Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG * Morgunblaðið/Gísli BÁTUR Villa Magg sem annast ferðirnar. Sjávarsýn út af Stokkseyri Stokkseyri- í ört vaxandi fjöl- breytni afþreyingar fyrir ferða- menn á Stokkseyri er nú boðið upp á þann möguleika að bregða sér í skoðunarferð um hinn fagra skeijagarð á þar til gerðum bát svo menn geta skoðað sjávarbotn- inn og þann gróður og það dýra- líf sem þar þrífst. Þetta er gert með því að horfa í gegnum botn- sjá. Þessar ferðir annast Vilhjálmur Magnússon og má panta ferðir bæði um helgar og á kvöldin. LITBRIGÐIN neðansjávar UM HELGINA Fl Laugard. 23. júlí er ferð kl. 9 Þrífjöll-Hestur í Snæfellsnesfjall- garði og sama dag er ferð um Löngufjörur á Snæfellsnesi. Sunnud. 24. júlí kl. 8 er dagsferð í Þórsmörk sem kostar 2.700 kr. og kl. 13 erfjölskylduganga í Reykjanesfólkvang. Helgarferðir eru ijórar; hringferð að Fjallabaki, önnur í Þórsmörk og gist í Skag- fjörðsskála og loks farið yfir Fimm- vörðuháls og gengið frá Skógum. Þá er fjórða ferðinLandmannalaug- ar-Eldgjá og gist í saduhúsi í Laug- um. Sumarleyfisferðir á næstunni eru 22. júlí 7 daga ferð í Lónsöræfi og dvöl í Múlaskála. Fararstjóri er Karl Ingólfsson. 22. júlí er þriggja daga ferð Hreðavatn-Langavatn- Hnappadalur og er gist í tjöldum. Fararstjóri er Árni Tryggvason. 23. júlí er fímm daga ferð Húsavík- Þeistareykir-Mývatn. Gönguferð frá Húsavík, um Þeistareyki, Gæsad- al að Mývatni. Gist í húsum og tjöld- um. Farangur fluttur milli staða. Fararstjóri er Hjalti Kristgeirsson. 23. júlí er fimm daga ferð um Norðurland. Öku- og skoðunarferð um Jökutsárgljúfur, Sléttu, Langa- Nyjar ferðahandbækur um ísland NYJAR ferðahandbækur um ís- land komu út fyrir skömmu hjá Máli og menningu. Annarsvegar er um að ræða nýja tólf bóka syrpu af ferðahandbókum eftir Björn Hróarsson jarðfræðing; „Á ferð um landið“, og hinsveg- ar „Gönguleiðir“ eftir Pál Ás- geir Ásgeirsson blaðamann og fjallagarp. Bækurnar „Á ferð um landið“ fjalla um eitt land- svæði eða eina sýslu hver og greina frá hvað markvert er að VAR FLUGIÐ? Reykjavík - Færeylar - Reykjavík ÉG VAR mættur í flugstöðina kl. 9 en bröttför var áætluð kl. 10. Það var engin spenna í ioftinu eins og ég er vanur við utanlands- ferðir enda ekki um langan veg að fara, flugið til Vogs aðeins um 770 km. Flestir farþeganna voru Islending- ar en þeirra á meðal voru færeyskir og grænlenzkir blaðamenn auk Kára og Maritu Petersen lögmanns sem var gestur hér vegna lýðveldisafmæl- isins. Við fórum í loftið tæpum 20 mín- útum á eftir áætlun. Mér kom það á óvart því Flugleiðir hafa í ár gert mikið í því að vera á áætlun og í flugstöðinni hafði allt gengið með hraða snígilsins. Við flugum yfir Kársnesið og Arn- ames og þegar við komum yfir hring- bygginguna í Garðabænum beint á móti gamla Silfurtúni var beygt hart í bak. Við flugum yfir Elliðavatn og ég gat fylgt Elliðaánum allt til sjáv- ar. Elliðavatn var spegilslétt og mér datt í hug eitt augnablik hvort ég gæti séð hvar fiskurinn héldi sig. Skömmu síðar flugum við inn í skýja- þykknið. Sætisfélagi minn var um fimm- tugt, rauðhærður og alþýðlegur. Ég var viss um að hann var Færeyingur en við vorum báðir hálffeimnir hvor við annan og gekk svo til fyrstu