- endur sjónvarpsstöðva að verkefn- ið sé góð fjárfesting. Kostnaður við fimm mínútna sýnishorn eru 7-10 milljónir. Ég er í samstarfi við danskan aðila, og ég sendi myndir út til Danmerkur til að fá teiknaðar hreyfingar og í ýmis konar frágangsvinnu. Við eina teiknimynd vinnur fjöldi fólks. Nálægt Djáknanum komu um 106 manns“. Kemur me£ æfingunni En hvernig verður maður teikni- myndahöfundur, þarf að ganga í skóla eða koma slíkir hæfileikar að sjálfu sér? „Ég er Verslunarskólagenginn, og var um tíma í danska kvik- myndaskólanum. Ég hef teiknað alla ævi, og hef eiginlega ekki haft áhuga á öðru. Hvernig maður verður góður teiknari, ja, er það ekki eins og menn sem ætla að STÚFUR á fleygiferð verða góðir rithöfundar, þeir skrifa mikið og lesa góðar bækur, og með hæfileika í ofan á lag verða þeir góðir rithöfundar. Þetta bygg- ist allt á æfingunni. Nú eru skólar sem bjóða upp á teiknimynda- teiknun en þegar ég byijaði var ekkert slíkt í boði.“ Djákninn á Myrká og Stúfur eru gjörólíkar sögur. Önnur er drauga- leg ástarsaga, en hin er full af glensi og gamani. Jón Axel segist hafa gengið með þessar sögur í kollinum í 20 ár. „Stúfur byrjaði þannig að ég samdi teiknimynda- sögu fyrir Tímann fyrir u.þ.b. 20 árum. Jólin voru að nálgast og Stúfur hafði sofið yfir sig, í flýtin- um til byggða lendir hann í ýmsum ævintýrum. Hugmyndin hefur þró- ast með tímanum og ýmsar sögur hafa fléttast við Stúf, eins og sag- an af Hlini kóngssyni og Sálin hans Jóns míns. . Skemmtilegar tilviljanir gerast í sköpun sem þessari. T.d. þegar Jón Axel var að byrja vinnu á Djákninn á Myrká og Stúfur eru gjörólíkar sögur. Önnur er draugaleg ást- arsaga, en hin er full af glensi og gamani. Djáknanum þurfti hann að finna sér ártal,„Sag- an er frek- ar tímala- us, svo ég fann mér eitthvert fallegt ár- tal. Ég hringdi Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing og spurði hann hvenær hafi verið fullt tungl árið 1730. Þá komst ég að því að fullt tungl hafi verið klukkan 20.40 þann 24. desember einmitt eins og átti að vera í sög- unni. Mér fannst þetta merkileg tilviljun." Eiiis konar fjölskylduverkef ni Það má segja að starf Jóns Axels hafi áhrif á fjölskyldu hans. „Stúfur er eins konar fjölskyldu- verkefni“, segir Jón Axel og bros- ir. „Ég skrifa söguna, konan mín sem er þýðandi hjá Skífunni, Sig- ríður Magnúsdóttir og sonur minn Davíð Þór, annar Radíusbræðra, semja talaðan texta. Yngri sohur minn Daníel Freyr sem er í þjóð- fræði er mér ráðgjafi í ýmsu, t.d. upplýsti hann mig þegar ég vann að Djáknanum að venja hefði ver- ið í gamla daga að kirkjur stæðu á hól“. „Ef fjármögnun fæst til þess gera myndina mun ég að reyna að vinna hana eins mikið hér heima og hægt er. Við höfum tæknina og hæfileikana en ekki peningana og þurfum að leita þeirra annarsstaðar." n Þórdís Hadda Yngvadóttir Um 10 þúsund dýragarðar eru starf- ræktir í heiminum og talið er að 600 milljón- ir manna heimsæki þá á hveiju ári. Aðbúnað- ur er vissulega misjafn og fyrir skömmu greindi The Sunday Times frá því að geðsjúkdómar væru