Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1994 C 3 DAGLEGT LÍF AÐ LOKINNI sjávardýrasýningu heilsaði sæljónið upp á áhorfend- ur og fengu sumir koss á kinn. APAR ganga lausir Þau verða að geta falið sig og dreg- ið sig í hlé öðru hvoru. Þau eiga líka að hafa svolítið fyrir því að finna sér æti og þess vegna felum við matinn núna fyrir þeim í stað þess að rétta þeim hann eins og verið væri að gefa heimilishundinum.“ Sorgleg sjón Dýragarðurinn í Lissabon hefur tekið upp alþjóðlegt samstarf við aðra dýragarða og er markmiðið að styrkja ýmsa dýrastofna og stuðla að bættu umhverfi fyrir dýrin. „Við skiptumst á dýrum og vinnum sam- eiginlega að ræktun dýra sem eru í útrýmingarhættu. Við viljum að dýr í dýragörðum eignist afkvæmi innan garðanna í stað þess að þau séu veidd og tekin úr náttúrulegu um- hverfí sínu.“ Margarida sýnir mér sjúkrastofnun dýragarðsins og ég átta mig fljótt á að það eru forrétt- indi, því alls staðar stendur skýrum stöfum að aðgangur sé stranglega bannaður. „Komdu, ég ætla að segja þér sorgarsögu." Eg elti hana að einu af ljónabúrunum. „Elsa mín, hvernig hefurðu það í dag?“ spyr Margarida ljónynju sem nuddar sér utan í riml- ana og réttir upp loppu, eins og þjálf- aður hundur. „Þegar hún var kettl- ingur tók fólk hana með sér frá Afríku og hafði hana sem gæludýr. Fyrir skömmu gafst fólkið upp og við tókum hana að okkur. Klærnar voru fjarlægðar af henni með skurð- aðgerð þegar hún var nokkurra mánaða, því ljónaklær geta vaidið stórskaða þótt dýrið geri ekki annað en stökkva upp á fólk til að heilsa. Elsa getur ekki verið innan um önn- ur ljón í garðinum, því klóalaus get- ur hún ekki varið rétt sinn. Hún er líka svo mannelsk að hún myndi hleypa gestum of nálægt sér og það býður hættunni heim.“ Margarida veit ekki hver örlög Elsu verða, en segir að saga hennar sé ekkert eins- dæmi. Allt of algengt sé að fólk taki að sér villt dýr og telji sig geta haft þau sem gæludýr. „Þetta er læða sem mamman af- neitaði skömmu eftir fæðingu,“ seg- ir Margarida og kynnir mig fyrir þriggja mánaða blettatígri. „Sjáðu hvað hún er fjörug," segir hún og leikur sér við kettlinginn. Stutt er í villta eðli og eru tennunrnar álíka stórar og í fullvöxnum hund. Mar- gerida kann tökin á kettlingnum og gætir þess að halda leiknum innan skynsamlegra marka. Dýrin skemmta okkur Eftir heilan dag í dýragarði og samtal við þennan indæla dýralækni eru óumflýjanlegar nokkrar spurn- ingar, hvers vegna dýragarðar séu tii og af hveiju svo margir heim- sæki þá. Af hveiju villt dýr fái ekki að vera villt í friði úti í náttúrunni í stað þess að vera í búrum og á afgirtum reitum. Sérstaklega verða spurningar ágengar í ljósi þess að bresk könnun sem gerð var á síð- asta ári leiddi í ljós að meirihluti gesta sagðist sannfærður um að dýrunum liði illa. Hins vegar fannst þeim það hin besta skemmtun að skoða þau. Margarida bendir á að í dýragarði sé hægt að sjá margar villtar dýrategundir á aðgengilegan hátt, auk þess sem rannsóknarstörf séu unnin í dýragörðum og unnið að fjölgun dýra í útrýmingarhættu. Dagdraumar litlu stúlkunnar hafa ræst, eða næstum því. Af því dag- draumar eru oftast ævintýri held ég að fyrir 25 árum hafi Margarida hlaupið við lilið ljónanna og rennt sér á fílsrana, eða jafnvel sveiflað sér í tijám frumskóganna í leik með öpum. ■ Brynja Tomer Þarf ekki að fara langt til þess að lenda í skemmtilegum ævintýrum ÞAU þurfa ekki jeppa og dýran búnað til þess að njóta útiveru og hreystis. I Bessastaða- hreppnum býr frískleg fjöl- skylda sem ætlar sér að hjóla til Laugarvatns strax eftir versl- unarmanna- helgi. Elín Trau- stadóttir og Rúnar Björg- vinsson eru ung hjón með fjögur börn frá sextán ára niður í sjö ára. Strákurinn Jóhann Helgi er nú úti á landi og tekur ekki þátt í hjólreiðatúmum. En yngri börnin verða með í för, dæturnar Júlía 12 ára, Sandra Rún 9 ára og Lena