þrjú korterin. Loks var þögnin orðin yfír- þyrmandi og hann ávarpaði mig og eftir það samkjöftuðum við ekki. Hann var færeyskur en hafði búið á íslandi í 29 ár, og starfaði við tré- smíðar. Á leiðinni var boðið upp á morg- unverð. Ég verð að játa, að ég hefí fengið betri mat en einhvern veginn er það nú svo að alltaf borðar maður það sem fram er borið. Þetta var beikon og eggjahræra og svo þetta ;ar fólk í fjöllunum r veislu- og sérréttamatseðill Opið öll kvöld ðaskálinn( í Hveradölum Sími 672020, fax 872337 nes, Vopnafjörð, Jökuldalsheiði. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri er Sig- urður Kristinsson. 30. júlí er 7 daga ferð Borgarfjörður eystri-Loð- mundarfjörður. Flogið til Egils- staða og ekið til Borgarfjarðar eystri. Göngur um slóðir álfa og trölla. Siglt til Loðmundarfjarðar. Fararstjóri er Árni Björnsson. ÚTIVIST Laugardag 23. júlí kl. 8 er 4. áfangi í háfjallasyrpu Útivistar á Skriðu, sem er tilkomumikill mó- bergsstapi 1.005 metrar yfir sjáv- armáli suðaustur af Skjaldbreið. Út- sýni þaðan er mjög gott. Sunnud. 24. júlí kl. 10.30 er dagsferðin Nesjar-Skinnhúfuhöfði. Ganga í Grafningi með strönd Þingvalla- vatns, úr Þorsteinsvík, um Nesja- og Hagavíkurhraun, Ölfusvík og eftir Björgunum að Soginu. Áætlaður tími er>5 klst. Helgarferð 22.-24. júlí er í Bása við Þórsmörk og skipulagðar göngur um Goðalandið. Gist í skála eða tjöld- um. Brottför kl. 20 á föstudagskvöld. 23.-24. júlí er Fimmvörðuháls. Gengið með Skógá upp á hálsinn og gist þar. Síðan gengið yfir jökul og niður Bröttufönn í Bása. B Morgunblaðið/árni Sæberg sjá á hveijum stað, söguágrip staða og ýmsar aðrar ábending- ar. Þijár bækur verða gefnar út á ári í fjögur ár og fyrstu bækurnar litu dagsins ljós í sumar. Þær bæk- ur sem komnar eru út eru um Þin- geyjarrsýslur, Borgarfjörð og Mýr- ar, og Árnes- og Rangárvallasýsl- ur. Bækurnar eru hugsaðar sem Hvar má veiða ökeypis? Á VEIÐISVÆÐI Holtamannaaf- réttar er á nokkrum stöðum leyfð ókeypis silungsveiði í sum- ar. I fréttatilkynningu Ferða- málafulltrúa Suðurlands og At- vinnuþróunarsjóðs eru upplýs- ingar um þessa staði. Þar er nefnd Kaldakvísl, norð- an Hrauneyjarfossvirkjunar. Veiðisvæði frá ármótum Tungnár og að fossinum Nefja. Ókeypis dagar eru 26. júlí og 16. ágúst. Þórisvatn og veiðisvæðið er svo- kallaður Austurbotn. Þar er hús með svefnpokaað- stoðu fyrir 21 gest. Ókeypis veiði- dagar 2. og 23. ágúst. Kvíslaveitur, ókeypis veiði 9. og 30. ágúst. Gistingu og veiting- ar má fá í Versölum, en þarf að panta. ■ þægilegar handbækur sem hægt er að hafa í hanskahólfi bíls, í bakpoka og þar sem gott er að grípa til þeirra á ferðalögum" Bent er aðalega á staði sem skammt eru frá þjóðveginum og þar sem hægt er að komast á bíl. „Gönguleiðir“ éftir Pál Ásgeir Ásgeirsson lýsir fjórum gönguleið- um; frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, frá Herðubreiðarlind- um til Svartárkots, frá Snæfelli til Lónsöræfa og frá Hvítárnesi til Hveravalla. Bókin er hugsuð sem fyrirferðalítil leiðsögubók í bak- poka, en er annars eðlis en syrpan „Á ferð um landið“ þar sem um gönguleiðir er að ræða og mun erfiðari ferðir. Bækurnar eru skreyttar fjölda litmynda, og forlagið mælir með að notað sé kort