Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1
íslensk / 2 teiknimynd Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL náttúrufegurð er á Hornströndum og fjölbreytni í landslagi. í kynningarmynd Flugleiða verður væntanlega tyllt niður tá á fallegum stöðum Kynningarmynilir um Island sýndar í Bandaiíkiallugi í ÁGÚST nk. munu kynningarmyndir um ísland verða sýndar í vélum Flug- leiða frá Bandaríkjunum til íslands að því er Pétur J. Eiríksson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða hefur tjáð Ferðablaðinu. Kynningarmyndin er um 7-12 mínútna löng og auk þess að segja frá landi og þjóð og veita hagnýtar upplýsingar er ýmsum þjón- ustuþáttum og fræðslu um Flugleiðir fléttað inn í. Mörg flugfélög sýna slíkar myndir á leið til viðkomandi lands og mælist það jafnan vel fyrir hjá farþegum og er í senn landkynning og gagnlegt þeim þegar komið er á staðinn. Pétur J. Eiríksson sagði að samið hefði verið við Sagafilm um að framleiða mynd- ina. Hann sagðist reikna með að hún yrði einkum sýnd á Ameríkuleiðinni, því aðrar væru fullstuttar til að koma fyrir kvikmynd og síðan kynningar- mynd. Hugmynd um kynningarmynd um Island var sett fram í grein í Ferðablað- inu eftir bandarískan mann, Mike Handley. Hann tjáði og þá skoðun sína að senda ætti öllum þeim Bandaríkja- mönnum sem pöntuðu íslandsferð stutt myndband um ísland áður en þeir kæmu. Pétur J. Eiríksson sagði að slíkt væri að sinni ekki framkvæmanlegt. Reiknað var út að það kostaði 3,8 millj.kr. að gera 10 þús. eintök. ■ Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Fjórar f lugvélar á Stykkishólmsvelli ÞESSI mynd var tekin fyrir skemmstu á flugvellinum í Stykk- ishólmi er fjórar flugvélar með ferðamenn voru þar samtímis og er það sjaldgæf sjón. Fjöldi ferða- manna hefur komið í Stykkishólm í sumar, gestir hafa dvalið í Hólm- inum og skoðað sig um í grennd- inni og einnig farið út í Breiða- fjarðareyjar eða tekið Baldur yfir á Barðaströnd og haldið síðan áfram um Vestfirðina. Skordýr fleiri en áður og kvartað undan mýi MEIRA ER um hvers kyns skor- dýr í sumar en undanfarin ár og virðast trjágeitungar fjörmeiri nú en áður. „Eg hef fjarlægt fleiri geitungabú núna en síðustu sum- ur og fyrir miðjan júlí voru þegar komnar nýjar drottningar þrem- ur vikum fyrr en vanalegt er,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Islands. Ástæðu aukins fjölda skordýra segir Erling vera stillur og hlý- indi í sumar. „Skordýrin virðast ekki hafa slæm áhrif á gróður, sem um allt land er mjög falleg- ur og blómlegur." Spurður hvort heppilegt sé að eitra núna fyrir FLEIRI trjágeitungabú nú en áður. Mikið er af blaðlús á birki núna að sögn Erlings, sem segir að gróðurinn líði þó ekki fyrir það. Ásgeir Svanbergsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur tekur í sama streng og segir að menn losni að mestu leyti við lús á brekkuvíði og öðrum víðiteg- undum sem notaðar eru í lim- gerði ef þijár reglur séu virtar. „Það þarf að klippa þrjá fjórðu hluta af ársvextinum á hveiju vori, í mars eða apríl. Þá þarf að halda auðu beði í kringum lim- gerðið til að þar verði ekki upp- eldisstöð fyrir fiðrildalirfur. Áð lokum þarf að bera árlega á víð- inn.“ ■ sníkjudýrum, segist Erling telja að það sé oft seint, enda séu fiðr- ildalirfur nú orðnar fullvaxnar og hættar að éta. „Nú geta menn gert ráð fyrir að tré og runnar taki vaxtakipp." Erling segir að sumarbú- staðareigendur hafi mikið kvart- að undan bitmýi í sumar. „Við því er ekkert að gera því mý verður fjörmeira og aðgangs- harðara eftir því sem hlýrra er í veðri.“ Sveifflugur eru meira áberandi nú en áður, en Erling segir að margir rugli þeim saman við geitunga þótt þær fyrrnefndu séu miklu minni en geitungar og alsaklausar. Nýtt ferðaheildsölutyrir- tæki Flugleiða í Maryland FLUGLEIÐIR eru að koma upp nýju ferðaheildsölufyrirtæki sem hefur aðsetur á aðalskrifstofu Flugleiða í Columbia í Maryland. Fyrirtækið heitir Ieelandair Europ- ian Vacations og leggur áherslu á að auka sölu ferða til íslands. í fyrstu verður IEV rekið sem deild í Flugleiðum en til greina kemur að stofna sér fyrirtæki síðar. Sex til sjö starfsmenn vinna nú við IEV og forstöðumaður er Steinn Logi Björnsson. Þá hafa Flugleiðir yfirtekið ferðaheildsöluna Europak, sem Kewellfyrirtækið og Flugleiðir hafa rekið saman. Europak mun hafa aðsetur hjá Flugleiðum í Columbia og miðlar óseldum flugsætum til ferðaheildsala víðsvegar um Bandaríkin. Icelandair Europian Vacations er ætlað að setja saman- ferðir og selja síðan áfram til ferðaskrifstofa sem annast smásölu. Úrval ferða verður nú aukið, ekki síst vetrar- ferða. Gert er ráð fyrir að hefja íslandssöluherferð nú í haust. g FORI HNATTREISU fyrir eina HAPPAÞRENNU * * \ * HAPPAÞRENNAN hcfjttí rinmnjft/w!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.