Björg sjö ára sem hlakkar óskaplega til og er hvergi smeyk. „Þetta byijaði á því að við keyptum okkur spáný fjallareið- hjól í vor. Nú ætlum við að reyna þau með því að hjóla til Laugar- vatns. Við látum keyra okkur upp í Mosfellssveit til að losna við umferðina og hjólum svo Þing- vallaleiðina til Laugarvatns. Við ætium að fara rólega og hvíla okkur oft og borða nestið okkar, svo að litlu stelpurnar verði ekki of þreyttar. Á Laugarvatni verðum við í sumarbústað í þijá daga og hjólum svo til baka,“ segir Elín. Þau ganga mikið og hlaupa í nágrenni heimilisins sem er í Bessastaðahreppi. Þar er falleg og óspillt náttúra í kring og mikið fjörulíf. Elín segir að ekki þurfi að fara langt til þess að lenda í skemmtilegum ævintýrum. „Um daginn hjóluðum við út í Gálga- hraun og á heimleiðinni lentum við í kríuárás, það var skelfílegt en skemmtilegt ævintýri,“ segir hún hlæjandi. Þau hjónin ætla ekki aðeins að hjóla til Laugarvatns í sumarfrí- inu, þau ætla fyrst að ganga Laugaveginn, milli Landmanna- Morgunblaðið/Kristinn FJÖLSKYLDAN fyrir utan heimili sitt í Bessa- staðahreppi. Elín Traustadóttir, Sandra Rún, Lena Björg og Rúnar Björgvinsson. Um daginn hjóiuöum við út í Gúlga- hraun og ó heimleiöinni ientum við i kríuúrás, þaö var skelfilegt en skemmti- legt ævintýri lauga <?g Þórsmerkur með Útivist. Ferðin tekur 6 daga og Elín segir að þetta hafí verið draumur þeirra í mörg ár. Stelpumar verða heima hjá afa og ömmu, og þær bjuggust við að þar verði dekrað við þær á meðan pabbi og mamma eru í fjallgöngu. Elín hefur ekki áhyggjur af því að stelpurnar verði þreyttar á hjólaferðalaginu. „Þær hreyfa sig mikið' og eru meira og minna í íþróttum, ef þær verða þreyttar þá hvílum við okkur aðeins meira á leiðinni." Veðrið er alltaf íslendinguin áhyggjuefni. En þau eru hvergi bangin við íslenska veðráttu, „það kemur bara í ljós,“ segja þau,„ef það verður rigning er ekkert meira hressandi á hjóli“. ■ ÞHY 4- MARÍUSTAKKUR er jurt sem fer vel í konur. grúsk og fólk er duglegt við að gauka að manni þekkingu sinni þegar áhuginn spyrst út. Þetta er orðinn heilmikill gagnabanki og mér finnst mikilvægt að vera ekki nísk á hann. En ég er á móti því að fara útí einhveija stórfram- leiðslu og fara að raka jurtum upp ÞÓRA yfir jurtapottinum, hún liggur úti í móa á sumrin og tínir í te. ÍSLENSKAR jui-tir eru náttúruauðlind sem má ekki raka upp í stórum stíl og selja úr landi fyrir lítið. Sæta bragöiö er í jurtinni sjálfri, mest í blómunum. Og yngstu blööun- um. Kúnstin er að tína á réttum tíma og vita hvaöa hluta jurtarinnar á aö taka. í stórum stíl til að fara að græða á þessu. Ég kenni fólki að klippa jurtirnar, ekki rífa þær upp, og taka lítið á hveijum stað.“ Þetta eru viðkvæmar jurtir og það tekur þær langan tíma að vaxa. Fjallagrös vaxa tildæmis bara millímetra á ári. Mörg lönd í Evrópu em búin með sinn forða og við verðum að passa að það fari ekki svo hér. Þetta er náttúru- auðlind.“ - Hvaðan kemur sæta bragðið? „Sæta bragðið er í jurtinni sjálfri, mest í biómunum. Og yngstu blöðunum. Kúnstin er að tína á réttum tíma og vita hvaða hluta jurtarinnar á að taka. Eins og birki, tildæmis, er bragðmest þegar það er nýútsprangið. Það skiptir líka ináli hvernig jurtirnar era þurrkaðar. Ekki er gott að þurrka þær yfir ofni eða í sól, því þá fer krafturinn úr þeim, heldur er best að hengja þær upp á dimm- um, hlýjum stað. Loks skiptir máli upp á bragðið hvemig hellt er upp á. Ég læt tejurtirnar ekki malla heldur helli sjóðandi vatni yfír þær og held svo tepottinum heitum með sprittkerti. Og síðast en ekki síst er mikil- vægt að þekkja jurtimar og vera ekki að gera tilraunir vegna þess að sumar þeirra geta verið hættu- legar.“ - Áttu uppskrift að góðu tei fyrir byijendur? „Já, ætli það væri ekki blanda af blóðbergi og fjallagrösum.“ ■ Man'a Ellingsen,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.