Landmælinga ís- lands til hliðsjónar. ■ hefðbundna - brauð, djús, kaffi og svo kaka í eftirrétt. Mjög rólegt var í vélinni. Flug- freyjurnar, Iris Dungal og Sólveig Brynjólfsdóttir, buðu okkur að verzla en salan var frekar dræm. Farþegar sötruðu bjór eða Remi Martin sem seldur er í 5 cl flöskum. Verðið á koníakinu var 150 kr., en svo varð hækkun í hafi eins og það var kallað hér um árið, þegar þeir voru að flytja súrálið til landsins,_og hækkaði flask- an í 200 krónur. Ástæðan var sú að það var nýbúið að hækka verðið en það hafði gleymst faþegunum í vil. Þegar byijað var að lækka flugið við Færeyjar var sætisfélagi minn betri en enginn. Við flugum yfir Mykineshólm meðfram Mykineseyj- unni, Gáshólma og Tindhólma og loks meðfram strönd Voga. Flogið er meðfram háum klettum og er bergið mjög fallegt. „Bráðum sjáum við fossinn,“ sagði sessunautur minn, en þá beygði vélin og ég sá aðeins Sörvágsvatn og skömmu síðar lent- um við þungri_ lendingu á Vogum. Flugstjórinn, Árni Sigurðsson, og samhetji hans, Jóhann Jóhannesson, höfðu skilað okkur til Færeyja á nákvæmlega tveimur klukkustund- um. í heild var ég ánægður með þessa flugferð. Fokkerarnir eru reyndar mjög þröngir en í ekki lengri ferð en til Voga lætur maður sig hafa það án athugasemda. , .. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson UR FLUGSTÖÐINNI í Færeyjum. Flugáhöfnin fær sér hressingu með farþegunum áður en lagt; er í’ann til Reykjavíkur. Heimferðin Eftir stuttan stanz í Færeyjum var ég aftur á heimleið. í flugstöðinni voru mættir margir af þeim sem voru mér samferða á útleið. Að þessu sinni voru Flugleiðamenn stundvísir og við vorum komin af stað nánast á tíma og stefnan tekin á Ingólfs- höfða. Flugstjórinn, Skúli Magnús- son, tilkynnti að flogið yrði í 24 þús- und feta hæð og flugskilyrði voru hin ákjósanlegustu. Um borð voru 35 manns og var því vel rúmt. Flugfreyjurnar, Ingi- björg Nanna Norðfjörð og Ingibjörg Norðdahl, dreifðu Mogganum og langflestir farþega Iásu hann spjald- anna á milli. Matur var þrem korter- um eftir flugtak og fengum við ýsu, sem mig grunar að sé framleidd hjá fyrirtækinu Víði í Garðinum. Ýsan var ostafyllt og ágæt á bragðið eftir að búið var að krydda. Ég skrapg frammí til Skúla flug- stjóra og Ágústs Arnbjörnssonar. Það má segja að það séu sömu þrengslin í flugstjórnarklefanum og hjá farþegunum. Hæðarmælirinn stóð í nákvæmlega 24 þúsund fetum og flughraðinn var 500 km á klst. Tal okkar barst fljótt að efnahags- lífi Færeyinga. Skúli hélt því m.a. fram, að færeyska flugfélagið tapaði miklum fjárhæðum ár hvert, 8-900 milljónum sl. ár, en félagið flýgur eina ferð á dag til Danmerkur. Þetta passaði ekki við það sem ferðamála- ráðherrann Sigmar A. Brunne hafði sagt okkur daginn áður, þar sem hann hélt því fram að rekstur Atl- antsflugs gengi vel. Fyrr en varði vorum við farin að lækka flugið. Nú komum við yfir Mosfellssveitina og Grafarvoginn og lentum mjúklega á fóstuijörðinni. Fimm mínútum síðar var ég kominn í gegnum litlu fríhöfnina og beið tollskoðunar. Tollararnir vour í ess- inu sínu þennan daginn og hefi ég hvorki fyrr né síðar Ient í slíkri gegn- umlýsingu. ■ Arnór Ragnarsson íttí£

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.