orðnir alvarlegt vandamál meðal dýra í dýragörðum. Margarida segir að vita- skuld megi margt betur fara í dýragörðum, en miklar við- horfsbreytingar hafi átt sér stað á síðustu árum. Nú er unnið að gagngerum breyt- ingum, verið að stækka umráðasvæði margra dýra- tegunda og breyta í sam- ræmi við nýja stefnu. Kók og tannkrem Garðurinn, sem er gríðar- lega stór, hefur verið starf- ræktur frá 1884 og alla tíð verið rekinn án opinberra N styrkja. Hins vegar koma ýmis fyrir- tæki til aðstoðar og styrkja hvert sína tegundina. Stundum verður slík fjármögnun svolítið kjánaleg, eins og í sædýrasafni dýragarðsins. Col- gate fjármagnar sæljón og Coca cola fjármagnar höfrunga. Tvisvar á dag sýna höfrungar, selir og sæl- jón listir sínar ásamt þjálfurum og kringum laugina blasa við auglýs- ingaskilti um kók og tannkrem. „Garðurinn hefur alla tíð verið frægur fyrir fallegan arkítektúr. Nú vita ailir að í góðum dýragarði þarf miklu fleira að koma til en falleg húsakynni og þess vegna vinnúm við að því að Iíkja sem best eftir náttúrulegu umhverfi dýranna. Þau þurfa að hafa svolítið meira fyrir Morgunblaðið/BT MARGARIDA með þriggja mánaða blettatígur, sem innan tíðar fer í dýra- garð í Bandaríkjunum. lífinu núna en áður. Til skamms tíma fengu mörg stóru dýranna soðinn og niðurskorinn mat eða tilbúið dýrafóður. Það er út í hött og á skjön við þá stefnu sem nú ríkir. Lelkur að melónum Þegar stóru aparnir fengu melónu var hún alltaf skorin í bita. Um daginn lét ég górillu hafa heila vatnsmelónu, sem hún vissi ekkert hvað hún átti að gera við. Eftir að hafa velt því fyrir sér um stund fór hún að Ieika sér með melónuna eins og hún væri bolti. Þegar hún henti henni í gólfið sprakk hún og þá sá hún að boltinn var hið mesta lostæti. Skjól og felustaður er annað sem nauðsynlegt er að útbúa fyrir dýrin. ■ Mjaðjurt, birki, vallhumall og maríustakkur í teinu UM DAGINN drakk ég te'sem var svo sætt og ljúft að ég hef ekki getað gleymt því síðan. Og þegar mig svo fór að dreyma það á nótt- unni hringdi ég í konuna sem gaf mér það til að spyija hvað hefði verið í því og hvort ég mætti koma í heimsókn til að fá meira. Þegar ég komst að því að það var hún Þóra Þórarinsdóttir í Grænu smiðjunni í Hveragerði sem útbjó þetta te úr íslenskum jurtum þá gerði ég mér ferð til að hitta hana, og komast að því hvað hefði svona góð áhrif fá mig. „Já, íslenskar jurtir búa yfir mörgum eiginleikum. Þú hefur verið að drekka te úr mjaðjurt, birki, vallhumli og maríustakk. Valhumall er róandi, mjaðjurtin hefur góð áhrif á magann, birkið á nýrun og maríustakkur fer sér- lega vel í konur.“ Þóra, sem fyrst kynntist ís- Iensku grasatei í útilegu með skát- unum, hefur síðan viðað að sér þekkingu úr bókum og gömlum íslenskum ritum um jurtir og hjá Einari Loga grasalækni. Hún hef- ur svo aflað sér reynslu undanfar-' in ár og ekki síst eftir að hún flutt- ist til Hveragerðis fyrir tveimur árum, og heldur nú námskeið í söfnun, þurrkun og geymslu te- jurta. „Þetta er búið að vera heilmikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.